Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ H MYNDBÖIMD/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Eg mæli með Matthildur (Matilda)-k k ★ Sonur forsetans (First Kid)k ★ ★ Vi Leitin að lífshamingjunni (Unhook the Stars)k ★ ★ 'h í deiglunni (The Crucible) ★ ★ ★ Vi Tvö andlit spegils (The Mirror Has Two Faces) kkk Ógnarhraði (Runaway Car)k k Lífið eftir Jimmy (AftcrJimmy)'k ★ ★ Bundnar (Bound)k ★ ★ Ókyrrð (TurbuIence)Vi Hatrinu að bráð (Divided by Hatc)k 'h Gullbrá og birnirnir þrír (Goldilocks and the Three Be- ars)k'/i Þruma (Blow Out)k k k Vi Tortímandinn (Terminator)k k Útsalan byrjar í dag, föstudaginn óttunda áttunda, kl. 9.00 íþrótta- og sportvörur á alla fjölskylduna á frábæru verði. VERÐDÆMI SKÓR Uppháir leðurskór nr. 25 til 36........kr. 990,- Hlaupaskór með púða nr. 35 til 47......kr. 2.990,- Innanhússskór nr. 28 til 46 frá........kr. 1.990,- Barnaskór með riflás nr. 28 til 34 ......._.kr. 1.990,- VERÐDÆMI FATNAÐUR Glansgallar barna ........................kr. 2.990,- íþróttagallar XS til XXL.........................kr. 2.990,- Úlpur nr. 10,12 og 14............................kr. 3.990,- Úlpur nr. XS til XXL.............................kr. 4.990,- Bómullarfatnaður öll nr. barna- og fullorðins: Buxur, háskólabolir, heilar hettupeysur, renndar hettupeysur, regnfatnaður, sundfatnaður, töskur, bolir, stuttbuxur o.fl. o.fl. VIÐ RÚLLUM BOLTANUM TIL ÞÍN! NÚ ER TÆKIFÆRIÐ TIL AÐ GERA GÓÐ KAUP. OPIÐ í KVÖLD TIL KL. 21.00 OG Á MORGUN, LANGAN LAUGARDAG, FRÁ 10 TIL 17. Póstsendum. SPORTVÖRUVERSLUNIN SPARTA Laugavegi 49-101 Reykjavik • simi 551 2024 Kúlnahríð, of- beldi og Singer Andrés Magnússon netari ANDRES fór mikið í bíó á unglingsárum, en hefur dregið verulega úr því. „Eg fer helst ekki í bíó nema sér- staklega hafi verið mælt með ræmunni við mig eða þá að miklir uppáhaldsmenn eigi í hlut. Allt um það er ég gefnastur fyrir hraðar spennumyndir þar sem konurnar eru með stór bijóst og karlmennirnir eru með stærri byss- ur.“ Blade Runner Blade Runner - 1982 Leikstjóri: Ridley Scott. Aðalleikar- ar Harrison Ford, Sean Young og Rutger Hauer. „Ég held mikið upp á Ridley Scott, en í þessari mynd er hann í raun og veru að gera leyni- löggusögu í anda Dashiels Hamm- etts undir því yfirskyni að hér sé um vísindaskáldskap að ræða. Myndin er reyndar lauslega byggð á smásögu Philips K. Dick, Do Androids Dream of Electric Sheep, en Scott á svo sem meira í mynd- inni en hann. Myndin fékk Óskars- verðlaun fyrir tæknibrellur, sem fyrst og fremst fólust í stórkost- legri sviðsmynd Los Angeles á ofan- verðri 21. öld, þar sem neonskiltin ein skera í gegnum þykkan þoku- mökkinn. Myndin ijallar um leit leynilöggunnar Deckards að íjórum gervimennum á flótta frá nýlendum á öðrum hnöttum, en snýst kannski frekar um hvað það er, sem gerir okkur mennsk og hvað ekki. Harri- son Ford stendur sig mjög vel sem leyni- löggan og er sögumað- ur að auki.“ Leon Leon -1994 Leikstjóri: Luc Besson. Aðalleikarar: Jean Réno, Gary Oldman, Natalie Portman og Danny Aiello. „Mér finnst eiginlega allt sem Besson gerir vera brakandi snilld og nægir að minnast á Subway, Grand Bleu, Nikita og Fimmtu höfuðskepnuna í því samhengi. Þessi mynd varð upphaflega til utan um aukahlut- verk í Nikita, þar sem fyrir kom „hreingerningamaður", þ.e.a.s. at- vinnumorðingi. í upphafi myndar lifir Leon, sem Frakkinn Jean Réno leikur af stakri kostgæfni, fyrir starf sitt, sem felst í að „hreinsa til“ fyrir mafíufjölskyldu í New York. Einn góðan veðurdag kemur spilltur fíkniefnalögregluþjónn, sem er gríðarvel leikinn af Gary Old- man, i heimsókn í næstu íbúð, sak- ar eigandann um svik við sig og drepur alla fjölskylduna, nema 12 ára heimasætuna, sem var í búðar- ferð. Það verður henni til lífs og Leon skýtur yfir hana skjólshúsi. Hún vill læra til sama starfa og hann og gengur á ýmsu, en smátt og smátt verða þau ástfangin hvort af öðru í platónskum skilningi. Myndin er í senn falleg, fyndin, spennandi og stútfull af kúlnahríð og sprengingum." MYNDBÖNP____ Rúmstokks- gamanmynd Smokkaleit (Booty Call) Gamanmynd k'/i Framleiðandi: John Morrissey. Leikstjóri: Jeff Pollack. Handrits- höfundar: Takashi Bufford, Bootsie Parker. Kvikmyndataka: Ron Orie- ux. Tónlist: Robert Folk. Aðalhlut- verk: Jamie Foxx.Tommy David- son, Vivica A. Fox, Tamala Jones. 90 mín. Bandaríkin. Skífan 1997. Útgáfudagur: 9. júlí. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. FÉLAGARNIR Bunz og Rushon eru á leiðinni á stefnumót með kærustu Rushon og vinkonu henn- ar. Bunz er dæ- migert karl- rembusvín og hugsar bara um það eitt hvernig hún muni líta út. Vinkonan er dæmigerð kona á uppleið og hugsar um það eitt hvernig hann er stæður og viðhorf hans til lífsins. Þegar þau hittast virðist allt á leið- inni upp í háaloft, en eftir smá byijunarörðugleika byijar kynhvöt- in að gera vart við sig hjá báðum pörunum. Konunar vilja öruggt kynlíf og senda karlmennina til þess að kaupa getnaðarvarnir og þá má segja að ævintýrið byiji. Þetta er dæmigerð neðanbeltis- gamanmynd, sem er uppfull af klúr- um bröndurum og kynferðislegum athöfnum. Persónurnar eru horm- ónadrifnir karlar og konur, sem hugsa bara um kynlíf. Sumir brand- ararnir eru svo lélegir að maður hálfpartinn skammast sín fyrir að vera að horfa á þessa vitleysu. En til mótvægis við þessa lélegu brand- ara eru nokkur virkilega fyndin atriði. Jamie Foxx, sem leikur Bunz, á flesta góðu brandarana í mynd- inni á meðan hinir leikararnir eru nokkurs konar stuðpúðar við fyndni hans. Foxx er einn af mörgum, sem byijuðu feril sinn sem leikarar í þáttunum „Living Color“, en aðrir frægir eru t.d. Jim Carrey og Way- ans bræðurnir. Vivica A. Fox, sem leikur Lysterine, er fín í hlutverki glanspíunnar, en hún var fyrst þekkt fyrir að leika konu Wills Smith í „Independence Day“. Bestu atriðin eru í byijun myndarinnar og þá sérstaklega það sem gerist á veitingahúsinu. Þrátt fyrir nokkra góða brandara er myndin afskap- lega léleg og varla þess virði að horfa á. --------------------------------------- I Morðinginn 1 The Killer - 1989 ( Leikstjóri: John Woo. Aðalleikari: Chow Yun-Fat. „John Woo er sá Hong Kong-leikstjóranna, sem lengst hefur náð, og er raunar kominn til Hollywood þar sem hann hefur gert vinsælar spennumyndir á borð við Hard Target, Broken Arrow og Face Off. Myndir hans eru í raun ofbeldis- ballett og helst hægt að minnast á 1 afrek Sam Peckinpah til samanburð- | ar. Samt finnast mér Hong Kong- i myndimar hans yfírleitt betri, enda hamslausari en Hollywood-pakkinn. Söguþráðurinn er tiitölulega hefð- bundin þriðjaheimsepík: Uppáhalds- leikarinn minn, hann Chow Yun- Fat, leikur leigumorðingja sem verð- ur fúll út í yfírboðara sína, enda fylgir hann eigin siðalögmálum. Inn í þetta blandast vinátta og ástir og j blablabla, en fyrst og síðast er það ofbeldislistin, sem sigrar.“ Óvinir - ástarsaga I Enemies, a Love Story - 1989 Leikstjóri: Paul Mazursky. Aðalleik- arar: Ron Silver og Angelica Hus- ton. „Myndin er gerð eftir sögu Nóbelsverðlaunahafans Isaac Bas- hevis Singer og fjallar um líf í gyð- ingahverfinu á Coney Island í New York. Silver leikur gyðing, sem lifði Helförina af og flutti til Vestur- heims til þess að vera ekki síminnt- ur á eiginkonuna, sem hann týndi ' í dauðabúðum nasista. Hann er kvæntur pólskri stúlku, sem bjarg- aði honum frá Þjóðveijum, en held- ur framhjá með gyðingastúlku. Þegar hann barnar viðhaldið giftist hann því líka á þeirri forsendu að hjónabandið með þeirri pólsku hafi aldrei verið viðurkennt í musterinu. Þetta bjargast þó allt furðuvel þar til Angelica Huston birtist á svæð- | inu og hefur hreint ekki farist í Helförinni eins og haldið var! Sögu- þráðurinn hljómar kannski eins og ólíkindaleg gamanmynd, en myndin er ágætlega trúverðug saga af góðu fólki, sem hefur lifað af Helvíti og kannski ekki jafnað sig á því, en reynir sitt besta til þess að komast vandræðalaust af. Karakterarnir eru frábærir, textinn sömuleiðis og leikurinn eins og best gerist.“ „Lolita“ í vanda PÓLITÍSK rétthugsun og um- ræða vegna nýlegra barnaníð- ingsmála virðast ætla að verða „Lolitu" ^ötur um fót. Nýlega var sagt frá því að Frakkar hefðu frestað frumsýningu myndarinnar í kjölfar barnaníð- ingsmála þar í landi. Einnig hefur gengið erfiðlega að selja dreifingarréttinn að myndinni I í Bandaríkjunum. Lokið var við myndina á síðasta ári en hún hefur ekki verið frumsýnd. Jeremy Irons, sem lék Hum- bert Humbert í þessari útgáfu Adrian Lyne á sögu Vladimir Nabokov, er óánægður með stöðu mála og trúði blaðamanni The Guardian nýverið fyrir því að hann væri pirraður vegna hræðslu bandarískra dreifing- araðila við „Lolitu“. „Þeir eru fastir í pólitískri rétthugsun." Mynd Lyne kostaði að talið er um 62 milljónir dollara svo það er framleiðendum hennar kappsmál að koma henni á markaðinn. En saga um mið- aldra mann sem á í ástarsam- bandi við 12 ára stúlku er efni sem er vægast sagt eldfimt og vandmeðfarið og dreifingarað- ilar óttast orðspor Lyne sem á myndir eins og „9 Vi Weeks“ að baki. Einnig hafa myndir sem hafa gengið langt í nekt og umfjöllun um kynlíf ekki selst vel í Bandaríkjunum und- anfarið. „Striptease", „Showg- irls“, og „Crash“ bombuðu all- ar. Ottó Geir Borg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.