Morgunblaðið - 24.08.1997, Page 6
6 B SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐiÐ
Kynningar-
starfsemi
Ferðafólki
fækkar um há-
ferðamanna-
tímann á ís-
landi. Áfall! Er
það ekki ferðamennskan sem um
ókomin ár á að bjarga þjóðinni
um lifibrauð? Svona uppstytta
segir kannski ekki mikið, því
ferðamennska hefur alltaf og
mun ganga í bylgjum. Lönd verða
eftirsótt og komast í tísku um
kannski langt árabil en víkja svo
fyrir öðrum, í lengri eða skemmri
tíma. Við erum í mikilli upp-
sveiflu og verðum vonandi áfram.
Erum í tísku, sem markast oft
af því þegar fína fólkið og fræga
fer að láta sjá sig. En fækkun á
þessum örstutta „ferðamanna-
tíma“ á íslandi, 5-6 vikum víða,
klingir samt aðvörunarbjöllum og
kallar á spurningu eins og Bjarn-
heiður Hallsdóttir ferðamála-
fræðingur setti fram í grein um
síðustu helgi: Af hveiju fækkar
ferðamönnum? Hún kennir ekki
eins og flestir
um utanað-
komandi og
óviðráðan-
legum
ástæðum svo
sem gjald-
eyrismálum,
efnahags-
erfiðleikum
og veðri
heima hjá
ferðafólkinu
eða hér, held-
ur lítur líka í
eigin barm,
þar sem m.a.
þjónusta sé of dýr miðað við
gæði til að markaðurinn þoli það
til lengdar. Og lýkur greininni á
að lykilorðin séu stóraukin kynn-
ingarstarfsemi erlendis og verð-
lækkun. Þetta ýfði gárur: Hvern-
ig kynningu?
Spurningin vakin af ýmsum
smáatvikum á ferðum úti á landi
í sumar. Á Fáskrúðsfirði sat föst
ung frönsk stúlka sem hafði
keypt sér far með áætlunarbílun-
um kringum landið með þeirri
tilhögun að geta farið úr rútunni
og tekið hana aftur. Gott og
aðlaðandi fyrirkomulag. Hún
hoppaði af rútunni á Fáskrúðs-
firði til að sjá auglýstar menjar
um franska sjómenn og sat föst.
Um helgar reyndust bara engar
ferðir, ekki fyrr en á mánudag.
Höfðu verið aflagðar fyrir ein-
hveijum árum, en í upplýs-
ingabæklingnum sem hún fékk
þegar hún skipulagði ferðina
voru enn daglegar ferðir. Ég
varð vör við að hún Jóhanna á
Hótel Bjargi var að reyna að
koma henni á einhvern upp á
Egilsstaði, sem hún kvaðst iðu-
lega hafa staðið í undanfarin
sumur. Sjálft hótelið, Hóll, hafði
með nýjum rekstraraðilum skipt
um nafn fyrir 5 árum, en áfram
staðið í bæklingum, þrátt fyrir
tilkynningar, að stansað væri við
Hótel Skálavík. Ferðafólk kemur
svo á staðinn og er enn að leita
að gamla hótelinu með upplýs-
ingabækling í hendinni. Þegar
ég svo útvegaði hér nýjan bækl-
ing frá í vor um þessar ákveðnu
ferðir var Ioks komin eyða fyrir
helgarnar. En fyrri ferðabækur
og bæklingar halda auðvitað
áfram að vera á sveimi í ein-
hvern tíma í erlendum og jafnvel
innlendum ferðaskrifstofum þeg-
ar útlendingar gera sínar áætlan-
ir fyrirfram.
Hvað um aðrar upplýsingar?
Hann Vilhjálmur Knudsen hefur
þau rök fyrir því að láta aldrei
falla niður auglýstan tíma bíó-
sýninga alla
daga ársins að
ekki sé hægt að
bjóða upp á
ferðaþjónustu
ef ekki er undantekningalaust
hægt að ganga að henni. Ég er
hrædd um að margir íslendingar
líti ekki á þessa grein sem þjón-
ustugrein sem verður að standast
- og það lengi. Það sé í lagi að
prófa „í sumar“, kalla á blaða-
menn og láta auglýsa upp stað-
inn, en vera ekki endilega bund-
inn af því að hafa á boðstólum
það sem kynnt er nema kannski
við opnunina. Ég skammast mín
alltaf þegar ég kem á stað sem
ég hefi kynnt samkvæmt upplýs-
ingum viðkomandi og reynist svo
ekki hafa haft úthald. Kannski
ættu blaðamenn ekki að auglýsa
svona upp ferðamannastaði fyrr
en komin er einhver reynsla á
þá og sjáist að þeir endist eitt-
hvað.
Líka virðist stundum pottur
brotinn í upplýsingagjöfinni.
Tvenn hjón hitti ég sem höfðu
hlakkað til að fá góðar fisk-
máltíðir á íslandi, ætluðu helst
ekki að borða annað. Ekki endi-
lega á fínustu stöðum, en dag-
lega. Einhver í upplýsingamið-
stöð í Reykjavík vísaði þeim á tvo
staði. Á hvorugum staðnum var
fiskmáltíð að fá. Nú voru þau
úti á landi enn að spyija um fisk.
Fólk frá Strassborg hafði fengið
þær upplýsingar hjá leiðsögu-
manni sínum daginn sem stansað
var í Reykjavík og vildi fara að
kaupa íslenskar lopapeysur, að
það skyldu þau bara gera úti á
landi því Iopapeysurnar í Reykja-
vík væru helmingi dýrari, hækk-
uðu á ferðamannatímanum á
sumrin. Þau fullyrtu öll að þau
hefðu leitað upplýsinga hjá fólki
í ferðaþjónustunni.
Ferðamálafræðingurinn
nefndi dýrtíð. Ung stúlka var
orðin blönk í miðju fríi - og gátt-
uð. Mest varð hún hissa þegar
hún var á Suðurlandi krafin um
50 kr. fyrir bolla af heitu vatni
á „sumarhóteli", sem selur svefn-
pokapláss, 1.000 krónur fyrir
þunna dýnu á gólfi í kennslu-
stofu. Hún varaði alla við að
koma þar.
íslenskur vinur minn með 5
manna fjölskyldu kom inn á hótel
á Norðurlandi og fékk upplýst að
hver pítsa kostaði 1.100 krónur.
Hvemig pítsa? Hélt hana a.m.k.
bakaða á staðnum. Svona, sagði
stúlkan og rétti upp Borgames-
pítsu í plastumbúðum, sem í kaup-
félögunum fást á 500-600 krón-
ur. Þegar hann kom á Suðurland
og ætlaði næst að veita fjölskyld-
unni almennilega máltíð spurði
hann um rétt dagsins. Já, já, hann
var til, lambalundir fyrir 1.800
krónur og yfir 3.700 ef máltíðin
væri þrírétta. Semsagt máltíð fyr-
ir 9.000-18.000 krónur, ekkert
ódýrara. Þau hröktust aftur í msl-
fæðið á bensínstöðvunum.
Er skrýtið þótt keraldið leki.
Gárur
eflir Elínu Pálmadóttur
Draumurínn um táskó
ogtútúpils
DANS /Hvað eru dansfrœbif
ÞÆR eru sjö ára og dreymir um að svífa um í táskóm og tútúpilsi. Fyr-
ir þeim er ballerínan líkari ævintýri en raunveruleika og leyndardómur
einn hvernig hún snýst í hringi og svífur um. Að tjaldabaki kemur veru-
leikinn í ljós, ballettdansarar eru ekki yfirnáttúrulegir þó þeir hafi ein-
staka stjórn á hreyfingum líkamans sem þeir hafa náð með ómældri vinnu.
Starf dansarans er því ekki eingöngu dans á rósum, að mörgu þarf að
huga og þá sérstaklega líkamlegri og andlegri heilsu.
Ballettdansmærin Margot Font-
eyn hélt atvinnumennsku
áfram hátt á fertugsaldurinn en það
þótti algert einsdæmi þar sem dans-
arar létu oftast af störfum um þrí-
tugt. í dag þykir
ekki til tíðinda að
vera þijátíu og sjö
ára dansari í fínu
formi enda hefur
starfsaldur dans-
ara lengst til mik-
illa muna undan-
farna áratugi.
Breytingar á
kennsluaðferðum og aukin vitn-
eskja um líkamann hafa bætt stöðu
dansara og má þar þakka nýrri
fræðigrein um dans þar sem stund-
aðar hafa verið ötular rannsóknir
um flest sem lýtur að dansi og döns-
urum.
Dansfræði hófust sem angi af
íþróttafræði en innihalda nú ýmis-
legt sem varðar dansara og heilsu
þeirra eins og hreyfingarfræði,
næringarfræði, sálfræði, aflfræði
og h'feðlisfræði. Markmið dans-
fræða eru í stórum dráttum þau
að gera dönsurum lífið bærilegra
og hjálpa þeim að takast á við það
andlega og Iíkamlega álag sem
starfinu fylgir.
Atvinnudansarar stunda æfingar
í allt að átta til tíu tíma á dag. í
ljósi þess að dansarar séu af þeim
sökuin oft grennri en margir aðrir
hópar eru kannanir sem sýna að
lystarstol og átsýki mælast í mun
fleiri tilvikum meðal dansara mjög
athyglisverðar. Líklegar ástæður
fyrir þeim niðurstöðum má rekja
til ímyndarinnar um hina tágrönnu
og leggjalöngu dansmey sem kom
fram á fimmta áratugnum. Hættan
á umræddum sjúkdómum liggur
aðallega meðal ungra dansara sem
telja gjarnan að forsenda þess að
ná árangri sé að vera tágrannur.
Dæmi eru um að um leið og dansar-
ar hreyfi sig mikið leggi þeir sig
einnig fram við að missa nokkur
kíló með því að minnka hitaeininga-
inntöku eða jafnvel nota hægðalos-
andi lyf. I dag eru kennarar og
þjálfarar mun meðvitaðri um þetta
vandamál en áður og hafa eftirlit
með nemendum sínum. Þar að auki
er dansnemendum í háskólum víða
kennd næringarfræði til þess að
koma í veg fyrir ranghugmyndir
um kjörþyngd sem stundum vilja
hafa mjög alvarlegar afleiðingar.
eftir Rögnu Söru
Jónsdóttur
ÞfÓÐLÍFSÞANKAR /Geta skemmdarvargar lcert að hemja
reiði sína og öfundsjkif
GLÓÐIR ELDS
TALAÐ er um margs konar fátækt, allt frá heiðarlegri fátækt til bijóstum-
kennanlegrar fátæktar - verst sýnist mér þó sú andlega fátækt sem
gerir fólk að lítilmótlegum skemmdarvörgum. Um daginn fór ung stúlka
með fjölskyldu sinni upp í sveit. Hún hafði nýlega eignast nýjan og falleg-
an bíl og var bæði glöð og stolt af því að geta boðið sínu fólki í ferðalag.
Hún ók á vinsælan ferðamannastað þar sem fjölskyldufólk gistir oft á
tjaldstæðum. Svo fór hún að tjalda og koma sér fyrir ásamt samferðafólk-
inu. Þegar því stússi öllu var lokið fór hún að sækja smáhlut sem geymd-
ur var í bílnum. Þegar hún kom að bílnum sá hún að einhver hafði með
beittu áhaldi gert ljóta, djúpa rispu á lakkhúð bílsins eftir endilangri
annarri hlið hans. Með sárri sorg í hjarta horfði hún á eyðilegginguna.
„Ég var ekki sorgmæddust yfír rispunni, heldur því hugarfari sem hún
lýsti,“ sagði stúlkan við mig seinna. „Vertu fegin, þú er sú sem léttar
sleppur, þú getur látið gera við rispuna og þá er bíllinn sem nýr en sá
sem gerði rispuna þarf að dragast með sitt lítilmótlega hugarfar ævina
á enda og þótt hann sleppi kannski frá þessu atviki með því að vita einn
um ræfildóm sinn þá kemur að því að sá sami ræfildómur mun koma
honum í koll - menn uppskera eins og þeir sá í þessu lífi,“ svaraði ég.
að þætti annars fróðlegt að
vita af hvetju sumir eiga svo
mikinn andlegan ríkidóm að þeir
geta alla sína tíð miðlað öðrum
meðan aðrir eru slíkir andlegir
beiningamenn að þeir skilja alls
staðar eftir sig sviðna jörð. Skyldi
upplag fólks vera svona undarlega
misjafnt eða skyldi félagsleg mót-
un valda þessu? Ég hef rætt þetta
við ýmsa og sýnist sitt hveijum.
Eitt eru þó allir sammála um: það
býr undarlegt hugarfar að baki
öllum skemmdarverkum. Að líkind-
um ræður hefnd-
arhugur stundum
slíkum gjörðum,
stundum reiði út í
allt og alla og loks
eru sumir þjáðir
af hræðilegri öf-
eftir Guðrúnu undsýki. Þeir eru
Guðlougsdóttur til sem finnst skilj-
anlegt að fólk
hefni fyrir misgjörðir með því að
eyðileggja eða skemma hluti þótt
það sýnist bera sérlega barnalegri
hegðun vott. Fáir mæla því
hins vegar bót að fólk fái útrás
fyrir innbyrgða reiði út í lífið og
tilveruna með því að skemma hluti
fyrir saklausu fólki og enn færri
líta þá réttu auga sem fá ekki
hamið öfundsýki sína. í tilvikinu
sem sagt var frá hér á undan voru
málsatvik þannig að annaðhvort
var um að ræða hugarfar, reiði sem
beint var að saklausri manneskju,
eða hreina öfundsýki og víst er að
hvorugt hugarfarið er eftirsóknar-
vert. Við sjáum því miður furðu