Morgunblaðið - 24.08.1997, Page 19
18 B SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 B 19
MAMIRAUA
land flæðiskógarins
AMAZON-frumskógurinn
er langstærsta regn-
skógabeltið sem eftir er
á jörðinni. Hann breiðist
yfir miðhluta Suður-Am-
eríku og þekur rúmlega 7 milljón
ferkílómetra svæði í sex löndum.
Heitir og rakir vindar af Atlantshafi
mæta röku uppstreymi skógarins og
við þær aðstæður myndast mikil úr-
koma á vatnasvæði sem er á stærð
við Bandaríki Norður-Ameríku. Þar
er stærsta og flóknasta vatnasvið
veraldar; þéttriðið net ofið úr ám,
fljótum og vötnum með ótrúlega
fjölbreyttu lífríki. Við ósinn er
Amazon-fljótið um 300 km breitt,
það inniheldur um 15% af öllu ár-
vatni jarðar og er rúmlega íjórum
sinnum stærra en næststærsta fljót-
ið, Congo-fljótið.
Amazon-fljótið rennur um land
goðsögulegra ævintýra, land ótal
sagna af furðum og hættum sem
landkönnuðir upplifðu á ferðum sín-
um upp fljótið. Strax í barnæsku
heillaðist ég af þessum sögum og
gömlu koparstungunum sem
skreyttu þær.
Friðlandið
Eftir að hafa unnið í rúmlega tíu
ár í norðurhluta Venezuela við Orin-
oco-fljótið fékk ég loksins tækifæri
til að kynnast Amazon-svæðinu af
eigin raun. Eg fór að vinna með hópi
brasilískra stúdenta á vemdarsvæði
sem kallast Mamirauá, land flæði-
skógarins. Eg fékk fyrst innsýn í
hugtakið flæðiskógur í fyrstu heim-
sókn minni til Mamirauá. Eg var á
ferð með Ronis da Silveira, brasil-
ískum nema sem rannsakaði lifnað-
arhætti jacares, sem er suður-amer-
ískur ættingi krókódíla. Ég stóð í
báti og horfði á munguba-trén
teygja sig til himins. Munguba-trén
hafa þráðbeina stofna með hvítum
berki og rauðum fræhylkjum en á
trénu fyrir ofan mig og á öllum
trjánum í kringum okkur voru
greinileg litaskil á stofnunum í um
það bil 10 metra hæð þar sem stofn-
inn varð ljósari ofan þeirra.
Þegar Ronis sagði mér að þetta
væru efstu flóðamörkin sá ég strax
fyrir mér hvernig svæðið liti út á
regntímabilinu; kaffærður skógur
þar sem aðeins efstu krónumar
standa út í heitt rakt loftið, tímabil
þar sem hægt væri að sigla milli
trjákrónanna á meðan fiskar synda
milli stofnanna fyrir neðan. Ég fór
að taka eftir fleiri ummerkjum
hinna árlegu flóða. Það sem við
fyrstu sýn virtust vera stórir hey-
bingir voru I rauninni smærri tré,
með krónurnar skreyttar þurru
grasi sem hafði flækst við greinam-
ar þegar vatnsborðið féll. Termíta-
og vespubú sem em yfirleitt áber-
andi, vora einungis sjáanleg á hærri
svæðum þar sem nú var þurrt land.
Þetta vora Várzea, flæðiskógar
Amazons, einhverjir forvitnilegustu
og sérstæðustu skógar jarðar.
Skógar Amazon-svæðisins era yf-
irleitt ekki flæðiskógar og kallast
terra firme eða „fastlendis“-skógar.
Þar er geysimikill gróður með
40-60 metra háum trjám en jarð-
vegurinn undir skógarbotninum er
sérlega ófrjósamur og óhæfur til
jarðræktar eftir að skógurinn hefur
verið raddur. Flæðiiendur Amazons
fá á hinn bóginn næringarefni í
formi botnfalls úr hinu gragguga
Amazon-fljóti. Jarðvegur svæðisins
er mjög frjósamur vegna þessarar
árlegu áburðargjafar sem á upprana
sinn að mestu í rofi úr Andesfjöllun-
um sem afmarka vesturströnd Suð-
ur-Ameríku.
Vegna hins frjósama jarðvegar og
nálægðar við ána, sem er þjóðbraut
svæðisins, hefur fólk kosið að setjast
að nærri flæðilendum Amazons.
Mikilvægur hluti skógarins með-
fram bökkum fljótsins hefur horfið
vegna nýtingar manna og ágangur-
inn heldur áfram enn í dag. Stærsta
ósnerta flæðiskóglendi Brazilíu er
fyrir ofan bæinn Tefé en þar mætast
árnar Solimöes (en svo kallast efsti
hluti Amazon-fljóts í Brazilíu) og
Japurá (sem streymir úr Kólumbíu).
Morgunblaðið/John Thorbjarnarson
VISINDAMENN að rannsaka svarta caiman-krókódílinn sem er stærsta rándýr Suður-Ameríku. Hann getur orðið allt að fimm
metra langur og tonn að þyngd en hann er nú í útrýmingarhættu.
Þar hefur stór hluti flæðilendisins
verið friðaður í Mamirauá, en þar
fer fram brautryðjendastarf í vernd-
un flæðiskóganna og samfélagsins
sem þar hefur þróast.
Mamirauá firiðlandið þekur rúm-
lega milljón hektara eða um tíunda
hluta af stærð Islands. Innan
friðlandsins er að finna margbreyti-
leg híbýli sem ráðast af því hversu
hátt vatnsborðið nær á flóðatíman-
um og hversu lengi það stendur.
Óteljandi vötn af öllum stærðum era
þarna á víð og dreif, tengd saman
með ám og sikjum. Meðfram vatns-
bökkum geta myndast fljótandi
gróðurþekjur sem hýsa fiska og
skordýr. Stundum er þekjan jafnvel
mannheld og nógu þykk til að tré
geti skotið þar rótum.
Þegar flóðin standa sem hæst er
hægt að róa gegnum skóginn á kanó
og horfa á fiska og höfranga og trjá-
stofna hverfa ofan í blátært djúpið.
En í þessum miklu flóðum er engin
örk eða Nói til bjargar landdýram
og þau sem þar lifa hafa aðlagast
þessum aðstæðum. Þama er of
blautt fyrir margar tegundir en
jagúarar og landskjaldbökur halda
þama til. Ekki er vitað hvernig
þessar tegundir lifa þegar allt þurr-
lendi fer í kaf.
Meinlausir mannætufiskar
Mörgum og hræðilegum
mannætusögum fer af pirana fiskin-
um, fremur smávöxnum kjötætu-
fiski sem finnst víða í vötnum Suð-
ur-Ameríku. Eftir að hafa eytt
meira en tíu áram ævi minnar vað-
andi í þessum vötnum get ég fullyrt
RANNSÓKNIR í Mamirauá fara einkum fram í flothýsum sem dreift er
um svæðið.
SKJALDBÖKUR hafa löngum verið aðalfæða íbúa í bænum Tefé, þessum hefur verið safnað fyrir veitingahús í bænum.
VATNALILJUR í Amazon fljótinu.
Ein forvitnilegosta
skepnan er Amazon
sækýrin. Sækýr eru
plöntuætur sem lifa
einkum við strand-
lengju hitabeltis-
landa.
að ennþá hef ég tíu putta og tíu tær.
Ég veit aðeins um fá dæmi þess að
þessir ófrægðu fiskar hafi bitið
menn. Að mínu mati er piraracu
mun merkilegri skepna. Þetta er ein
stærsta ferskvatnsfisktegund jarð-
ar, hún getur orðið tveggja metra
löng og 200 kíló að þyngd. Þessi fer-
líki synda um vötnin í Mamirauá,
gleypa loft og soga upp smærri
fiska. Vegna einhvers undarlegs
þróunarstökks andar piraracu fisk-
urinn að sér lofti. Veiðimenn leggja
við hlustir og renna á andardráttinn,
læðast að þeim og kasta í þá skutli.
Þegar portúgalskir sæfarar komu til
Brasiliu fyrir 300 árum vora þeir
vanir því að borða saltfisk „bacalao".
Þar sem langt var í næstu þorska-
mið var piraracu veiddur og seldur
sem „bacalao" en heldur hefur
gengið á stofninn og því sést þessi
fiskur vart utan Mamirauá vemdar-
svæðisins.
Frá árinu 1990 hefur hópur vís-
indamanna unnið við rannsóknir á
samspili manns og náttúra í Ma-
mirauá. Hluti rannsóknanna beinist
að tegundum sem eru nánast
óþekktar eða í útrýmingarhættu,
eins og uakari apanum sem er rauð-
ur í framan með hvítan feld, en
einnig eru skoðaðar tegundir sem
era undirstaða efnahags svæðisins.
Ein forvitnilegasta skepnan er
Amazon sækýrin. Sækýr era plöntu-
ætur sem lifa einkum við strand-
lengju hitabeltislanda, en í Amazon
hefur þróast tegund sem lifir ein-
göngu í fersku vatni og sést svaml-
andi um ár og vötn flæðilendanna.
Verndarsvæðið er eitt síðasta vígi
þessarar hæglátu skepnu, víða sést
hún ekki lengur, en kjöt hennar
þykir herramannsmatur. Vísinda-
menn í Mamirauá era að skoða lifn-
aðarhætti sækýrinnar og fylgjast
með árstíðabundnum ferðum henn-
ar um Amazon með senditækjum.
Rannsóknir í Mamirauá fara eink-
um fram í flothýsum sem dreift er
um svæðið. Það er eina skynsam-
lega leiðin til að búa á svæði þar
vatnið fer upp og niður um 10 metra
á ári. Það er í svona húsum sem vís-
indamenn eins og ég halda til og
stunda sína vinnu og það er ekki lítil
hamingja sem fylgir því að vakna að
morgni við hljóðin í höfrangum að
veiðum fyrir utan dymar. Tvær teg*
undir höfranga lifa á þessu svæði og
sjást víða, um höfrangana hafa
myndast miklar goðsagnir og hjá-
trú. Þeir era sagðir færa mönnum
gæfu og era því ekki veiddir. í þjóð-
sögum segir að á nóttunni geti þeir
orðið að myndarlegum ungum
mönnum sem draga stúlkur á tálar,
eflaust skýringarsögn sem fylgir
ótímabærum þungunum.
Krókódflar í útrýmingarhættu
Suður-ameríski caiman krókódíll-
inn, jacaré, er ein sýnilegasta dýra-
tegundin í Mamirauá. Tvær tegund-
ir finnast víða; gleraugna caiman og
svarti caiman. Sá svarti getur orðið
allt að fimm metra langur og tonn
að þyngd og því er hann stærsta
rándýrið í Suður-Ameríku en vegna
óhóflegrar veiði manna er tegundin
nú í útrýmingarhættu. Síðan 1993
hafa rannsóknir mínar í Mamirauá
einkum beinst að þessum nú-
tímarisaeðlum.
Næsti bær við Mamirauá er Tefé.
Þar búa um 40.000 manns og líklega
jafnmargir svartir hrægammar. í
lok 19. aldar var bærinn smærri og
þar bjó náttúrafræðingurinn Henry
Walter Bates, sem skrifaði um bæ-
inn og umhverfi hans í bók sinni
„Náttúrafræðingurinn á bökkum
Amazon-fljóts". Ef maður gengur
gegnum bæinn í dag undrast maður
breytingamar á bænum sem lifir nú
einkum á skógarhöggi. Róttækasta
breytingin hefur orðið í sambandi
við skjaldbökur en Bates skrifaði í
bók sinni að aðalfæða íbúanna væri
fiskur og skjaldbökur. Fyrir daga
rafmagns og lampaolíu var nóttin
við Amazon lýst upp með olíu sem
unnin var úr skjaldbökueggjum.
Stórar árskjaldbökur, eða tartarun-
gas, vora mikilvæg náttúraauðlind
og á henni byggðu flestir afkomu
sína, milljónum eggja var safnað og
skjaldbökur vora veiddar í hundrað
þúsunda tali árlega. Nú era engar
tartarangas skjaldbökur í Tefé.
Strendur þar sem þessar skjaldbök-
ur grófu egg sín í sandinn í þús-
undavís era auðar, afleiðing fjögur
hundruð ára ofnýtingar á eggjum og
fullorðnum dýram.
Síðustu varpsvæðin era vel þekkt
og fólk situr um þau og bíður eftir
að skjaldbökurnar skríði á land og
verpi eggjum sínum. Þar sem tart-
arangas skjaldbökur veiðast ekki
lengur hefur fólkið snúið sér að
tveimur smærri tegundum tracaja
og iaga. Um helgar má sjá þær á
grillinu fyrir utan veitingastaði í Te-
fé á meðan fólkið sem býr ofar í
landinu, á Mamirauá friðlandinu,
kvartar yfir því að börnin þeirra hafi
aldrei séð tartaragas skjaldböku. Ef
svo fer fram sem horfir munu
bamabörnin aldrei sjá tracaja eða
iaga skjaldbökur.
Mamirauá er undraverður staður.
Þar mætast vatn, skógur og ótrúlegt
dýralíf á einstakan hátt. Að mörgu
leyti er eins og tíminn hafi staðið í
stað á skeiði þegar lífið var einfald-
ara. Á yfirborðinu er eins og líf
fólksins hafi ekki breyst í 200 ár, en
sannleikurinn er sá að margir íbú-
anna hafa misst lífsafkomuna með
hrani stofna eins og piraracu risa-
fisksins og tartaraga skjaldbökunn-
ar. En ekki er öll nótt úti og í næstu
greinum mun ég lýsa nokkram nýj-
um leiðum sem við vinnum að til að
tryggja sjálfbæra þróun í samspili
fólksins í flæðiskógunum og um-
hverfisins.
í 2. grein verður athyglinni beint að Caim-
an-krókódflum og því að rannsaka stærst^
rándýr Suður-Ameríku.
í þeirri 3. er fjallað um Anaconda-
kyrkislönguna, stærstu kyrkislöngu heims,
sem nú er kunn úr samnefndri kvikmynd, og
um rannsóknir í Venezuela.
I 4. grein verður þannig fjallað um Skjald-
böku-áætlunina sem er verkefni unnið í sam-
vinnu h'ffræðinga, heilbrigðisstétta og mann-
fræðinga sem hefur það að markmiði að mað-
urinn geti lifað í sátt við umhverfið.
Andri Snær Magnason þýðir greinaflokk—
inn.