Morgunblaðið - 16.09.1997, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
U ngir læknar undírbúa
uppsagnir á yfirvinnu
UNGIR læknar eru með í undir-
búningi uppsagnir á yfirvinnu á
sjúkrahúsunum til að þrýsta á um
gerð kjarasamninga en þeir hafa
verið með lausa samninga í níu
mánuði. Um er að ræða kandidata
og deildarlækna á sjúkrahúsunum,
en um 150 læknar eru í Félagi
ungra lækna. Hver og einn læknir
segir upp samningi um yfirvinnu
sína. Um uppsagnirnar gildir al-
mennur uppsagnarfrestur sam-
kvæmt samningum lækna sem er
tveir mánuðir og er við það miðað
að uppsagnimar taki gildi 1. des-
ember næstkomandi, að sögn
Helga H. Helgasonar, formanns
Félags ungra lækna.
Helgi sagði að samkvæmt kjara-
samningum eigi ungir læknar að
vinna allt að 90 yfirvinnutíma í
mánuði til viðbótar dagvinnu, þó
flestir ungir læknar vinni miklu
lengri vinnutíma en það. Hver og
einn læknir muni segja upp sinni
yfirvinnu á næstu tveimur vikum
og sé við það miðað að uppsagnirn-
ar gildi frá 1. desember næstkom-
andi. Ungir læknar hafi ákveðið
að grípa til þessara aðgerða vegna
þess að þeir hafi verið með lausa
samninga á níunda mánuð. Þótt
ótrúlegt sé hafi þeir verið í viðræð-
um allan þennan tíma og það hafi
nánast ekkert þokast, hvorki hvað
varðar hækkanir á grunnlaunum
né hvað varðar breytingar á vinnu-
tíma sem ungir læknar telji að séu
mjög brýnar.
Helgi sagði að vegna vinnutíma-
tilskipunar Evrópusambandsins,
sem gildi hér á landi, væri nauð-
synlegt að gera breytingar á vinnu-
tíma ungra lækna. Hann hefði far-
ið þess á leit við fjármála- og heil-
brigðisráðuneytið í vetur að hefja
undirbúning þessara breytinga,
þar sem ljóst væri að þær yrðu
ekki gerðar á einni nóttu, en það
væri fyrst nú í þessari viku sem
þessi vinna væri að hefjast. Þarna
væri um flókin skipulagsatriði að
ræða og þýddi fjölgun lækna inni
á sjúkrahúsunum. Ungir læknar
vildu hins vegar ekki að þessi
skipulagsvinna truflaði launabar-
áttu þeirra, en samkvæmt vinnu-
tímatilskipuninni væri heimil yfir-
vinna í mánuði á bilinu 46-50
klukkustundir.
Grunnlaun hjúkrunar-
fræðinga hærri
Heigi sagði að ungir læknar og
sjúkrahúslæknar almennt hefðu
sýnt ríkinu mikið langlundargeð í
þessum samningaviðræðum. Deil-
unni hefði þó ekki enn verið vísað
til ríkissáttasemjara, en það hefði
staðið til síðustu vikurnar. Megin-
kröfurnar væru um breytingar á
grunnlaunum og að vinnutími yrði
í samræmi við ákvæði vinnutíma-
tilskipunarinnar. Þeir gerðu sér
hins vegar grein fyrir að þær breyt-
ingar væri ekki hægt að gera á
nokkrum mánuðum heldur yrði að
gera þær á nokkrum árum, þar
sem þær kölluðu á skipulagsbreyt-
ingar inni á sjúkrahúsunum.
Helgi sagði að eftir samninga
hjúkrunarfræðinga í vor væru
grunnlaun þeirra hærri en grunn-
laun kandidata. Fyrir samningana
hefði munurinn verið 11%
kandidötum í vil, en á öðrum Norð-
urlöndum væri þessi munur
30-60% eftir löndum.
Piltur
slasast
alvarlega
14 ÁRA piltur á reiðhjóli lenti
fyrir bíl við gatnamót Nýbýla-
vegar og Þverbrekku í Kópa-
vogi í gærmorgun. Var hann
fluttur meðvitundarlaus á
Slysadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur, þar sem hann
gekkst undir aðgerð.
Þungt högg
Að sögn lögreglunnar í
Kópavogi lenti pilturinn fram-
an á bílnum, sem ekið var
vestur Nýbýlaveg og hlaut
hann við það þungt högg.
Samkvæmt upplýsingum
lækna á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur voru áverkar töluverðir
á höfði og útlimum. Beinbrot
á fæti og mjaðmagrind, áverki
á kviðarholi og bijóstkassa.
Hann er enn sem komið er
talinn vera í lífshættu og verð-
ur haldið sofandi.
Bjargaði sér af
tindi Everest
Akureyri
Kennarar
við Síðu-
skóla íhuga
uppsagnir
GRUNN SKÓLAKENNARAR við
Síðuskóla á Akureyri héldu fund í
gærkvöldi þar sem rætt var um
launakjör kennora og stöðuna í
kjaramálum. Fjöidi kennara við
skólann er að íhuga uppsagnir.
„Við erum fyrst og fremst að
kynna okkur rétt okkar og það er
ekkert leyndarmál að stór hópur hér
er að velta fyrir sér uppsögnum.
Það hafa engar ákvarðanir verið
teknar. Þetta er ákvörðun sem hver
og einn tekur fyrir sig,“ sagði Elín
Stephensen kennari eftir fundinn.
Um 30 kennarar með réttindi starfa
við Síðuskóla en alls fást 47 manns
við kennslu í skólanum. „Menn eru
orðnir vondaufir og langþreyttir og
við höfum á tilfínningunni að nú sé
komið að því að við hrökklumst úr
þessu starfi, sem við menntuðum
okkur til og höfum haft ánægju af
að sinna,“ segir Elín.
Samkvæmt upplýsingum blaðs-
ins eru á fjórða tug grunnskóla-
kennara við Njarðvíkurskóla og
Holtaskóla í Reykjanesbæ einnig
að ræða mögulegar uppsagnir
vegna óánægju með launakjör og
gang kjaraviðræðnanna.
Ekki hefur enn verið boðað til
sáttafundar í kjaradeilu kennara
og launanefndar sveitarfélaga en
ríkissáttasemjari hefur boðað deilu-
aðila hvora í sínu lagi til óform-
legra funda í dag til að fara yfir
stöðuna og meta hvort ástæða sé
til að hefja viðræður að nýju.
HUGO Rodriguez, Mexíkani
sem var í öðrum hluta leiðang-
urs íslendinganna þriggja á
hæsta tind jarðar, Everest-
fjall, síðastliðinn maí, er stadd-
ur hér á landi. Rodriguez ör-
magnaðist á leið sinni niður
tindinn og var talinn af um
tíma. Þykir hann hafa unnið
mikið aÍFrek að komast einn
síns liðs niður af tindinum.
Rodriguez segir að hann
hafi strax orðið mjög þreyttur
á leið sinni upp tindinn og
dregist aftur úr félögum sín-
um. Ástæðan hafi verið sú að
hann hafi verið með flensu.
Hann náði um síðir upp á tind-
inn ásamt aðstoðarmanni sín-
um og dvaldist þar í um hálfa
klukkustund. Á niðurleið varð
hann örmagna og ákvað að
halda kyrru fyrir og safna
kröftum en aðstoðarmaðurinn
hélt til búða. Björgunarleið-
angur sem sendur var eftir
Rodriguez úr fjórðu búðum
Stórþvottur
í Keppnislok
SIGURÐUR Axelsson stendur hér
í stórþvotti á vélfáki sínum eftir
síðasta torfærumót ársins, sem
var á Hellu á laugardaginn. Gísli
G. Jónsson og Gunnar Pálmi Pét-
ursson tryggðu sér íslandsmeist-
aratitla í mótinu.
■ Tvöfaldur/B4
varð frá að hverfa vegna óveð-
urs.
Án súrefnis, matar og
vatns í 17 klst.
„Ég efaðist aldrei um að ég
væri að gera rétt. Ég gat valið
úr nokkrum möguleikum í
stöðunni og ég held að ég hafi
valið þann besta. Hugur minn
var skýr allan tímann og ég
fann aldrei fyrir einmana-
kennd. Það hvarflaði aldrei að
mér að ég myndi deyja,“ segir
Rodriguez, sem dvaldist einn í
hlíðum Everest-fjalls í sautján
klukkustundir án súrefnis,
matar og vatns.
Rodriguez hafði hvorki
svefnpoka né tjald meðferðis
en hafði aukajakka sem hann
vafði um höfuðið. Hann lá á
bakpoka sínum. 40 gráða frost
var á fjallinu og kól hann tals-
vert á höndum og fótum.
í kvöld og annað kvöld verða
myndasýningar í Borgarleik-
MIKIL niðursveifla hefur verið í
lífríki Mývatns þetta sumarið.
Rykmý og krabbaáta hrundu al-
gerlega, með þeim afleiðingum að
fáir sem engir ungar komust upp
hjá kaföndum á vatninu. Eina und-
antekningin er sú að toppöndin,
sem lifir á hornsfli en ekki mýi og
krabbadýrum eins og hinar teg-
undimar, kom upp talsverðum
fjölda unga, að sögn Árna Einars-
sonar, forstöðumanns Náttúru-
rannsóknastöðvarinnar við Mý-
vatn. Guðni Guðbergsson, fiski-
fræðingur á Veiðimálastofnun,
sem er nýkominn frá því að skoða
ástand silungs í Mývatni, segir að
nokkrir árgangar hafi látið veru-
lega á sjá og físki hafi fækkað.
Þeir sem hafí lifað af séu þeir sem
Morgunblaðið/Júlíus
HUGO Rodriguez.
húsinu frá fyrstu för íslend-
inga á Everest-Qall. Björn Ól-
afsson, Hallgrímur Magnússon
og Einar Stefánsson, sem klifu
Everest í maí, segja frá ævin-
týrinu í máli og myndum þar
sem blandað er saman frásögn,
fjölda Ijósmynda og kvikmynd-
um sem teknar voru í ferð-
inni. Myndasýningarnar hefj-
ast kl. 20 og kl. 22 bæði kvöld-
in. Forsala aðgöngumiða er í
Skátabúðinni.
gátu nýtt sér hornsíli sem fæðu,
en nóg sé af því í vatninu.
Að sögn Árna er áframhaldandi
átuleysi í Mývatni fyrir endur og
bleikju. Niðri í Laxá er hinsvegar
talsvert mikil áta. „Þar lifir bitmý
og þar hefur verið nokkuð góð
urriðaveiði í sumar. Á Laxá hafa
húsendur og straumendur komið
upp ungum og einnig hefur þar
verið svolítið af skúfandar- og
duggandarungum," segir hann.
Allt annað ástand á
nærliggjandi vötnum
Á Mývatni er ástandið dapurt,
að sögn Árna. „Skúföndin, sem er
langalgengasta tegundin, kom upp
tveimur ungum og duggöndin, sem
er sú næstalgengasta, kom engum
Okeypis
sending smá-
skilaboða
Á HEIMASÍÐU Margmiðlunar hf.
er tengill við austurríska farsíma-
fyrirtækið Mobilkom Austria. Þar
býðst mönnum að senda SMS smá-
skilaboð inn á farsíma án endur-
gjalds. Pétur Rúnar Guðnason, vef-
stjóri hjá Margmiðlun, segir að þetta
sé liður í kynningu austurríska fyrir-
tækisins á sinni starfsemi. Póstur
og sími tekur 20 krónur fyrir send-
ingu SMS smáskilaboða.
„Við tókum þetta upp á Netinu
og settum á það íslenskt skýringar-
útlit,“ segir Pétur Rúnar.
Engan sérstakan hugbúnað þarf
til þess að nýta sér þessa þjónustu.
Pétur Rúnar segir að allmargir
hafi nýtt sér þjónustuna. Hann seg-
ir að um 80% allra GSM síma séu
búnir tækni til að taka á móti SMS
smáskilaboðum. Síminn lætur vita
af móttöku smáskilaboða með öðru
hljóðmerki en síminn gefur frá sér
við venjulega upphringingu.
Hrefna Ingólfsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Pósts og síma, segir
að hægt sé að senda smáskilaboð
úr einkatölvu í farsíma með sér-
stökum hugbúnaði sem fæst ókeyp-
is á heimasíðu Pósts og síma.
unga upp. Sömu sögu er að segja
um hrafnsönd og hávellu. Hjá
þriðju algengustu tegundinni,
rauðhöfðaöndinni, var ungafram-
leiðslan einnig með alminnsta
móti.“
Ástandið er allt annað á öðrum
vötnum í grenndinni, sem könnuð
hafa verið til samanburðar. Á Vík-
ingavatni í Kelduhverfi og Svartár-
vatni fyrir ofan Bárðardal, er tals-
vert mikið af rykmýi, að sögn
Árna, og þar hefur komist upp
nokkur fjöldi andarunga.
Guðni segir að niðursveiflan í
ár muni koma niður á veiði í Mý-
vatni næstu árin. „Það verður
kannski einhver reytingsveiði
næsta ár en síðan gæti orðið
tveggja til þriggja ára lægð.“
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Algert hrun rykmýs og krabbaátu í Mývatni
Fáir sem engir
ungar komust upp