Morgunblaðið - 16.09.1997, Side 4

Morgunblaðið - 16.09.1997, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bj örgunarleiðangurinn í Hamarsfirði var erfiður og tók rúma sjö tíma Gengn í snjókomu og myrkri upp fjallið RAGNAR Þorgilsson var einn 12 björgun- arsveitarmanna frá Djúpavogi sem fóru upp að flakinu. Aðstæður til björgunar inn af Hamarsfírði voru erfíðar og þurftu björgunarmenn að leggja mikið á sig til að komast að flakinu. Þeir gengu upp í 800 metra hæð, yfír gil, bratta urð og klettabelti. Héraðslæknirinn á Djúpavogi segist hafa óttast að einhver myndi slasa sig á leiðinni. BJÖRGUNARSVEITARMENN frá Djúpavogi gengu í snjó og myrkri upp snarbratta hlíðina inn af sunn- anverðum Hamarsfirði. Þeir voru meira en þijá klukkutíma á leiðinni upp að flaki þyrlunnar, sem var I tæplega 800 metra hæð. Mönnum stóð nokkur hætta af gijóthruni og segir Guðmundur Björgvinsson læknir að hann hafi óttast að slys yrðu á fólki við björgunaraðgerðir. Björgunarsveitir frá Hornafirði, Djúpavogi, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Fáskrúðsfírði voru kallaðar út eftir að fréttir bárust af slysinu. 17 menn fóru frá björgunarsveitinni á Djúpavogi og lögðu þeir fyrstir af stað frá Hamarsfirði. Þeir óku á bíl- um 10-12 km inn dalinn frá bænum Bragðavöllum. 12 menn lögðu af stað upp hlíðina, en litlu seinna fóru tveir menn frá Þyrluþjónustunni á eftir þeim upp. Þyrlan heilleg „Aðstæður þarna eru erfiðar. Fjallshlíðin er mjög brött og yfir urðir og klettabelti að fara. Landið er því mjög erfitt yfirferðar. Það var snjóföl yfir öllu og niðamyrkur. Veðrið var þó ekki slæmt. Það gekk á með éljum upp í íjallinu, en það varð aldrei mjög hvasst,“ sagði Ragnar Þorgilsson, félagi úr björg- unarsveitinni á Djúpa- vogi. Björgunarsveitar- mennirnir komu á slys- stað laust eftir miðnætti. Ragnar sagði að þyrlan hefði verið heilleg. Hún hefði verið á hliðinni, en þyrluspaðinn hefði leg- ið 20-30 metrum frá. Hann sagði allt benda til að þyrlan hefði hrapað úr lítilli hæð. Eftir að læknir hafði gengið úr skugga um að flugmaðurinn var lát- inn var tekin ákvörðun um að óska ekki eftir frekari aðstoð björgunar- þyrlu Landhelgisgæslunnar. Olafur Ragnarsson, sveitarstjóri á Djúpa- vogi, sem var í björgunarmiðstöðinni í Hamarsfirði, sagði að menn hefðu ekki talið fært að láta þyrluna lenda uppi á fjallinu og því hefðu björgun- araðgerðir miðast við að hún lenti í dalnum eða á Djúpavogi. Þess hefði hins vegar ekki gerst þörf og því hefði henni verið snúið við frá Höfn í Hornafirði. Leiðin niður erfið Ragnar sagði að leiðin niður hefði ekki síður ver- ið erfíð en leiðin upp. Ákveðið hefði verið að fara aðra leið niður, sem var aðeins innar í dalnum. „Menn voru orðnir nokkuð blautir og sumir orðnir mjög þreyttir enda voru ekki allir vanir göngumenn. Við bárum með okkur þungar byrðar, m.a. tösk- ur og búnað fyrir lækninn, sem var erfitt í þessum bratta. Það tók einn- ig í að halda á sjúkrabörunum nið- ur, en sem betur fer komu menn úr öðrum björgunarsveitum til móts við okkur og héldu á börunum síð- asta spölinn." Ragnar sagði að band hefði verið haft í sjúkrabörunum og menn hefðu haldið í það þegar farið var niður klettabeltin. Hann sagði að nokkur hætta hefði stafað af gijóthruni frá þeim sem voru ofar í hlíð- inni og m.a. af þeim sök- um hefði leiðin niður ver- ið torsótt. Björgun- armenn komu niður í Hamarsfjörð um 4:30. Ólafur Ragnarsson sagði að yfir 50 björgunarmenn hefðu tekið þátt í aðgerðinni. 9 reyndir menn frá björgunarsveitunum á Fáskrúðsfirði, Breiðdalsvík, Stöðvarfírði og Höfn hafí lagt af stað upp hlíðina til að aðstoða mennina frá Djúpavogi. Ekki hægt að lenda á slysstaðnum Gangan var erfiðari en búist var við Morgunblaðið/Golli ÁGÚST Bogason, einn björgunarmanna, sýnir hvaða leið menn komu niður af fjallinu. GUÐMUNDUR Björgvinssón var nýkom- inn til starfa á Djúpavogi þegar slysið varð. ÓLAFUR Ragnars- son sveitarstjóri. Hann sagði að björgunarmenn hefðu allir unnið þrekvirki því afar erfitt væri að ganga upp hlíðina og enn erfiðara í myrkri og hálku. Nýr læknir var að koma til starfa Guðmundur Björgvinsson læknir sagði að nokkuð hefði skort á að réttar upplýsingar hafi borist af að- stæðum í Hamarsfírði áður en lagt var af stað. Gangan upp íjallið hafí tekið lengri tíma og verið mun erfíð- ari en rætt hafi verið um þegar far- ið var af stað frá Djúpavogi. Hann sagðist vera óvanur göngumaður og haft áhyggjur af því að geta ekki haldið í við björgunarmenn á leiðinni upp. Við þessar aðstæður mætti enginn vera byrði á björgunarliðinu. Sem betur fer hefði það ekki gerst. „Aðstæður þarna í fjallinu voru erfiðar og ekki bætti snjókoma úr. Eg óttaðist allan tímann að einhver myndi slasa sig á leiðinni upp eða niður. Á leiðinni upp var ég viss um að við myndum fá þyrlu og þetta yrði ekki eins mikið mál og kom á daginn. Það hélt manni gangandi á leiðinni upp,“ sagði Guðmundur. Ekki hefur verið fastráðinn lækn- ir á Djúpavogi síðan í vor, en lækn- ar hafa skipst á að sinna staðnum til bráðabirgða. Heilsugæslustöðin í Grafarvogi hefur tekið að sér að manna læknishéraðið út nóvember. Guðmundur kom til starfa sl. laug- ardag, daginn áður en slysið varð, en enginn læknir hafði verið á Djúpavogi frá síðustu mánaðamót- um. Ólafur Ragnarsson sagði óþol- andi að búa við þessa óvissu í lækn- ismálum. Það hefði orðið erfitt fyrir björgunarmenn að þurfa að leggja af stað upp á fjallið, vitandi af stórslösuðum manni þar, án þess að hafa lækni með í för. Kallaður að þriðja flugslysinu Þetta er þriðja skiptið sem Guð- mundur er kallaður til vegna flug- slyss. Hann kom að flugslysum sem urðu í Ásbyrgi og í Mývatnssveit, en bann var þá læknir á Húsavík. Annað slysið var dauðaslys, en í hinu stórslösuðust þrír ungir menn. BESTA BÓKIN um getnað, meðgöngu og fæðingu • Áreiðanteg. nútimaleg og auðskilin bók um fæðingu barns og umönnun á fyrsla æviskeiði. • Fjallað er um efnið bæði frá sjónarhóli móður og bams. • Ljósmyndir, teikningar, ómsjármyndir og íínurit — samtaís yfir 500 iitmyndir. • 350 bls. i stóru broti. 3JNk 4> FORLAGIÐ Laugaveg! 18 • Sími 51S 2500 • Siðumúla 7 • Simi 510 2500 Enginn þungi var kominn neðan í þyrluna þegar hún fórst Steyptist til jarðar úr lítilli hæð „ÞYRLAN var í mjög lítilli hæð þegar slysið varð. Ég get engum getum leitt að því hvað gerðist; það verður Flugslysa- nefnd að skera úr um,“ sagði Halldór Hreinsson, fram- kvæmdastjóri Þyrluþjónustunnar hf. í Reykjavík, eiganda þyrlunnar sem fórst í Hamarsfirði á sunnudagskvöld. Þyrlan var af gerðinni Bell Jet Ranger, árgerð 1973. Hún hafði verið í eigu Þyrluþjónustunnar frá 1991. „Þyrlan hafði verið í verkefnum fyrir austan í nokkra daga, meðal annars við að aðstoða við gullleit," sagði Halldór Hreins- son. „Á sunnudagskvöld fór hún svo í að flytja hreindýra- skrokka af heiði og niður í dal.“ Enginn þungi Halldór sagði að eftir því sem hann kæmist næst hefði flugmaðurinn verið að lyfta þyrlunni lítillega, til að hægt yrði að setja krók í hreindýr á jörðinni, en enginn þungi hefði verið kominn neðan í hana þegar hún steyptist til jarðar úr nær engri hæð. „Flugslysanefnd á eftir að rann- saka orsakir slyssins og ég vil ekki vera með neinar getgát- ur. Eftirlit með þyrlunni hefur verið í fullu samræmi við reglur og flugmaðurinn, sem hóf störf hjá okkur fyrir þrem- ur árum, þekkti þyrluna vel.“ Morgunblaðid/RAX ÞYRLA Þyrluþjónustunnar, TF-HHD, sem fórst í Hamarsfirði á sunnudag. Myndin var tekin í nóvember sl., þegar þyrlan lenti í gjánni sem myndaðist við gosið í Vatnajökli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.