Morgunblaðið - 16.09.1997, Side 12

Morgunblaðið - 16.09.1997, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lítið miðar hjá leikskólakennurum Krafa lækkuð í 105 þúsund krónur LÍTIÐ miðaði í samkomulagsátt á löngum samningafundi leikskóla- kennara og viðsemjenda þeirra hjá ríkissáttasemjara á sunnudag. Nýr fundur hefur verið boðaður annað kvöld, miðvikudagskvöld, og verður launaliður nýs samnings þá ræddur, en um hann stendur aðalágreining- urinn. Leikskólakennarar hafa boðað verkfall frá 22. september næstkom- andi. Björg Bjarnadóttir, formaður Fé- lags leikskólakennara, sagði að lítið hefði miðað í samkomulagsátt á fundinum, þrátt fyrir að leikskóla- kennarar hefðu lagt fram gagntilboð við tilboð sveitarfélaganna þar sem krafa um grunnlaun var lækkuð í 105 þúsund krónur og dregið veru- lega úr öðrum kröfum. Þessi tilslök- un hefði skilað litlum árangri. Launaliður samninganna og röðun í launaflokka væri enn í algjörum járnum, en ætlunin væri að ræða þessa liði nýs samnings á fundinum á miðvikudag. Björg sagði að grunnlaunakrafan og krafan um röðun í launaflokka væru meginkröfur félagsins í þess- um samningum. Enn bæri heilmikið í millum og hún yrði svartsýnni á lausn með hveijum deginum sem liði og nær drægi verkfalli. Grunnlaun heildarlaun í flestum tilvikum Björg sagði að grunnlaun leik- skólakennara væru nú tæpar 82 þúsund krónur. í því sambandi væri rétt að benda á að grunnlaunin væru í flestum tilfellum einnig heild- arlaun. Ekki væri um að ræða nein- ar aukagreiðslur eða yfirvinnu í nokkrum mæli, þannig að grunn- launin væru í flestum tilvikum það sem fólk væri að fá í launaumslagið. „Auðvitað heldur maður í vonina fram á síðustu stundu að samningar náist, en með hveijum deginum sem líður minnka líkurnar á því,“ sagði Björg ennfremur. Morgunblaðið/Rúnar Þór Björnsson FJÖLDI manns var við opnunina. HANS Mikkelsen, formaður Færeyingafélagsins, í ræðustól og við hlið hans er Guðrún Þórðardóttir, formaður Islendingafé- lagsins, og fleiri gestir. Mikil gleði við opnun Miðgarðs Odense. Morgunblaðið. YFIR tvö hundruð manns komu á opnun sameiginlegrar félags- miðstöðvar íslendingafélagsins og Færeyingafélagsins í Odense, Danmörku. Húsfyllir var og fór það fram úr björtustu vonum allra sem að undirbúningnum hafa staðið. Félögin, sem bæði eru það lítil að þau hafa ekki bolmagn til að vera með eigið húsnæði, gripu til þess ráðs að * leigja saman félagsaðstöðu í miðborg Odense. Eftir nokkurra vikna vinnu var húsnæðið svo formlega tekið í notkun og voru menn að vonum glaðir og bjart- sýnir þegar þessum áfanga var loksins náð. Eftir að formenn félaganna höfðu tekið til máls og lýst félagsmiðstöðina form- lega opna, voru veitt verðlaun í samkeppni um nafn félagsmið- stöðvarinnar. Hlaut hún nafnið Miðgarður og hugmyndina átti FÆREYSK og íslensk börn sungu fyrir gesti. íslensk kona, Elsa ísfold. Færeysk og íslensk börn, ásamt kennurum sínum, sem eru í móðurmálskennslu í sama skóla höfðu æft saman lög hvor hópur á sínu tungumálinu og fengu gestir að njóta þess við þetta tilefni. Þvi næst hóf fær- eyskur karlakór upp raust sína og að því loknu sneru menn sér að veitingum sem fólk af báðum þjóðum hafði lagt til og gerðu menn þeim góð skil. Ætlunin er að hafa félagsmiðstöðina opna nokkur skipti í viku, bæði sam- eiginlega og einnig geta félags- menn fengið húsnæðið fyrir einkasamkomur eða klúbba- starfsemi af ýmsu tagi. Um kvöldið var svo móttaka fyrir þá íslendinga sem eru nýfluttir til Odense, en það er fastur liður hjá Islendingafélaginu á hverju hausti. Ríkisendurskoðun segir að 45% munur sé á launum röntgenlækna á SHR og Landspítala Málið í höndum samstarfsráðs sjúkrahúsanna RÍKISENDURSKOÐUN hefur komist að því að heildarlaun röntgenlækna á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hafí verið um 45% hærri en hjá röntgenlæknum á Ríkisspítölunum á síðasta ári og fyrstu sex mánuðum þessa árs. Mis- munandi starfsfyrirkomulag er á sjúkrahús- unum tveimur og er mælt með að horft verði til Ríkisspítala við endurskoðun á starfsfyrir- komulagi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra vildi ekki tjá sig um hvort farið yrði að ráðum Ríkisendurskoðunar. Aðeins að málið væri í höndum samstarfsráðs sjúkrahúsanna. Ef samstarfsráðinu tækist ekki að finna lausn ætti hún von á því að málið kæmi til af- greiðslu í ráðuneytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið óskaði liðsinnis Ríkisendurskoðunar bréfleið- is fyrir einum og hálfum mánuði. Annars vegar var Ríkisendurskoðun beðin um að bera saman launakjör röntgenlækna á sjúkrahúsunum tveimur og hins vegar að leggja mat á hvort hagkvæmt yrði að heim- ila Ríkisspítölum að taka upp sama starfsfyr- irkomulag og á SHR. Ríkisendurskoðun kemst að því að heildar- laun röntgenlækna á SHR hefðu verið 45% hærri en hjá röntgenlæknum á Ríkisspítölun- um á síðasta ári og fyrstu sex mánuði þessa árs. Sami munur reyndist vera ef aðeins var tekið mið af greiðslum sjúkrahúsanna til læknanna. Heildarlaun til 21 röntgenlæknis á sjúkrahúsunum námu 121 milljón króna á árinu 1996. Um mismunandi starfsfyrirkomulag kemst Ríkisendurskoðun að því að kostnaður á hvern svokallaðan læknapunkt á SHR er tæplega 15% hærri en á Ríkisspítölunum. Tvo þriðju af mismuninum megi rekja til hærri launakostnaðar á SHR og þriðjung til annars hærri rekstrarkostanðar. Heildar- kostnaður röntgendeildar SHR er sagður nema 300 milljónum en um 280 milljónum á Ríkisspítölunum árið 1996. Hlutfall launa- kostnaðar á SHR af heildarkostnaði deildar- innar nam 63% en 48% hjá Ríkisspítölum. Læknapunktar voru 2.337 þúsund á SHR og 2.530 á Ríkisspítölunum á síðasta ári. Lokaniðurstaða Ríkisendurskoðunar er að hið nýja fyrirkomulag á SHR skili hvorki meiri afköstum m.t.t. kostnaðar né sé ódýr- ara miðað við hvern læknapunkt í saman- burði við Ríkisspítala. „Þvert á móti verður að telja að það fyrirkomulag sem er hjá Ríkisspítölunum sé bæði hagkvæmara og ódýrara og því er ekki mælt með að breyting- ar verði gerðar á núverandi fyrirkomulagi í þessum efnum hjá Ríkisspítölum," segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar, „heldur hitt að fyrirkomulagið hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur sé tekið til endurskoðunar og við það verk horft til Ríkisspítala.“ Athugasemdir við útreikninga Ríkisendurskoðunar Örn Smári Arnaldsson, forstöðulæknir myndgreinga- og rannsónasviðs SHR, sagð- ist hafa gert athugsemdir við útreikninga Ríkisendurskoðunar á starfsemi röntgen- deildanna. „Ríkisendurskoðun miðar við svo- kallað læknapunkta, þ.e. ákveðinn punkta- fjölda fyrir tilteknar rannsóknir. Lækna- punktar eru hins vegar ekki tengdir raun- verulegum kostnaði, t.d. eru ekki gefnir fleiri punktar vegna rannsóknar á yfirvinnutíma, og því er ekki hægt að styðjast við iækna- punktana eina,“ segir hann. Hann nefndi að áfram væri hægt að halda og nota ýmsar aðrar aðferðir í talnaleik. „VSÓ miðar við starfsmanna- og rann- sóknarfjölda og kemst að því að gerðar séu fleiri rannsóknir á starfsmann hér en á Land- spítalanum. Sjálfur hef ég komist að því miðað við rannsóknarfjölda og kostnað stöndum við okkur 45% betur,“ sagði hann og tók fram að áfram væri hægt að leika sér með tölur og komast að því að SHR stæði sig 12% betur miðað við kostnað á starfs- mann. Örn Smári hefur gert Davíð Á. Gunnars- syni ráðuneytisstjóra grein fyrir athuga- semdum sínum við skýrslu Ríkisendurskoð- unar með formlegum hætti bréfleiðis. Biðstaða hjá sjúkrahúslæknum Hann sagði að gerður hefði verið samning- ur um að starfsmenn fengju hluta af greiðsl- um til sjúkrahússins vegna læknisþjónustu utan dagvinnu í ársbyrjun 1996. Samningn- um hefði hins vegar verið sagt upp af hálfu sjúkrahússins og ekki greitt eftir honum frá því 1. júlí sl. „Við höfum ekki farið út í neinar aðgerð- ir vegna uppsagnarinnar enda ríkir ákveðin biðstaða um launakjör sjúkrahúslækna þar til gengið hefur verið frá kjarasamningi. Ef hins vegar lækkun verður á launum er ekki ólíklegt að læknar hugsi sér til hreyfings. Skortur er á röntgenlæknum erlendis og kjörin eru miklu betri. Einn læknir sagði við mig að hann gæti fengið vinnu í Noregi á morgun." Breytir engu fyrir Landspítalalækna Níu af ellefu röntgenlæknum á Landspítal- anum hafa sagt upp störfum vegna óánægju með laun. Flestar uppsagnirnar taka gildi í desember. Ólafur Kjartansson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítalans, sagði í samtali við Morgunblaðið að niðurstaða Ríkisendur- skoðunar breytti engu fyrir læknana á deild- inni. „Ég get ekki séð að nokkru breyti að læknar séu lækkaðir í launum á Borgar- spítalanum. Hérna eru læknar orðnir lang- þreyttir á ástandinu og hafa jafnvel búið sig undir að hefja störf erlendis. Mikil eftirspurn er eftir myndgreiningarlæknum á hinum Norðurlöndunum, ekki síst í Noregi, og kjör- in eru miklu betri en hér gerist," sagði Ólaf- ur og tók fram að hann hefði vitneskju um að unnið væri að því á sérstakri skrifstofu í Bergen að fá myndgreiningarlækna til starfa. Ólafur tók fram að ýmislegt væri við for- sendur Ríkisendurskoðunar að athuga, t.d. væri löngu orðið tímbært að endurskoða læknapunktaviðmiðið. Að hans áliti væru deildirnar á sjúkrahúsunum sambærilegar varðandi afköst. Hins vegar væri starfsemin nokkuð ólík, t.d. væri einn þriðji sjúklinga á SHR innan sjúkrahúss á meðan tveir þriðju á Landspítala væru innan sjúkrahúss, og því væri erfitt að bera starfsemina saman. j \ i i i f il

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.