Morgunblaðið - 16.09.1997, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 19
___________________________URVERINU______________________________
Ársfundur NAFO, Norðvestur-Atlantshafsráðsins, hófst í St. John’s í gær
Vísindanefndin vill
draga úr veiðunum
Þrátt fyrir að það stefni í að rækjuafli á Flæmingjagrunni verði í
ár helmingi minni en í fyrra, telur vísindanefnd NAFO að enn eigi
að fara varlega í sókn. Jóhanna Ingvarsdóttir komst að því að
nefndin vill ekki taka svo djúpt í árinni að banna veiðarnar.
VÍSINDANEFND NAFO, Norð-
vestur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins,
leggur til á ársfundi NAFO, sem
hófst i St. John’s á Nýfundnalandi
í gær, að veiðar verði takmarkaðar,
eins og kostyr er ef halda á veiðun-
um áfram. Nefndin leggur á hinn
bóginn ekki til veiðibann. Þetta er
sama orðalag og á tillögu vísinda-
nefndarinnar frá því í fyrra vegna
veiða á árinu 1997 og stefnir nú í
að afli á yfirstandandi ári verði
helmingi minni en í fyrra.
Heildarafli rækju á Flæmingja-
grunni var árið 1996 samtals um
50 þúsund tonn og er gert ráð fyr-
ir að aflinn í ár verði um 25 þúsund
tonn. Hinn 1. september í fyrra var
búið að veiða 32 þúsund tonn, en
16 þúsund tonn á sama tíma í ár.
Þó að tekist hafi að minnka aflann
um helming, treysta vísindamenn
innan NAFO sér ekki til að meta
það hvort þessi mikla veiðiminnkun
dugi til að afli á togtíma hætti að
falla ár frá ári, eins og það er orðað
í skýrslu vísindanefndarinnar, en
fundi hennar lauk í St. John’s í síð-
ustu viku. Tveir fulltrúar frá Haf-
rannsóknastofnun tóku þátt í vís-
indanefndarfundinum, þau Unnur
Skúladóttir fiskifræðingur og
Gunnar Stefánsson tölfræðingur.
Vísindamenn hrósa
aðgerðum íslendinga
„Ekki kemur nein formleg tillaga
frá vísindanefndinni önnur en sú
að draga skuli úr aflanum áfram
eins mikið og hægt er. Þrátt fyrir
að búið sé að draga úr honum nú
um helming milli ára, er ekki vitað
hvaða afleiðingar það muni hafa
eða hvort það kunni að duga,“ sagði
Gunnar Stefánsson í samtali við
Verið. Að hans sögn fór vísinda-
nefndarfundurinn friðsamlega fram
og þökkuðu nefndarmenn einkum
tvennu þann árangur sem nú þegar
hefði náðst í samdrætti á afla á
svæðinu, annars vegar aðgerðum
íslendinga um minnkun afla úr 21
þúsundi tonna í fyrra í 6.800 tonn
á þessu ári og hins vegar markaðs-
aðstæðum á rækjuafurðum.
Gunnar segir að 1993 árgangur-
inn og 1994 árgangurinn að hluta
til hafi að haldið uppi veiðinni í ár
og í fyrra. „Við vitum hins vegar
ekki hvort verið er að ganga of
stíft á stofninn nú þar sem ekki er
hægt að setja veiðarnar í sögulegt
samhengi og ekki er fyrir hendi
samræmdur mælikvarði á afla á
togtíma af stökum árgöngum."
Stofnstærðarmælingar
þarf nokkur ár í röð
Enn sem komið er hefur engin
stofnstærðarmæling farið fram á
rækjustofninum á Flæmingjagrunni
ef undan er skilinn leiðangur
Kanadamanna í fyrra. Áætianir
Kanadamanna gerðu ráð fyrir öðr-
um slíkum leiðangri í ár, en vegna
ónógra fjárveitinga, hefur verið
hætt við hann. Að sögn Gunnars
hlýtur það að vera sameiginlegt
hagsmunamál þjóða, sem þarna eru
að veiðum, að bæta grunn vísinda-
ráðgjafarinnar með rækjustofns-
mælingum. Til þess að það muni
gerast, þurfi að framkvæma slíkar
mælingar ekki bara einu sinni held-
ur í fjögur til fimm ár samfleytt.
Botnfiskamælingar, sem Spánveij-
ar hafa verið að gera á rækju á
svæðinu, hafa aðeins verið notaðar
sem gróf vísbending á eldri hluta
stofnsins. Þær gefa hins vegar eng-
ar vísbendingar um yngsta hluta
stofnsins sem þýðir að þær upplýs-
ingar, sem fást út úr slíkum könn-
unum, eru svipaðar þeim, sem fást
út úr veiðunum sjálfum.
Að mati Gunnars má ætla að öll
ráðgjöf verði í fastara formi eftir
eitt til tvö ár en hingað til fyrir til-
stilli svokallaðrar varúðarreglu,
sem þjóðir heims eru að taka upp
ein af annarri, en hún kveður á um
að ekki skuli bíða með aðgerðir þó
að full vissa liggi ekki nákvæmlega
fyrir um ástand stofna. Með öðrum
orðum, sé lítið vitað beri þjóðum
heims að fara varlega í veiðar og
draga frekar úr þeim en auka.
„Það liggur fyrir að aflinn á
svæðinu hefur dregist mjög mikið
saman og að vísindanefndin ráð-
leggur áfram að veiðar verði eins
litlar og mögulegt er. Hún hefur
hins vegar ekki sannfæringu fyrir
því að samdrátturinn, sem þegar
er orðinn, sé nægjanlegur til að
snúa við minnkun stofnsins. Hvorki
er lögð til bein ráðgjöf um heildar-
veiði né veiðibann sem er af hinu
góða því við höfum alltaf haldið því
fram að betra sé að ákveða litla
veiði en enga, jafnvel þó að ástand
stofna sé slæmt, þar sem veiðibann
skrúfar fyrir upplýsingaöflun," seg-
ir Ari Edwald, aðstoðarmaður sjáv-
arútvegsráðherra og formaður ís-
lenskrar sendinefndar sem nú situr
NAFO-fund.
í ljósi ráðgjafarinnar, sem ekki
þykir mjög beinskeytt, sagði Ari
það enn óvíst hvernig íslendingar
myndu bregðast við, hvort við sett-
um okkur svipaðan magnkvóta og
í ár eða minnkuðum hann enn frek-
ar. „Ekki er tímabært að spá um
það hvaða kvóta við tökum okkur.
Það kemur í ljós að ársfundinum
loknum. Það þarf hins vegar ekki
að vera neitt beint samhengi milli
sóknardagafjölda og aflakvóta.
Varðandi sóknareiningarnar, er tal-
ið eðlilegt að fækkun sóknardaga
ár frá ári vegi upp á móti tækni-
framförum og aukinni afkastagetu
sem hefur verið mun meiri í rækju-
veiðum en flestum öðrum veiðum,"
segir Ari.
Við sóknardagaákvörðun á árs-
fundi NAFO haustið 1995, var sókn-
ardögum fýrir árið 1996 útdeilt á
grundvelli veiðireynslu ársins 1993,
ársins 1994 eða fyrstu átta mánaða
ársins 199. Sá flöldi sóknardaga,
sem hverri þjóð stóð til boða 1996,
var svo skorinn niður um 10% fyrir
árið 1997. íslendingar hafa, einir
þjóða, staðið utan sóknardagakerfís-
ins. íslensk skip veiddu 7.600 tonn
af rækju á Flæmska hattinum árið
1995, slógu síðan öll met árið 1996
með því að veiða 21 þúsund tonn
og nú stefnir í að við náum þeim
kvóta, sem við settum okkur fyrir
árið 1997, samtals 6-800 tonnum.
Að sögn Ara hafa þær upplýs-
ingar, sem borist hafa um fjölda
nýttra sóknardaga frá einstökum
þjóðum, verið tortryggðar. „Sú
sóknarstýring, sem aðildarþjóðir
NAFO, að íslendingum undanskild-
um, hafa samþykkt á svæðinu, felur
ekki í sér beina og markvissa veiði-
stjórnun á því hversu mikið er veitt
og leiðir þar að auki til óhag-
kvæmni í veiðunum. Við munum
áfram staðfastlega standa á því að
við tökum ekki þátt í slíkri vitleysu,
en við vitum ekki á þessari stundu
hvaða áhrif þessi ráðgjöf mun hafa
á kvóta okkar eða sóknardaga
hinna þjóðanna.“
...þegar þú tekur ákvöröun um greiðslutilhögun.
Með BÍLASAMNINGI Lýsingar hf. getur þú endurnýjað bilinn þinn á þriggja
ára fresti án þess að greiða lokaafborgun en áfram greitt sömu lágu
mánaðargreiðslurnar.
PÚ EBT VIÐ STÝBIÐ OQ LÝSINQ HF. E B PÉB SAMFEBÐA
Sveigjanlegri greiðsluform
Möguleiki á framlengingu samnings
4^ Greiðsludreifing á allt að 48 mán.
Jafnar mánaðargreiðslur
4Í| Engir ábyrgðarmenn
Leigutaki verður þó að vera orðinn 25 ára
3»
Lýsing hf. var fyrst til að bjóða BÍLASAMNINGA sem eru nýjung I
fjármögnun á bílakaupum og hafa ekki boðist áður á islandi.
BÍLASAMNINGAR Lýslngar hf. eru svelgjanlegri en önnur
greiðsluform vlð bifreiðakaup og gefa mikla möguleika.
Lýsing hf. er í eigu eftirtalinna aðila:
yj
;mn riT
111 IVJL 1 H *
L (S w
SUÐUBLANDSBBAUT 22 • SÍMI 533 1500 • FAX 533 1505