Morgunblaðið - 16.09.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 21
ÞEGAR Mauno Koivisto varð forseti
Finnlands fékk hann ekkert um það
að vita hvað fyrirrennara hans í
embættinu, Urho Kekkonen, og
ráðamönnunum í Kreml hafði farið
á milli. Kekkonen „ríkti“ í Finnlandi
frá 1956 til 1982 í náinni samvinnu
við Sovétmenn en í endurminninga-
bók, sem Koivisto
hefur gefið út, er
dregin upp ný og
ekki mjög fögur
mynd af finnska
landsföðurnum.
Norska blaðið
Aftenposten sagði
frá þessu í gær og
þar kemur fram,
Koivisto að Finnar hafí
aldrei fengið að vita allan sannleik-
ann um Kekkonen. Þegar Koivisto
tók við gerði hann heldur ekkert til
að draga úr þeirri landsföðurímynd,
sem fyrirrennari hans hafði, eða
ekki fyrr en nú með endurminninga-
bókinni. Segist hann hafa fundið hjá
sér þörf til að andmæla ýmsu, sem
haldið hafi verið á loft í opinberri
umræðu.
Tóku með
sér skjölin
Sem forseti fékk Koivisto aldrei
fullan aðgang að skjölum um þá
fundi, sem Kekkonen hafði átt með
þjóðhöfðingjum eða forsætisráðherr-
um annarra ríkja, þar með talinna
Sovétríkjanna. Hafa þær upplýs-
ingar vakið mikla eftirtekt því ef
það er eitthvað, sem nýr forseti þarf
að vita, þá er það hvað fyrirrennari
hans sagði við ráðamenn erlendis.
Öll skjöl Kekkonens voru fjarlægð
úr forsetahöllinni í Helsinki og Ahti
Kaijalainen tók alla sína pappíra úr
utanríkisráðuneytinu. Koivisto hafði
því í raun ekki við neitt annað að
styðjast nema dagblöðin um það,
sem þeim og Sovétmönnum hafði
farið á milli á sínum mörgu fundum.
Juhani Suomi, „konunglegur"
ævisöguritari Kekkonens, hefur and-
mælt þessum fullyrðingum Koivistos
og segir hann ljúga. Segir hann, að
Koivisto hafi sem forseti fengið mik-
il gögn í hendur. Suomi er eini fræði-
maðurinn, sem fengið hefur fullan
aðgang að skjölum Kekkonens, en
þau eru í strangri gæslu annars
manns, Pekka Láhteenkorva.
„Sérstök
meðhöndlun“
Suomi og Láhteenkorva halda því
fram, að Koivisto hafi í raun fengið
„sérstaka meðhöndlun" og dagblaðið
Kansan Uutiset henti það á lofti:
„Um það snýst einmitt þetta mál.
Forsetinn fékk ekki að kynna sér
skjöl Kekkonens, heldur fékk hann
„sérstaka meðhöndlun". Juhani Su-
omi prófessor er svo mikill og merki-
legur, að maður eins og Koivisto er
varla þess verður að kyssa klæða-
fald hans,“ sagði blaðið.
Koivisto hefur ekki enn fengið að
skoða Kekkonen-skjölin og leit í
skjalasöfnum í Moskvu um viðræður
Kekkonens við Sovétleiðtogana hef-
ur engan árangur borið. Hins vegar
má margt læra af skýrslum Ingem-
ars Hegglöfs, fyrrverandi sendiherra
Svía í Helsinki, til utanríkisráðuneyt-
isins í Stokkhólmi en á valdatíma
Kekkonens fengu Svíar mikið af
upplýsingum um finnsk málefni.
Rætt um að skipta á
NA-Lapplandi og
Kiijálahéruðum
Það, sem fékk einna mest á Koi-
visto, var þegar hann uppgötvaði,
að síðast á sjöunda áratugnum hefði
Kekkonen átt í viðræðum við Leoníd
Brezhnev, þáverandi leiðtoga Sovét-
ríkjanna, um að láta Rússa fá hluta
af Norðaustur-Lapplandi gegn því,
að Finnar fengju Kiijálahéruðin aft-
ur. Var um þetta rætt í sambandi
við fulla viðurkenningu á Austur-
þýska alþýðulýðveldinu og Vestur-
Þýskalandi. Segist Koivisto hafa orð-
ið miður sín þegar hann sá hve
nærri lá 1968, að finnsk utanríkis-
mál og innanríkismál tækju fullkom-
lega óútreiknanlega stefnu. A þess-
um tíma voru vinstrimenn í meiri-
hluta á þinginu.
URHO Kekkonen á fundi með þeim Leoníd Brezhnev, leiðtoga Sovétríkjanna, Alexei
Kozygín og Níkolaj Podgorní.
3ragðminna og E-ví-tamínbas-t-t
krakkalyei
-fyrir unga o-Purhuga!
p s m m
C5áfur3 sjón, kra-ftur og PHA!
Krakkalýsið er afrakstur þróunarstarfs rannsóknardeildar Lýsis hf.
og unnið í samráði við foreldra og börn. Krakkalýsið er þorskalýsi
og inniheldur mikið af fjölómettuðu ómega-3 fitusýrunni DHA.
Vísindamenn hafa leitt sterk rök að því að DHA stuðli að
uppbyggingu heila og miðtaugakerfis. A- og D-vítamín í Krakkalýsinu
hafa góð áhrif á sjónina og vöxt tanna
og beina. Til að styrkja varnir líkamans
var E-vítamíni bætt í Krakkalýsið.
vmnmgar
skafmiði í hverjum pakka
í öllum Krakkalýsispökkum er skafmiði sem gefur
möguleika á spennandi vinningum og þeir sem ekki
fá vinning strax eiga kost á risaaukavinningi sem er
Packard Bell PC tölva
frá Tæknivali hf.
Meira PHA
- minna bragól
Krakkalýsið er bragðlítið og meðhöndlað
á sérstakan hátt til að ná fram hagstæðu
hlutfalli milli vítamína og DHA.
'/ertvu hress
og vertu með!
Ráðlagöur dagskammtur fyrir börn
1-10 ára er 10 ml eða 1 barnaskeið.
- Grarulavegi 4?
LYSI siirii' r>B2'3777 fax: 56? 3823, heimaslútV www.lysi-.is
Koivisto, fyrrv. forseti Finnlands
Fékk ekki að sjá
skjöl Kekkonens
V'DDA F