Morgunblaðið - 16.09.1997, Síða 24

Morgunblaðið - 16.09.1997, Síða 24
Cl rcet flgflM3T«T38-.3! 'A'UIACVJKmM 24 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 ERLEIMT LISTIR GIGAJHHUDHOM MORGUNBLAÐIÐ Gengi gjaldmiðla aðildarríkja EMU læst saman þegar í maí Mörgum spurning um enn ósvarað Mondorf-les-Bains. Reuter. FJ ÁRMÁLARÁÐHERRAR aðild- arríkja Evrópusambandsins ákváðu um helgina á fundi í Mondorf-les- Bains í Lúxemborg að læsa saman gengi gjaldmiðla þeirra ríkja, sem taka munu þátt í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) strax næsta vor, um leið og ákveðið verð- ur hvaða ríki taka þátt í EMU. Enn er þó mörgum spurningum ósvarað um fyrirkomulag myntbandalagsins. „Frá því að þetta verður tilkynnt munum við í raun hafa komið á hluta myntbandalags- ins,“ sagði Hans Tietmeyer, seðla- bankastjóri Þýzkalands, eftir að ákveðið var að flýta festingu gengisins. Hann sagði að með þessari ákvörðun væri íjármála- markaðnum gefið skýrt pólitískt merki. „Þetta veitir markaðnum ör- yggi,“ sagði Tietmeyer. Akvörðun sennilega tekin í maí Enn er þremur lykilspurningum þó ósvarað. í fyrsta lagi hvaða ríki verði í EMU, í öðru lagi hvaða að- ferð verði notuð til að ákveða það gengi, sem verður fest, og í þriðja lagi hvenær nákvæmlega ákvörðun verður tekin um bæði fyrmefndu atriðin. Ennfremur er óvíst hver mun stýra Seðlabanka Evrópu, sem stofn- aður verður um leið og EMU gengur í gildi í ársbyijun 1999 og nákvæm- lega hvaða viðmið bankinn muni hafa í stefnu sinni. Þá hafa hagfræðingar látið í ljós efasemdir um að næsta vor sé hægt að festa gengi gjaldmiðlanna, sem munu renna inn í evróið 1. janúar 1999, en viðhalda engu að síður sjálfstæðri vaxtastefnu í hveiju og einu aðildarríki allt næsta ár. Á fundinum í Mondorf var engum spurningum svarað skýrt en ýmsar vísbendingar komu fram, sem benda til að í maí næstkomandi verði ákveðið að læsa saman gengi gjaldmiðlanna á því miðgengi, sem nú gildir í Evrópska gengissamstarf- inu (ERM). í ERM er ákveðið mið- gengi ákveðið, en gengi gjaldmiðl- anna má sveiflast 15% til eða frá. Bæði Tietmeyer og Alphons Verplaetse, seðlabankastjóri Belgíu, hafa lýst því yfir að skynsamlegast sé að velja miðgengið, fremur en að nota flókna aðferð til að reikna út meðalgengi yfír lengri tíma. Hvað varðar dagsetningu ákvörð- unar ræddu fulltrúar Þýzkalands á fundinum ítrekað um „maí“. Orð- rómur er á kreiki um að ákveðið verði að læsa saman gengið 1. til 3. maí næst- komandi. Að- spurður sagði Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýzkalands, að dagsetning hefði ekki verið ákveðin. Hann bætti hins vegar við: „Margt mælir með fyrstu helginni í maí.“ Tietmeyer vildi ekki svara spum- ingum um það hvernig hægt yrði að hafa mjög mismunandi vaxta- stefnu í væntanlegum aðildarríkjum EMU í marga mánuði eftir að geng- ið hefði verið læst saman. Hann sagði aðeins: „Svigrúm til stefnu- mótunar í einstökum ríkjum verður að sjálfsögðu takmarkað." írar í vanda verði miðgengi valið Verði miðgengi gjaldmiðlanna valið, standa Irar frammi fyrir því vandamáli að írska pundið er eini gjaldmiðillinn innan ESB, sem und- anfarið hefur selzt á mun hærra gengi en miðgenginu. Þannig feng- ust 2,69 þýzk mörk fyrir pundið síð- astliðinn föstudag en miðgengið er 2,41 mark. írar þurfa því annað hvort að fara fram á það við önnur aðildarríki að miðgengi pundsins verði breytt eða að taka þá áhættu að ganga inn í EMU með gjaldmiðil, sem væri of veikur fyrir hið hraðvaxandi írska hagkerfi. Utanríkisráðherrar ESB ræða fjölgun aðildarríkja S-Evrópuríki hóta að hindra stækkun Brussel. Reuter. SUÐLÆGARl ríki Evrópusambands- ins, sem mest hafa fengið í sinn hlut í byggða- og landbúnaðarstyrki, hóta að hindra stækkun sambandsins til austurs nema tryggt verði að þau tapi ekki á henni fjárhagslega. Hart var deilt um íjármálahlið stækkunar- innar á fundi utanríkisráðherra ESB í Brussel í gær. Það kemur í hlut leiðtogaráðs ESB að taka endanlega ákvörðun um það í desember hvaða ríkjum verður boð- ið til aðildarviðræðna á næsta ári. Framkvæmdastjórnin hefur lagt til að þau verði aðeins sex; Eistland, Tékkland, Ungveijaland, Pólland, Slóvenía og Kýpur. Mismunandi sjónarmið Á ráðherrafundinum kom fram að aðildarríkin hafa mjög mismun- andi sjónarmið varðandi stækkun. Svíþjóð, Danmörk, Ítalía og Grikk- land lögðu áherzlu á að Lettlandi, Litháen, Slóvakíu, Búlgaríu og Rúm- eníu yrði einnig boðið til viðræðna, þótt þau kynnu að öðlast aðild síðar en hin ríkin. Frakkland, Belgía og Ítalía sögðu að ekki væri hægt að ráðast í stækk- unina nema ná fyrst samkomulagi um breytingar á stofnunum sam- bandsins, sem frestað var á nýaf- staðinni ríkjaráðstefnu. Deilt um fjármálin Harðasta gagnrýnin á áætlanir framkvæmdastjórnarinnar um stækkun kom hins vegar frá suðlæg- ari ríkjum, einkum Spáni og Portú- gal. Abel Matutes, utanríkisráðherra Spánar, sagði að land hans ætlaði sér ekki að tapa eyri á stækkuninni til austurs. „Þetta er ekki stundin til að hafa í hótunum, en það er ljóst að ríkisstjórn Spánar mun ekki sam- þykkja að [stækkun] komi niður á suðlægari ríkjunum,“ sagði hann við blaðamenn í Brussel. Framkvæmdastjórnin telur að ekki verði hjá því komizt að draga úr landbúnaðar- og byggðastyrkjum, eigi austurstækkunin ekki að bera fjárhag ESB, miðað við núverandi tekjustofna, ofurliði. Á ráðherrafundinum kom jafn- framt fram að sum efnaðri ríki sam- bandsins eru ekki reiðubúin að borga meira í sjóði sambandsins til að greiða fyrir stækkun. Þetta sjónar- mið kom fram af hálfu Þýzkalands, Hollands og Svíþjóðar. Sumt snoturlega gert LEIKLIST Loftkaslalinn BEIN ÚTSENDING Höfundur: Þorvaldur Þorsteinsson. Leikstjóri: Þór Tidinius. Dramaturg: Ingibjörg Björnsdóttir. Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson. Förð- unarmeistari: Kristín Thors. Ljós: Jóhann Bjami Pálmason. mjóðmynd: Máni Svavarsson. Leikarar: Eggert Þorleifsson, María Ellingsen, Olafur Guðmundsson, Sveinn Geirsson, og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Sunnudagur 14. september. LEIKRIT Þorvalds Þorsteinsson- ar, sem frumsýnt var á sunnudags- kvöld í Loftkastalanum, er senni- lega misjafnasta verk sem undirrit- aður hefur fjallað um. Verkið er í sjálfu sér brotakennt, eins og við er að búast af umfjöllunarefninu, en brotin ná ekki að loða saman og mynda neina viðunandi heiid svo heitið geti. Verk, sem er á köflum áhugavert og einstaklega vel leikið, verður þegar upp er staðið mis- heppnuð tilraun sem ekki er hægt að segja að hafi náð tilgangi sínum á nokkum hátt. Fyrst ber að nefna hreint skemmtigildi verksins. í verkinu úir og grúir af bröndurum, sumum smellnum og öðrum, af ásettu ráði, lúnum og þreyttum. Flesta þeirra reytir af sér persóna Didda, í með- förum Ólafs Guðmundssonar. En Ólafi mistekst að halda athygli áhorfenda og að gæða textann ein- hveiju lífi. Endurtekningarnar verða of umsvifamiklar og draga athygli frá því sem er bitastæðast í verkinu. Eggert Þorleifsson sýnir marga fyndna takta í hlutverki Jóns Loga en honum tekst ekki að halda uppi fyrri hlutanum einn síns liðs. Þessar tvær persónur eiga að sýna yfírborðsmennsku fjölmiðlalífsins en þar sem þær eru einungis til á yfírborðinu og aldrei sýnt undir það ná þær aldrei að skipta áhorfendur nokkru máli. Það bitastæðasta er brot úr leik- riti sem bíður frumsýningar og eru þau sýnd í kynningarskyni í sjón- varpssal. Leikritið er í nánum tengslum við „raunverulegt" líf leikkvennanna. Þessi brot eru vel skrifuð, beinskeytt og meitluð og það kemst til skila að hér eru leik- konur að leika leikkonur sem eru að leika í verki sem er - að því er virðist - byggt á lífi þeirra með skáldinu í verkinu. Leikur Maríu Ellingsen er sterkur og sýnir áhuga- verða og spennandi hlið á henni, þar sem hún leikur nokkuð upp fyrir sig í aldri. Þrúður Vilhjálms- dóttir er til fyrirmyndar sem yngri konan í lífí skáldsins. Þeim tekst sérstaklega vel að koma til skila hinum mörgu hliðum persónanna, enda áberandi hvað þeirra hlutverk eru betur skrifuð og úthugsuð en önnur. En um leið og samleik þeirra sleppir og þær þurfa að kljást við aðrar persónur fer stemmningin út um þúfur. Sveinn Geirsson leikur rithöfund- inn, þungamiðju þáttarins og verks- ins í heild. Hann nær hvorki að vera nógu sannfærandi þegar hann sýnir skáldið í skrípamynd né þegar hann fer með einræðu hins von- svikna listamanns í lokin. Þarna hefði þurft miklu styrkari leikstjórn og hnitmiðaðri vinnu höfundar. Myndversumhverfíð býður upp á marga möguleika. Það er því miður að leikstjórinn nýtir sér þá ekki. Statistar með myndatökuvélar, stór sjónvarpsskjár, Ijós er líkja eftir sjónvarpslýsingu, ýktir búningar og ýtin hljóðmynd eru fyrirferðarmikil á sviðinu. En allt þetta er aðallega fyrir í tilgangsleysi sínu. Leikstjóra tekst ekki að nýta sér tæknina til neins sem skýrir eða skerpir inntak verksins. Honum tekst heldur ekki, í samvinnu við höfund og dramat- úrg, að tvinna saman ólíka þætti verksins í heild sem gæti sagt okk- ur eitthvað nýtt um yfírborðs- mennsku fjölmiðla og umfjöllun um list og listamenn. Eftir stendur gloppótt kvöldskemmtun sem minnir á misheppnaðan sjónvarps- þátt. Það er því viðeigandi að nota þau orð sem persóna skáldsins not- ar um leik eiginkonu sinnar í verk- inu sem lokaorð enda er Ieikur Maríu og Þrúðar það sem hér stend- ur upp úr: „Sumt snoturlega gert.“ Sveinn Haraldsson Morgunblaðið/Golli MARÍA Ellingsen, Eggert Þorleifsson og Sveinn Geirsson fylgjast með myndum á ímynduðum sjón- varpsskjá í Beinni útsendingu. Rokkaður spuni SLAGVERKSLEIKARINN Gunn- laugur Briem kemur fram með þrem- ur djasshljóðfæraleikurum, búsett- um í London, á tónleikum sem haldn- ir verða í kvöld kl. 21 á Hótel Sögu á vegum djasshátíðarinnar RúRek. Kvartettinn skipa Joe Hubbard raf- bassaleikari, Momington Lockett tenórsaxafónleikari og Michael Anthony Smith gítarleikari ásamt Gunnlaugi en þetta er frumraun hans sem hljómsveitastjóri. Uppistaða tónleikanna er frum- samin verk en einnig verða leikin klassísk verk í nýjum útsetningum sveitarinnar. Gunnlaugur lýsir verk- unum sem rokkuðum og hrynvísum spuna. „Að mínu viti eru þetta bestu djassleikarar sem völ er á í Lond- on,“ segir Gunnlaugur. „Þetta verk- efni er mjög spennandi fyrir mig og heiður að fá að spila með þessum mönnum.“ Þeir Gunnlaugur, Anth- ony Smith og Joe Hubbard hafa all- ir leikið saman áður, Mornington Lockett er viðbót við þennan hóp en Gunnlaugur segir hann reyndar hafa DJASSKVARTETT skipaður þeim Joe Hubbard, Mornington Lockett, Michael Anthony Smith og Gunnlaugi Briem heldur tón- leika á Hótel Sögu í kvöld. leikið áður með Smith og Hubbard fremst að hafa gaman af þessu í svo þeim hafí gengið vel að aðlagast kvöld og skemmta okkur og áhorf- hver öðrum. „Við ætlum fyrst og endurn," segir Gunnlaugur. .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.