Morgunblaðið - 16.09.1997, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 27
AÐSENDAR GREINAR
Rústir í landslaginu
I ALDANNA rás hef-
ur umhverfið verið vett-
vangur mannlegra at-
hafna á öllum tímum
og nánast í hveijum
afkima jarðariimar sem
nöfnum tjáir að nefna.
Flestar hafa athafnirn-
ar tengst daglegum
gjörðum, lífsbaráttunni
og glímunni við náttúr-
una, en aðrar hafa
tengst yfirnáttúruleg-
um þáttum svo sem trú-
arbrögðum og öðrum
andlegum efnum.
Umhverfíð er ekki
aðeins það sem hver og
einn sér, berg, vatn,
gróður, jarðvegur, hús,
vegir og landslag, svo eitthvað sé
nefnt. Umhverfíð býr einnig yfír
ósýnilegum þáttum eins og meðalhita,
úrkomu, efnasamböndum, örverum
o.fl. Segja má að það búi einnig yfir
andlegum þáttum sem eru bæði sýni-
legir og ósýnilegir nema hvort tveggja
sé. Umhverfið er fullt af minningum
genginna kynslóða og sögu um liðna
tíma. Þessar minningar og þessi saga
er stundum beinlínis skráð í umhverf-
ið sem grasi grónar rústir eða rústa-
brot. Að síðustu býr umhverfíð yfir
fegurð eða ljótieika sem hver og einn
túlkar eftir sínu höfði. Sú túlkun fer
meira eða minna eftir tengslum ein-
staklingsins við umhverfið sem geta
verið bein eða óbein, jákvæð eða nei-
kvæð. Sjálft hugtakið fegurð hefur
vafalaust haft mismunandi þýðingu í
gegn um tíðina.
I umhverfinu hefur manneskjan
byggt yfir sig, skepnur sínar og
ýmislegt annað hafurtask, hús,
garða, vörður o.s.frv., allt úr efnum
sem til voru á staðnum sjálfum. Með
þessu móti má segja að umhverfið
Bjarni F.
Einarsson
hafi verið byggt inn í
mannvirkin. Þessi
mannvirki hafa smám
sama gengið úr sér, fall-
ið og orðið að rústum
og því skilað sér aftur
til umhverfisins.
Hinar andlegu minj-
ar, svo sem álfhólar, eru
jafn mikilvægir fyrir
túlkun manneskjunnar á
umhverfi sínu og aðrir
meira áþreifanlegri
staðir. Sama gildir um
sum náttúruleg fyrir-
bæri eins og hamra,
uppsprettur o.fl. sem
gefnir voru eiginleikar
eða innihald, sem olli því
að þau urðu mikilvægir
staðir í andlegu lífi samfélagsins.
Öðrum fyrirbærum í umhverfinu, eins
og fjöllum, ám og lækjum, hólum,
dölum og vötnum voru gefin nöfn,
og þannig leiddi eitt af öðru og um-
hverfið var orðið skiljanlegt, viðráð-
anlegt og óijúfanlegur hluti af menn-
ingunni. Kynslóð eftir kynslóð hélt
uppteknum hætti og formaði og
mótaði umhverfi sitt svo að það varð
aldrei samt aftur. Þannig hefur um-
hverfið fyllst af mannaverkum, bæði
áþreifanlegum og óáþreifanlegum,
minningum um lífshætti genginna
kynslóða, örlagasögum og fleiri sög-
um um mannlegt hlutskipti, ástir og
ævintýr.
Allir þessir þættir umhverfisins, í
flóknu og torræðu samspili og or-
sakasamhengi, köllum við stundum
menningarlandslag. An hins mann-
gerða og mannlega er ekki hægt að
tala um menningarlandslag.
Sumt af því sem aldrei var skráð
geymist í umhverfinu, undir grænum
rústum liðinna tíma, rústum sem
kúra nánast hvarvetna í landslaginu,
við sjóinn, á flatlendinu og
upp til íjalla. í þeim eru
m.a. geymdir fróðieiksmol-
ar um horfna búskapar-
hætti og þær eru mikilvæg-
ir homsteinar í þeirri þróun
og atburðarás sem gerði
þessa þjóð að því sem hún
er nú. Sumt af því sem þær
geyma er beinlínis hvergi
annarstaðar til. Af þessu
leiðir að ef við viljum
standa vörð um söguna,
m.a. af því að við trúum
því að hún skipti okkur
máli, verðum við að standa
vörð um þessar rústir,
hvort sem þær eru ijárhús-
arústir, beitarhúsarústir,
rústir hrútakofa eða annað
í þeim dúr. Þessar rústir
voru íslenskur veruleiki um
langan aldur.
Umhverfið skilur maður
á sinn sérstaka máta af
því að maður telur sig
þekkja það, á sér minning-
ar tengdar því, og er hluti
af sögu þess. Þar fetaði maður sín
fyrstu fótspor, lærði að þekkja heim-
inn með því að teygja sig út fýrir
hið þekkta og varð þannig að manni
og fuilgildum meðlimi í samfélaginu.
Maður er einfaldlega það sem um-
hverfið hefur gert mann að, hefur
einhver sagt. Við skilgreinum okkur
sjálf oft með tilvísun til umhverfisins
eða ákveðinna staða í þvi. Ef þessu
umhverfi er breytt skyndilega getur
það beinlínis þýtt öryggisleysi og rót-
leysi vegna þess að hlutir sem voru
svo mikilvægir fyrir sjálfsmynd ein-
staklingsins, voru þeim kennileiti í
lífinu, eru horfnir og eitthvað nýtt
og óþekkt komið í staðinn, sem ekki
á sér sinn skilgreinda stað í hugan-
um, menningunni eða menningar-
Morgunblaðið/B.F.E.
RÚSTIR Ilólasels í Eyjafjarðarsýslu. Á
staðnum eru allavega 10 rústir dreifðar
um svæðið frá ýmsum timum. Könn-
unarholur sýndu að elstu minjarnar eru
allavega eldri en frá 1332. Á myndinni
sést rúst 2 og í hana var tekin 2 m
djúp hola sem sýndi samfellt mannvist-
arlag og margar kynslóðir húsa. Um
aldurinn var ekkert hægt að segja og
ekki vart komist niður á dautt (elstu
minjarnar voru því ekki hreyfðar).
Horft til norðurs.
Án hins manngerða og
mannlega, segir Bjarni
F. Einarsson, er ekki
hægt að tala um menn-
ingarlandslag.
landslaginu. Þess vegna er mikilvægt
að fara sér hægt þegar breyta á
menningariandslagi. Þessar óæski-
legu breytingar gagnvart menningar-
landslaginu, sem þó geta verið mik-
ilvægar út frá öðrum sjónarmiðum,
geta verið af ýmsum toga, svo sem
vegna stóriðjuframkvæmda, vega-
gerðar og skógræktar. Síðasta at-
riðið liggur kannski ekki í augum
uppi, en ákveðið skógleysi er þrátt
fyrir allt menningarsöguieg stað-
reynd og hefur markað íslenska
menningu á afgerandi hátt.
Allar rústir eru hluti af stærra
samhengi og á milli þeirra liggja
sýnilegir og ósýnilegir þræðir. Götur
og slóðar tengja þær saman í lands-
laginu og þær voru háðar hver ann-
arri vegna þess að hver og ein þeirra
var mikilvægur hlekkur í langri
keðju.
Til að skilja einstakar rústir verð-
um við því að skoða nánasta um-
hverfí þeirra, bæði með tilliti til nátt-
úrunnar og annarra minja. Þannig
getur okkur birst mynd sem annars
er með öllu ósýnileg.
Varðveisla á menningarlandslagi
er nánast óþekkt fyrirbæri hér á landi
og hugtakið sem slíkt tiltölulega nýtt
og næstum ónotað. Til að geta stað-
ið að varðveislu menningarlandslags
á vitrænan hátt er frumskilyrði að
vita hvaða rústir landslagið geymir,
auk þess að þekkja til hinna þátta
menningarlandslagsins, sem ég
nefndi hér að framan. Jarðfræði, líf-
ríki, hitastig o.s.frv. stjórnast af öfl-
um sem við ráðum næsta lítið yfir,
en rústirnar geta hins vegar horfíð
í átökum náttúruafianna eða fram-
kvæmdum samfélagsins. En hægt
er að bjarga þeim áður með því að
leita þær uppi og skrá, en slíkt er
eitt af mikilvægustu málum minja-
vörslunnar nú á dögum. Heimildar-
mönnum fer fækkandi og með þeim
hverfa mikilvægar upplýsingar um
rústirnar. Þessar upplýsingar geta
skipt sköpum varðandi skilning okkar
á sögunni.
Af þessari umræðu leiðir að virk
umhverfisvernd er ekki bara náttúru-
vernd, hún er einnig minjavemd.
Kannski ætti að breyta Náttúruvemd
ríkisins í Minja- og náttúruvernd rík-
isins?
Höfundur er fornleifafræðingur.
MEÐAN aðrir hafa
spókað sig í sumar-
leyfi hefur dr. Hannes
H. Gissurarson, pró-
fessor, ekki látið sig
muna um að skrifa
hugvekju í tíu þáttum
um hagfræði og veiði-
gjald. Það liggur við
að manni létti þegar í
ljós kemur að þættirn-
ir eru að mestu endur-
sögn á tólfta kafla
nýlegrar bókar eftir
Hannes, „Hádegis-
verðurinn er aldrei
ókeypis“.
Aðrir hafa orðið
mér fyrri til að fjalla
um skrif Hannesar og það orkar
tvímælis að svara framhaldssögu
með annarri. Engu að síður þykir
mér ýmsu ósvarað sem mér hrýs
hugur við að einhveijir taki gott
og gilt fyrir sakir tómlætis og
pennaleti hagfræðinga og veiði-
gjaldssinna. Því hef ég beðið Morg-
unblaðið að birta athugasemdir í
sex hlutum.
Hefðarréttur og gengisraunir
Fyrsta grein Hannesar birtist 7.
ágúst og hét „Veiðigjald er gamalt
fyrirbæri". Henni var ætlað að slá
á þá röksemd fyrir veiðigjaldi að
almenningur hafi eignast hefðarrétt
á auðlindaarðinum vegna þess að
veiðigjald hafi í raun verið innheimt
í gegnum tíðina með háu raun-
gengi. Hannes segist ekkert botna
í fullyrðingum um að gengi krón-
unnar hafi í gegnum tíðina verið
of hátt skráð og að í því hafi falist
óskynsamleg skattlagning á aðrar
útflutningsgreinar en sjávarútveg.
Gengi sé ekki hægt að skrá „of
hátt“ án þess það leiði til viðskipta-
halla og skuldasöfnunar. Hannesi
sést yfir aðalatriði
máisins. Það tæki sem
hér var í notkun og
hélt uppi raungengi
krónunnar var fólgið í
innflutningstollum.
Það er heldur langt
mál og tæknilegt að
rekja að með tollum er
hægt að halda raun-
gengi og kaupmætti
launa hærra en það
annars væri án þess
að leiði til viðskipta-
halla. Það er hins vegar
óumdeilt meðal hag-
fræðinga. Með toll-
vemd verður raun-
gengi rangt í þeim
skilningi að of lítið er flutt út og
inn og þá nýtast ekki kostir þess
að þjóðir sérhæfí sig í því sem þær
gera vel. Á móti verður óeðlilega
mikið vinnuafl í þeim innlendum
gi-einum sem njóta tollverndar. Þótt
hátt raungengi þrengdi að sjávarút-
vegi eins og öðrum atvinnugreinum,
var það þar skaðlaust í þeim skiln-
ingi að það dró einungis úr offjár-
festingu en varla úr framleiðslu-
verðmæti. Hannes hefur allra
þakka verðast verið ötull predikari
fijálsrar verslunar og afnáms tolla
hérlendis. Því er skringilegt að hann
skuli ekki átta sig á hlutverki toll-
anna í að halda uppi raungengi.
Ég er næstum viss um að glöggur
lesandi gæti fundið það allt hjá
Adam Smith.
Það er annað mál, að tollar hafa
lækkað mikið á síðustu 25 árum,
þannig að mun erfiðara er en áður
að halda uppi raungengi án við-
skiptahalla. Það breytir hins vegar
engu um að hér voru um árabil
notuð tól og tæki sem virkjað gátu
auðlindaarðinn a.m.k. að hluta til
að halda uppi raungengi og launum
á kostnað almennrar útflutnings-
starfsemi. Því má til sanns vegar
færa að almenningur í landinu eigi
einhvern hefðarrétt á þessum arði,
en tilgangur Hannesar með fyrstu
grein var bersýnilega að bera
brigður á þann hefðarrétt. Það
mistekst sem sé, en breytir ekki
öllu. Það á nefnilega enginn annar
þennan rétt, útgerðin ekki heldur,
enda voru þau verðmæti sem kvót-
inn skapar ekki höndlanleg í óheft-
um fiskveiðum. Þess vegna mæla
Skringilegt er, segir
Markús Möller í fyrstu
athugasemd sinni, að
Hannes Hólmsteinn
skuli ekki átta sig á
hlutverki tolla í að halda
uppi raungengi.
engin hefðarrök gegn því að veija
kvótaarðinum í þágu alþjóðar,
hvernig svo sem því verður best
við komið.
Hannes reynir í lok greinarinnar
að koma höggi á veiðigjaldssinna
með því að líkja saman veiðigjaldi
og þeirri millifærslu sem virðist
hafa átt sér stað frá sjávarútvegi
til landbúnaðar með verðlagningu
dönsku einokunarverslunarinnar.
En hann lemur á puttann á sér,
því það er óumdeilt að gjaldtaka
fyrir veiðirétt lækkar tilkostnað í
sjávarútvegi og eykur landsfram-
leiðslu, hvort sem gjaldið rennur
til fárra kvótaeigenda eða allrar
þjóðarinnar. Hins vegar beinist
umkvörtunin yfir meintri hegðun
Dana að því að millifærslan hafi
dregið úr hagkvæmni og þjóðar-
tekjum með því að spilla atvinnu-
skipan. Hannesi er vorkunn að
hann ruglast, því hann er ekki á
heimavelli þegar hann fæst við
hagfræði og efnahagsmál.
Höfundur cr hagfræðingur.
Athugasemdir við
framhaldssögu
Markús Möller
AUGLÝSING
Fyrsta íslenska ferðanámskeiðið:
Kanntu að ferðast?
Námskeið Heimsklúbbsins
nk. Laugardag
Ferðalög eru eitt mesta áhugaefni fólks um allan heim, en
þekkingarleysið er þröskuldur og almenning skortir
þekkingu um þau. Margir þrá að vita meira um fjarlæg
lönd og framandi þjóðir, ferðamöguleika, kostnað, veður-
far, hitastig, gróður, dýralíf, þjóðhætti, listir og menningu,
sögu og sérkenni og hagnýtar upplýsingar um klæðnað,
ferðabúnað, gjaldmiðil, vegabréfsáritanir, bólusetningar
o.s. frv.
Um þessi hagnýtu efni verður m.a. fjallað á fyrsta almenna
ferðanámskeiðinu, sem haldið er á íslandi og fram fer á
vegum Heimsklúbbs Ingólfs í Hátíðarsal Háskóla íslands
nk. laugardag 20. september kl. 13—18 með smáhléum.
Auk hagnýtra upplýsinga verður reynt að kryfja gildi
ferðalaga til mergjar, en góð ferðalög eru eins og
símenntandi háskóli, sem gefur lífi margra nýtt innihald,
lengir lífið og yngir fólk upp. Yfirlit verður um vinsælustu
ferðasvæði heims vegna náttúrutöfra, merkra mannvirkja,
sögufrægðar og menningar að fornu og nýju. Fyrirlesarar
verða þrír og meðal þeirra Ingólfur Guðbrandsson, sem
miðla mun af þekkingu sinni og reynslu, en hann telst
vera einn víðförlasti og reyndasti íslenskur ferðamaður
fyrr og síðar.
Hnattreisa Heimsklúbbsins í haust er útgangspunktur
námskeiðsins, en umfjöllun almenn og getur höfðað til
allra, sem vilja bæta ferðir sínar og fræðast.
Innritun fer fram í dag hjá
Heimsklúbbi Ingólfs í síma 562 0400 og hjá
Endurmenntunarstofnun Háskólans í síma 525 4923.
Ath! lækkað verð — aðeins kr. 2.000
FERÐASKRIFSTOFAN
PRJMAE
F^IÍI HB^ii!or^BBUR
Austurstræti 17, 4. hæð 101 Reykjavík,
sími 56 20 400, fax 562 6564