Morgunblaðið - 16.09.1997, Síða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997
MORGUNBJAÐIÐ
P
MÍNERVA
JÓNSDÓTTIR
+ Mínerva Jóns-
dóttir fæddist í
Hafnarfirði 31. ág-
úst 1933. Hún and-
aðist á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 9.
september síðast-
liðinn.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Snorri
Guðmundsson f.
18.3. 1902, d. 16.4.
1973, bakarameist-
ari í Hafnarfirði,
kona hans var
Guðný Ólafsdóttir,
f. 28.4. 1905, d.
21.7. 1980.
Bræður Mínervu eru Berg-
þór, f. 15.7. 1935, kvæntur Jó-
hönnu Siguijónsdóttur, f. 16.9.
1941, þau eiga tvö börn, Hrönn
og Jón Snorra, og þrjú barna-
börn, Ragnar, f. 4.1. 1937,
kvæntur Guðrúnu Bruun Mads-
en, f. 23.2. 1941, þau eiga tvö
börn, Bergþóru og Jón Erling
og þrjú barnabörn.
Mínerva var gagnfræðingur
frá Flensborg, útskrifaðist frá
Iþróttakennaraskóla Islands
1952. Hún var íþróttakennari
við Barnaskóla Hafnarfjarðar
1953-54. Mínerva fór síðan í
framhaldsnám til Englands og
stundaði nám við Art of Move-
ment Studio í þrjú ár 1954-57,
sérgrein hennar var dansskrift
(Kinetography Laban), að námi
Ioknu vann hún tvö sumur við
skólann. Er heim kom kenndi
hún við Melaskólann og Haga-
skólann í Reykjavík,
einnig kenndi hún
hjá Þjóðdansafélagi
Reykjavíkur í nokk-
ur ár, þá þjálfaði
hún hjá íþróttafé-
lagi kvenna í
Reykjavík og
Björkunum í Hafn-
arfirði um skeið en
Mínerva var einn af
stofnendum Bjark-
anna. Hún starfaði
á margan hátt fyrir
íþróttahreyfinguna,
sérstaklega fyrir
Fimleikasamband
Islands. Hún setti upp margar
dans- og leikfimisýningar við
ýmis stærri tækifæri svo sem á
þjóðhátíð á Þingvöllum 1974,
Landsmót UMFÍ 1965 svo nokk-
uð sé nefnt.
Haustið 1959 fer hún svo til
Laugarvatns og kenndi þar við
Iþróttakennaraskóla íslands til
æviloka.
Mínerva táknskráði alla „ís-
lensku gömlu dansana" sem vit-
að er um, í samstarfi við dr.
Sigríði Valgeirsdóttur. Gáfu
þær út bókina Gömlu dansarnir
í tvær aldir, sem kom út 1994,
mikið og merkilegt menningar-
rit. Eitt aðaláhugamál Mínervu,
til margra ára var ættfræði,
átti hún mikið safn upplýsinga
um_ sínar ættir.
Utför Mínervu fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag
og hefst athöfnin klukkan
10.30.
Kveðja til Mínu frænku
^ Hún Mlna frænka er dáin og nú
sitjum við saman bræðrabömin
hennar og riflum upp allar þær
góðu stundir sem við áttum með
henni.
Þær eru margar minningarnar
til. Það fyrsta sem okkur dettur í
hug er söngur og dillandi hlátur.
Þeir voru ófáir söngvarnir og vís-
urnar sem hún kenndi okkur og
hreyfingarnar með. Hún naut þess
að syngja með okkur og allt áttum
við að læra rétt, það sá hún um.
Þegar við uxum úr grasi og eignuð-
umst börn, tók hún til við að kenna
þeim vísur og söngva á sama hátt.
Við vorum eiginlega börnin hennar
^ því að sjálf eignaðist hún ekki börn.
Mína var að eðlisfari kát og virtist
skemmta sér vel með okkur.
Oll fórum við reglulega í heim-
sókn til hennar á sumrin á Laugar-
vatn til að fara á sund- og íþrótta-
námskeið eða bara til að veiða.
Alltaf fylgdist hún vel með áhuga-
málum okkar, sérstaklega ef það
voru íþróttir. Hannyrðir áttu hug
hennar allan og þar nutum við held-
ur betur góðs af. Hún pijónaði á
okkur og ef von var á barni voru
gerðar margar flíkur, slík var eftir-
væntingin. Börnin okkar kallaði
hún stundum fuglana sína og þau
litu á hana sem ömmu. Hún Mína
frænka var einstaklega gefandi
mmnanneskja. Þegar við vorum yngri
spurði hún okkur iðulega: „Hver
er best?“ og við svöruðum: „Mína
frænka.“ Svarið væri óbreytt í dag.
Elsku Mína, megi góður guð
geyma þig.
Ég lít í anda iiðna tíð,
er levnt í hjarta geymi.
Sú ljúfa minning - létt og hljótt
hún læðist til mín dag og nótt,
- svo aldrei, aldrei gleymi.
(Halla frá Laugabóli.)
Hrönn, Bergþóra, Jón Erling,
Jón Snorri, makar og börn.
Með andláti Mínveru Jónsdóttur
er horfin af sjónarsviðinu merk
kona, framúrskarandi kennari og
fræðimaður, trygg skóla sínum,
samstarfsmönnum og nemendum.
Foreldrar hennar voru hjónin
_ Guðný Ólafsdóttir og Jón Snorri
Guðmundsson bakarameistari í
Hafnarfirði.
í foreldrahúsum hlaut Mínvera
frábært uppeldi eins og fram kom
í öllu dagfari hennar. Hraunið, læk-
urinn og skólamölin var leikvangur
hennar og annarra hafnfirskra
barna og unglinga í æsku og á
uppvaxtarárunum.
Mínerva lauk prófi frá Flensborg-
arskóla vorið 1950 og íþróttakenn-
araprófi frá íþróttakennaraskóla
íslands 1952. Hún fór til Englands
og lagði stund á dans og dans-
kennslu og ritun dansrænna hreyf-
inga eftir sérstöku kerfi Rudolfs
Laban við The Art of Movement
Studio í Addlestone í Surrey. Mín-
ervu sóttist nám mjög vel, enda bjó
hún yfir mjög góðum hæfileikum
til náms og gilti þar einu hvert
heldur væri um að ræða bókleg
fræði, hannyrðir eða íþróttir. Öll
þessi svið iðkaði Mínvera með frá-
bærum árangri. Mínerva kom víða
við í kennslu íþrótta. Leikfimi og
dans kenndi hún við nokkra skóla
og félög, m.a. Þjóðdansafélag
Reykjavíkur.
Haustið 1959 gerðist Mínerva
kennari við íþróttakennaraskóla
íslands og aðra skóla á Laugar-
vatni. Kennslugreinar hennar voru
fjölmargar, en leikfimi, dans og
lytmik voru helstar. Þar naut Mín-
erva sín mjög vel. Fagleg þekking
hennar á kennsluefninu var frábær
og festa og agi í kennslunni. Hún
lagði ríka áherslu á að nemendur
temdu sér vandað íslenskt málfar.
Framganga hennar öll var fáguð,
reisn og glæsileiki var áberandi í
svipmóti hennar og hreyfingum,
hvort heldur sem var í venjulegri
kennslustund eða þegar hún stjón-
aði sýningum nemenda sinna í dansi
eða leikfimi. Nemendur virtu Mín-
ervu og dáðu og þeim mun meir
sem árin liðu og þeir áttuðu sig
betur á þeirri stefnu sem hún boð-
aði.
Mínerva sat aldrei auðum hönd-
um. Fyrir nokkru kom út eftir hana
rit sem hún nefndi Skapandi hreyf-
ing/dans, kerfi Rudolfs Laban. Árið
1994 sendi Mínerva, ásamt Sigríði
Valgeirsdóttur frá sér veglegt
fræðirit um íslenska dansa er þær
nefndu Gömludansarnir í 200 ár.
Þetta fræðirit þeirra er afrakstur
MINNINGAR
30 ára vinnu við söfnun heimilda
og skráningu. Sl. vor ánafnaði Mín-
vera bókasafni íþróttakennaraskóla
íslands allar fræðibækur sínar.
Þessi gjöf sýnir þann hug sem Mín-
erva bar til skólans og við þekktum
svo vel.
Mínerva var einstakur samstarfs-
maður, alltaf boðin og búin að að-
stoða, ef á þurfti að halda.
Mínerva átti við veikindi að stríða
sem leiddu til andláts hennar á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. sept. sl.
eftir hetjulega baráttu við illvígan
sjúkdóm. Andlegt þrek hennar og
kjarkur í veikindunum var óviðjafn-
anlegur. Hún var vel málhress og
glöð í sinni fram undir það síðasta.
Hún fylgdist vel með starfi skólans
og nemendanna, gaf ráð og hvatn-
ingu til starfa allt fram til hinstu
stundar.
Mínerva átti góða að. Bræður
hennar og mágkonur, Bergþór, gift-
ur Jóhönnu Siguijónsdóttur, og
Ragnar, giftur Guðrúnu Brun
Madsen, önnuðust um hana eins og
best varð á kosið. Börnin þeirra og
barnabörnin voru henni alla tíð
mikið augnayndi. Læknar og hjúkr-
unarfólk Sjúkrahúss Reykjavíkur
gerðu það fyrir hana sem hægt
var, slíkt ber að þakka og virða af
heilum hug. Vinir hennar, kunningj-
ar og nemendur sakna hennar og
biðja henni blessunar.
Iþróttakennaraskóli íslands
þakkar Mínervu Jónsdóttur langt
og farsælt starf.
Við, Hjördís og Árni, þökkum
Mínervu tryggð og vináttu og biðj-
um Guð að varðveita hana.
Við vottum fjölskyldum hennar
samúð og biðjum þeim blessunar
Guðs.
Árni Guðmundsson.
Þegar Mínerva Jónsdóttir er
kvödd hinsta sinni reikar hugurinn
ósjálfrátt til hennar sem ungrar
stúlku í íþróttakennaranámi. Hún
bjó yfir miklum áhuga og færni I
leikfimi þess tíma, þ.e. músík-leik-
fimi, sem einnig færðist yfir á dans-
inn.
Nokkru eftir íþróttakennarapróf
lagði þessi nemandi minn leið sína
til Englands þar sem hún hóf fram-
haldsnám við skóla Rudolfs Laban
sem þá rak skóla í listrænum hreyf-
ingum fyrir kennara í barna- og
framhaldsskólum. Laban hafði
árum saman unnið að greiningu
hreyfinga og flokkun þeirra m.a. í
þeim tilgangi að þróa táknkerfi til
að skrá hreyfingar líkamans og
sérkenni þeirra. Skráningarkerfi
Labans varð sérgrein Mínervu á
þriðja ári í skólanum en flokkunar-
kerfið, greining og skráning hreyf-
inga, dansar o.fl. var námsefni
fyrstu tvö árin.
Hið síðarnefnda var góð undir-
staða fyrir kennslusvið Mínervu við
íþróttakennaraskóla íslands nokkru
eftir heimkomu frá námi.
Skólinn varð fljótlega ekki aðeins
vinnustaður Mínervu heldur einnig
möndull tilveru hennar. Ekki var til
sparað í undirbúningi kennslu og
sérhlífni í störfum í þágu skólans
þekkti hún ekki. Ljóst er af störfum
hennar að hún lagði sig fram um
að efla fegurðarskyn kennaranema
með fjölbreytni I hreyfíngum og fág-
aðri fyrirmynd, ekki síst á sviði dans-
ins og músíkleikfími meðan hún var
á kennsluskrá skólans. Greinilegt
var að hún hafði meiri áhuga á að
ná til sem flestra með ijölbreytni í
hreyfingum og tengslum við tónlist
m.a. í dansi, fremur en að ýta undir
baráttuhug fárra um stæði á verð-
launapöllum keppnisíþrótta. Hún
skynjaði glöggt vinda sem blésu um
hugsjónir hennar svo og tískusveifl-
ur í skólaíþróttum. í stað þess að
sveiflást með vindi og berast með
straumi vann hún úr aðstæðum sjá-
andans sér til aukins þroska og
skilnings á þeim gildum sem hún
hafði haft að leiðarljósi í starfi.
Laugarvatn varð hennar aðal-
heimili. Þar átti hún traustan vina-
hóp sem gegnum árin reyndist
henni einstaklega ve! og má þá
ekki síst nefna skólastjórahjón
íþróttakennaraskólans, Árna og
Hjördísi. Annað heimili hennar var
í Hafnarfirði þar sem fjölskylda
hennar bjó, og naut hún einstakrar
hlýju þeirra og umhyggju í veikind-
um sínum, og má þar m.a. nefna
mágkonur hennar tvær, Jóhönnu
og Guðrúnu.
Að eðlisfari var Mínerva hlédræg
og dul á eigin tilfinningar en létt
og fáguð í fasi. Stutt var í bros og
léttan hlátur. í veikindum sínum
sýndi hún þrek og hugarró svo
undrun sætti. Olíkt mörgum öðrum
naut hún einveru en féll þó sjaldan
verk úr hendi og_ sat þá gjarnan
með handavinnu. Átti hún það sam-
eiginlegt með nöfnu sinni, róm-
versku gyðjunni Mínervu, að unna
handlist og fögru handbragði sem
einnig kom fram í táknritun hennar
á dönsum.
í mörgum sumarleyfum og tóm-
stundum sem til féllu ferðuðumst
við Mínerva vítt og breitt um land-
ið og söfnuðum dönsum og fróðleik
um danshætti hjá fullorðnu fólki
eða sátum við úrvinnslu gagna.
Færni Mínervu við skráningu dansa
með hreyfitáknum, nákvæmni og
vandvirkni var einstök, svo og áhugi
hennar og vinnugleði m.a. við leit
heimilda sem var tímafrekt og erf-
itt starf.
Eg harma fráfall Mínervu og lok
okkar ánægjulega og gefandi sam-
starfs. Eftir hátt á ijórða tug ára
er margs að minnast og margt að
þakka.
Bræðrum Mínervu, mágkonum
og fjölskyldum þeirra og vinum
votta ég hluttekningu vegna frá-
falls einstæðrar konu.
Sigríður Þ. Valgeirsdóttir.
í fáum orðum vil ég kveðja
íþróttakennarann og listakonuna
Mínervu Jónsdóttur. I grískri heim-
speki, hugsun og list var fegurðin,
góðleikinn og sannleikurinn eitt og
hið sama. Fegurð sú er Mínerva
skapaði er helst hægt að líkja við
menningu Grikkja til forna eða þá
hina margbrotnu náttúru sem við
íslendingar eigum allt í kringum
okkur. En oft er hún svo nálæg að
við tökum ekki eftir fjölbreytileika
hennar og gæðum. Mínerva var I
stöðugri leit að veruleika eins og
heimspekingum eða prestum, vís-
indamönnum eða bókmenntafræð-
ingum er tamt. Þær aðferðir sem
allir þessir menn beita eru jafnólíkar
og þeir eru margir. Ef til vill hefur
hún verið öllum þessum höfðingjum
fremri, þar sem hún kunni bæði að
velja úr og hafna í sömu andránni.
Hún gekk ekki framhjá þeim hug-
læga veruleika sem manninum fylg-
ir, þeim tilfínningum sem í honum
búa, þeim krafti og metnaði, ótta
og ástríðu, draumum og veruleika,
ást og hatri, eða gleði og sorg. Þetta
allt sameinaði hún í túlkun sinni á
einföldu dansspori að hætti meistara
Labans. Það var nógu einfalt til að
vera margbrotið og nógu margbrotið
til að sýnast auðvelt og einfalt. Slík
var túlkun hennar.
Lífshlaup hennar, þar sem hún
leitaði fullkomnunar, er ofið í
kennsluna, starfið sem hún unni,
dansinn sem hún skapaði og skráði
eða verkin sem nálarnar og garnið
mynduðu. Allt þetta lék í höndum
hennar. Þrátt fyrir að leita full-
komnunar vissi hún jafnframt að
fullkomnunin var einföld eins og
dansinn og spuninn, einföld því hún
kemur frá hjartastöðinni, kemur
innan frá.
Hún skapaði ekki aðeins dans-
spor í huglægum veruleika sínum,
heldur skapaði hún veruleika sem
var, er og verður varanlegur í þeim
mikla breytingaheimi sem við lifum
í. í bókinni ,Að elska er að lifa“,
eftir hugsuðinn og heimspekinginn
Gunnar Dal, segir um hlutverk
listamannsins:
„Hlutverk listamannsins er ekki
einungis að skilja veruleika, heldur
einnig að túlka hann og magna.
Hlutverk listamanns er auðvitað að
skapa. En það veitir listamanni
ekki neina sérstöðu. Öll tilveran er
sköpun og öll tilvera er skapandi."
Það sem gerði Mínervu frá-
brugna öðru listafólki eða mörgum
af sínum samkennurum, var að hún
lét aðra sjá um að flytja verk sín.
Henni var í blóð borið að gefa af
sér og láta aðra njóta samverunnar
og gæðanna. Hún vissi að helsti
sigurinn í lífinu var að sigra sitt
eigið sjálf og láta gott af sér leiða.
Þessi hugsun var sjálfsagt eitt af
því sem gerði henni kleift að lifa
með þann sjúkdóm sem á hana
heijaði. En verk hennar tala, munu
gera það um ókomna tíð. Þau munu
ætíð leita uppruna síns í lindinni
tæru sem við öll eigum innra með
okkur. Það var e.t.v. þess vegna
að starfsvettvangur hennar var
náttúran við vatnið og lindina á
Laugarvatni. Þar var kyrrðin og
friðurinn. Þar voru aðstæður til
sköpunar, þar var uppspretta. í öll
þau ár sem ég hef þekkt til Mín-
ervu hefur henni tekist að halda
kjarnanum frá hisminu. Henni hef-
ur tekist, þrátt fyrir að umbúðirnar
um kjarnann hafi breyst og þurft
að breytast í tímanna rás, að vernda
það sem máli skiptir. Hún var skap-
andi allt sitt líf, hún var barn nátt-
úrunnar.
Verk hennar og dr. Sigríðar Val-
geirsdóttur, „Gömludansarnir I
tvær aldir“, þar sem skráðir eru
með táknskráningu 150 þekktir
dansar á íslandi, kom út árið 1994
og er mikið tímamótaverk og höf-
undum til mikils sóma. Síðasta verk
hennar, sem hún gaf út í júní á
þessu ári og nefnir „Skapandi
hreyfing/dans - Kerfi Rudolfs Lab-
ans“, markar sjálfsagt ákveðna
sögu í íslenskri hreyfilist. Bókin
lýsir Mínervu vel, hversu nákvæm
hún var og hvernig hún vildi skilja
við þennan heim og meistara sinn.
Heiðai'leiki og skyldurækni eru
einnig orð sem koma upp í huga
mér er ég lít um öxl og hugsa um
það góða samstarf sem ég hef átt
við hana og seint fæ þakkað. Þá
var hún óaðskiljanlegur hlekkur við
íþróttakennaraskólann að Laugar-
vatni sem og skjólastjórahjónin
Árni Guðmundsson og frú Hjördís.
Það lýsir því sjálfsagt best hve
skyldurækin Mínerva var við Árna,
að á þeim degi þegar hún kvaddi
þennan veraldlega heim hafði Árni
rétt áður skilað síðustu lyklum sín-
um af skólanum til nýrra skóla-
stjórnenda. Það eru því ekki aðeins
Bergþór, Ragnar og fjölskyldur
þeirra sem sjá á eftir einstakri syst-
ur, heldur Árni og Hjördís einnig.
Þeim öllum og öðrum aðstandend-
um votta ég innilega samúð mína.
Það verður erfitt fyrir íþrótta-
kennaramenntunina að fylla það
skarð sem Mínerva hefur nú skilið
eftir sig. En sáning hennar mun
bera ávöxt og verk hennar og þau
áhrif sem kennari hennar, Rudolf
Laban, hafði á hana, blómstra nýj-
um rósum áður en langt um líður.
Hafi hún þökk fyrir samstarfið,
hreyfilist sína og það veganesti sem
hún hefur gefið Iþróttakennurum á
þeirri lífsleið sem nú er lokið.
Janus Guðlaugsson.
„Þeir verða að missa sem eiga.“
(J.Á.) Þessi setning kom í hugann
er ég minntist vinkonu minnar Mín-
ervu Jónsdóttur. Hún taldi sig lán-
sama að hafa hvorki eignast mann
né börn, því það væri óbærileg til-
hugsun að missa þá sem manni
væru kærir. Þetta ræddum við oft
og þar vorum við ekki alveg sam-
mála. Þótt Mínerva fæddi ekki sjálf
börn átti hún stóran barnahóp.
Börn og barnabörn bræðra hennar
og börn vina hennar áttu vísan stað
í fangi hennar. Hvar sem börn voru
nálæg var hún komin geislandi af
hlýju. Að fara til Mínu eða fá hana
í heimsókn gat verið ævintýri. Þá
var stigið dansspor, sungnar vísur
og stundum var komið með litla
húfu eða peysu og hvað hún ljóm-
aði þegar hlaupið var upp um háls-
inn og smellt kossi á kinn.
í baráttu við illvígan sjúkdóm
sýndi hún ótrúlegan styrk og æðru-
leysi. Hún var fyrst og fremst glöð
og þakklát fyrir að eiga einstaka
fjölskyldu sem var hennar trausti
bakhjarl. Hún var þakklát frábærri
þjónustu Karitas kvenna, læknum
og starfsfólki sem önnuðust hana,
vinuin sem heimsóttu hana og
hringdu.