Morgunblaðið - 16.09.1997, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 16.09.1997, Qupperneq 37
am a. TRvnTngjDM MORGUNBLAÐIÐ Það er sárt og ótímabært að missa Mínervu, en fyrir engan mun hefði ég viljað missa samfylgd hennar og vináttu. Margrét Gunnarsdóttir. „Sælir eru hjartahreinir því þeir munu guð sjá,“ segir í fjallræðunni. Mér eru þessi orð efst í huga þegar ég nú set mína hinstu kveðju á blað til elskulegrar frænku, Mínervu Jónsdóttur, íþrótta- og danskennara. í síðasta símtalinu sem við áttum fyrir stuttu ræddum við eilífðarmál- in. Því þau voru henni efst í huga þá stundina, þegar hún vissi að ævidagar hennar voru að renna út. Við vorum á sama máli, að allt benti til þess að um endurfundi yrði að ræða, að þessu lífi loknu. Mínerva frænka var hjartahrein, ljúf og glöð í viðmóti og allri viðkynningu. Hún var áhugasöm um starf sitt og sam- viskusöm, trú og velviljuð. Frænd- rækin og vinur vina sinna. Hún var heilsteypt kona og mætti örlögum sínum af hugrekki, hún hélt reisn sinni og virðingu til lokadags. Slíkt sálarþrek er mikil guðsgjöf og ekki öllum gefín. Vinátta við okkur frændfólk og vini var gagnkvæm. Allir lofuðu Minu frænku fyrir henn- ar manndóm og góðu kynni. Einn var sá þáttur í fari hennar, sem gerði hana að skemmtilegum félaga, það var næmt auga fyrir því bros- lega, sem svo víða má fínna í lífi manna. Hún átti leiftrandi létta kímnigáfu, græskulausa, sem beind- ist jafnt að henni sjálfri, sem öðrum. Þótt hún ætti aldrei börn né maka var hún mikill bamavinur og brosti oft að saklausum orðum ag athöfn- um bamsins. Þau voru mörg hennar augnayndi og sannir vinir. Mína var mikill vinur bræðra sinna og fjöl- skyldna þeirra, þar ríkti gagnkvæm sönn vinátta, sem gerist vart betri. Hún var eina dóttir þeirra hjóna Jóns Snorra og Guðnýjar Ólafsdótt- ur, synimir eru tveir, síðar bættust tengdadæturnar í hópinn, svo bama- bömin. Þetta hefur allatíð verið góð samhent fjölskylda. Það er ekkert ofmælt að heimili þeirra hjóna á Hverfisgötu 61 í Hafnarfírði var sannkallaður rausnargarður. Fallegt heimili sem stóð vinum og vanda- mönnum opið, hvenær sem var. Mikil gestrisni og greiðasemi þeim í blóð borin. Mér em enn í minni þær gleðistundir, sem urðu þegar hjónin Snorri og Guðný komu í heim- sóknir að Katanesi, á fæðingarstað hennar. Þá var Guðný að heimsækja Jón bróður sinn og fjölskyldu hans, sem þar bjó (föður minn), þá vora þau með framburð sinn, Mínervu, rétt að komast á legg, gullfalleg sem lítii dúkka og einstaklega skemmti- leg, glaðvær og eftirtektarksöm á það sem fyrir augu bar, svo öllu broslegu spumingamar og tilsvörin, eins og oft er hjá ungum bömum. Margt af slíkum glettum, í gegnum árin, geymist í minni þeirra eldri. Oft var á margs spaugilegs minnst frá bemskuárum bamanna. Þetta var glaðvært fólk og kunni að gleðj- ast með glöðum. Guðný átti kærar minningar af Hvalfjarðarströndinni. Þar átti hún sín æskuár, frændur og vini. Eftir að við hjónin urðum bændur á Eystra-Miðfelli, komu þau oft gömlu hjónin og þá færandi hendi, þau áttu Snorrabakarí, - og komu með fulla kassa af lostæti, alltaf þegar ferming eða eitthvað stóð til og oftar. Þau vora sannar- lega aufúsugestir hjá bömunum og öllum, vegna glaðværðar sinnar og góðvildar til alira. Mína kom oft til okkar og gisti. Þegar hún kom í fyrrasumar, sem var síðasta heim- sóknin, skruppum við með hana að Miðfelli og komum á mjaltatíma, þar gafst margt að sjá. Hún var alsæl yfír þessari ferð. Hún var náttúra- unnandi, því blundaði undir niðri sveitarómantíkin, það leyndi sér ekki. Ég kveð elskulega frænku með hugljúfri þökk í huga fyrir ævilöng góð kynni, biessuð sé minning henn- ar. Ástvinir hennar eiga sanna þökk fyrir aðhlynningu og alúð henni sýnda í erfiðum veikindum á örlaga- stund, þeim sendum við hjónin og fjölskylda dýpstu samúðarkveðjur. Valgarður L. Jónsson. MINNINGAR JÓNA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR + Jóna Sigríður Jónsdóttir fæddist í Þrengsla- búð í Hellnaplássi á Snæfellsnesi 14. apríl 1899. Hún lést í Hjúkrunarheimili Seljahlíðar 6. september síðast- liðinn. Foreldrar henn- ar voru Jón Benj- aminsson, bóndi á Litlu-Hnausum í Breiðuvík, d. í febr- úar 1911, og Alfífa Halldórsdóttir frá Stóru-Hnausum, f. 30. júlí 1865, d. 3. ágúst 1943. Bræður Jónu Sigríðar sam- feðra voru: 1) Benjamín, f. 7. janúar 1909, d. 30. nóvember 1981, verkamaður í Reykjavík, fyrri kona hans var Hildur Pálsdóttir en seinni kona hans var Jakobína Þórðardóttir. 2) Guðmundur Gunnar, f. 20. nóv- ember 1910, d. 4. ágúst 1980, bifreiðastjóri í Reykjavík, kvæntur Sigríði Hannesdóttur. Systkini Jónu Sigríðar sam- mæðra voru: 1) Friðdóra Frið- riksdóttir, f. 7. desember 1892, d. 27. október 1975, gift Ara Bergmann Einarssyni og bjuggu þau í Ólafsvík. 2) Jón Jónsson (frekari upplýsingar ekki tiltækar). Jóna Sigríður eignaðist son 30. nóvember 1924, en hann lést aðeins tveggja vikna gam- all 16. desember sama ár. Jóna Sigríður starfaði frá unga aldri sem vinnu- kona á ýmsum bæj- um á Vesturlandi þar til hún flutti til Reykjavikur árið 1923. Hún vann við barnakennslu í heimahúsum og tók að sér þvotta og hreingemingar. Hún var kaupakona í sextán sumur og ráðskona í Kjós og Kjalarnesi í mörg ár. Hún vann einnig sem sauma- kona. Þekktust var Jóna Sigríð- ur sem hestakona og fyrir hestakaupmennsku og er talið að hún hafi keypt og selt um þrjú hundruð hesta. Hún fór víða um landið á hestaferðum sínum og lá úti á Kili, Kaldadal og á Stórasandi matarlaus í átta daga í stórviðri árið 1963. Ævisaga Jónu Sigríðar, Ein á hesti, skráð af Andrési Krist- jánssyni, kom út árið 1978. Útför Jónu Sigríðar fer fram frá Kapellu Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. Enginn gera að því kann, út af hvetju fæðist hann. Næst það líka einu er, ef hann sæmd og prýði ber. Þessi vísa úr Bernódusarrímum eftir Magnús Magnússon í Magnús- arskógum er upphaf ævisögu Jónu Sigríðar, Ein á hesti, Lífsreisu Jónu Sigríðar Jónsdóttur, sem út kom árið 1978. í bókinni segir hún frá erfíðri æsku, en fóstra hennar lést 1904 og faðir hennar 1911. í formála bókarinnar kemur fram að hún hafi snemma lent í hrakningum og unnið hörðum höndum hver þau verk sem vinna þurfti, úti jafnt sem inni, oft við hinar erfiðustu aðstæður. Hún fluttist til Reykjavíkur árið 1923. Hún var að eðlisfari skapheit og hreinskiptin og karlmannsígildi til allra starfa. Hún brá sér m.a. á ver- tíð til Grindavíkur og gekk þar að öllum verkum, þótt störf til sveita létu henni betur. Bestu minningar fyrri ára tengj- ast hestunum Gulifaxa og Ljóma, en á þeim ferðaðist hún um landið þvert og endilangt, um byggðir jafnt sem öræfi og lenti í hinum margvís- legustu svaðilförum og ævintýrum. í lok formála bókarinnar segir: Það er hveijum manni hollt að kynn- ast lífsreisu þessarar kjarnakonu, sem aldrei bugaðist þótt á móti blési, en bauð erfiðleikunum alltaf birginn og barðist ótrauð til sigurs. Ragnheiður Guðmundsdóttir hús- freyja á Svínhóli í Dölum sendi henni ljóð eftir útileguna á Stórasandi og er hluti þess svona: Óbyggðanna undratign þig unga seiddi fáksins þrek og fjör og snilli flutti þig landsvæðanna á milli. Mest hefur þú ferðast ein með fákum þínum barist oft við þungar þrautir þeyst um grýttar íjallabrautir. Auðnir landsins kvenna mest þú kannað hefur sigrað ríki frosta og fanna fjalladrottning öræfanna. Síðasta fór þín frægust varð, sem flestir muna þvílíkt fáir þola mega þeir sem fjör og hreysti eiga. Undirritaður kynntist Jónu Sigríði árið 1965, en vináttuböndum bund- umst við er ég lagði henni lið við hreinritun frásagna sem síðar varð efni í ævisögu hennar. Jóna Sigríður var stórlynd mær með ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hún var ekki allra, en þeim mun tryggari þeim sem henni féll við. Hún gekk í St. Eininguna 1972 og sótti fundi vel meðan heilsan leyfði. Mér er sérstaklega minnis- stætt framlag hennar til byggingar sumarhúss stúkunnar í Galtalækj- arskógi og umsjón hennar með elda- mennsku fyrir vinnuhópa við fram- kvæmdina. Jóna Sigríður hafði gaman af fé- lagsvist og danskona var hún mjög góð. Hún sótti skemmtanir í Góð- templarahúsinu og Templarahöllinni og áttum við þar fjölmargar ánægju- legar samverustundir. Það sópaði að henni hvar sem hún fór. Gjarnan í peysufötum með fal- lega fléttað hárið. Hún hafði gaman af því að tala við fólk og minnug var hún með afbrigðum. Hún var hrókur alls fagnaðar þegar hún vildi, enda málfar og frásagnargleði í besta lagi á góðri stund. Hún var gestrisin svo af bar og vænt þótti henni um er við gerðum henni mögulegt að taka á móti gestum á stórafmælum hennar í seinni tíð. Hún hélt sinni andlegu reisn allt fram til þess árs, en bundin við rúmið hin síðari ár vegna fót- brots sem ekki greri. Hún sagðist vera sátt við að deyja, enda aldurinn orðinn 98 ár og þreyta farin að gera vart við sig. Hún var þakklát fyrir þjónustuna í Seljahlíð og bar lof á starfsmenn sem önnuðust hana þar. Hún var trúuð og treysti himnaföð- umum fyrir sinni forsjá. Mér er efst í huga þakklæti til Jónu Sigríðar fyrir ánægjuleg kynni og vináttu sem aldrei bar skugga á. Fyrir umhyggju hennar gagnvart mér og minni fjölskyldu og allar þær stundir sem við áttum með henni. Margs er að minnast er sómakon- an Jóna Sigríður á í hlut, en ég veit að lengri minningargrein hefði verið henni lítt að skapi. Guð geymi þig kæra vinkona. Gunnar Þorláksson. Erfídrykkjur iM i HÓTEL REYKJAVIK Sigtúni 38 Upplýsingar í síma 568 9000 ÞÉÍÐJúbXGuá iH. áÉárÉiiiBÉá1 iW 37 + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KLARA INGVARSDÓTTIR, Aflagranda 40, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 14. september. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni kl. 13.30. föstudaginn 19. september. Vilhelm S. Sigurðsson, Sigurmundi Óskarsson, Olga Þorsteinsdóttir, Eva Vilhelmsdóttir, Elín Vilhelmsdóttir, Sigurður Vilhelmsson, Málfríður Vilhelmsdóttir, Ingvar Vilhelmsson, Kjartan Ólafsson, Stefán Helgason, Sigurlaug Sveinsdóttir, Kristján Thorarensen, Kristín Sandholt, barnabörn og barnabarnabörn. JÓHANNA SKÚLADÓTTIR, Ytri-Tungu, sem lést sunnudaginn 7. september, verður jarðsungin frá Húsavíkur- kirkju miðvikudaginn 17. september kl. 14.00. Jóhannes Björnsson, Ásbjörn Jóhannesson, Sigurveig J. Hultqvíst, Bengt Hultqvist, Guðrún Jóhannesdóttir, Jón Heiðar Steinþórsson, Þorgils Jóhannesson, Aðalheiður Stefánsdóttir, Snjólaug Jóhannesdóttir, Helgi Jóhannesson, Elín S. Jónsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, Jakob Ragnarsson, Helga Jóhannesdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKAR SVEINBJÖRNSSON, Sléttuvegi 13, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum hinn 14. septem- ber sl. Útförin verður auglýst síðar. Jóna Ágústsdóttir, Sveinbjörn Óskarsson, Ingibjörg S. Gísladóttir, Ásgeir Óskarsson, Guðrún Árnadóttir og barnabörn. Esther Gunnarsson, Gunnar Guðnason, Helga Magnúsdóttir, Helgi Guðnason, Elín Guðjónsdóttir, Kristinn Guðnason, Harpa Dóra Guðmundsdóttir. + Ástkær tengdamóðir mín og amma okkar, GUÐBJÖRG GUÐNADÓTTIR, lést á Landakotspítala 13. september. + Ástkær faðir okkar, RAGNAR KONRÁÐSSON, f. 13. júlf 1927, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þann 2. september sl. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Fyrir okkar hönd og annarra aðstandenda, Aðalbjörg Ragnarsdóttir, Konráð Ragnarsson, Rúnar Ragnarsson. + Eiginmaður minn, VALTÝR HÁKONARSON fyrrverandi framkvæmdastjóri, er látinn. Ingunn Eyjólfsdóttír. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.