Morgunblaðið - 16.09.1997, Síða 38
" 38 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
*
Tr
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN JÓHANNSSON,
Grundargötu 20,
Siglufirði,
andaðist á Landspítalanum að kvöldi laugar-
dagsins 13. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sigga Sól,
börn, tengdabörn og barnabörn
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
DAGMAR LÚÐVÍKSDÓTTIR,
Neshaga 6,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum sunnudaginn 14. september.
Sigríður Gizurardóttir,
Lúðvík Gizurarson, Valgerður Einarsdóttir,
Bergsteinn Gizurarson, Marta Bergman,
Sigurður Gizurarson, Guðrún Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
STEFANÍA JÓNSDÓTTIR
frá Hrauni,
Sléttuhlíð,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 18. september kl. 15.00.
Ragna Jóhannsdóttir,
Jóhanna Einarsdóttir,
Pétur Guðjónsson,
Ragna Pétursdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
KARÓLÍNA SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
frá Sjólyst,
Grindavík,
verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju mið-
vikudaginn 17. september kl. 14.00.
Sædís E. Hansen, Kaj H. Hansen,
Sigurjón Keith Wiltiamsson,
Linda H. Hansen,
Karina H. Arp, Johnny Bo Arp,
Daniel Arp,
Nadia Arp,
Við þökkum af alúð öllum þeim, sem sýndu
okkur samúð og vináttu við andlát og útför
móður okkar,
SIGURBORGAR EYJÓLFSDÓTTUR,
Sörlaskjóli 44,
Guð blessi ykkur öll,
Kristín Guðleifsdóttir,
Anna Guðleifsdóttir,
Bjarni E. Guðleifsson,
Fjóla Guðleifsdóttir,
Hanna Lilja Guðleifsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu
og langalangömmu,
GUÐMUNDÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Hrafnistu.
Unnur Hjartardóttir, Jóhann Guðmunsson,
Oddur R. Hjartarson, Soffía Ágústsdóttir,
Sigrún Ágústsdóttir, Guðbjörg Guðjónsdóttir
og ömmubörn.
RAFN
JÚLÍUSSON
+ Rafn Júlíusson
fæddist í
Reykjavík 4. desem-
ber 1931. Hann lést
á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 7. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Júlíus Árnason
kaupmaður og kona
hanas Margrét Þor-
varðardóttir. Systk-
ini hans voru Sigur-
rós, Þorbjörg og
Þorvarður Jón. Þor-
björg og Þorvarður
Jón eru látin.
Rafn kvæntist Kristínu Guð-
mundsdóttur og eignuðust þau
tvær dætur; 1) Sigríður, f.
24.10. 1954. Maki Guðmundur
Þór Björnsson. Þeirra börn:
Kristín Hulda, f. 25. ág. 1978,
Björn Þór, f. 2. sept. 1980, og
Rafn, f. 15. nóv. 1983, 2) Mar-
grét Júlía, f. 17. des. 1959.
Maki Steingrímur Einar Hólm-
steinsson. Þeirra
börn: Harpa Stein-
unn, f. 30. sept.
Hólmsteinn
f. 14. des.
1987, og Orri Stein-
ar, f. 22. apríl 1992.
Rafn varð stúd-
ent frá MR 1952.
Cand. phil. frá HÍ
1953. Nám í
frönsku og bók-
menntum við Sor-
bonne í París
1953-1956. Hóf
starf hjá Pósti og
síma 1957. Starfaði
sem póstmálafulltrúi frá 1960-
1992 er hann tók við starfi
framkvæmdastjóra póstmála-
sviðs. Um síðustu áramót varð
hann forstöðumaður alþjóða-
og samstarfsdeildar Pósts og
síma hf.
Útför Rafns fer fram frá
Áskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
í dag kveð ég ástkæran tengda-
föður minn, einhvern þann mesta
heiðursmann sem ég hef kynnst.
Mig langar að minnast hans með
örfáum orðum.
Nú eru liðin rúm 20 ár frá því
að ég kynntist Rafni fyrst. Eins og
við er að búast er margs að minn-
ast. Efst er þó í huga hve vel þau
Didda og Rafn tóku mér, þessum
strák sem fór að venja komur sínar
á Týsgötuna til að hitta eldri dóttur-
ina. Iðulega kom fyrir fyrsta sumar-
ið okkar Siggu, að ég var mættur
í heimsókn áður en hún kom heim
úr vinnu. Var mér þá boðið til stofu
og spjölluðum við saman um heima
og geima þar til Sigga kom heim.
Þetta voru mér ánægjulegar stund-
ir í þægilegu andrúmslofti. Síðan
höfum við Rafn átt fjölmargar
stundir saman og setið og skrafað.
Hann var afskaplega viðræðugóður
og mikilvægur kostur hans var að
hann sýndi viðmælanda sínum
áhuga, hvað hann væri að fást við,
hvernig gengi og svo framvegis.
Hlýlegt handtak í hvert sinn er við
hittumst eða kvöddumst undirstrik-
ar manngerðina. Hann var ávallt
höfðingi heim að sækja og eru ófá-
ar ánægjustundirnar, þar sem öll
fjölskyldan hefur safnast saman í
mat eða kaffi hjá Diddu og Rafni,
fyrst á Týsgötunni og nú síðar á
Laugarásveginum. Kæri Rafn, það
eru ómetanleg forréttindi að hafa
fengfið að kynnast þér.
Elsku Didda mín, Sigga og Mar-
grét og öll barnabörnin, missir ykk-
ar er mikill. Megi góður Guð styrkja
ykkur og varðveita í sorginni.
Guðmundur Þór Björnsson.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fenp að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Hvert andartak var auðnuspor
með þér. Það eru forréttindi að hafa
fengið að eiga þig, elsku afi, fengið
að vera með þér, drekka af visku-
brunni þínum, teiga í sig spekina,
æðruleysið, yfirsýnina, jákvæðnina,
umburðarlyndið, kærleikann. Alltaf
hafðir þú réttu svörin, bestu lausn-
ina, svo skilningsríkur, svo yfírveg-
aður, svo rólegur. Þú umvafðir okk-
ur ást og hlýju, hvattir okkur, hrós-
aðir, uppörvaðir. Þú varst kletturinn
og máttarstólpinn. Það eru forrétt-
indi að hafa fengið að Iæra af þér.
Þú varst besti kennarinn, besta fyrir-
myndin. Elsku afí, hafðu þökk fyrir
allt. Guð geymi þig.
Barnabörn.
Skammt er nú stórra högga á
milli. í upphafi þessa árs lézt Bragi
Björnsson og nú er kvaddur Rafn
Júlíusson. Báðir voru þeir bekkjar-
bræður mínir í gagnfræða- og
menntaskóla og nær nánustu vinir,
ásamt þeim bekkjarbræðrum mín-
um öðrum, Hannesi Péturssyni,
Jóni Thors og Ólafi St. Sigurðs-
syni, um hálfrar aldar skeið. Sú
vinátta brást aldrei, hvað sem á
dundi, þótt stöku sinnum liði nokk-
ur stund milli funda. Tveimur verð-
ur nú færra, er við hittumst næst
á árlegu borðhaidi í desember.
Rafn var að mörgu leyti minnis-
verður maður. Eðlislæg greind, gott
og hlýlegt uppeldi sem og farsæl
menntun varð honum giftudijúgt í
starfi hjá sama vinnuveitanda, Pósti
og síma, í fjörutíu ár. í starfi sínu
nýttist honum vel frábær tungu-
málakunnátta, sem kom í ljós strax
í menntaskóla. Ekki siður nýttist
honum skapferlið, dásamlega jafn-
geðja og hreinn mannasættir. Hátt-
vísin brást honum heldur aldrei.
Slíkan mann var gott að blanda
geði við. Ef ég ætti ekki annars
kost en að lýsa honum í einu orði,
þá þetta: Drengskaparmaður.
Rafn var vel á sig kominn líkam-
lega. Stór og stæðilegur og yfir
honum var reisn. Dökkt yfirbragðið
framan af ævi lýsti af mildi og
hógværð. Grásprengt hárið seinni
hluta æviskeiðsins breytti engu þar
um, jók aðeins á virðuleikann.
Ekki er mér kunnugt um, að
Rafn hafi víða verið félagsbundinn
maður. Honum leiddist einfaldlega
allt félagastúss, einkum dægur-
málaþras. Hann var þó alla tíð
bundinn Knattspyrnufélaginu Val
tryggðaböndum og keppti auk þess
í handbolta í Ármanni á mennta-
skólaárum sinum.
Við Rafn áttum oft, einkum á
fyrri árum, glaðan fund saman.
Lúmsk hnyttni hans, án minnstu
meinfýsi, var óborganleg. Nutum
við gömlu vinir hans þess í ríkum
mæli. Við ótímabært brotthvarf
hans, svo og Braga Björnssonar,
þess einstaka húmorista, er ég
hræddur um, að eitthvað þyngist
yfir gamla hópnum. Flugið verði
ekki eins létt, er menn hittast, enda
aldur að færast yfir.
Skömmu eftir að Rafn kom heim
frá námi í Frakklandi, sem var hon-
um hugstæðast allra landa utan
Islands, kynntist hann eftirlifandi
eiginkonu sinni, Kristínu Guð-
mundsdóttur. í hjónabandi þeirra
reis lífshamingja hans hæst, enda
mikið jafnræði með þeim hjónum
og gagnkvæm væntumþykja. Dæt-
urnar tvær og síðar meir tengda-
synir og barnabörn innsigluðu þá
hamingju.
Þótt Rafn væri ekki margmáll
um einkahagi sína, duldist engum,
sem þekktu hann náið, hvert hugur-
inn leitaði. I erfiðum veikindum sín-
um uppskar svo Rafn eins og hann
hafði sáð, einstaka fórnfýsi, og
órofa tryggð sinna nánustu.
Við, gömlu vinir Rafns, svo og
eiginkonur okkar, drúpum nú höfði.
Hryggð okkar er mikil og sár.
Kristínu, eiginkonu Rafns, dætr-
um þeirra hjóna, svo og öðrum
nákomnum aðstandendum, votta ég
heilshugar samúð mína og óska
þeim farsældar.
Blessuð sé minning vinar míns,
Rafns Júlíussonar.
Jón P. Ragnarsson.
Góður vinur og samstarfsmaður
til margra ára er látinn. Rafn Júl-
íusson hóf störf hjá Pósti og síma
snemma árs 1957 og hafði því lok-
ið fjörutíu ára starfi þegar hann
lést 7. september sl. Starfssvið
Rafns var póstþjónustan. Fljótlega
eftir að hann hóf störf tók hann
við starfi póstmálafulltrúa en því
starfí fylgdu m.a. samningar við
erlend ríki og samskipti við alþjóða-
stofnanir og ráðuneyti. í því starfi
kom málakunnátta hans sér vel en
Rafn var góður málamaður. Hann
hafði stundað nám við Svartaskóla
(Parísarháskóla) eins og fleiri góðir
Islendingar, og kom frönskukunn-
átta hans að góðu gagni hjá Pósti
og síma. Franskan var opinbert
tungumál Alþjóðapóstsambandsins
og reyndi ef til vill meira á frönsk-
una í því sambandi áður fyrr en
nú síðustu árin. í ársbyijun 1992
var Rafn skipaður framkvæmda-
stjóri póstmálasviðs og gegndi hann
því starfi til síðustu áramóta er
Pósti og síma var breytt í hlutafé-
lag. Þá tók hann við starfi forstöðu-
manns alþjóða- og samstarfsdeildar
póstsviðs hjá hinu nýja hlutafélagi
og gegndi hann því meðan kraftar
entust.
Að sjálfsögðu hlóðust á Rafn
ýmis aukastörf sem tengdust hans
aðalstarfi. Hann átti sæti í mörgum
ráðum og nefndum um lengri eða
skemmri tíma og má þar nefna
starfsmannaráð, skólanefnd Póst-
og símaskólans, safnráð Póst- og
símaminjasafnsins og frímkeijaútg-
áfunefnd. Þá var hann ritstjóri
Nordisk Posttidskrift fyrir íslands
hönd um aldarfjórðungs skeið, en
það er rit um póstmál sem póst-
stjórnir á Norðurlöndum gefa út
sameiginlega. Einnig sat hann í
stjórn og varastjórn Alliance
Francaise um árabil.
Rafn hafði yfirgripsmikla þekk-
ingu á ýmsum sviðum, ekki aðeins
á sviði almennra póstmála heldur á
fleiri sviðum og má þar nefna frí-
merkjafræði sem ekki stendur öllum
opin. Margir leituðu ráða hjá honum
enda var hann tillögu- og úrræða-
góður.
Það er margs að minnast frá nær
fjörutíu ára samstarfi. Minningar
um ljúfan dreng, orðvaran dreng-
skaparmann, sem vann störf sín af
kostgæfni. Einnig minningar frá
góðum stundum utan hins eiginlega
vinnudags. Eitt vil ég nefna sér-
staklega. Mörg undanfarin ár höf-
um við nokkur hjón farið saman á
leiksýningar í Þjóðleikhúsinu, höfð-
um þar áskriftarkort. Við hlökkuð-
um alltaf mikið til þessara Ieikhús-
ferða og reyndum að missa ekki
af þeim. Fórum við gjarnan heim í
kaffi á eftir og þar voru málin rædd
áfram og krufin til mergjar. Mér
eru minnisstæðar hnyttnar athuga-
semdir Rafns frá þessum kvöldum.
Þegar ég heimsótti Rafn á Sjúkra-
hús Reykjavíkur, tæpri viku áður
en hann lést, bárust væntanlegar
leikhúsferðir í tal og bað hann mig
að nálgast áskriftarkortin fyrir sig.
Var það auðsótt mál að verða við
hans síðustu bón. Við Rafn förum
ekki í fleiri leikhúsferðir saman en
við Elín minnumst margra góðra
stunda á heimili þeirra Rafns og
konu hans Kristínar, frænku
minnar, fyrst á Týsgötunni og síðar
á Laugarásveginum. Þau áttu
glæsilegt heimili og voru höfðingjar
heim að sækja og gestrisin með
afbrigðum.
Að leiðarlokum kveðjum við Rafn
með þakklæti fyrir samfylgdina og
við Elín vottum Kristínu, dætrunum
Sigríði og Margréti Júlíu og öðrum
ástvinum þeirra okkar dýpstu sam-
úð og biðjum góðan Guð að styrkja
þau í sorginni.