Morgunblaðið - 16.09.1997, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 47
1
;
i
I
j
J
1
i
!
I
1
<
i
i
i
i
i
i
<
i
i
i'
BRÉF TIL BLAÐSINS
Eru kennarar
lagðir í einelti?
Framhald frá 7. september
Frá Hevdísi Pálu Pálsdóttur:
NÚ ÆTLA ég að lýsa fyrir ykkur líðan
minni og vonleysinu sem ég hef verið haldin
síðustu daga og ekki lagaðist það eftir að
hafa lesið Morgunblaðið, sunnudaginn 7.
september. Atvinnuauglýsingarnar (bls. 2E),
auglýst er eftir manneskju með viðskipta-
fræði- eða aðra sambærilega menntun. Mán-
aðarlaun 450.000.-
Lesandabréf (bls. 48), Hanna Sif skrifar
grein og spyr hvort kennarar séu lagðir í
einelti og leggur þar út af þeim launum sem
grunnskólakennarar hafa í dag (byrjunar-
laun kennara í KÍ eru u.þ.b. 78.000.-) og
hvað þeim er boðið í kjaraviðræðunum sem
nú eiga sér stað, 86.000.-. Einnig talar hún
um launamun t.d. kennara og viðskiptafræð-
inga, sem þó hafa svipað háskólanám að
baki.
Eins og áður sagði eru byrjunarlaun kenn-
ara um 78.000.-, Hanna Sif segir viðskipta-
fræðinga auðveldlega geta fengið 200.000.-
í grunnlaun og miðað við fyrrnefnda auglýs-
ingu geta þeir fengið allt að 450.000.-. Þetta
er fólk sem er með svipað nám að baki, af
hveiju er þessi ógurlegi munur? Sjálfsagt
vinna viðskiptafræðingar fyrir þeim launum
sem þeir hafa en ég tel mitt starf krefjast
mikillar ábyrgðar og ekki vera minna verð-
mætt, ef fólk vill fara út í það að tala um
verðmætasköpun. Sá efniviður sem ég er
með í höndunum daglega, nemendur mínir,
er síst minna verðmætur en verðbréfin og
allt hvað það nú er sem viðskiptafræðingar
fást við í sinni vinnu.
Ég, eins og Hanna Sif, íhuga uppsögn.
Ég, eins og Hanna Sif, er góður kennari.
Við erum mörg eins og Hanna Sif!
Ég er 26 ára, hef fyrir barni að sjá og er
að rembast við að eignast mína fyrstu íbúð.
Um síðustu mánaðamót fékk ég útborgaðar
73.000 kr. (ég er á fjórða ári í kennslu).
Það sjá það allir að þetta reikningsdæmi
gengur ekki upp en fram að þessu hef ég
þó þráast við vegna þess að ég er góður
kennari, hef margt til starfsins að leggja
og vegna þess að ég hef metnað fyrir þessu
starfi. Þessu starfí sem allir eru tilbúnir til
að lofa í áramóta- og nýársávörpum en eng-
inn virðist tilbúinn til að borga neitt fyrir.
Nei, það styttist í að ég skrifi uppsagnar-
bréfið, eins og svo margir góðir kennarar sem
telja sér ekki fært að vinna á þessum launum
og eru orðnir þreyttir á skilningsleysi fólks
á starfmu. Þetta er að gerast á sama tíma
og við erum full af metnaði fyrir þessu starfi.
Ég neita að trúa að þetta sé það sem
sveitastjórar, sveitastjórnarmenn, foreldrar
og aðrir uppalendur vilja, svo ég bið þá er
málið varðar að bæta, í raun, laun kennara
og koma í veg fyrir flóð uppsagna áður en
það verður of seint og enginn fæst til að
sinna þessu starfi. Við erum að tala um fram-
tíð barnanna okkar allra!
HERDÍS PÁLA PÁLSDÓTTIR,
Gullengi 33, Reykjavík.
Frábærir tónleikar
Vox Feminae í Austurríki
Frá Margréti Á. Halldórsdóttur:
MIG langar til að segja frá tónleik-
um sem ég sótti hér í Austurríki
fyrir stuttu. Þetta eru tónleikar sem
sönghópurinn Vox Feminae hélt hér
laugardaginn 23. ágúst sl. Vox
Feminae er eins og margir vita
hópur innan Kvennakórs Reykja-
víkur. Hópurinn var stofnaður árið
1993 af Margréti J. Pálmadóttur
og er hún jafnframt stjórnandi
hópsins. Árið 1995 hófst samvinna
kórsins, að frumkvæði Margrétar,
við Sibyl Urbancic, kennara við
Tónlistarháskólann í Vín. Hefur
Sibyl komið til íslands 2-3 sinnum
á ári síðan til að leiðbeina hópnum.
Ferðin hingað til Vínar og tónleik-
arnir voru lokapunkturinn á þessari
samvinnu. Og hvílíkur lokapunktur!
Sibyl hefur tekist að laða fram það
besta í hverri og einni og gefið
þeim sjálfstraust sem geislaði af
þeim á tónleikunum. Þessir lokatón-
leikar kórsins undir stjórn Sibylar
er hápunktur ferils þeirra hingað
til. Tónleikarnir voru haldnir í Bene-
diktínaklaustri, Stift Göttweig, sem
er í um 100 km fjarlægð frá Vín,
við borgina Krems. Umgjörð tón-
leikanna var öll hin fegursta. Þetta
klaustur var stofnað árið 1083 og
er uppi á hárri hæð með fögru út-
sýni til allra átta. Byggingarnar eru
stórar og í einni þeirra er salur sem
notaður hefur verið til tónleikahalds
sl. 3 sumur. Tónleikarnir stóðu í
tæpa tvo klukkutíma og verð ég
að segja að þeir voru alveg stórkost-
legir. Efnisskráin var mjög kröfu-
hörð, gömul og ný verk eftir austur-
ríska höfunda og verk eftir Jón
Nordal, Þorkel Sigurbjömsson,
Bám Grímsdóttur o.fl. Eftir hlé
voru sungin austurrísk og íslensk
þjóðlög. Efnisskráin var sungin án
undirleiks, af mikilli gleði og mjög
músíkalskt, öll lögin tandurhrein
og tær. Mjög gott samræmi var
milli radda og hafði stjórnandinn
einstakt lag á að laða fram fagran
samhljóm. Aðdáunarvert var hversu
hún gerði þetta á eðlilegan og
áreynslulausan hátt. Þessir tónleik-
ar voru frábærir. Það var samdóma
álit allra þeirra sem komnir voru
til að hlusta. Ég fullyrði að ef þær
halda áfram á sömu braut á Vox
Feminae áreiðanlega eftir að láta
að sér kveða í framtíðinni bæði inn-
anlands sem utan!
Konur í Vox Feminae, ég var
afar stolt af því að vera íslendingur
á tónieikum ykkar, sérstaklega ís-
lensk kona og ég óska ykkur, Mar-
gréti og Sibyl innilega til hamingju
með þessa glæsilegu tónleika.
MARGRÉT Á. HALLDÓRSDÓTTIR,
Probusgasse 18,
1190 Vín, Austurríki.
PFAFF
CANDYEAGAR
Etmfleiri heimiMstœki
Mikil verökekkun!
Mikið er um að vera. Verið velkomin, skoðið
úmlið, gerið kaup ársins. Við höldum upp á
30 ára gott samstarf PFAFF og Candy með
miklum afslætti til viðskiptavina okkar
á um 50 gerðum heimilistækja.
Hér eru nokkur dæmi:
worrAVHAR
PFA
—1 >-"'»yÉLOE
94900-
ELDAVELOFNOGUPPÞVOTIAVEL
Allt í einu tæki.
ELDAVELAR
með helluborði og ofhi.
frá47»310r
pvorrAVÉLOGÞUBwyM
69800-
‘Heimilistœkjaverslun
Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222