Morgunblaðið - 16.09.1997, Síða 49

Morgunblaðið - 16.09.1997, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 49 ÍDAG Árnað heilla Ljósmyndastúdíó Pétur Pétursson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júlí í Bústaða- kirkju af sr. Pálma Matt- híassyni Erla Dröfn Bald- ursdóttir og Jóhann Bjarni Gunnarsson. Með þeim á myndinni er sonur þeirra Arnór Orri Jó- hannsson. Heimili þeirra er í Víkurási 6, Reykjavík. Ljósmyndastúdíó Pétur Pétursson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. júlí í Fella- og Hólakirkju af sr. Hreini Hjartarsyni Sigríður Hrönn Sveinsdóttir og Guðmundur Freyr Hall- dórsson. Heimili þeirra er í Spóahólum 6, Reykjavík. Ljósmyndastúdíó Pétur Pétursson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. júlí í Bústaða- kirkju af sr. Pálma Matt- híassyni Pálína Eggerts- dóttir og Nikulás Jónsson. Þau eru búsett í Kópavogi. Ljósmyndastúdíó Pétur Pétursson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. desember í Há- teigskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Björg Jakob- ína Þráinsdóttir og Guð- mundur Torfason. Ljósmyndastúdíó Pétur Pétursson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. ágúst í Lágafells- kirkju af sr. írisi Kristjáns- dóttur Gunnar Elbert Geirsson og Ingibjörg Hlínardóttir. Þau eru bú- sett í Danmörku. Ljósmyndastúdíó Pétur Pétursson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. október í Breið- holtskirkju af sr. Sigfinni Þorleifssyni Brynja Sig- urðardóttir og Sófus Jón Björnsson. Heimili þeirra er í Dalseli 13, Reykjavík. Með morgunkaffinu NEI, góða mín. Gett ÞÚ hver ÞETTA er. MAGGA! Eigum við bolla af úraníumi? HÉR stendur: „Þar til dauðinn aðskilur ykk- ur,“ Guðríður, en ekki: „Þar til annar og betri kostur verður á vegi mínum.“ ÞÚ getur hætt öllum byggingaframkvæmd- um. Eg fann eggja- bakka. HÖGNI HREKKVÍSl o Lítar út fyrir cfá röfft'í enn, cfáýguott. STJÖRNUSPA cftir Frances Drake MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þú hefursterka útgeislun ogert maður fólksins. Ert góður málamiðlari. Hrútur ;21. mars - 19. apríl) Mundu að flas er ekki til fagnaðar. Gerðu ekkert vanhugsað í fjármálunum. Félagslífið blómstrar og þú færð ánægjulegt heimboð. Naut (20. apríl - 20. maí) Það er þér til framdráttar að hitta rétta fólkið, svo nú skiptir máli að velja og hafna, ekki geturðu verið á mörgum stöðum samtímis. Tvíburar (21. maí - 20.júní) ÆjSt Þú gætir fengið tækifæri til að ferðast og njóta menningar og lista. Þú hef- ur nóg að gera í félagslífinu og ástin blómstrar. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >“$< Láttu það ekki ergja þig, þó fólk sé ekki á sömu skoð- un og þú. Nú fer sá tími í hönd að þú getur blandað saman starfí og leik. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú færð óvæntan glaðning með póstinum. Þú þarft að vera ákveðinn til að ná þínu fram. Reyndu umfram allt að vera sparsamur. Meyja (23. ágúst - 22. september) Einblíndu á það sem máli skiptir, ekki ergja þig yfir smámunum. Þú græðir á því að hlusta á vini þína. Vog (23. sept. - 22. október) )$% Ef þú ert að glíma við erf- itt mál í vinnunni, ættirðu að fara út, anda að þér frísku lofti og slaka á, lausnin er í sjónmáli. Sporódreki (23. okt.-21.nóvember) Ef einhver pirringur er í gangi milli vina, væri ráð að fara saman út í kvöld og ræða málin í einlægni. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) $0 Að rækta skyldur sínar, þarf ekki að vera leiðinlegt. Láttu ekki reka á reiðanum heimafyrir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gætir þurft að ræða við- kvæmt mál við ættingja þinn. Sumar geitur vilja gera endurbætur á heimil- inu. Vatnsberi (20.janúar-18.febrúar) Þú gætir hleypt öllu í bál og brand, með því að vera of þijóskur. Neitaðu vini þínum ekki um aðstoð. Þú uppskerð eins og þú sáir. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) !j»( Kveikjuþráður þinn er fremur stuttur í dag og þú hleypur upp á nef þér af minnsta tilefni. Finndu hvað það er sem orsakar þetta og kipptu því í lag. Frá 15. september höfum t/id opid frá kl. 9-5 Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynd. SP-FJARMÖGNUN HF Vegmúli 3 108 Reykjavík sími 588 7200 fax 588 7201 r Norræn ráðstefna um busetulandslag í Norræna húsinu 19. og 20. september Föstudagur 19. september 9.00 Björn Bjarnason menntamálaráðherra setur ráðstefnuna. 9.15-12.00 Valdir íslenskir fyrirlesarar fjalla um vernd og friðun náttúru- og menningarminja á fslandi. 13.30-16.00 Norrænir fræðimenn og embættismenn fjalla um verndun og varðveislu búsetulandslags í nágrannalöndunum. Laugardagur 20. september 9.00-12.00 Fyrirlestrar um búsetulandslag á fslandi, íslenskar aðstæður og gildi verndunar og varðveislu. 13.00-14.00 Tengsl menningarsögu við umhverfisvernd. Greint frá samstarfi Norðurlanda. 14.00 Pallborðsumræður. 16.00 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri slítur ráðstefnunni. Sunnudaginn 21. september gefst þátttakendum kostur á því að fara í skoðunar- ferð til Þingvalla, um Eyrarbakka og Krýsuvík. Fyrirlestrar verða fluttir á norrænu máli eða ensku og er ráðstefnan opin áhugafólki um vörslu og verndun búsetulandslags. Þátttaka tilkynnist í síma 552 8888 og 553 2906 þar sem eru veittar nánari upplýsingar. Þátttökugjald er kr. 5.000,- Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Nesstofusafn og Norræna húsið. Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur óskar hér með eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum. Styrkurinn er að upphæð kr. 600.000 og veitist þegar á þessu ári tveimur ungum, efnilegum myndlistarmönnum. Eftirfarandi upplýsingar og gögn þurfa að fylgja umsóknum: Nafn umsækjanda, kennitala, heimlisfang og símanúmer, þrjár til fimm ljósmyndir eða litskyggnur af verkum umsækjanda ásamt ítarlegum náms- og listferli. Umsóknir merktar Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur sendist fyrir 15. október til Listasafns fslands, P.O. box 668, 121 Reykjavik. í dómnefnd sitja: Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafns íslands, s. 562 1000, Björp Atla, SÍM, s. 551 7706 og Halldór Runólfsson, MHI, s. 551 0131.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.