Morgunblaðið - 16.09.1997, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 16.09.1997, Qupperneq 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ íjp ÞJÓÐLEIKHÚSB sími 551 1200 Stóra sóiðið kf. 20.00: ÞRJÁR SYSTUR - Anton Tsjekhof Frumsýning fös. 19/9 kl. 20 örfá sæti laus — 2. sýn. lau. 20/9 nokkur sæti laus — 3. sýn. sun. 21/9 nokkur sæti laus — 4. sýn. fim. 25/9 nokkur sæti laus — 5. sýn. sun. 28/9 — nokkur sæti laus. FIÐLARINN Á ÞAKINU - Bock/Stein/Harnick Fös. 26/9 — lau. 27/9 nokkur sæti laus. Litla sóiðið kl. 20.30: LISTAVERKIÐ - Yasmina Reza Fös. 26/9 nokkur sæti laus — lau. 27/9 nokkur sæti laus. SALA ÁSKRIFTARKORTA STENDUR YFIR Innifalið í áskriftarkorti eru 6 sýningar 5 súninqar á Stóra sóiðinu: ÞRJÁR SYSTUR - GRANDAVEGUR 7 - HAMLET - ÓSKASTJARNAN - KRITARHRINGURINN I KAKASUS 1 eftirtalinna súninga að eigin Oali: LISTAVERKip - KRABBASVALIRNAR - POPPKORN - VORKVÖLD MEÐ KROKODILUM - GAMANSAMI HARMLEIKURINN - KAFFI - MEIRI GAURAGANGUR Miðasalan er opín alla daga i september kl. 13-20 Símapantanir frá kl. 10 virka daga. BEIN ÚTSENDING 2. sýn. lau. 20. sept. sun. 28. sept. kl. 14 sun. 5. okt. kl. 14 Takmarkaður sýningafjöldi fös. 19.9 kl. 23.30 uppselt mið. 24. sept. örfá sæti laus Ath. aðeins örfáar sýningar. Loftkastalinn, Seljavegi 2. Miðasala s. 552 3000, fax 562 6775 Miðasalan opin frá 10:00—18:00 I (S L E N S K U Ú P E R U N NI Lau. 20/9 kl. 20.00 Allra síðasta sýning. Ósóttar miðapantanir seldar í dag. Ath. 2 fyrir 1 á Steikhús Argentínu fylgir hverjum miða. m BS5S1 lll'l'IVÍIIHIIIIII llll Hlllllllllllllllllll í HÍMII liíil 1475 Takmarkaður sýningarfjöldi. Miðasala í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, Skólavörðustíg 15, sími 552 4600. ■ffivnEE-mqi1 u 111 n ■ SÍMSVARI í SKEMMTIHÚSINU ALLAN SÓLARHRINGINN FESTINGAJÁRN p ■ ■ OG KAMBSAUMUR Þýsk gæðavara — traustari festing HVERGI MEIRA ÚRVAL Ármúla 29 - 108 Reykjavík - símar 553 8640 og 568 61OO FÓLK í FRÉTTUM Welles, Kane, og Hollywoodsagnfræði ORSON Welles og kvikmyndatökumaðurinn Gregg Todd, sem átti stóran þátt í frumlegu útliti „Citizen Kane“, stilla saman strengi sína. ORS0N Welles lét hafa eftir sér á síðari hluta ævi sinnar að hann yrði örugglega aftur söluvara í Hollywood. Eftir að hann lauk „Touch of Evil“ fyrir Universal árið 1958 tókst honum ekki að fá kvikmyndaverin í Hollywood til þess að fjármagna hugmyndir sínar í þau 27 ár sem hann átti eftir ólifað. Nú virðist spá Welles vera að rætast. Tvö hand- rita hans, „The Brass Ring“ og „The Dreamers", eru komin í vinnslu hjá tveimur sjálfstæðum fram- leiðendum og í Hollywood eru tvær kvikmyndir, þar sem Welles er aðalpersónan, í undirbúningi. Athyglin hefur mest beinst að „RKO 281“, hand- riti sem John Logan skrifaði og tekur fyrir átökin á milli Welles og fjölmiðlakonungsins Williams Ran- dolphs Hearst þegar sá fyrrnefndi vann að gerð „Citizen Kane“. Handritið er í eigu kvikmyndafyrir- tækis þeirra Scott-bræðra, Ridleys og Tonys, og ætlaði Ridley upphaflega að leikstýra. Nú er staðan sú að handritið er leikstjóralaust og verið er að leita að aðilum til að fjármagna verkið. Þrátt fyrir að brösuglega gangi að koma „RKO 281“ í vinnslu hafa margir þekktir leikarar sýnt myndinni áhuga. Sagt er að bæði Marlon Brando og Gene Hackman vilji leika Hearst, Edward Norton Welles sjálfan, Madonna ástkonu Hearsts, leikkon- una Marion Davies, Dustin Hoffman handritshöf- undinn Herman J. Mankiewicz, og Bette Midler slúð- urdálkahöfundinn Louellu Parson. Ef allt þetta lið verður innanbprðs er greinilegt að stefnt er að gerð alvarlegrar Óskarsverðlauna- myndar. Galdurinn verður þó að heilla gagnrýnend- ur sem hafa sett Welles á stall og telja flestir að þeir séu sérfræðingar í öllu sem viðkemur kvikmynd- um goðsins. Ef „RKO 281“ slær feilnótu þá er víst að gagnrýnendur eiga eftir að hakka myndina í sig. Illgjarn Welles Aðalgagnrýnandi Daily Varíety, Todd McCarthy, hefur fengið að lesa handritið yfir og varar aðstand- endur myndarinnar við því að nokkur atriði eigi örugglega eftir að fara fyrir brjóstið á kvikmynda- sagnfræðingum. Welles og Mankiewicz séu t.d. látnir fá hugmyndina að „Citizen Kane“ þar sem þeir sitji í glæsiboði heima hjá Hearst. Hið rétta í málinu er að Wel- les var aldrei boðið til San Simeon, íburðarmikilla hýbýla Hearsts, sem er fyrirmyndin að Xanadu í myndinni. Samkvæmt McCarthy er miklu púðri eytt í að láta Welles reyna að koma í veg fyrir að Mankiewicz fái hluta af heiðrinum fyrir handritið að „Citizen Kane“. MacCarty viðurkennir að smá átök hafi orðið um þetta á milli þeirra fé- laga en handrit Logan liti afstöðu Welles alltof dökk- um litum. Annað atriði segir McCarthy hreinlega vera hlægilegt. í handritinu eru allir stórlaxar Holly- wood, Mayer, Zanuck, Disney, Warner, Cohn, og Goldwyn, látnir setjast niður á fundi og reyna að fá Selznick ofan af því að dreifa myndinni. Sam- kvæmt sögunni reyndi Mayer að kaupa „Citizen Kane“ af RKO með það í huga að eyðileggja hana en handritshöfundinum fannst það greinilega ekki nógu krassandi og ákvað að koma á átakafundi í staðinn. McCarthy endar umfjöllun sína með því að segja að auðvitað taki höfundar sér alltaf skáldaleyfi þeg- ar þeir fjalli um liðna atburði en handrit Logan gangi of oft í bága við þá sögu sem aðdáendur Welles þekkja til þess að þeir geti samþykkt það. Hann ráðleggur því Scott-bræðrum að setjast niður með Logan og endurskoða handritið áður en þeir fara af stað í tökur. Galdurinn verður þó að heilla gagnrýn- endursem hafa sett Welles á stall BÍÓIN í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Sveinbjarnardóttir BÍÓBORGIN Face off ★ ★ k'A Slíkur er atgangurinn í nýjasta trylli Woos að hann ætti að vera auðkennd- ur háspenna/lífshætta. Góð saga til grundvallar æsilegri og frumlegri at- burðarás frá upphafi til enda. Vel leik- in, forvitnilegir aukaleikarar, mögnuð framvinda en ekki laus við væmni undir lokin sem eru langdregin og nánast eini ljóðurinn á frábærri en ofbeldisfullri skemmtun. Hefðarfrúin og umrenningurinn k k k Hugljúf teiknimynd frá Disney um rómantískt hundalíf. Prýðileg afþrey- ing fyrir alla fjölskylduna sem ber aldurinn vel, var frumsýnd árið 1955. Grosse Pointe Blank kkk'/i Þétt og vönduð skemmtun í dekkri kantinum þar sem söguhetjan (Cusack) er leigumorðingi sem heldur til heimaborgarinnar til að hitta æsku- ástina sína og dæla blýi í nýjasta fóm- arlambið. Yndislega kaldhæðin, vel leikin og skrifuð. í hæsta máta óvenju- leg enda gerð af frumlegri hugsun sem er fágæt í Hollywood. Batman og Robin * Sjá Sambíóin, Álfabakka. Yktir endurfundir * Ykt og klúðursleg gamanmynd. Lisa Kudrow og Mira Sorvino eru mjög mistækar. SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA Breakdown kkk Pottþétt spennumynd í flesta staði með óslitinni afbragðs framvindu, fag- mannlegu jrfirbragði, fínum leik og mikilfenglegu umhverfi. Face/Off k + k'A Sjá Bióborgina. Hefðarfrúin og umrenningurinn ★ ★ ★ Sjá Bíóborgina. Blossi ★★★ Blossi er köld mynd. Hún er gerð úr mörgum sterkum þáttum en cnertir áhorfanda mjög lítið. Myndin er engu að síður áhugavert framlag til ís- lenskrar kvikmyndagerðar. Hefðarfrúin og umrenningurinn ★ ★ ★ Sjá Bióborgina. Addicted to Love ★ k'A Óvenjuleg og öðruvísi ástarsaga sem á sínar góðu, gamansömu stundir. Engu að tapa ★★ Tim Robbins og Martin Lawrence tekst að skemmta áhorfendum ágæt- lega í ófrumlegri gamanmynd um vin- skap ólíkra félaga. Speed 2 ★★ Framhaldið kemst ekki með stefnið þar sem Speed hafði stuðarana. Batman & Robin ★ Leðurblökumaðurinn flýgur lágt í fjórða innlegginu um ævintýri hans. Eini leikarinn sem virkilega nýtur sín er Uma Thurman sem náttúruverndar- sinni. George Clooney er hreint út sagt vonlaus í aðalhlutverkinu. Menn í svörtu ★ ★ ★ ’/2 Sumarhasar sem stendur við öll loforð um grín og geimverur. Smith og Jon- es eru svalir og töff og D’Onofrio fer skelfilegum hamförum. Frumskógafjör ★ ★ Endurgerð á franskri gamanmynd sem hefði heppnst ef hún hefði verið um allt annað en lítinn indjánastrák í heimsókn í stórborginni. HÁSKÓLABÍÓ Þegar við vorum kóngar Frábær heimildarmynd um heims- meistarakeppnina í hnefaleikum í Zaír ’74 milli Foremans og Alis. Gamla „fiðrildið" í essinu sínu. Skuggar fortíðar ★ ★ Myndin er byggð á raunverulegum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.