Morgunblaðið - 16.09.1997, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
3
Glugginn Lausavegi 60 sími 551 2854.
Stóll aida
Mörkinni 3, sími 588 0640
casa@treknet.is
GRAM Á GJAFVERÐI
BJÓÐUM 20 GERÐIR GRAM KÆLISKÁPA
KÆLISKAPUR
GERÐ KF-265
H: 146,5 cm.
B: 55,0 cm.
D: 60,1 cm.
Kælir: 197 1.
Frystir: 55
TILBOÐ
Aðeins kr.
54.990,- stgr.
^onix
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
Gæðahirslur á besta verði.
Fagleg ráðgjöf - góð þjónusta.
Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100
Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100
FÓLK í FRÉTTUM
MICHAEL Richards fékk verð-
laun fyrir aukahlutverk sem
hinn ruglaði Kramer í þættin-
um „Seinfeld".
LEIKKONAN Alfre
Woodard og leikarinn
Lawrence Fishburn
fengu verðlaun fyrir leik
sinn í sjónvarpsmyndinni
„Miss Evers’ Boys“.
Kork*o*Plast
Uppskeruhátíð
sj ónvarpsþátta
t>. ÞORGRÍMSSON & CO
ARMULA 29 • PÓSTHOLF 8360 • 128 REYKJAVÍK
SIMI 553 8640 568 6100
PARIÐ Ellen DeGeneres og Ann Heche komu á hátíð-
ina ásamt foreldrum Ellenar en í miðjunni sést í mót-
leikkonu Ellenar, Joely Fisher.
DENNIS Franz fékk koss
frá eiginkonu sinni og
dóttur þegar hann var
valinn besti leikarinn
fyrir leik sinn í „NYPD
Blue“.
KORK-gólfflisar
með vinyl-plast áferð
Kork*oPlast:
/ 20 gerðum
Kork O Floor
er ekkert annad en
hið viðurkennda
Kork O Plast, límt á
þéttpressaðar
viðartrefjaplötur,
kantar með nót og gróp.
UNDIRLAGSKORK I ÞfíEMUR ÞYKKTUM.
VEGGTÖFLUKORKPLÖTURI ÞREMUfí ÞYKKTUM.
KORK-PARKETT, VENJULEGTITVEIMUR ÞYKKTUM.
HELEN Hunt
fékk Emrny-
verðlaunin í
annað sinn
sem besta leik-
konan í gaman-
þáttunum „Mad
About You“
sem voru sýndir
á Stöð 3.
Kristen Johnston var
ánægð með sín
fyrstu Emmy-verð-
laun sem hún fékk
fyrir aukahlutverk
í geimveruþátt-
unum „3rd
Rock From
the Sun“.
athugavert við sig af því þeir eru
samkynhneigðir. Látið engan vekja
hjá ykkur skömm íyrir að vera það
sem þið eruð,“ sagði Ellen á Emmy-
verðlaunahátíðinni.
Fjölmiðlar gagnrýndir
A verðlaunahátíðinni varð
stjörnunum í Hollywood tíðrætt
um hinn mikla ágang fjölmiðla í
kjölfar dauða Díönu prinsessu.
Þetta var fyrsti stórviðburður-
iim í glysborginni síðan hið
hörmulega slys átti sér stað í
París fyrir rúmum tveimur
vikum.
„Það verða að vera mörk á
milli þess hvað er opinbert
mál og hvað er einkamál,"
sagði breska leikkonan
Tracey Ullmann þegar hún
tók við verðlaunum sínum
fyrir þáttinn „Tracey Takes
On...“. „Núna erum við hér
og það er fínt. En ef þið vilj-
ið taka myndir af kynfærum
Brad Pitts við heimili hans þá
ætti það að vera ólöglegt," bætti
Tracey við.
Leik- og söngkonau Bette Midler
fékk verðlaun fyrir tónlistarþáttinn
„Bette Midler: Diva Las Vegas“ og
notaði hún einnig tækifærið til að
tjá sig um málið. „Það er svo margt
sem við getum lært af þessu. Ég
vona að fólk geri sér grein fyrir því
að það er fólkið sjálft sem kaupir
slúðurblöðin og að það hefur öll
spilin í hendi sér,“ sagði Bette
Midler.
Ekki vilja allir skella skuldinni á
fjölmiðlana þegar nöpur samskipti
stjarnanna og svokallaðra „pappar-
azzi“ eru rædd. „Ég held að þetta
fólk njóti svona mikillar frægðar
vegna fjölmiðlanna og ef þeirra
nyti ekki við gætu stjörnunar ekki
krafist þeirra launa sem þær gera,“
sagði Amy Grey, framkvæmdastjóri
Dish Communications sem er kynn-
ingarfyrirtæki í Hollywwod.
Allir voru sammála um að vel
hefði verið staðið að verðlaunahá-
tíðinni og voru skilríki allra 140
ljósmyndaranna könnuð gaumgæfi-
lega. Mikil öryggisgæsla var á
svæðinu og engin meiriháttar
óhöpp voru tilkynnt.
Emmy
verðlaunin
SJÓNVARPSSTÖÐIN NBC var sig-
urvegari kvöldsins þegar Emmy-
verðlaunahátíðin var haldin í 49.
sinn í Pasadena í Kaliforníu siðasta
sunnudag. Þættir stöðvarinnar,
þeirra á meðal „Seinfeld", „Frasi-
er“, „3rd Rock From the Sun“ og
„Mad About You“, fengu samtals 24
verðlaun. Það vakti athygli að eng-
inn leikara læknaþáttarins „ER“
fékk Emmy-verðlaun að þessu sinni
en þátturinn var samtals tilnefndur
til um tuttugu verðlauna.
„Frasier" vinsælastur
Þátturinn um geðlækninn „Frasi-
er“ var valinn sá besti Jjórða árið í
röð en leikarinn John Lithgow úr
þættinum
„3rd Rock
From the
Sun“ var val-
inn besti gam-
anleikarinn. Leikkonan Helen Hunt
úr þættinum „Mad About You“ fékk
verðlaunin sem besta gamanleik-
konan en hún lék meðal annars í
spemiumyndínni „Twister" fyrir
nokkru. Michael Richards sem leik-
ur ruglaða vininn í „Seinfeld" fékk
verðlaun sem besti gamanleikarinn
í aukahlutverki og leikkonan Krist-
en Johnston úr geimveruþættinum
„3rd Rock From the Sun“ var valin
besta gamanleikkonan í aukahlut-
verki og fékk þar með sín fyrstu
Emmy-verðlaun.
„Law and Order“ vinsælt á ný
I flokki dramatískra þátta var
„Law and Order“ valinn besti þátt-
urinn en talsvert hefur verið um
leikaraskipti siðaii þættirnir hófu
göngu sína. Enginn aðalleikaranna
úr fyrstu þáttunum er enn til staðar
en framleiðendurnir misstu ekki
móðinn og hafa náð athygli áhorf-
enda á ný. Gillian Anderson úr „X-
Files“ þáttunum fékk verðlaun sem
besta leikkonan. Dennis Franz sem
leikur lögreglumarininn Sippowitch
í „NYPD Blue“ var valinn besti
leikarinn þriðja árið í röð. Mótleik-
kona hans í þáttunum, Kim Delan-
ey, sem Ieikur löreglukonuna Diane
Russel var valin besta leikkonan í
aukahlutverki. Verðlaunin fyrir
bestan leik í aukahlutverki dramat-
ískra þátta fékk leikarinn Hector
Elizondo úr læknaþáttunum
„Chicago Hope“. Það var í fyrsta
sinn sem Kim Delaney og Hector
Elizondo fengu Emmy-verðlaun en
þættir þeirra beggja hafa notið
mikilla vinsælda undanfarin ár.
Samkynhneigð Ellenar
Gamanleikkonan Ellen DeGener-
es tók við verðlaunum fyrir bestu
handritin sem þáttur hennar
„Ellen“ hlaut að þessu sinni. Þátt-
urinn fékk mikla umfjöllun og vakti
athygli þegar söguhetjan Ellen var
látin „koma út úr skápnum" og lýsti
því yfir að hún væri samkynhneigð.
Þegar EUen DeGeneres tók við
verðlaunum sínum vísaði hún í hina
ffægu opinberun á kynhneigð per-
sónunnar sem hún leikur í þáttun-
um og sinnar eigin. „Ég veiti þess-
um verðlaunum viðtöku fyrir hönd
allra þeirra, og þá sérstaklega ung-
iinga, sem halda að það sé eitthvað