Morgunblaðið - 16.09.1997, Side 53

Morgunblaðið - 16.09.1997, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 53 FÓLK í FRÉTTUM Mickey Jupp Kærkomið frelsi n Sva reunblaðið/j6. MICKEY Jupp í einni af heimsóknum sínum hingaö til lands. BRESKI tónlistarmaður- inn og lagasmiðurinn Mickey Jupp, sem samið hefur óteljandi lög fyrir ólíka listamenn, hefur tekið ástfóstri við ísland síðan hann kom hingað til tónleikahalds fyrir nokkrum árum. Síðan hefur Jupp komið hingað reglulega, yfirleitt til að spila en einnig til að slaka á og dveljast með vinum sínum sem eru orðnir þónokkrir. Enn er Jupp væntanlegur í heimsókn, að þessu sinni til tónleikahalds og leikur í kvöld með Björgvini Gísla- 0 syni og félögum. Mickey Jupp segir að það að koma til íslands sé kærkomin leið til að heimsækja stað á jörð- inni sem hann kunni vel við og um leið að spila rokk. „Ég á orð- ið góða vini á íslandi, en þetta er fimmta heimsókn mín hingað. Ég hef alltaf spilað í ferðunum utan einu sinni fyrir tveimur ár- um að ég kom hingað í vikufrí. Reyndar eru þessar heimsóknir mínar hingað alltaf hálfgert frí, það líður yfirleitt svolítill tími á milli þess sem ég spila og því hef ég góðan tíma til að slaka á og skoða mig um.“ Mickey Jupp segir að fyrst þegar hann kom hingað hafi hann farið hringinn og leikið víða, en hann kunni þó best við sig í Reykjavík. „Það er kostur að vera á sama staðnum þegar aldurinn færist yfir mann,“ segir hann og hlær við. Að þessu sinni leikur Jupp með Björgvini Gíslasyni og fé- lögum, en hann hefur áður leikið með Björgvini og segist hlakka til að leika með honum aftur. „Ég þekki aftur á móti ekki til hinna hljóðfæraleikaranna en þar sem þeir leika reglulega með Björgvini tel ég víst að þeir séu góðir.“ Jupp segist hafa í hyggju að frumflytja einhver lög hér að þessu sinni en hann segist þó engu lofa. „Ég er með nokkur lög í fórum mínum sem mig langar til að prufukeyra en ég veit ekki hvernig fer. Það á eftir að sjá hvernig rætist úr þeim á æfingum og hvort okkur finnist þau ganga upp. Dagskráin verð- ur áþekk því sem ég flutti síðast þegar ég var hérna, en ég hef ekki leikið ný lög á sviði í nokkur ár og mig langar því til að gá hvort það gangi upp. Þau eru aftur á móti ný fyrir mér og því veit ég ekki almennilega hvernig þau hljóma." Mickey Jupp hefur starfað sem lagasmiður í mörg ár og verið samningsbundinn til að semja reglulega lög sem aðrir hafa síðan flutt. Hann er nú laus undan þeim samningi, segist hafa ákveðið að láta hann renna út og taka sér smáfrí frá laga- smíðunum. „Ég er reyndar að semja þrjú lög sem stendur, gef þeim ekki nema 20 mínútur á dag hverju og tek það rólega sem er góð tilbreyting. Síðustu 30 ár hef ég verið meira og minna samningsbundinn sem lagasmiður og frábært að njóta frelsisins. Ég er með tilboð frá tveimur fyrirtækjum sem vilja ráða mig í fasta vinnu, en ég ákvað að taka mér smáfrí og þarf ekki að svara þeim fyrr en ég kem heim frá íslandi, þannig að kannski eru þetta síðustu frí- dagamir í bili.“ Mickey Jupp leikur með hljómsveitinni Vestanhafs og Jens Hanssyni saxófónleikara í kvöld og annað kvöld á Gauki á Breski tónlistarmaður- inn og lagasmiðurinn Miekey Jupp er tíður gestur hér á landi. Hann er kominn hingað í fímmta sinn og mun spila á Gauk á Stöng í kvöld og annað kvöld. M0RSE stýri og stjórnbúnaður Stjórntæki fyrir vélar, gíra, spil o.fl. Mikið úrval fyrir allar véla- tegundir og bátagerðir. Flestar lengdir og sverleikar af börkum. Viðurkennt vörumerki, hagstætt verð. Sendum hvert á land sem er. VÉLASALAN EHF. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 552 6122. Tónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 18. september kl. 20:00 Hljómsveitarstjóri: B Tommy Andersson Einleikari: Sigrún Ebvaldsdóttir johannes Brahms: Serenada op. 16 Franz Schubert: Rosamunda, forl. Piotr Tchaikovsky: Fi&lukonsert Sinfóníuhljómsveit íslands Háskólabíói vib Hagatorg Sími: 562 2255 Fax: 562 4475 Veffang: www.sinfonia.is Miöasala á skrifstofu hljómsveitarinnar og viö innganginn HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ 71 Viltu auka afköst í starfi með margföldun á lestrarhraða? 51 Viltu bjarga næstu prófiun með glæsibrag? ^ Viltu njóta þess að lesa mikið af góðum bókum? Ef svar þitt er jákvætt skaltu skrá þig strax á næsta hrað- lestramámskeið sem hefst þriðjudaginn 30. september. Skráning er í síma 564-2100. HFt^ÐLESTTRARSKÓLJNN Gagnfræðingar Ingimarsskólans 1947 Samkoman, vegna 50 ára afmælisins, verður 3. október 1997. Bréf verða póstlögð einhvern næstu daga. N íumannanefndin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.