Morgunblaðið - 25.09.1997, Side 1

Morgunblaðið - 25.09.1997, Side 1
80 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 217. TBL. 85. ÁEG. FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Franskir ljósmyndar- ar mótmæla UM 75 franskir fréttaljósniyndarar efndu til mótmæla við Elysee-höll í París í gær vegna máls starfs- bræðra sinna, sem eiga yfir höfði sér ákærur fyrir manndráp vegna bílslyssins sem varð Díönu Breta- prinsessu að bana 31. ágúst. Ljós- myndararnir lögðu niður ljós- myndavélar sínar og blaðamanna- skírteini og stóðu í tveimur röðum við aðaldyr hallarinnar þegar ráð- herrar frönsku sljórnarinnar gengu þaðan af mikilvægum fundi um fjárlög næsta árs. Níu ljósmyndarar eiga yfir höfði sér ákærur fyrir að hafa stuðlað að dauða Díönu prinsessu, vins hennar Dodis A1 Fayeds og bflstjóra þeirra með því að veita þeim eftirför. Þeir hafa einnig verið sakaðir um að hafa tekið myndir af fórnarlömbum slyssins í stað þess að koma þeim til hjálpar. Starfsbræður þeirra afhentu ráð- herrunum yfirlýsingu þar sem þeir mótmæltu þeirri ákvörðun dómara, sem rannsakar málið, að leggja hald á blaðamannaskírteini tveggja af sakborningunum. Ljósmyndar- arnir sögðu það einsdæmi í Frakk- landi eftir síðari heimsstyrjöld að gripið sé til slíkra aðgerða og sögð- ust vera að verja prentfrelsið í landinu. -------------- Nóra sækir Ím • 1 ' f j v: | H 8111 11) 1 .1: Reuter Aldursbil ræður kyni frumburðar London. Reuter. MIKLU meiri líkur eru á að frumburður konu sem giftist sér miklu eldri manni verði sveinbarn en stúlka, sam- kvæmt niðurstöðum vísinda- rannsókna við líffræðideild Liverpool-háskólans í Bret- landi. Þessi þumalputtaregla á hins vegar ekki við um seinni böm og segja vísindamenn engin tök á að útskýra hvers vegna. Þeir hafa komist að því að sé eiginmaður meira en fimm árum eldri en konan verði fyrsta barn þeirra undantekn- ingalítið drengur. Sé aldurs- munur hjóna hins vegar minni verður framburðurinn oftast stúlka. Óvænt vopnahlésyfírlýsing hersveitar alsírskra strangtrúarmanna Kveikir veikar vonir um að morðöldu linni í Alsír Frásagnir ríkisfjölmiðla benda til að stjórnin fallist á vopnahléð í sig veðrið Tijuana. Reuter. FELLIBYLURINN Nóra sækir ört í sig veðrið og nálgast Mexíkó með þeim afleiðingum, að Mexíkan- ar streymdu í neyðarskýli í gær. í gær var Nóra 400 km úti á Kyrrahafi og stefndi á Baja-skag- ann. Talið var að veðrið myndi ganga inn yfir Kaliforníu og Arizona og yrði það í fyrsta sinn sem fellibylur fer inn yfir Kaliforn- íu. Búast má við miklu tjóni af völd- um hans. París, New York. Reuter. EINHLIÐA vopnahlésyíh'lýsing frelsishers íslams (AIS), herskárr- ar hryðjuverkasveitar í Alsír, í gær kveikir veikar vonir um að morð- öldunni í landinu muni ljúka, að mati erlendra stjórnarerindreka og fréttaskýrenda. A sama tíma og yf- irlýsingin var gefin jörðuðu harmi slegnir aðstandendur 85 fómar- lömb fjöldamorðs í Baraki á mánu- dagskvöld. Ríkisfjölmiðlar Alsírs, sem lúta strangri ritskoðun af hálfu stjórn- valda, fjölluðu mikið og ítarlega um vopnahléstilkynningu AIS, en allt frá því þau hófu vopnaða baráttu við stjórnvöld snemma árs 1992 hefur samtökum strangtrúar- manna verið úthýst með öllu úr þeim. Var það túlkað sem yfirvöld hefðu samþykkt vopnahléð, en samkvæmt tilkynningunni kemur það til framkvæmda 1. október nk. Stjómmálaskýrendur telja litlar líkur á að blóðbaðið stöðvist þegar í stað þar sem fjöldamorðið á mánu- dagskvöld og morð á 98 manns í ágústlok era skrifuð á íslömsku herdeildina (GIA) sem þykir mun vægðarlausari en AIS. Yfirlýsingin er miklu fremur tal- in hafa gildi þegar til lengri tíma er litið. Áhrif hennar fari og eftir því hvort ríkisstjórn landsins taki einhuga undir hana. Hermt er að ágreiningur ríki meðal alsírska leiðtoga um hvemig bragðist skuli við. Sumir þeima séu reiðubúnir að semja við íslamska strangtrúar- menn en aðrir telji einu leiðina að uppræta þá með því að ganga milli bols og höfuðs á þeim. Stæði stjórnin einhuga gæti það leitt til þess að hófsamir íslamstrúarmenn og hófsamir stjórnarleiðtogar tækju saman höndum og einangr- uðu öfgamenn. Bretar ósáttir með refsingu hjúkrunarkvenna í Saudi-Arabíu 500 vandarhögg og átta ára fangelsisvist Jamcstown. Dubai. Reuter. HÁTTSETTIR embættismenn sögðu að saudi-arabísk stjórnvöld myndu ekki láta undan þrýstingi Breta um að tveimur breskum hjúkranarkonum, sem fundnar hafa verið sekar um morð og fleiri glæpi, yrði sýnd vægð. Benti flest til að í uppsiglingu kynni að vera milliríkjadeila Breta og Saudi- Arabíu vegna málsins. Samið um mildun Onnur hjúkrunarkonan, Lucille McLauchlan, hefur verið dæmd til húðstrýkingar og fangelsisvistar. Lögmaður stöllu hennar, Deborah Parry, sagði að samið hefði verið við bróður fómarlambsins, ástr- alskrar hjúkrunarkonu, um að hann félli frá kröfu um þyngstu refsingu, þ.e. dauðadóm. Pai’ry var fundin sek um morðið á hjúkranarkonunni Yvonne Gil- ford í desember sl. en ekki liggur fyrir hvenær refsing hennar verð- ur ákveðin. I iyrradag var úrskurð- að að McLauchlan skyldi þola 500 vandarhögg og sæta að auki átta ára fangavist. Hún var fundin sek um að hafa aðstoðað Perry við morðið á Gilford. Fannst hún látin í herbergi sínu í Dhahran þar sem konurnar þrjár unnu. Hún hafði verið stungin 13 sinnum auk þess sem hún hafði fengið þungt höfuð- högg og verið kæfð. Eftir að dómur var kveðinn upp yfir McLauchlan sagði Frank Gil- ford, bróðir Yvonne Gilford, að það væri léttir að þurfa ekki að ákvarða refsingu hennar en samkvæmt saudí-arabískum lögum er það í höndum fjölskyldu fómarlambsins að krefjast annaðhvort dauðadóms eða svokallaðra blóðpeninga af dæmdum morðingjum ættingja sinna. Óviðunandi nútimafólki Robin Cook, utanríkisráðherra Breta, sagði refsingu McLauchlan með öllu óviðunandi í samfélagi nú- tímamanna og kvaðst myndu taka málið upp við saudi-arabískan starfsbróður sinn í New York á jnorgun. pionn Reuter Vegtálmi á V esturbakkanum ÍSRAELSKIR landamæraverðir settu upp vegatálma í útjaðri bæj- arins Asira al-Shamaliya á Vestur- bakkanum í gær. ísraelar greindu frá því að fjórir af fimm tilræðis- mönnum, er orðið hafa alls 20 ísraelum að bana í tveim sprengju- tilræðum í Jerúsalem, hafi komið frá Asira sem er skammt frá borg- inni Nablus. ■ Tilræðismenn/22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.