Morgunblaðið - 25.09.1997, Síða 4

Morgunblaðið - 25.09.1997, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997______________________ FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX LAND- og Holtamenn hafa verið við smölun frá því á laugardag og rétta í dag í Áfangagili á Landmannaleið. Myndin var tekin í Jökulgili í Landmannalaugum. Endurbætur á skipa- flota Mecklenburger Hochseefischerei Selja einn af 5 tog- urum til Rússlands GENGIÐ hefur verið frá sölu á togaranum Bootes, einum af fimm togurum Mecklenbur- ger Hochseefischerei (MHF), dótturfyrirtækis Útgerðarfé- lags Akureyringa hf. í Þýska- landi, til Rússlands og verður skipið afhent í næsta mánuði. Að sögn Guðbrands Sig- urðssonar, framkvæmdastjóra ÚA, er stefnt að því að fyrir- tækið verði með fjögur skip í rekstri á næstunni. Hann sagði aðspurður að MHF ætti ekki við fjárhagsörðugleika að stríða en þau skip sem fyrir- tækið gerir út séu að ýmsu leyti óheppileg og því hafi ver- ið ákveðið að ráðast í þessar endurbætur. „Við sjáum okkur ekki fært alveg á næstunni að endurnýja þessi skip. Við telj- um það góðan millileik að fækka um eitt skip og nota þá fjármuni sem við fáum út úr sölunni til þess að endur- bæta tvö þeirra skipa sem fyr- ir eru,“ segir hann. Óvanalega góð veiði að undanfömu Þegar hafa verið gerðar umtalsverðar endurbætur á togaranum Eridanus, skipt um millidekk og bætt við frysti- geymslu í skipið. Til stendur að endurbæta togvindur i skip- inu til að sérhæfa það til veiða í Barentshafi, að sögn Guð- brands. Einnig verða gerðar endurbætur á togvindum á öðrum togara fyrirtækisins, sem stundað hefur grálúðu- veiðar, með góðum árangri, að sögn hans. Stjórnendur fýr- irtækisins gera ráð fyrir að tveir togarar verði áfram á hefbundnum úthafskarfaveið- um. Veiðin þokkaleg Útgerð MHF hefur gengið þokkalega að undanfömu. „Veiðin var þokkaleg í júlí en fór niður í ágúst. Það sem af er september hefur verið óvanalega góð veiði miðað við sömu mánuði á undangengn- um árum,“ segir Guðbrandur. ÁLFHILDUR Ólafsdóttir, hjá Upplýsingaþjónustu landbúnað- arins, segir ýmislegt benda til þess að fallþungi dilka verði ívið minni í haust en í fyrrahaust. Fallþungi í fyrra var tæplega 15 kíló sem er yfir meðaltali síðustu ára. Sauðfjárslátrun er komin í fullan gang, en auk þess var talsvert slátrað í sumar. Álfhild- Fallþungi dilka minni ur sagðist ekki hafa ítarlegar upplýsingar um fallþunga og hafa þyrfti í huga að frá mörg- um bæjum væri ekkert byijað að slátra. Hún sagði hins vegar að ýmislegt benti til að fallþungi á Suðurlandi yrði heldur minni í ár en í fyrra. Hins vegar bær- ust þær fréttir af norðanverðu landinu að lömbin væru síst létt- ari þar en í fyrra. Vorið hefði verið kalt og þess vegna hefði spretta á afrétti verið seinna á ferðinni en venjulega. Breytingar á póst- flutningum hafa áhrif Forsendur fyrir flutn- ingum brostnar JÓN Kristjánsson, formaður fjár- laganefndar Alþingis, segir að sveit- arstjórnarmenn víða af landinu hafi lýst áhyggjum af breyttum forsend- um í samgöngumálum í kjölfar þess að Póstur og sími hf. hefur sagt upp samningum um póstflutninga við sérleyfishafa og flugfélög. Fjárlaganefnd hefur að undan- förnu rætt við sveitarstjórnarmenn um áherslur þeirra í sambandi við fjárlagagerð næsta árs. Jón sagði að áberandi væri að margir hefðu áhyggjur af þeirri stöðu sem skap- aðist í kjölfar einkavæðingar Pósts og síma. Fyrirtækið hefði sagt upp samningum um póstflutninga og þess vegna ríkti óvissa um flug á nokkra litla staði um norðan- og austanvert landið eins og t.d. til Raufarhafnar. Eigendur sérleyfis- bíla ættu einnig í erfiðleikum með að halda rekstrinum gangandi eftir að hafa misst póstflutninga. Verulegt telyutap Á fjárlögum þessa árs var 28,1 milljón króna varið til liðar sem heit- ir vetrarsamgöngur og vöruflutning- ar. Upphæðin er m.a. ætluð til að styrkja flutninga þar sem þeir eru erfíðir. Jón sagði að þessi styrkur gæti ekki tekið á þeim vanda sem nú blasti við. Þær breytingar sem Póstur og sími hefði ákveðið að gera á póstflutningum leiddu til verulegs tekjutaps fyrir marga aðila. Stjórn- völd gætu ekki hlaupið þar undir bagga innan núverandi ijárhags- ramma fjárlaga. Það ætti eftir að ræða það hvort vilji væri fyrir því á Alþingi að koma þarna á móts við aðila með auknum fjárveitingum. -----» ♦ 4---- Hnífstungu- málið í rannsókn RANNSÓKN hnífstungumálsins í Hafnarstræti og Pósthússtræti að- faranótt sunnudags stendur nú yfir hjá lögreglunni í Reykjavík. Unnið hefur verið að því að yfirheyra vitni í málinu. Guðmundur Guðjónsson yfirlög- regluþjónn rannsóknardeildar lög- reglu sagði að hann vildi ekkert tjá sig um hugsanlega atburðarás um nóttina, enda miðaði rannsóknin að því að leiða þá atburðarás skýrt í ljós. Lína lögð frá Búrfelli LANDSVIRKJUN gangsetur vél númer tvö í Kröflu um miðjan októ- ber og er ráðgert að keyra hana með hálfum afköstum í vetur. Vetur- inn 1998-1999 verður vélin síðan keyrð með fullum afköstum. Þá er undirbúningur hafínn að lögn 100 km langrar háspennulínu frá Búr- felli til Reykjavíkur. Ein stærsta framkvæmdin nú á næstunni hjá Landsvirkjun er há- spennulínulögn til Reykjavíkur frá Búrfellssvæðinu. Línan verður um 100 km löng. Heildarkostnaður af verkinu er 2,6 milljarðar kr. Undir- búningur að þessu verki er hafinn. Smærri verktakar í undirbúningsþáttum Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að undirbúningsþættir verksins séu boðnir út í litlum áföngum, þ.e. und- irstöður og slóðagerð, til þess að minni íslenskum verktökum sé kleift að taka þátt í útboðunum. Samið hefur verið við verktaka um þijú af fimm minni verkum sem verða boðin út. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða gerir vegslóða frá Búrfells- virkjun að Hvítá og á verkinu að vera lokið um áramótin. Hljóðaði tilboð þeirra upp á 109 milljónir kr. sem er 65,6% af kostnaðaráætlun. Samið var við JVJ verktaka um gerð vegslóða frá Hvítá að Litlafelli skammt frá Sandskeiði og hljóðaði tilboð þeirra upp á 52 milljónir kr. sem var um 36% af kostnaðaráætl- un. Framkvæmdir eru hafnar og á verkinu að vera lokið um áramótin. Loks hefur verið samið við Feðga ehf. og Garðar Þorbjörnsson um jarðvinnu og undirstöður frá Grafn- ingsvegi að Litlafelli og hljóðaði til- boðið upp á 94 milljónir kr. en kostn- aðaráætlun upp á rúmar 90 millj. Þá hefur stærsti hluti verksins, þ.e. útvegun efnis, reising turna og strenging leiðara, verið boðinn út. Tilboðin verða opnuð 21. október nk. og búist við að tilboðsgjafar verði einkum erlendir aðilar en jafnframt er líklegt að íslenskir undirverktakar komi að verkinu. Áætlað er að reis- ing turna heQist í apríl 1998 en verkinu öllu á að vera lokið 31. októ- ber 1998. Þá er þessa dagana verið að ljúka við fimmta áfanga Kvíslaveitu. Einnig er nú unnið við Hágöngumiðlun en vinna þar hófst síðastliðið sumar. Þar er ráðgert að verði unnið fram yfir miðjan október. Framkvæmdum þar á að ljúka næsta sumar og um mitt sumarið á vatnssöfnun að geta hafist.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.