Morgunblaðið - 25.09.1997, Side 8

Morgunblaðið - 25.09.1997, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir ALBERT Sigurðsson með gæsirnar. JSH *V £| kil: Gæfar grágæsir í görðum á Þórshöfn Þórshöfn. Morgunblaðið. GRÁGÆSIR eru á vappi hér á Þórshöfn eins og hver önnur húsdýr, einkum í Hálsveginum þar sem fóstrar þeirra búa, þeir Albert J.H. Sigurðsson og Þórð- ur R. Þórðarson. Albert er nú einn eftir með gæsirnar því sá síðarnefndi er farinn burt í framhaldsskóla. „Við tókum þessa móðurlausu unga að okkur í júní, “ sagði Albert, „og höfum hugsað um þá síðan - nú eru þetta orðnar stórar gæsir.“ Gæsirnar eru matlystugar, einkum sólgnar í fíflablöð og oft í sumar mátti sjá þessa tvo unglingsstráka bogra um á óræktarsvæðum við að tína fíflablöð í svarta rusla- poka, hvernig sem viðraði, eftir að hafa verið í vinnu frá því snemma morguns og fram að kvöldmat. „Þær þurfa mikið að éta, þessi grey,“ sagði Albert og strauk fiðurfénu sínu. Vissulega geta unglingar fengið sér önnur og verri áhuga- mál en það að eyða kvöldunum í að tína æti handa gæludýrum sínum og ekki hafa þau liðið skort. Strákamir komu upp skýli fyrir gæsirnar þegar fór að hlýna í sumar og fluttu þær í garð Alberts. Fyrst þegar þeir komu með þær sem litla unga voru þeir í bílskúr Þórðar við takmarkaðan áhuga foreldra hans, því töluverður úrgangur fylgir hálfstálpuðum gæsarung- um með tilheyrandi lykt. Vilja með í skólann Gæsirnar em hændar að Al- berti og elta hann oft í skólann, svo hann þarf að snúa við og reka þær heim aftur. Hann hef- ur náð mikilli leikni í að „tala“ við þær og svo mikið er víst að þær svara alltaf þegar strákur kallar í þær og koma til hans. Þegar þær vom minni fóm strákamir með þær í Hafnar- lækinn sem er stutt frá heimilum þeirra og biðu þar meðan ung- amir syntu og böðuðu sig. Um leið og þeir stóðu upp og gengu af stað luku ungamir baðinu og trítluðu hlýðnir á eftir þeim heim og eltu þá hvert spor. Nú er vetur framundan og of kalt fyrir gæsir til útiveru, bílskúr Þórðar Ragnars verður ekki átakalaust falur fyrir svo stórar gæsamaddömur í vetur. Albert sagði að samningar tækj- ust að líkindum við bónda eða bóndason öllu heldur og myndu gæsirnar fá veturvist í sveitinni í góðu yfirlæti. Sex mánaða uppgjör bæjarsjóðs Hafnarfjarðar 72% af skatttekjum í rekstur niálaflokka BRÁÐABIRGÐAUPPGJÖR bæjar- sjóðs Hafnarfjarðar fyrstu sex mán- uði ársins sýnir að 72% af skatttekj- um hafa farið í rekstur málaflokka en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 70,5%. Ingvar Viktorsson bæj- arstjóri segist vera sáttur við þessa niðurstöðu, þó svo að markmiðið hafi verið 70,5%. Ingvar benti á að ýmislegt hafi breyst frá því gengið var frá fjár- hagsáætiun bæjarins, en Hafnar- fjörður var eitt fárra sveitarfélaga sem luku við fjárhagsáætlun fýrir síðustu jól. „Síðan var gengið frá kjarasamningum, sem gerði það að verkum að laun hækkuðu verulega en ekki var gert ráð fyrir þeim hækkunum í okkar áætlun," sagði hann. „Þannig að ég er mjög sáttur við þessa niðurstöðu, en rekstrar- hlutföllin eiga eftir að breytast nú þegar búið er að semja við leikskóla- kennara og síðar með samningum við kennara." Fjármagnað með lántökum Samkvæmt upplýsingum frá bæjarendurskoðanda er í fjárhags- áætlun ársins 1997 gert ráð fyrir að óráðstafaðar tekjur verði nei- kvæðar um 256,5 millj., sem yrði fjármagnað með lántökum. Er þá tekið tillit til 475,9 millj. í afborgan- ir af lánum en nýjar lántökur eru áætlaðar 209 millj. Tekjur og gjöld í bráðabirgðaupp- gjörinu eru færð jafnóðum og þau berast bæjarsjóði og vekur end- urskoðandi athygli á að fasteigna- gjöld greiðast mun betur fyrri hluta árs en þann síðari auk þess sem ýmis gjöld séu bundin við sumartím- ann. Samkvæmt uppgjörinu var greiðslubyrði lána fyrstu sex mán- uði ársins 279,9 millj., sem er 42% af áætlun, heildarfjárfesting er um 362,7 millj., sem er 86% af áætlun og óráðstafaðar tekjur ársins eru neikvæðar um 250,3 millj., sem er 98% af áætlun. „Auðlegð þjóðanna“ eftir Adam Smith Höfuðrit hagfræð- innar loks aðgengi- legt almenningi Þorbergur Þórsson BÓKIN „Auðlegð þjóðanna" eftir Adam Smith er eitt af lykilverkum allra tíma um hagfræði. Nú liggur þetta merka rit loks fyrir í íslenzkri þýðingu. Þorberg- ur Þórsson tók sér fyrir hendur að þýða bókina, rúmum tveimur öldum eftir að hún kom út fyrst í Eng- landi. Morgunblaðið fékk Þorberg til að segja frá bók- inni. „Þetta er höfuðrit hag- fræðinnar. Það er ekkert annað hagfræðirit í sama flokki. Þetta sést til dæmis á því að það er ekki hægt að opna svo kennslubók í hagfræði að ekki sé þar vitnað í þetta rit Adams Smith, í flestum slíkum bók- um margoft. Og þegar mað- ur les bókina sér maður að það er verðskuldað. Þetta er gríð- arlega skýr og skilmerkileg lýsing á drifkröftum samfélagsins, þar sem hlutirnir eru útskýrðir til hlít- ar. Margt veldur því að bókin er ennþá mjög góð, meira en tvö hundruð árum eftir að hún var skrifuð. Til dæmis það að efna- hagslífíð var jarðbundnara í þá daga og veruleiki efnahagslífsins var harkalegri. Höfundur bókar- innar var líka mun víðmenntaðri en gengur og gerist nú á dögum.“ - Hvernig kom það til að þú tókst þér þetta verk fyrir hendur? „Ég hef fengizt talsvert við þýðingar og svo fékk ég áhuga á hagfræði fyrir nokkrum árum. Ég hef einnig lengi haft á því mikinn áhuga að heimsbókmenntirnar yrðu aðgengilegar á íslenzku, en mér finnst vanta allmikið á að fræðilegar heimsbókmenntir séu þýddar á málið okkar. Menn segja gjarna að það geri ekkert til, því fólk geti lesið þær á ensku, en þetta lýsir miklum og margvísleg- um misskilningi. Til dæmis þeim misskilningi að bókmenntirnar séu einkum fyrir enskufólk, eða þeim misskilningi að þær séu einkum fyrir fullorðna, en ekki fyrir ungt fólk, en það skiptir ákaflega miklu máli að mínu viti að unga fólkið hafi aðgang að heimsbókmennt- unum jafnvel þótt það sé ekki tungumálagarpar. Því að unga fólkið hefur opinn huga og tíma fyrir bóklestur. Loks má benda á hve miklu máli það skiptir fyrir opinbera umræðu í landinu að almenningur hafi aðgang að helztu bókmennt- um heimsins um hin og þessi efni sem opinber umræða snýst um, í stað þess að þurfa eingöngu að reiða sig á þær túlkanir um efnið sem koma fram í hita leiksins í umræðunni sjálfri." - Samhiiða útgáfu bókarinnar hefur farið fram allsnörp ritdeila á síðum þessa blaðs um það hvernig menn telja Adam Smith myndu hafa staðið gagnvart hugmyndum um auð- lindagjald. Hvað stend- ur í bókinni um þetta efni? „Auðlegð þjóðanna fjallar nú minnst um auðlindagjald, því hún er gríðarlega yfirgripsmikið hag- fræðirit sem lýsir eiginlega öllu samfélaginu. En reyndar kemur auðlindagjald samt fyrir á nokkr- um stöðum í bókinni. Það kemur tii dæmis fyrir sem áhrifavaldur á verð á silfri, gulli og tini í 11. kafla fyrstu bókar, þar sem Adam Smith fjallar meðal annars um verðlag á góðmálmum. Þar rekur hann að landsdrottn- arar hafa lengi tekið auðlindagjald ► Þorbergnr Þórsson fæddist í Reykjavík árið 1961. Hann hefur fengizt við þýðingar um margra ára skeið og lauk BA prófi í heimspeki frá Háskóla Islands árið 1995. Síðan hefur hann lært hagfræði og er nú skráður í nám til meistaraprófs í hagfræði i sama skóla. Þorbergur er kvæntur Nönnu Þórarinsdóttur og eiga þau tvö börn. af námum af þessu tagi, gjarnan 5% af heildarframleiðslu nám- anna. Og hann rekur það hvaða áhrif þetta gjald hafði á námu- reksturinn og verðið á málmunum; en áhrifin eru auðvitað þau í stuttu máli að draga úr framleiðslu á málmunum og hækka þá í verði. Adam Smith hafði auðvitað ekki áhyggjur af þeirri verðhækkun, því hann taldi góðmálma vera að mestu leyti óþarfa. Hann taldi auðlegð þjóðanna einkum felast í neyzluvarningi, „straumi af vörum og þjónustu" en ekki í góðmálmum eins og kaupríkismenn. Mér hefur eiginlega sýnzt hann fjalla um auðlindagjaldið sem sjálfsagðan hlut í þessum kafla. Reyndar fjallar Adam Smith mest um fjármögnun ríkisins og ríkisrekstur í fimmtu bók Auð- legðarinnar, sem er óþýdd ennþá, því miður. Hann minnist líka á veiðigjald í bók sinni því hann segir frá því að landeigendur á Hjaltlandi tóku slíkt gjald af físki- mönnum sem leigðu af þeim land niðri við sjó.“ - Það fylgir engin atriðisorða- skrá bókinni. Hvers vegna ekki? „Nú kom vel á vondan. Mér er nefnilega meinilla við þann vafa- sama sparnað, að sleppa atriðis- orðaskrá. Nú eru slíkar skrár að vísu ekki í hinum vönduðustu ís- lenzku þýðingum á klassískum fræðiritum sem ég vil helzt miða þýðingu mína við, en ég hefði gjarna viljað bijóta hefðina að þessu leyti. En ég hef tvennt mér til málsbóta. I fyrra lagi var ég að lagfæra texta bókarinnar alveg fram á síðasta dag. Hefði ég búið til atriðisorðaskrá hefði hún því beinlínis komið niður á þýðing- unni. í öðru lagi kemur hér aðeins út fyrra bindi verksins en ég von- ast til að við getum gefið fjórðu og fimmtu bók út síðar og látið atriðisorðaskrána þá fylgja með.“ - Hverjum telurðu að bókin nýtist mest? „Ungu fólki fyrst og fremst og námsfólki á öllum aldri, sem og yfirleitt öllu fróðleiksfúsu fólki.“ Mikiðjarð- samband í bókinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.