Morgunblaðið - 25.09.1997, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 25.09.1997, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Umboðs- skrifstofa listamanna styrkt BORGARRÁÐ hefur samþykkt að styrkja umboðsskrifstofu listamanna á íslandi með 250 þús. króna framlagi en óskað var eftir 500 þús. Markmið skrifstofunnar er að koma lista- mönnum á framfæri heima sem erlendis. í erindi Óiafs Þórðarsonar til borgarráðs kemur fram að umboðsskrifstofan Þúsund þjalir hafi verið stofnuð í júní sl. Leitað er að atvinnufyrir- tækjum fyrir listamenn hvort heldur sem um er að ræða hljóðfæraleikara, leikara, dans- ara eða myndlistarmenn. Bent er á að fyrirtækið hafi sambönd við sambærilegar skrifstofur á Norðurlöndum og auki þannig möguleika á útflutningi ís- lenskra listamanna. Verðmæt- um tækjum stolið BROTIST var inn í fyrirtæki við Ármúla í fyrrinótt og þaðan stolið verðmætum tækjum til fjölföldunar myndbanda. Þjófarnir spenntu upp hurð og stálu fjölföldunartæki, dýru sjónvarpstæki, myndbands- tæki, myndböndum og verk- færatösku. Þá var peninga- skápur fyrirtækisins skemmd- ur, en þjófamir náðu ekki að opna hann. Lögregla hafði upp á þjófunum í gær. Eldur í gas- leiðslu á veitingastað SLÖKKVILIÐ var kallað að veitingastaðnum Pizza 67 í Kópavogi á þriðjudagskvöld en þar hafði brunnið í sundur gas- leiðsla við eldunartæki. Starfs- manni tókst að skrúfa fyrir gasið og ráða niðurlögum elds- ins áður en slökkviliðið kom á vettvang og urðu litlar sem engar skemmdir af völdum eldsins. Sími 555-1500 Garðabær Stórás Rúmgóð ca 70 fm 2—3 herb. íb. á neðri hæð í tvíb. Ný eldinnr. Nýtt gler. Parket. Hafnarfjörður Óttarstaðir Til sölu ca 5—6 hektara landspilda úr landi Óttarstaða I. Liggur að sjó. Verð: Tilboð. Reykjavíkurvegur Gott skrifstofuhúsnæði ca 120 fm á 2. hæð. Verð 4,9 millj. Breiðvangur Sérlega glæsileg ca 190 fm neðri sérh. í tvíb. auk bílskúrs. 5 svefnh. Áhv. byggsj. ca 2,7 millj. Verð 13,2 millj. Gunnarssund Til sölu er góð 3ja herb. íb. á jarðh. Álfaskeið Einbýlishús á tveimur hæðum með hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið end- um. Ath. skipti á litilli íb. Reykjavíkurvegur Glæsileg 2ja herb. íb. á 3. hæð. Lítið áhv. Verð 4,3 millj. Vantar ca 100 fm íb. nærri miðbæ Hafnar- fjaröar. Vantar eignir á skrá Fasteignasala, Strandgötu 25, Hfj. Ámi Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. Morgunblaðið/Helgi Sveinbjömsson ÞAU Þorgeir Jónsson, Þráinn Viggósson, Karl Björnsson, Þór- hallur Bjömsson, Kristján Kristjánsson (KK) og Þorbjörg Krist- jánsdóttir með hluta af stórveiðinni. Met- dagur álðu ALLS veiddust 48 laxar í Hvítá í Árnessýslu hjá Iðu á þriðjudaginn og er það metveiðidagur á svæðinu í að minnsta kosti þtjátíu ár. Helgi Sveinbjörnsson á Launrétt í Laugarási sagði í samtali við blað- ið í gær að hann myndi eftir 46 laxa degi fyrir um þrjátíu árum en það þyrfti að fara nokkuð lengra aftur í öldina til að finna dæmi um meiri dagveiði. Veiði- svæðið á Iðu er stutt og þar er aðeins veitt með þremur stöngum. Félagarnir Þorgeir Jónsson og Þráinn Viggósson drógu 29 um- ræddra laxa, en hinum skiptu þau Karl og Þórhallur Björnssynir og KK og Þorbjörg dóttir hans á milli sín. Einnig veiddust þennan mikla afladag tíu 3-5 punda sjó- birtingar. Helgi í Launrétt sagði að Iðan hefði verið mislynd að undanförnu, þannig hefðu veiði- menn á mánudag staðið daginn á enda og orðið lítið varir en síðan hefðu veiðst 20 laxar á þriðjudag, allir á spón. „Stóra veiðin var nær öll tekin á flugu, aðeins þrír eða Qórir voru teknir á maðk og eng- inn á spón. Stærsti laxinn var 16 pund, en mest vár þetta frá 6 pundum og upp í rúmlega 10 pund. Það hélst allt í hendur þenn- an dag, skilyrði voru frábær og lax í tökuskapi. Ég hitti veiði- mennina um kvöldið og þeir voru á því að mikill lax hefði verið á ferðinni," sagði Helgi. 690 úr Víðidalsá „Þetta er nú búið hjá okkur og áin endaði í 690 löxum. Okkur fannst þetta nú ansi lélegt og veiðin verður aldrei minni í ánni en þetta,“ sagði Ragnar Gunn- laugsson, bóndi á Bakka í Víði- dal. Ragnar sagði að menn hefðu einkum reiknað með að sjá meira af smálaxi en raun bar vitni en samt var það einmitt hann sem bar uppi veiðina. „Það voru 426 smálaxar í aflanum, 7 punda og minni, en aðeins 274 stórlaxar, eða 8 punda og stærri. Við bjugg- umst við því, það var smálaxinn sem brást okkur. Þetta er fjórða slaka árið í röð og vonandi fer þetta að snúast við,“ bætti Ragn- ar við. Tveir 21 punds laxar voru stærstir í sumar. Ragnar hafði ekki tekið saman sjóbleikjuveiðina af silungasvæð- inu, en sagði hana aðeins lakari en í fyrra en á móti kæmi að fisk- ur væri vænni. Á laxasvæðinu voru bókaðar 925 bleikjur og milli 20 og 30 sjóbirtingar, allt að 10 punda. Til marks um hve smálaxinn var stór í sumar, sagði Ragnar að sumarið 1994 hefðu 3 punda laxar verið 19 talsins, en aðeins 5 stykki nú. 1994 sáust varla 7 punda laxar, en voru 70 í sumar! Nokkrar tölur Veiði er lokið í Laxá á Ásum og voru 712 laxar dregnir á þurrt. Það er slakt miðað við það sem best gerist í ánni en eigi að síður trúlega hæsta meðalveiði á stöng úr nokkurri á hér á landi í sumar. Hátt í 70 laxar eru komnir úr Breiðdalsá. Þar er veitt út þennan mánuð, en fáir standa vaktina. Þeir sem hafa rennt hafa þó yfir- leitt fengið laxa og flestir hafa verið grálúsugir. Yfir 1.000 bleikjur eru komnar á land úr Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum að sögn Þrastar Elliða- sonar, eins leigutaka svæðisins. Laxveiðin hefur þó brugðist að hans sögn, aðeins fáir tugir laxa komið á land. Hvalbeinin um 13.000 ára gömul ALDURSÁKVÖRÐUN hval- beinanna, sem fundust í um 80 metra hæð yfir sjávarmáli í maiarnámu í landi Stórufell- saxlar í Skilmannahreppi í byrj- un júní sl., hefur leitt í ljós að þau eru um 12.800 ára gömul. Aldursgreiningin var gerð við Háskólann í Árósum og var notast við svokallaða geisla- kolsmælingu. Að sögn dr. Hreggviðar Nor- dais jarðfræðings sýnir fundur og aidursgreining þessara beina svo ekki verður um villst að fyrir tæpum 13 þúsund árum, þegar ísaldaijökullinn sem huldi iandið var að byrja að hörfa inn yfir núverandi strönd, hafi sjáv- arstaða almennt verið há eða um 105 til 110 metrar. „Beinin fundust í um 80 metra hæð yfir sjó og tilheyra því sjávar- borði sem var að minnsta kosti í þeirri hæð yfir sjávarmáli," segir Hreggviður. Setlög í 105-110 metra hæð „Setlögin sem beinin voru í hafa verið rakin upp í 105 til 110 metra hæð og því er ein- sýnt að þau tilheyra sjávarborði sem var í þeirri hæð fyrir um 13.000 árum. Hvalurinn hefur því sennilega drepist í fjöru- borðinu og beinin síðan borist aðeins út í sjóinn." Hreggviður segir að á þess- um tíma hafi Akrafjall að mestu verið sæbrött eyja, nema við Stórufellsöxl þar sem kannski hafi verið svolítil malarfjara. Þar hafi hvalurinn líklega synt á land. Að sögn Hreggviðs eru hvalbeinin nú varðveitt á Byggðasafninu að Görðum og stendur tii að þau verði þar til sýnis í framtíðinni með skýring- um og frásögnum. Kópavogur setji auglýsingastefnu sína fram með gagnsæjum hætti SAMKEPPNISRAÐ hefur beint þeim tilmælum til bæjarstjómar Kópavogsbæjar að hún setji auglýs- ingastefnu sína fram með gagnsæj- um hætti til að tryggja að þeir aðil- ar sem falast eftir auglýsingum bæjarins sitji allir við sama borð að því er varðar efnislegar forsend- ur. Samkeppnisstofnun var í vor beð- in af ráðgjafarfyrirtækinu Nestor að taka til athugunar viðskipti Kópavogsbæjar við frétta- og bæj- armálablöð útgefin í Kópavogi og grípa til viðeigandi aðgerða ef ástæða þætti til í þeim tilgangi að frjáls útgáfa frétta- og bæjarmála- blaða þar njóti jafnræðis á við slík blöð sem útgefin eru af stjórnmála- flokkum eða samtökum. í erindinu frá Nestor til Sam- keppnisstofnunar kom m.a. fram að fyrirtækinu hefði fyrir nokkrum misserum verið falið að afla upplýs- inga hjá bæjaryfírvöldum í Kópavogi um greiddan auglýsingakostnað bæjarins til frétta- og bæjarmála- blaða þar um tiltekið árabil. Við skoðun hefði komið í ljós að gríðar- legur munur væri á fjölda, stærð og innihaldi auglýsinga frá Kópa- vogsbæ eftir því hvort um stjórn- málalega óháð blöð væri að ræða eða málgögn stjómmálaflokka, þeim síðamefndu í vil. Þrátt fyrir ítrekað- ar óskir Nestors til bæjarstjóra og formanns bæjarráðs Kópavogs og síðan atbeina félagsmálaráðuneytis- ins hefði ekkert svar borist. 1 ályktun samkeppnisráðs segir að með óbreyttri stefnu Kópavogs- bæjar í birtingu auglýsinga í bæjar- málablöðum sé það álit ráðsins að Kópavogsbær geti hindrað aðgang nýrra blaða að markaðnum. Jafn- framt gefi það bæjarmálablöðum útgefnum af stjórnmálaflokkum forskot á önnur bæjarmálablöð sem gefin eru út í Kópavogi. Þessar aðgerðir Kópavogsbæjar séu því til þess fallnar að raska samkeppni í útgáfu bæjarmálablaða í Kópavogi. Dalsel — frábært verð Laus strax Mjög góð 90 fm, 3ja herb. íbúð á 3. hæð með stæði í bílskýli í mjög barn- vænu hverfi. Laus strax. Lyklar á skrifstofu Valhallar. Áhv. 5,2 millj. Húsbr. Lífeyrissj. o.fl. Verð aðeins 6 millj. Einstakt tækifæri. 2829. Rauðás 21 — opið hús í kvöld 18-20 Falleg, nýleg ca 70 fm í 3ja herb. íb. á 1. hæð í litlu fjölb. + bílskúrsplata. Frábær nýting og skipulag. Mikið útsýni. Suðvesturverönd og austursvaiir m. miklu útsýni. Áhvílandi 4,4 millj. byggingarsj. + húsbr. Verð aðeins 6,2 millj. Laus strax. Sölumaður Valhallar verður á staðnum milli kl. 18 og 20 í kvöld. 2345. Hraunbær 192 Opið hús í kvöld 19.30-22. Stórglæsil. 5-6 herb. 121 fm íb. á 2. hæð I mjög góðu fjölbýli á afar rólegum og barnvænum stað efst við Hraunbæ. Frábærlega skipulögð, mikið endur- nýjuð eign. m.a. nýtt eldhús. Hús klætt utan að stórum hluta. 4 svefnherb. o.fl. Sjón sannarlega sögu ríkari. Verð 8,3 millj. Guðlaugur og Kolbrún taka á móti áhugasömum I kvöld. 2876. Valhöll fasteignasala, Mörkinni 3, Reykjavík. Sími 588 4477. Aðstoðarutanríkisráðherra Noregs Island og Noregur sam- ræmi fiskveiðieftirlit Ósló. Morgunblaðið. SIRI Bjerke, aðstoðarutanríkisráð- herra Noregs, segir að ísland og Noregur þurfí að leita leiða til að samræma eftirlit sitt með fiskveiðum í því skyni að koma í veg fyrir árekstra. í júní sl. var Sigurður VE færður til hafnar í Noregi vegna meints brots á tilkynningaskyldu í lögsögu Jan Mayen og í júlí færði Landhelg- isgæzlan norska loðnuskipið Kristian Ryggefjord til hafnar í Vestmanna- eyjum, en skipstjórinn var m.a. ákærður fyrir að færa tvöfalda afla- dagbók. í samtali við íslenzka blaða- menn í Ósló í gær sagði Siri Bjerke að norsk stjórnvöld vildu gjarnan ná betra samstarfi við íslendinga um fiskveiðieftirlit. „Noregur hefur gert samninga um sameiginlegt eft- irlitskerfí við önnur ríki, sem við eigum við náið samstarf á sjávarút- vegssviðinu, t.d. Danmörku og Rúss- land,“ segir Bjerke. „Við höfum haft fi-umkvæði að nánara samstarfi og ég vona að það geti líka haft jákvæð áhrif á þær deilur, sem eru óleystar í samskiptum landanna." Bjerke segir aðspurð að samstarf af þessu tagi ætti að geta komið í veg fyrir að mál á borð við töku Sigurðar VE endurtaki sig. „Við þurfum að byrja á að skoða hvort eftirlitskerfi fyrir sig og hvern- ig það er byggt upp og halda síðan áfram samstarfi um samræmingu kerfanna," segir aðstoðarutanríkis- ráðherrann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.