Morgunblaðið - 25.09.1997, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
SIGURÐUR Helgason og Helgi Aðalsteinsson, starfsmenn Byggingafélagsins Kötlu hf., voru að
gera klárt fyrir steypu á slippkantinum í gær.
Unnið að viðgerð á
slippkantinum
Héraðsdómur Norðurlands eystra
15 mánaða
fangelsi vegna
kynferðisbrots
Konur og
sveitar-
stjórnarmál
RÁÐSTEFNA um konur og sveitar-
stjórnarmál verður haldin í Alþýðu-
húsinu á Akureyri næstkomandi
iaugardag og stendur hún frá kl.
9.30 til 16.
Elín Líndal formaður Jafnréttis-
ráðs flytur ávarp og Linda Blöndal
stjórnmálafræðinemi flytur erindi
um konur í sveitarstjómum 1994 til
1998. Talsmenn stjórnmálaflokka
gera grein fyrir afstöðu flokka sinna
og svara spurningum. Unnur Karls-
dóttir sagnfræðingur flytur erindi
sem hún nefnir Tímabundin aðgerð
eða uppgjöf? og er um Kvennafram-
boðið á Akureyri 1982-1986. Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
í Reykjavík flytur erindi sem nefnist
Með femínisma að leiðarljósi. Hör-
kupúl - en þrælgaman er yfírskrift
umræðu um kosti þess og galla að
vera í sveitarstjórnarmálum.
Skráning á ráðstefnuna er hjá rit-
ara jafnréttisfulltrúa.
-----♦ ♦ ♦-----
Gospel, blús
og djass
GOSPEL, blús og djass verða alls-
ráðandi á tónleikum sem haldnir
verða í Deiglunni á Akureyri á föstu-
dagskvöld, 26. september, en þeir
hefjast kl. 21. og þá verða tónleikar
í Glerárkirkju á laugardagskvöld,
27. september, einnig kl. 21.
Það er djasstríó Carls Möllers
píanóleikara sem leikur á tónleikun-
um, en í því eru auk hans þeir Sig-
urður Ingimarsson, söngvari, Guð-
mundur Steingrímsson, trommur og
Jón Rafnsson, bassi.
VIÐGERÐ á slippkantinum við
Slippstöðina hf. á Akureyri er
vel á veg komin og að sögn Guð-
mundar Sigurbjörnssonar, hafn-
arstjóra Hafnasamlags Norður-
lands, er ráðgert að viðgerð ljúki
í lok næsta mánaðar.
Töluvert tjón varð á slippkant-
inum í febrúar sl. er fylling
grófst undan stálþili á 20-30
metra kafla. Við það rann fylling
innan við þilið út í sjó með þeim
afleiðingum að þekja bryggjunn-
ar féll niður á nokkuð löngum
kafla.
Starfsmenn hafnarinnar hafa
séð um framkvæmd verksins og
fengið til liðs við aðila í gegnum
tilboð til að sjá um ákveðna verk-
þætti. Guðmundur segir að þegar
sé búið að gera við stálþilið, setja
viðbótarstög og stálbita innan á
þilið og nú sé verið að undirbúa
steypu á kantinum.
SEXTÍU og tveggja ára gamall
karlmaður í Suður-Þingeyjarsýslu
var í gær dæmdur í 15 mánaða
fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands
eystra fyrir að hafa þrívegis fram-
ið kynferðisbrot gagnvart stúlku
sem var tæplega fimm ára er brot-
in voru framin í upphafí þessa árs.
Áreitnin átti sér stað á heimili
mannsins, en þar hafði stúlkubarn-
ið verið vistað af barnaverndar-
nefnd Hafnarfjarðar.
Stúlkan var vistuð á lögbýli
ákærða í þrígang, fyrst sumarið
1995, þá í rúman mánuð sumarið
1996 og loks frá 31. ágúst 1996
til 4. febrúar 1997. Akærði og
eiginkona hans hafa um árabil
tekið við fjölmörgum börnum til
skammtímavistunar fyrir félags-
málayfirvöld og hefur heimili
þeirra meðmæli barnaverndaryfir-
valda.
Grunsemdir vöknuðu um að
stúlkan hefði áður mátt þola kyn-
ferðislega áreitni, en kærumál látin
niður falla um mitt þetta ár þar
sem ekki þóttu hafa komið fram
gögn er leiddu til saksóknar.
Ákærða og eiginkonu hans var
veitt ráðgjöf sérfræðinga um mál-
efnið vegna áframhaldandi vistun-
ar stúlkunnar á heimili þeirra.
Starfsfólki Félagsmálastofnun-
ar Hafnarfjarðar barst tilkynning
um ætluð kynferðisbrot ákærða i
byrjun febrúar síðastliðins. Játaði
maðurinn við yfirheyrslur athæfi
sitt. Fram kom við skýrslutökur
að kært hafi verið milli hans og
stúlkunnar sem jafnan kallaði
hann afa. Veitti hann því athygli
við upphaf síðustu vistunar henn-
ar á heimili hans að breyting hafi
orðið á hegðun hennar, m.a. sótt-
ist hún eftir að leggjast ofan á
hann er hann lagðist til hvílu.
Hafði hann haft spurnir af því að
stúlkan hefði mátt þola kynferðis-
lega áreitni veturinn 1995-96.
Játaði hann að atferli telpunnar
hefði haft kynferðislega örvandi
áhrif á sig og bar að sá veikleiki
hefði orðið þess valdandi að hann
gerðist sekur um fyrrnefnd brot.
Leitaði hann sér aðstoðar geð-
læknis í framhaldi af þessum at-
burðum.
Fram kemur í dómi Héraðsdóms
Norðurlands eystra að brot manns-
ins séu alvarlegs eðlis, þau hafi
beinst að stúlkubarni sem honum
hafi verið trúað fyrir í skamman
tíma vegna erfiðleika hennar, en
hann misnotað aðstöðu sína og
trúnaðartraust barnsins, þó svo
hann hefði átt að gera sér grein
fyrir að háttsemi hans væri til
þess fallin að valda barninu alvar-
legu tjóni.
Öflugur mengunarvarnabúnaður settur upp í Krossanesi í næsta mánuði
Ætti að draga úr óþægind-
um bæjarbúa vegna lyktar
ÖFLUGUR mengunarvarnabúnaður verður
tekinn í notkun í Krossanesverksmiðjunni á
Akureyri í lok næsta mánaðar. Áætlaður
kostnaður við nýja búnaðinn er um 43 milljón-
ir króna. Þá ætti að draga verulega úr þeim
óþægindum sem bæjarbúar hafa orðið fyrir
vegna lyktar frá verksmiðjunni. Þeim dögum
mun jafnframt fækka til muna þegar lykt
finnst frá verksmiðjunni, auk þess sem lyktin
ætti að verða minni þegar hennar verður á
annað borð vart.
Á undanförnum árum hefur verið lagt í mik-
inn kostnað við endurbætur á verksmiðjunni
og kaup á tækjum og búnaði. Frá árslokum
1995, þegar nýir eigendur tóku við rekstrinum
og til loka yfirstandandi árs, mun um 300 millj-
ónum króna hafa verið varið til þessara hiuta.
Þar við bætist hefðbundið viðhald verksmiðj-
unnar, sem einnig hefur verið viðamikið, segir
í fréttatilkynningu frá Krossanesi hf.
Áhersla á fullnýtingu
Forsvarsmenn fyrirtækisins leggja ríka
áherslu á að fullnýta hráefni sem gengur af
við vinnslu hjá öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum
og væri að öðrum kosti hent. Verksmiðjan hafði
frumkvæði að því að vinnsla á rækjuskel var
hafin þar árið 1991 og hefur Krossanes hf.
lagt fjórum rækjuvinnslum á svæðinu til búnað
til að skilja skelina frá pillunarvatninu áður en
það fer í sjóinn.
Þá framleiðir verksmiðjan lýsi úr um 120
tonnum af lifur árlega og tekur við 7-8 þús-
und tonnum af annars konar fiskúrgangi til
bræðslu frá fiskvinnslustöðvum á Eyjafjarðar-
svæðinu. Í Krossanesi er ennfremur búnaður
til vinnslu loðnuhrogna og verksmiðjan er
stærsti hráefnisbirgir fóðurvörufyrirtækja á
Eyj afj arðarsvæðinu.
Veltan í fyrra
1 milljarður
f Krossanesi starfa nú 24 starfsmenn allt
árið. Að auki starfa 6 manns í fiskimjölsverk-
smiðju félagsins í Ólafsfirði en hún var keypt
af Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar í árslok 1996.
Velta Krossaness hf. í fyrra nam um 980 millj-
ónum króna en gert er ráð fyrir að veltan í
ár verði 15-20% minni. Núverandi hluthafar
eru tæplega 90 og eru hlutabréf félagsins skráð
á Opna tilboðsmarkaðnum.
SKRIFSTOFUHUSN/CÐITIL LEIGU
Hentugt skrifstofuhúsnœði er til
leigu í Hafnarstrœti 93-95, fjórðu
hœð. Stœrð húsnœðisins sem er
um 350 fm, er tilbúið til útleigu með
mjög stuttum fyrirvara.
Upplýsingar gefa
Sigurður Jóhannesson, aðalfulltrúi,
símar 463 0300 og 852 0126.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Ók í heimildarleysi
og undir áhrifum
SAUTJÁN ára stúlka var svipt öku-
rétti í einn mánuð og gert að greiða
25 þúsund króna sekt í ríkissjóð auk
sakarkostnaðar. Hún var ákærð fyrir
að hafa í ágúst 1995, er hún var á
16. aldursári, ekið bifreið í heimildar-
leysi og undir áhrifum áfengis innan-
dyra í áhaldahúsi Ólafsfjarðarbæjar.
Neitaði stúlkan sök við rannsókn
málsins en játaði við aðalmeðferð.
Fram kemur í dómi Héraðsdóms
Norðurlands eystra að meðferð
málsins hafí dregist á rannsóknar-
stigi, það var sent frá Ólafsfirði til
Isafjarðar þar sem skýrslur voru
teknar, þaðan fór málið á ný til Ól-
afsfjarðar og var sent til ríkissak-
sóknara sem endursendi það til
sýslumanns í júní síðastliðnum. Við
ákörðun refsingar var höfð hliðsjón
af óhóflegum drætti á meðferð máls-
ins.
Vátryggingafélag íslands gerði
kröfu um að stúlkan greiddi félaginu
bætur vegna skemmda á tveimur
bifreiðum í áhaldahúsinu, rúmlega
100 þúsund krónur. Ekki þótti unnt
að taka bótakröfuna til greina á
grundvelli þeirra gagna sem fyrir
lágu í málinu og frekari gagnaöflun
myndi valda enn meiri töfum á máls-
meðferðinni.
Sýning á Café
Menningu
ÞORFINNUR Sigurgeirsson
opnar sýningu á verkum sínum
í Café Menningu á Dalvík í
kvöld, fimmtudagskvöldið 25.
septmber.
Hann hefur haldið fjölda
einkasýninga og tekið þátt í
ýmsum samsýningum frá árinu
1984. Hlaut hann Bruno og
Stella styrkinn fyrir fram-
úrskarandi námsárangur árið
1991 og sama ár fékk hann
Uni Média styrkinn fyrir bestu
teikningu samsýningar sem
haldin var í Quebec í Kanada.
Verk hans eru unnin í akrýl,
kol, olíu og vatnsliti.