Morgunblaðið - 25.09.1997, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
FRÁ hátíðarfundi hreppsnefndar Þórshafnarhrepps. Frá vinstri:
Jón Gunnþórsson, Björgvin Axel Gunnarsson (varamaður), Rein-
hard Reynisson, sveitarsljóri, Jóhann A. Jónsson, oddviti, Kristín
Kristjánsdóttir, varaoddviti, Heiðrún Óladóttir (varamaður), ásamt
ritara hreppsnefndarinnar, Jónu Þorsteinsdóttur (standandi).
Hátí ðarfundur
hreppsnefndar
Þórshöfn - Hreppsnefnd Þórshafn-
arhrepps hélt sinn 50. fund fyrir
skömmu og var hann auglýstur sem
sérstakur hátíðarfundur af því til-
efni. Fundurinn var opinn öllum
íbúum sveitarfélagsins til áheyrnar,
svo_ sem venja er.
Ársreikningar hreppsins voru
undirritaðir á þessum fundi og var
mikil breyting á þeim frá fyrra ári
til hins betra. „Sveitarfélagið er nú
efnahagslega sterkt og betri veltu-
fjárstaða en áður fyrr,“ sagði Rein-
hard Reynisson, sveitarstjóri, er
hann skýrði ársreikningana. Sveit-
arstjóri taldi ekki vænlega leið að
draga saman í rekstri því sveitarfé-
lagið yrði að vera samkeppnisfært
við önnur sveitarfélög í því að veita
nauðsynlega þjónustu. „Efnahags-
batinn verður því m.a. nýttur til að
bæta skuldastöðu sveitarfélagsins
og auka þannig framlegð," sagði
sveitarstjóri ennfremur. Stærstur
þáttur í bættri stöðu Þórshafnar-
hrepps er sala á hlutabréfum
hreppsins í Hraðfrystistöð Þórs-
hafnar hf. Áður fyrr var fjárhagsleg
staða sveitarfélagsins fremur nei-
kvæð og hefur því orðið stór breyt-
ing til hins betra í þeim efnum og
sannar það öðru fremur að stefna
núverandi hreppsnefndar er í rétta
átt._
Á þessum hátíðarfundi hrepps-
nefndar kom margt fram, m.a. að
söguritari vinnur nú að ritun
byggðasögu Langnesinga og fyrir-
hugað er að fyrri hluti hennar verði
útgefinn næsta haust. Ennfremur
var samþykkt á fundinum að sveit-
arfélagið sæki um aðild að nor-
rænni vinabæjarkeðju með Græn-
land og Færeyjar í huga sem
vinabæi. Á þessum hátíðarfundi
samþykkti hreppsnefnd einnig að
huga að endurbyggingu gömlu
vatnsþróarinnar á Þórshöfn og
minnast um leið eins síðasta vatns-
bera landsins, Valda Fúsa.
Atvinnulíf í blóma
Miklar framkvæmdir á vegum
sveitarfélagsins standa nú yfir og
er þar stærst bygging íþróttahúss
en einnig eru í byggingu tvö einbýl-
ishús og fjórar íþúðir en mikil hús-
næðisekla hefur háð mögulegri íbúa-
flölgun í sveitarfélaginu um nokkum
tíma. Gangstéttalagning og gerð
göngustíga stendur einnig yfir. Það
sem öðru fremur hefur einkennt
daglegt líf hér á Þórshöfn á þessu
ári, einkum í sumar, er mjög mikil
atvinna og athafnasemi, hvert sem
litið er. Á tímabili vom um 30 að-
komnir iðnaðarmenn við ýmis störf
hér í plássinu og kvartar því enginn
yfir deyfð og aðgerðarleysi á þessum
tímum hér á Þórshöfn.
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
FRÁ þingmannafundinum á Vesturlandi.
Þingmannafundir
á Vesturlandi
Grund - Öflug byggð við aldamót
var yfirskrift fundar sem alþingis-
mennirnir Guðjón Guðmundsson og
Sturla Böðvarsson boðuðu til á
Hvanneyri föstudaginn 19. septem-
ber sl.
Dagskrá fundarins var þannig
að að loknu ávarpi þingmannanna
flutti Ólafur Sveinsson hagverk-
fræðingur framsögu undir yfir-
skriftinni Staða- svæðisins metin -
Yfirlit um þróun atvinnulífs og
byggða. Næsti dagskrárliður bar
yfirskriftina Veikar og sterkar hlið-
ar Borgarfjarðar, Akraness og
Borgarbyggðar til eflingar atvinnu-
lífs og voru frummælendur Jónas
Bjamason, forstöðumaður Hag-
þjónustu landbúnaðarins, og Guð-
rún Pétursdóttir, forstöðumaður
Sjávarútvegstofnunar.
Að framsöguerindum loknum og
ágætum viðurgjörningi í kaffíhléi
voru frjálsar umræður og almenn
þátttaka í þeim. Að lokum drógu
þingmenn niðurstöðu fundarins
saman og svöruðu að nokkru því
sem að þeim var beint. Almenn
ánægja var með þetta framtak
þingmannanna en svipaðir fundir
verða haldnir í Gistiheimilinu
Höfða, Ólafsvík, laugardaginn 27.
september og Dalabúð í Búðardal
mánudaginn 6. október.
Byggiiig hafin á nýrri
sundlaug í Stykkishólmi
Stykkishólmi - Fyrsta skóflustung-
an að nýrri sundlaug í Stykkishólmi
var tekin föstudaginn 19. september
sl. Verkið á að ganga fljótt og vel.
Byggja á búningsaðstöðu, 60 fer-
metra innisundlaug og 25 m útilaug
með rennibrautum og heitum pott-
um. Kostnaður við þessar fram-
kvæmdir er áætlaður yfir 100 millj-
ónir króna.
Fyrsti áfangi, sem er jarðvegs-
skipti, var boðinn út fyrir nokkru.
Lægsta tilboð í það verk kom frá
Kolbirni Björnssyni í Stykkishólmi
og var 52,7% af kostnaðaráætlun.
Stykkishólmsbær gekk að tilboðinu
og hafa verið undirritaðir samning-
ar. Hér er um mikið verk að ræða.
Flytja þarf í burtu 6.300 rúmmetra
af mold og leir og setja í staðinn
uppfyllingu, 7.000 rúmmetra. Verk-
lok í jarðvegs- og lagnavinnu er 1.
desember nk.
Það var margt manna sem mætti
við íþróttamiðstöðina er fyrsta skófl-
ustungan var tekin. Ólafur Hilmar
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
FYRSTU skóflustungu að nýrri sundlaug í Stykkishólmi tóku
unglingarnir Hrefna Dögg Gunnarsdóttir og Rúnar Gunnarsson
en þau hafa verið dugleg að æfa og keppa í sundi fyrir Umf.
Snæfell. Á myndinni með þeim er María Valdimarsdóttir sund-
þjálfari og Ólafur Hilmar Sverrisson bæjarsljóri.
Sverrisson bæjarstjóri lýsti fyrirhug- taka fyrstu skóflustunguna. Að því
uðum framkvæmdum og bað ungl- loknu hóf verktakinn framkvæmdir
inga í sundliði Umf. Snæfells að við jarðvegsskiptin.
Morgunblaðið/Áki Guðmundsson
STARFSMAÐUR Malar-
vinnslunnar hf. að störfum við
að leggja slitlag á götur á
Bakkafirði.
Fram-
kvæmdir í
gatnamálum
Bakkafirði - Gífurlegt átak hefur
staðið yfir í gatnamálum Bakka-
fjarðar undanfarnar vikur. Lagt
hefur verið bundið slitlag á 80% af
gatnakerfi þorpsins og Vegagerð
ríkisins lagði nýtt slitlag á þjóðveg-
inn sem liggur í gegnum þorpið.
Áður en hægt var að setja bundna
slitlagið á þurfti undirlag á allar
götur og setja þær í réttar hæðir.
Vegagerð ríkisins bauð út allar
lagnir á slitlagi á Austurlandi í einu
og Malarvinnslan hf. frá Egilsstöð-
um fékk verkið. Malarvinnslan hf.
er búin að vera að vinna um allt
Austurland síðan í byijun maí þeg-
ar hún kom hingað í lok ágúst og
var búin hér 19. september sl.
í samtali við Steinar Hilmarsson,
oddvita, kom fram að hlutur
Skeggjastaðahrepps í framkvæmd-
inni væri á milli 3-4000 m2 og að
samið hafði verið beint við Malar-
vinnsluna hf., einnig að heildar-
kostnaður við þessa framkvæmd
alla er um 10 milljónir króna.
Til marks um umfang þessarar
framkvæmdar sagði Sigþór Sig-
urðsson hjá Malarvinnslunni hf. að
það þurfi 1200 lítra af tjöru og 120
m3 af klæðningarmöl í xh km af 6
m breiðum vegi af nýlögn en af
nýlögn voru rúmir 2 km og af yfir-
lögn um 5 km en í hana þarf helm-
ingi minna. Það er því niðurstaða
fréttaritara að það fóru um 108.000
lítrar af tjöru og um 1.080 m3 af
klæðingarmöl, það eru um 167
vönibílsfarmar.
I framhaldi af þessari fram-
kvæmd á að skipta um ljósastaura
og taka niður loftlínu sem þeim
fylgir og setja nýja ljósastaura við
aðalgötuna og setja gangstétt við
eina götu líka. Ásjóna þorpsins mun
taka miklum breytingum til batnað-
ar þegar þessar miklu framkvæmd-
ir eru búnar.
Fyrsta djáknavígslan í Skálholti í 400 ár
Fyrsta konan vígð til
kirkjulegra starfa
Selfossi - Guðrún Eggertsdóttir
djákni var vígð í Skálholtskirkju
á sunnudag af séra Sigurði Sigurð-
arsyni vígslubiskupi. Guðrún er
fyrsta konan sem fær vígslu í Skál-
holtskirkju til kirkjulegra starfa
og vígslan á sunnudag var fyrsta
djáknavígslan í 400 ár í Skálholti.
Vígsluvottar voru séra Guð-
mundur Óli Ólafsson, sóknar-
prestur í Skálholti, séra Svavar
Stefánsson, sóknarprestur í Þor-
lákshöfn, séra Jón Ragnarsson
Hveragerði og Sigríður Valde-
marsdóttir, djákni í Fríkirkjunni
í Hafnarfirði ojg formaður
Djáknafélags Islands.
Guðrún Eggertsdóttir hefur
verið ráðin til starfa við Þorláks-
kirkju, Sjúkrahús Suðurlands,
Heilsustofnun í Hveragerði og
dvalarheimilið Kumbaravogi.
Starf hennar er samstarfsverkefni
innan prófastdæmisins en þetta
er í fyrsta sinn sem djákni er ráð-
inn með þessu fyrirkomulagi.
„Mér líst vel á starfið, ég byij-
aði 1. september og þetta er nýtt
starf sem þarf að móta og fólkið
að læra á að ég er til staðar,“
sagði Guðrún. Hún er ákveðna
daga á hveijum stað og sinnir
sálgæslu við sjúklinga, aðstand-
endur og starfsfólk eftir þörfum.
Þá er hún með bænastundir á
stærstu stofnununum þar sem
lögð er áhersla á fyrirbænir, þögn
og íhugun.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
NÝVÍGÐUR djákni, vígslubiskup og vottar, að lokinni vigslu. í
aftari röð eru séra Svavar Stefánsson, séra Jón Ragnarsson og
séra Guðmundur Óli Ólafsson. Fyrir framan eru Guðrún
Eggertsdóttir, nývígður djákni, séra Sigurður Sigurðarson,
vígslubiskup í Skálholti, og Sigríður Valdemarsdóttir djákni.
Nýr tölvuskóli á Selfossi
Selfossi - Nýverið var settur nýr
tölvuskóli á Selfossi, Tölvuskóli Suð-
urlands. Skólinn er fyrsti tölvuskólinn
á Suðurlandi en ásamt almennu tölvu-
námi býður Tölvuskóli Suðurlands upp
á bókhalds- og rekstramám.
Eigandi Tölvuskóla Suðurlands er
Valtýr Pálsson. Að sögn Valtýs
leggst reksturinn vel í hann. Hann
segir skólann hafa fengið góðar við-
tökur og hafa skráningar á nám-
skeið farið fram úr björtustu vonum.
Valtýr segir að þörfin fyrir almennt
tölvunám sé mikil. Fólk á öllum aldri
hefur sótt þau námskeið sem nú
þegar eru farin af stað, hvort sem
um er að ræða námskeið fyrir byij-
endur eða þá sem lengra eru komnir.
Morgunblaðið/Sig. Fannar
VALTÝR Pálsson leiðbeinir nemendum Tölvuskóla Suðurlands.