Morgunblaðið - 25.09.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.09.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 19 NEYTENDUR Út í garð að tína og klippa Gljávíðir, tóbakshorn og trjábörkur ÞAÐ leikur allt í höndunum á henni Hjördísi Reykdal Jónsdóttur blóma- skreytara hjá Blómavali en hún full- yrðir að hver sem er geti búið til fal- legar haustskreytingar. „Allt sem þarf er hitt og þetta úr garðinum, blómalakk, vír og hugmyndaflug," segir hún. Þessa dagana er rétti tím- inn til að fara út í garð og nýta það sem þar er að finna til að lífga upp á umhverfið inni. „Blöð af trjám henta vel í haustskreyt- ingar og greinarnar má vefja í krans eða litla hringi fyrir servíettur eða utanum kerti. Bæði krækiberja- og sortu- lyng er mjög fallegt í haust- skreytingar, reyniber og önnur ber líka og síðan má gjarnan nota með þurrkaða ávexti." Lóbelíuna, sem hefur hangið víða í sumar, má taka núna og setja í knippi og búa til úr henni hring. Blómin eru fyrst hrist af henni. Tóbakshornið, lengri teg- undin, er hentug í skreytingar. Blómin eru hreinsuð af og stilkarnir notaðir til að vefja í allt mögulegt. Þurrkaðir ávextir Epli, mandarínur, appelsínusneið- ar, grapesneiðar og svo framvegis henta vel í haustskreytingar. Ávaxtalitimir eru fallegir með haust- litunum úr garðinum. Bæði er hægt að leggja ávextina til þerris á ofni eða þurrka þá við lágan hita í bak- araofninum. - En þarf ekki að úða þessar skreytingar? Morgunblaðið/Golli ÞETTA er hálmhringur sem Hjördis er byrjuð að vefja með íslenskum jurtum. Hún notar til skiptis reyniber, krækiberja- lyng, sortulyng, gljávíðisblöð, trjábörk og önnur laufblöð í fal- legum haustlitum. Skreytinguna vefur hún utanum hringinn sem hún hefur vafið með plasti. Hjör- dís notar síðan vír til að festa jurtirnar á kransinn. Morgunblaðið/Þorkell „ÉG NOTA mikið ryðgað dót núna, fann ryðgaðan vír, flát ýmiss konar, tunnugjörð sem ég skreyti. Annars getur fólk notað hvaða flát sem er, hrífur, skófl- ur, blómapotta, könnur, fötur og svo framvegis. „Jú, auðvitað er það best og það er hægt að kaupa blómalakk sem held- ur skreytingunum lengi fallegum. Það eru líka til aðrar leiðir eins og að setja laufblöðin í glyserín-vatnslausn þ.e. einn á móti einum. Þá halda þau sér lengi. Sumir setja reyniberin í vax en þá mygla þau líka þegar vaxið springur síðar meir.“ Hjördís mælir ekki með þeirri aðferð og segir að það sé bara fallegt að reyniberin eld- ist og skreppi saman eins og mann- fólkið. - Hvað með undirlag í þessar skreytingar? „Það má nota næstum hvað sem er. Ég hef sankað að mér ryðguðu dóti núna, tunnugjörð, vírum úr dýnu, ónýtum rafmagnsvírum og svo framvegis. Auðvitað má nota hefð- bundna hálmhringi og allskonar ílát líka.“ Hugað að jólum Reyniberin í frysti og kertahringir í geymslu UM LEIÐ og við tínum í haust- skreytingar má tína fyrir jólin. Hjördís ætlar að hafa tímann fyrir sér og huga strax að jólaskreyting- unum. f jólablaði Morgunblaðsins sem kemur út um mánaðamótin nóvember-desember ætlar Hjör- dfs Reykdal Jónsdóttir hjá Blóma- vali að skreyta úr því sem hún tín- ir núna og leiðbeina lesendum með hvað hægt er að gera úr þessum efnivið. „Við tfnum reyniber og frystum helminginn af þeim en hengjum af- ganginn upp og sjáum svo hvort kemur betur út. Það er best að úða berin með blómalakki áður en við hengjum þau upp. Sfðan náum við í nokkrar grein- ar af gfjávfði og slftum blöðin af greinunum. Þau setjum við sfðan í glyserín-vatnsblöndu (einn á móti einum) en glyserín er hægt að kaupa f apótekum. Það má lfka gera þetta við greinar af birkikvisti. Efnið gerir það að verkum að blöðin haldast falleg f langan tíma. Blöðin geymum við síðan á góðum stað fram í desem- ber. Úr greinum sem nú er búið að slíta af öll blöð búum við til kransa eða hringi fyrir servíettur, kerti eða skreytingar á vegg. Þegar bú- ið er að velja greinarnar eru þær festar með vír ef þarf. Þær eru geymdar fram í desember. Suma hringina má skreyta strax með haustlitunum. Morgunblaðið/Þorkell HELMINGINN af reynibeijun- um frystum við og afganginn hengjum við upp. BLÖÐIN af gljávíði setjum við í glyserínlausn og greinarnar veQum við í hringi. Þá er að finna tijábörk en hann flagnar af dauðum greinum og er frábært skreytingarefni. Auk þessa borgar sig að leggja aðeins til hliðar af krækibeija-, og sortulyngi. Það má geyma úti eða hreinlega frysta það. Þetta skreyt- um við síðan í byijun desember. ÍJiUJlJji Hringdu á föstudaginn í Þjónustusfma Pósts & Síma, 800-7000, og fáðu þér talhólf fyrir GSM símann þinn og þú vinnur þér inn 2 bíómiða* á CONTACT. TALHÖLP PÖSTS OGSÍMA Nýjasta kvikmynd Óskarsverðlauna-hafans og leikstjóra Forrest Gump, Robert Zemeckis, gerð eftir metsölubók Pulitzer-verðlaunahafans Carl Sagan, (Cosmos). PÓSTUH OG StMI HF Skilaboð utan úr geimnum! Hver veröur fyrstur til að fara?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.