Morgunblaðið - 25.09.1997, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 19
NEYTENDUR
Út í garð að tína og klippa
Gljávíðir,
tóbakshorn og
trjábörkur
ÞAÐ leikur allt í höndunum á henni
Hjördísi Reykdal Jónsdóttur blóma-
skreytara hjá Blómavali en hún full-
yrðir að hver sem er geti búið til fal-
legar haustskreytingar. „Allt sem
þarf er hitt og þetta úr garðinum,
blómalakk, vír og hugmyndaflug,"
segir hún. Þessa dagana er rétti tím-
inn til að fara út í garð og nýta það
sem þar er að finna til að lífga
upp á umhverfið inni. „Blöð af
trjám henta vel í haustskreyt-
ingar og greinarnar má vefja í
krans eða litla hringi fyrir
servíettur eða utanum kerti.
Bæði krækiberja- og sortu-
lyng er mjög fallegt í haust-
skreytingar, reyniber og önnur
ber líka og síðan má gjarnan
nota með þurrkaða ávexti."
Lóbelíuna, sem hefur hangið
víða í sumar, má taka núna og
setja í knippi og búa til úr
henni hring. Blómin eru fyrst hrist
af henni. Tóbakshornið, lengri teg-
undin, er hentug í skreytingar.
Blómin eru hreinsuð af og stilkarnir
notaðir til að vefja í allt mögulegt.
Þurrkaðir ávextir
Epli, mandarínur, appelsínusneið-
ar, grapesneiðar og svo framvegis
henta vel í haustskreytingar.
Ávaxtalitimir eru fallegir með haust-
litunum úr garðinum. Bæði er hægt
að leggja ávextina til þerris á ofni
eða þurrka þá við lágan hita í bak-
araofninum.
- En þarf ekki að úða þessar
skreytingar?
Morgunblaðið/Golli
ÞETTA er hálmhringur sem
Hjördis er byrjuð að vefja með
íslenskum jurtum. Hún notar til
skiptis reyniber, krækiberja-
lyng, sortulyng, gljávíðisblöð,
trjábörk og önnur laufblöð í fal-
legum haustlitum. Skreytinguna
vefur hún utanum hringinn sem
hún hefur vafið með plasti. Hjör-
dís notar síðan vír til að festa
jurtirnar á kransinn.
Morgunblaðið/Þorkell
„ÉG NOTA mikið ryðgað dót
núna, fann ryðgaðan vír, flát
ýmiss konar, tunnugjörð sem ég
skreyti. Annars getur fólk notað
hvaða flát sem er, hrífur, skófl-
ur, blómapotta, könnur, fötur og
svo framvegis.
„Jú, auðvitað er það best og það er
hægt að kaupa blómalakk sem held-
ur skreytingunum lengi fallegum.
Það eru líka til aðrar leiðir eins og að
setja laufblöðin í glyserín-vatnslausn
þ.e. einn á móti einum. Þá halda þau
sér lengi. Sumir setja reyniberin í
vax en þá mygla þau líka þegar vaxið
springur síðar meir.“ Hjördís mælir
ekki með þeirri aðferð og segir að
það sé bara fallegt að reyniberin eld-
ist og skreppi saman eins og mann-
fólkið.
- Hvað með undirlag í þessar
skreytingar?
„Það má nota næstum hvað sem
er. Ég hef sankað að mér ryðguðu
dóti núna, tunnugjörð, vírum úr
dýnu, ónýtum rafmagnsvírum og svo
framvegis. Auðvitað má nota hefð-
bundna hálmhringi og allskonar ílát
líka.“
Hugað að jólum
Reyniberin í
frysti og
kertahringir
í geymslu
UM LEIÐ og við tínum í haust-
skreytingar má tína fyrir jólin.
Hjördís ætlar að hafa tímann fyrir
sér og huga strax að jólaskreyting-
unum. f jólablaði Morgunblaðsins
sem kemur út um mánaðamótin
nóvember-desember ætlar Hjör-
dfs Reykdal Jónsdóttir hjá Blóma-
vali að skreyta úr því sem hún tín-
ir núna og leiðbeina lesendum með
hvað hægt er að gera úr þessum
efnivið.
„Við tfnum reyniber og frystum
helminginn af þeim en hengjum af-
ganginn upp og sjáum svo hvort
kemur betur út. Það er best að úða
berin með blómalakki áður en við
hengjum þau upp.
Sfðan náum við í nokkrar grein-
ar af gfjávfði og slftum blöðin af
greinunum. Þau setjum við sfðan í
glyserín-vatnsblöndu (einn á móti
einum) en glyserín er hægt að
kaupa f apótekum. Það má lfka
gera þetta við greinar af
birkikvisti. Efnið gerir það að
verkum að blöðin haldast falleg f
langan tíma. Blöðin geymum við
síðan á góðum stað fram í desem-
ber. Úr greinum sem nú er búið að
slíta af öll blöð búum við til kransa
eða hringi fyrir servíettur, kerti
eða skreytingar á vegg. Þegar bú-
ið er að velja greinarnar eru þær
festar með vír ef þarf. Þær eru
geymdar fram í desember. Suma
hringina má skreyta strax með
haustlitunum.
Morgunblaðið/Þorkell
HELMINGINN af reynibeijun-
um frystum við og afganginn
hengjum við upp.
BLÖÐIN af gljávíði setjum við í
glyserínlausn og greinarnar
veQum við í hringi.
Þá er að finna tijábörk en hann
flagnar af dauðum greinum og er
frábært skreytingarefni.
Auk þessa borgar sig að leggja
aðeins til hliðar af krækibeija-, og
sortulyngi. Það má geyma úti eða
hreinlega frysta það. Þetta skreyt-
um við síðan í byijun desember.
ÍJiUJlJji
Hringdu á föstudaginn í
Þjónustusfma Pósts & Síma,
800-7000, og fáðu þér talhólf
fyrir GSM símann þinn og þú vinnur
þér inn 2 bíómiða* á CONTACT.
TALHÖLP
PÖSTS OGSÍMA
Nýjasta kvikmynd Óskarsverðlauna-hafans og
leikstjóra Forrest Gump, Robert Zemeckis, gerð
eftir metsölubók Pulitzer-verðlaunahafans Carl
Sagan, (Cosmos).
PÓSTUH OG StMI HF
Skilaboð
utan úr
geimnum!
Hver
veröur fyrstur
til að fara?