Morgunblaðið - 25.09.1997, Síða 20

Morgunblaðið - 25.09.1997, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Morgunblaðið/Golli ESTER Gísladóttir með beinlausu túnfisksteikurnar sem Hag- kaup bauð upp á í gærmorgun. Upp úr hádeginu voru síðustu kílóin að klárast. Túnfiskurinn seldist upp á skömmum tíma TÚNFISKURINN, sem Heimaey VE fékk í trollið í síðustu viku og var seldur á Fiskmarkaði Vest- mannaeyja í fyrradag, var kominn í allar verslanir Hagkaups í gær- morgun, í Reykjavík, Njarðvík og á Akureyri. Voru viðbrögðin afar góð og upp úr hádeginu var allt að klárast. Fiskbúðin Sæbjörg keypti fiskinn fyrir Hagkaup en þess má geta að áhöfnin á Heimaey gaf andvirði hans til deildar Krabbameinsfélags íslands í Vest- mannaeyjum og Sæbjörg og Hag- kaup ætla hvort um sig að leggja það sama af mörkum til deildarinn- ar. Árni Ingvarsson hjá Hagkaupi sagði að fiskurinn hefði vegið heill 225 kíló en þegar búið hefði verið að skera hann og snyrta í bein- lausar steikur, hefðu það verið um 100 kg, sem boðið var upp á. Tún- fískur er víða um lönd, ekki síst í Japan, einhver dýrasta matvara á markaðnum en Árni sagði að ákveð- ið hefði verið að selja hann á 998 kr. kílóið. Til samanburðar nefndi hann, að Hagkaup hefði flutt inn með flugi á síðasta ári ferskan tún- fisk frá Oman og hefði hann verið seldur á 2.500 kr. kg og selst vel. Túnfískur er afar ljúffengur matur, ýmist pönnusteiktur eða grillaður en Árni sagði að varast bæri að steikja hann of mikið. Eins og fyrr segir ákvað áhöfnin á Heimaey að gefa andvirði físks- ins, 79.000 kr., til Krabbameins- deildarinnar í Eyjum og Árni sagði að Sæbjörg hefði ákveðið að jafna þá upphæð og Hagkaup einnig. Rauðsíða kaupir frystihús Trostans Stefnt að helmings fjölgun starfsfólks FISKVINNSLUFYRIRTÆKIÐ Rauðsíða á Þingeyri hefur stofnað dótturfyrirtækið Rauðfeld ehf., sem keypt hefur frystihús og tækjabún- að Trostans á Bíldudal. Kaupverðið hefur ekki fengist uppgefíð. Fyrr í sumar var gengið frá kaup- um Rauðsíðu ehf. á eignum Fáfnis hf. á Þingeyri, sem Byggðastofnun, Fiskveiðasjóður og Landsbanki ís- lands leystu til sín nokkru áður. Eigendur Rauðsíðu og dótturfélags- ins Rauðfelds eru Eyþór Haralds- son, framkvæmdastjóri afurðasölu- fyrirtækisins Norfísk hf. í Reykja- vík, Guðmundur Franklín Jónsson, verðbréfasali í New York, og Ingi- björg Vagnsdóttir, eiginkona Ketils Helgasonar, framkvæmdastjóra Rauðsíðu og Rauðfeldar. Hann rek- ur einnig Bolfísk hf. í Bolungarvík sem sérhæft hefur sig í vinnslu Rússafisks. Norfísk selur svo afurð- ir fyrirtækjanna. Eyþór og Ingi- björg eiga 45% hlut í fyrirtækjunum og Guðmundur 10%. Reiknum með að hafa nóg hráefni Að sögn Ketils er stefnt að veru- legri fjölgun starfsmanna í frysti- húsinu á Bíldudal. Um það bil tutt- ugu manns hafi unnið þar að stað- aldri undanfarið, en gert er ráð fyrir að starfsmenn verði 40 til 50. „Við munum aðallega byggja vinnsluna á Rússafiski. Sömuleiðis á viðskiptum við heimabáta auk þess sem við komum til með að verða eitthvað á uppboðsmörkuð- um. Við reiknum með því að hafa nóg hráefni til að vinna í frystihús- unum á Þingeyri og á Bíldudal. Okkur líst mjög vel á þetta, hefðum ekkert farið í þetta annars," segir Ketill. Einbeitir sér að vinnslu rækju á Brjánslæk Aðspurður um tildrög kaupanna, svaraði Ketill því til að Eiríkur Böðvarsson, eigandi og fram- kvæmdastjóri Trostans, hafí viljað einbeita sér í meiri mæli að rækju- vinnslu á Bijánslæk en verið hefði. „Við sáum okkur þarna leik á borði með því að kaupa frystihúsið af honum og hann kemur svo í staðinn til með að efla rækjuvinnslu sína á Bijánslæk verulega." Eiríkur Böð- varsson hefur keypt togarann gamla Lóm frá Hafnarfirði, en hann heitir nú Geysir BA og hyggst gera hann út á rækju. Borís Jeltsín gagnrýnir öflug fjármálafyrirtæki Vill að ríkið gegni auknu hlutverki í efnahagslífinu Varað við uppgangi glæpamanna í stjórnkerfinu Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær að ríkisvaldið ætti að gegna auknu hlutverki í rússneska efnahagslífínu til að tryggja að sanngirni og réttlætis yrði gætt en lagði áherslu á að stjórnin myndi ekki falla frá þeirri stefnu að byggja upp fijálsan markaðsbúskap. For- setinn lofaði ennfremur að herða baráttuna gegn spillingu í landinu og varaði við því að glæpasamtök gætu spunnið spillingarnet sín í hveijum krók og kima stjórnsýslunnar. Ræða Jeltsíns þótti endurspegla verulegar breytingar í rússnesk- um stjórnmálum frá því forsetinn var endur- kjörinn fyrir tæpum 15 mánuðum. Jeltsín lýsti því m.a. yfir að Rúss- landi stafaði ekki lengur hætta af því að kommúnistar kæmust aftur til valda. Hann sagði að efnahags- kreppunni, sem ríkt hefur í Rúss- landi frá hruni Sovétríkjanna 1991, væri nú einnig lokið og lofaði hag- vexti á næsta ári. „Markaðurinn er ekki allra meina bót“ „Við þurfum nýja efnahagsskip- an og til þess þurfum við öflug og skörp yfirvöld, sterkt ríkisvald," sagði Jeltsín í ræðu sem hann flutti á setningarfundi Sambandsráðsins, efri deildar rússneska þingsins. „Allir eru nú sammála um að við þurfum að auka hlutverk ríkisvalds- ins í efnahagslífinu og við hyggj- umst framfylgja þeirri stefnu,“ sagði forsetinn en bætti við að þetta jafngilti ekki afturhvarfi til miðstýr- ingarstefnunnar sem framfylgt var á valdatíma sovéskra kommúnista. „Þetta er afturhvarf til ígrundaðrar efnahagsstefnu." Forsetinn bætti við að fijálsi markaðsbúskapurinn hefði fært Rússland úr efnahagskreppunni sem fylgdi hruni sovéska kommún- ismans og efnahagshorfurnar væru nú bjartar. „1998 ætti að verða tímamótaár, ár hagvaxtar." Jeltsín sagði tímabært að tryggja meiri samhæfingu í efnahagslífinu og hann gagnrýndi öflug fjármálafyrirtæki, sem mörg hver studdu for- setann í kosningunum fyrir rúmu ári. Nokkur þeirra hafa gert harða hríð að stjórninni að undanförnu vegna deilu um sölu ríkis- eigna. „í upphafi umbót- anna voru markaðsöfl- in einu öflin sem gátu komið okkur út úr efnahagskreppunni,“ sagði hann. „En til að tryggja varanlegan hagvöxt nægir mark- aðsfrelsið ekki eitt og sér. Við þurfum nýja efnahagsskip- an. Markaðurinn er ekki allra meina bót. í öllum siðmenntuðum löndum starfa markaðsöflin og ríkisvaldið í sátt og samlyndi." Vilja sporna við einokun Ummæli forsetans komu ekki á óvart. Fijálslyndir umbótasinnar í stjórninni hafa beitt sér fyrir því að ríkisvaldið láti meira til sín taka í efnahagslífinu, eins og til að mynda í Þýskalandi, meðal annars til að spoma við einokunartilburð- um stórfyrirtækjanna. „Stjórnin setur skýrar og sann- gjarnar reglur um efnahagslega framgöngu. Við ætlum að tryggja að allir fari eftir þessum reglum — stórfyrirtækin jafnt sem smáfyrir- tækin og ríkið sjálft,“ sagði Jeltsín. Hann bætti við að ekki yrði látið viðgangast að embættismenn hag- ræddu reglum markaðarins í þágu eigin hagsmuna eða bandamanna sinna, en nokkrir bankastjórar hafa sakað umbótasinna í stjóminni um að hafa gengið erinda ákveðinna ijármálamanna á kostnað annarra. Anatolí Tsjúbajs, fyrsti aðstoðar- forsætisráðherra Rússlands, gagn- rýndi einnig rússneska ijármála- menn og forstjóra stórfyrirtækja á blaðamannafundi í tengslum við ársfund Alþjóðabankans og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins í Hong Kong. Hann sagði að rússneska stjórnin væri reiðubúin að knýja fram nýjar reglur um sölu ríkisfyrir- tækja og umbætur til að auka sam- keppnina í viðskiptalífinu, þrátt fyr- ir andstöðu nokkurra stórfyrir- tækja. Herferð boðuð gegn glæpamönnum Jeltsín sagði við fréttamenn eftir ræðuna að glæpasamtök stefndu rússneska stjórnkerfinu í alvarlega hættu. „Þau geta teygt anga sína í hvern krók og kima nema allt samfélagið sameinist í baráttunni gegn þessu vandamáli." Forsetinn kvaðst hafa sent emb- ættismenn til að rannsaka mál Gennadís Konjakhíns, fjármála- manns sem gerst hefur borgarstjóri Lenínsk-Kúznetskí í Síberíu. Rúss- neskir fjölmiðlar hafa lýst borgar- stjóranum sem glæpamanni er hafi valdið ógnaröld í borginni en Konj- akhín segir ekkert hæft í þeim ásök- unum. Jeltsín hvatti til þess að sett- ar yrðu reglur sem kæmu í veg fyrir að dæmdir sakamenn gegndu opinberum embættum. Stjórnin hélt einnig áfram bar- áttu sinni gegn spillingunni í gær og Anatolí Kúlíkov innanríkisráð- herra sendi neðri deild þingsins, Dúmunni, lista með nöfnum 50 þingmanna sem hann sagði að væru á sakaskrá. Að sögn fréttastofunn- ar Interfax er mannréttindafrömuð- urinn Sergej Kovaljov nefndur á listanum, en honum var haldið í sovéskum fangabúðum í mörg ár fyrir „áróður gegn ríkinu". Valentín Varenníkov hershöfðingi, sem af- plánaði nokkurra mánaða fangelsis- dóm fyrir aðild að valdaránstilraun harðlínukommúnista árið 1991, er einnig á listanum. Reuter BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands. Tollfrjáls verzlun inn- an ESB afnumin 1999 Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins (ESB) útilokaði í gær að hopað yrði frá fyrri ákvörðun um að leggja niður tollfrjálsa verzl- un innan ESB um mitt ár 1999, þrátt fyrir mikinn þrýsting frá hagsmunaaðilum sem vilja að þessi starfsemi fái að haldast óbreytt. Mario Monti, sem fer með málefni innri markaðarins í framkvæmda- stjórninni, hvatti í gær þá sem reka fríhafnarverzlanir til að heíja undir- búning þess að breyta verzlunum sínum í venjulegar búðir sem greiða sömu gjöld af veltunni og aðrir verzlunarrekendur. Afleiðingarnar verði kannaðar Mary O’Rourke, samgönguráð- herra Irlands, hvatti í gær til þess að horfið yrði frá ákvörðuninni. Sagði O’Rourke afleiðingar þess geta orðið mjög neikvæðar. í ræðu sem hún hélt á ráðstefnu um málið í Brussel sagði ráðherrann að toll- fijáls verzlun hefði lagt mikið af mörkum til afkomu ferðamanna- þjónustunnar og ekki sízt atvinnu- tækifæra í þeirri atvinnugrein. „Með tilliti til mikilvægis hennar verðum við að skoða afleiðingar afnáms tollfrjálsrar verzlunar fyrir ferðamennsku innan Evrópusam- bandsins,“ sagði O’Rourke og hvatti framkvæmdastjórnina til þess að kanna til hlítar hvaða afleiðingar þetta skref myndi hafa. Fjármálaráðherrar ESB tóku um það einróma ákvörðun 1991 að toll- fijáls verzlun fyrir ferðamenn innan ESB skyldi afnumin fyrir lok júní- mánaðar 1999. Til þess að hnekkja þessari ákvörðun þyrftu ráðherr- arnir að ná einróma samkomulagi um nýja ákvörðun. Skekkir samkeppni Monti sagði í yfírlýsingu, sem hann gaf út í tilefni af ráðstefn- unni, að hagsmunaaðilar hefðu feng- ið sjö og hálfs árs aðlögunarfrest. „Það er kominn tími til að þið notið þennan frest á uppbyggilegan hátt í stað þess að reyna að snúa klukk- unni til baka,“ segir í yfírlýsingunni. Segir Monti tollfijálsu verzlunina njóta skattfríðinda að upphæð 160 milljarða ísl. kr. á ári og þetta skekki samkeppni í verzlun. Ekki kæmi til greina af hálfu fram- kvæmdastjórnarinnar að nokkur frekari frestur verði veittur. „Ákvörðuninni verður ekki breytt. Það er kominn tími til að flugfélög, þjónustuaðilar á flugvöll- um og þeir sem reka feijur, sem og framleiðendur tóbaks og áfeng- is, að takast á við raunveruleikann og fjárfesta skynsamlega til að vera búnir undir breytingarnar 1999.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.