Morgunblaðið - 25.09.1997, Page 26

Morgunblaðið - 25.09.1997, Page 26
T£ tggi naaManaa .22 HUOÁQUTMMia 26 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 GIGAJHVTITOflnM MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýttog þó gamalt í frönsku riti TONIIST Listasafn íslands KAMMERTÓNLEIKAR UNM tónleikar með verkum eftir Peter Bruun, Jesper Nordin, Morten Danielsen, Edina Hadziselimovic, Timo Virtanen og Jexper Holmen. Flytjendur islenskir og erlendir nem- endur. Stjóraandi: Guðmundur Hafsteinsson. þriðjudagurinn 23. september, 1997. „EKKERT er nýtt undir sólinni" var einu sinni sagt og má segja að það hafi einkennt tónleika unga fólksins sl. þriðjudag í Listasafn- inu. Tónleikarnir hófust á söngv- erki eftir Peter Bruun, er hann nefnir Alle ting er hans spejl við kvæði eftir Jörgen Gustava Brandt. Verkið er ritað fyrir Mezzo-sópran Klarinett, tilhaft píanó, slagverk lágfiðlu og kontra- bassa. Sönglínan er nær alveg tón- tegundabundin og byggir mikið á brotnum hljómum og mátti jafnvel heyra stef eins do-mí-so-la og fleira í þeim dúr. Á móti þessu er nokkuð unnið með slag-effekta bæði á strengi og píanóið og auð- vitað á slaghljóðfæri, þannig að umgerð sönglínunnar var oftlega skemmtilega hljómandi. Flytjendur léku með prýði undir stjórn Guð- mundar Hafsteinssonar og þó ekki reyndi mikið á söngkonuna, Jó- hönnu S. Halldórsdóttur, sýndi hún sig vera efnileg söngkona. Segja má, að þrátt fyrir gamal- kunnar tónhendingar, var verkið í heild bæði fallega hljómandi, jafn- vel sérkennilegt og ólíkt því sem gat að heyra í þeim verkum sem á eftir komu. Þar var verið að fást við atriði sem voru af nýrri gerð- inni fyrir 30 til 40 árum. Enda eðlilegt að ungur tónhöfundur beri merki kennslunnar og taki mið af reynslu kennarans. Þau verk sem falla undir þessi álög eru Departing Water, fyrir flautu og píanó, eftir Nordin, Situation, fyrir píanó, eftir Danielssen, Syntymát, þtjú söng- lög fyrir mezzo-sópran og píanó, eftir Virtanem og Crystals, tveggja þátta verk fyrir fiðlu og píanó, eftir Holmen. Öll verkin voru að mörgu leyti vel unnin og voru einn- ig vel flutt. Tónleikunum lauk með strengja- kvartett eftir Hadziselimovic, frá Saijevo. Verkið er í þremur þáttum og hver þáttur mjög skýrt mótaður með einföldum leikaðferðum. Fyrsti kaflinn var mjög einfaldur og þar brá fyrir alls konar stefjum og tóneffektum en annar þátturinn var að mestu leyti leikinn pizzicato og þrátt fyrir einfaldleikann, var hann á köflum skemmtilegur áheyrnar. Síðasti þátturinn var kraftmestur en þar var meira að heyra af þekktum tóntiltektum frá tilraunatímanum fyrir þrem til fjórum áratugum. Flytjendur voru að mestu leyti íslenskir tónlistarnemar og stóðu allir flytjendur sig með prýði og mun síðar gefast tími til að fjalla um það sem þeir hafa að gefa, er þeir hafa lokið námi og koma fram sem fullþroskaðir listamenn. Jón Ásgeirsson TÍMARITIÐ Pandora, sem er evrópskt menningartímarit gefið út í Frakklandi, hefur sent frá sér ritið Poésie au visage multi- colore þar sem saman fara ljóð- list og myndlist. Höfundar ljóðanna eru Vang- elis Georgoudis og Catherine Fabre og birtast þau á frönsku og ítölsku. Myndlistarmennirnir eru margir heimskunnir. Meðal þeirra eru Salvador Dalí, An- tonio Tapies og Oskar Kokosc- hka. Norrænir listamenn, sem eiga verk í ritinu, eru Ulf Nilsen, Dagfinn Bakke, Juhana Blomstedt, Ulla Rantanen og Tryggvi Ólafsson. Mynd Tryggva nefnist Til Pandoru. I tímaritinu Pandoru hafa birst verk eftir íslenska höfunda í frönskum þýðingum og þar hefur verið skrifað um íslenskar samtímabókmenntir. Ritið er til húsa í 4, Cours des Longs Prés, 92100 Boulogne France. Fyrirlestraröð í Þjóð- minjasafni Islands Himna- drottning og helgir menn ÞJÓÐMINJASAFN íslands efnir til fyrirlestraraðar um efni á sýning- unni Kirkja og kirkjuskrúð - Mið- aldakirkjan í Noregi og á Islandi í Þjóðminjasafni Islands. Sýning þessi er eitt þeirra viðfangsefna sem fengu fjárveitingu úr norsk-íslenska menn- ingarsjóðnum en þann sjóð stofn- settu Norðmenn í tilefni af fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Þóra Kristjánsdóttir, listfræðing- ur á Þjóðminjasafni, ríður á vaðið í dag og flytur erindi sem hún nefnir Himnadrottning og helgir menn. Þar talar Þóra um listbúnað kirkna á miðöldum. Fimmtudaginn 2. október mun Elsa F. Guðjónsson, fyrrverandi deildarstjóri textíl- og búningadeild- ar, halda fyrirlesturinn íslensk kirkjuklæði á miðöldum. Þar fjallar Elsa m.a. um altarisklæðin íslensku sem eru einstök í sinni röð. Fimmtudaginn 9. október talar Hjörleifur Stefánsson, arkitekt, um kirkjubyggingar hér á landi. Erindið nefnir hann íslenskar miðaldakirkjur og íjallar þar um líkan af íslenskri miðaldadómkirkju sem smíðað var í tilefni þessarar sýningar en jafn- framt um gerð og uppsmíð líkansins af litlu miðaldakirkjunni. Allir fyrirlestrarnir hefjast kl. 17 og að þeim loknum gefst tækifæri til þess að skoða sýninguna. Síðasti sýningardagur er Iaugar- dagurinn 18. október en þá verða allir munirnir fluttir til Noregs þar sem sýningin verður opnuð á nýjan leik í Norsk Folkemuseum á Bygdoy um miðian nóvember. Icewear — vegna flutninga Allar Coral barna- og fullorðinspeysur seldar á kr. 750. Eldri lagerar af ýmsum vörum á mjög hagstæðu verði kr. 150—3.900. Útsalan stendur aðeins dagana 25. september — 4. október. OPNUM í DAG lcewear, Skútuvogi 13A, 104 Reykjavík. Við erum bakvið Bónus gegnt Húsasmiðjunni. Opnunartími kl. 12.00—18.00 — laugard. kl. 10.00—16.00 Sæbraut D cn (l) £ Húsasmiðjan Súöarvogur 03 L— E co Q- Q. 0) Skútuvogur c Bónus Hér erum við Komiö og geríö frábær kaup

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.