Morgunblaðið - 25.09.1997, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Pattstaða í menntun
ÞEGAR þessi orð eru rituð hefur
verið samið við kennara í leikskól-
um og framhaldsskólum. Grunn-
skólinn er enn í uppnámi og alls-
endis óljóst hveijar lyktir verða.
Hitt liggur þó fyrir að fjöldi kenn-
ara hefur sagt upp störfum með
eðlilegum fyrirvara. Vissa mín er
sú að drjúgur hluti þeirra muni
ekki snúa aftur til starfa. Ástæður
eru margar. Helst ber þar auðvitað
að nefna hin lágu laun eða um
70.000 krónur í byijunarlaun eftir
þriggja ára háskólanám! í haust
hafði ungur maður, nýkominn með
kennararéttindi, ráðið sig til starfa
við grunnskóla á Suðurnesjum.
Hann langaði til að starfa með
börnum. Skömmu fyrir upphaf
skóla hringdi hann í skólastjórann
og sagðist því miður verða að
hætta við: „Eg hef ekki efni á að
verða kennari.“ Ungi maðurinn
hafði unnið sem vaktmaður við
gæslu mannvirkja í sumar og
reiknaði út að um áramót væri
hann búinn að ná í því starfi árs-
launum kennarans.
Mér er kunnugt um kennara sem
sagt hefur upp störfum eftir tæp-
lega tveggja áratuga farsælt starf.
Þessi kennari segist í raun vera
búinn að sætta sig við lágu launin.
Á móti þeim vegi hversu skemmti-
legt starfíð sé. „Ég er hins vegar
búin að fá mig fullsadda af því að
þurfa eilíflega að verja starf mitt
gagnvart árásum og fordómum
foreldra og fólks úti í samfélag-
inu.“ Hvaða áhrif til lengdar hefur
það ef hugsjónafólk í kennarastörf-
um hverfur úr skólunum? Hafa
menn leitt hugann að því hveijir
hafa verið og verða ráðnir í stað-
inn? Hvaða langtímaáhrif verða af
því þegar enginn kennari fæst í
heila bekkjardeild eins og staðan
er við nokkra skóla í dag?
Ég hygg að þessi dæmi séu
nokkuð lýsandi fyrir stöðu mála.
Áhugasamt fólk, sem kýs að sinna
menntun barna okkar, er að gefast
upp vegna láglaunastefnu og
fjandsamlegs viðmóts í samfélag-
inu gagnvart störfum þeirra.
Hugsanlega erum við
að buga kennarastétt-
ina sem við þó þurfum
að reiða okkur á. Þetta
er mótsögn enda virð-
ist eftirlit með mann-
virkjum helmingi bet-
ur metið til launa held-
ur en umönnun og
uppeldi bama okkar.
Er þetta hin fram-
sækna menntaþjóð?
Nöturlegar
staðreyndir
Þegar öllu er á botn-
inn hvolft ættu þessi
tíðindi ekki að koma
okkur á óvart. Skóla-
mál þjóðarinnar hafa verið í patt-
stöðu um áratugaskeið. Veldur þar
margt en fyrst og fremst takmark-
aður vilji þjóðarinnar til að trúa því
að góð menntun skili okkur fram-
förum og betra mannlífi. Við þekkj-
um reyndar fagurgala tyllidaganna
um gildi vel menntaðrar æsku.
Hann skiptir í raun engu máli þeg-
ar efndir eru í hrópandi mótsögn.
Fyrir vikið höfum við leitt yfir okk-
ur vandræðalegt ástand hvað varð-
ar menntun þjóðarinnar.
Lítum aðeins á nokkrar stað-
reyndir. Framlög hins opinbera til
menntamála hafa löngum verið á
íslandi með því lægsta sem þekk-
ist innan OECD. Hvað varðar
framlög íslenskra fyrirtækja til
endurmenntunar verma íslending-
ar hið vafasama botnsæti með
0,17% af launaveltu meðan Grikkir
koma næstlægstir með 0,79%
(Danir með um 5%). Þrátt fyrir
áralanga umræðu um mikilvægi
starfsmenntabrauta hefur lítið orð-
ið ágengt í þeim efnum. Tölvudeild
háskólans er í uppnámi vegna þess
að brösuglega gengur að fá kenn-
ara. Öllum ætti að vera í fersku
minni útkoma okkar í TIMMS-
könnuninni þar sem samanburður
við aðrar þjóðir var okkur mjög í
óhag. Viðbrögðin voru skondin í
meira lagi og mátti heyra einfaldar
skýringar á hinni dapurlegu út-
komu. Hver kannast
ekki við orrahríð í garð
kennara í fjölmiðlum,
á vinnustöðum og
jafnvel inni á heimilum
í viðurvist barna? Og
svo segjumst við vilja
skipa menntun í önd-
vegi.
Líklega hafa allir
stjórnmálaflokkar í
stefnuskrám sínum
metnaðarfull orð um
öndvegi menntunar og
má segja að sá mála-
flokkur hafi verið
áberandi við síðustu
kosningar, bæði til
Alþingis og sveitar-
stjórna. Að vanda hefur stjómar-
andstaða hamast mjög á ríkisstjórn
fyrir slælega framgöngu í þessum
málaflokki. Þetta er í raun ekkert
nýtt því allir flokkar inni á Alþingi
Framfarir eru hvergi
meiri en á Tævan, segir
Hjálmar Arnason,
en þar er menntun í
hávegum höfð.
hafa setið í ríkisstjórn (utan
Kvennalista) síðustu kjörtímabil og
söngurinn ávallt verið sá sami.
Flokkarnir bera í raun allir ábyrgð
á stöðunni hvað varðar Alþingi og
kemur skýrast fram á sveitar-
stjórnarstiginu. Nú er grunnskól-
inn á herðum sveitarfélaga. Segja
má að allir pólitískir flokkar (þar
með talinn Kvennalisti) séu gild-
andi í sveitarstjórnarmálum um
landið. Þar fæst því ágætur þver-
skurður á viljann til að láta hin
fögru orð um gildi menntunar
koma til framkvæmda. Reyndin er
önnur og í raun sú sama og verið
hefur um áratugaskeið. Niðurstað-
an er því sú að í raun sé takmark-
aður pólitískur vilji meðal þjóðar-
innar til að láta menntun æskunn-
ar vera í þeim forgangi sem stund-
um má heyra nefndan. Reyndar
tel ég mistök af hálfu samtaka
kennara að halda samningum sín-
um í hinu árangurslausa kerfí mið-
stýringar. Þar með geta sveitar-
stjórnarmenn skotið sér undan
ábyrgð. Væri ekki vænlegra að
halda ábyrgðinni heima í héraði
og þannig þvinga sveitarstjórnar-
menn til að axla ábyrgð með því
að sýna viljann í verki. Er nokkuð
að því að sveitarfélög keppi um
bestu kennarana?
Víkja foreldrar
sér undan ábyrgð?
En það er líka einföldun að líta
bara til framlaga til skólamála.
Við stöndum frammi fyrir þeirri
staðreynd að skólar eru í vaxandi
mæli að taka við uppeldishlutverki
heimila. Þá má segja að hveiju því
vandamáli, er upp rís í þjóðfélag-
inu, sé sópað til úrlausnar inn í
skólunum (kynfræðsla, fíkniefni,
umferðarfræðsla, einelti, mataræði
o.s.frv. o.s.frv.). Hinu má þó aldrei
gleyma að frumskyldan er inni á
heimilunum. Að mér læðist sá
grunur að í mörgum tilvikum skipi
menntun þar jafnlágan sess og
annars staðar. Ekki skortir okkur
foreldra skýringar á „tímaleysi"
okkar þegar í hlut á að setjast
niður með bömunum og skapa
þeim hvetjandi umhverfi til lær-
dóms og annars þroska. Mikil
vinna, ferðalög, sjónvarpsgláp og
tómstundaiðja eiga stundum greið-
ari aðgang að tíma okkar en upp-
eldishlutverkið með börnunum.
Það er svo auðvelt að velta skyld-
unni yfir á skólana og kennarana
sem við tímum samt ekki að borga
sæmilega fyrir. Reynsla mín af
skólastarfi hefur lætt þessum grun
að mér og sannfært mig nánast
um að menntun hefur á of fáum
heimilum þann forgang sem við
þykjumst kjósa.
Tilvistarkreppa kennara?
Mín tilfinning er sú að hið óvin-
samlega umhverfi, sem þjóðfélagið
Hjálmar
Árnason
hefur skapað skólum, hafi smám
saman leitt kennara í harða
varnarstöðu. Á milli þeirra og
hinna utan skólanna hefur skapast
spenna sem gerir ekkert annað en
skaða. Segja má að fyrir vikið sé
kennarastéttin í nokkurs konar til-
vistarkreppu þar sem orkan fer að
mestu í kröfu um mannsæmandi
laun á kostnað uppbyggjandi
skólastarfs. Þegar rætt er um að-
hald og eftirlit snýst stéttin til
varnar og telur enga aðra þess
umkomna að fylgjast með því starfi
sem fram fer innan skólanna.
Spennan eykst og vandinn eykst
og e.t.v. verður vandi okkar mestur
ef við rænum kennara starfsgleð-
inni. Hvaða áhrif hefur það á börn-
in okkar og menntastig þjóðarinn-
ar?
Ráðuneyti mennta-
mála og önnur
Menntastig þjóðar er upp-
spretta framfara og hamingju.
Um það verður ekki deilt. Þær
framfarir verða hins vegar ekki
mældar á skömmum tíma. Þess
vegna hættir okkur ögn til að raða
ýmsum verkefnum, sem nær eru
okkur í tíma, ofar í forgangsröð.
Gildir það jafnt um gæslu mann-
virkja, „frið“ á heimili eða fjár-
festingu fyrirtækja. Við höfum
fram til þessa kosið að hleypa
ýmsum þáttum fram fyrir mennt-
un barna og þjóðar. Ég trúi að
við lok 20. aldar sé orðið nauðsyn-
legt fyrir okkur að taka afstöðu
til þess inni á heimilum, í skólum,
fyrirtækjum og í pólitík hvort við
meinum eitthvað með því að
mennt sé máttur. Mér er sagt að
í Tævan sé stjórnsýsla á þann veg
skipulögð að efstur og valdamest-
ur sé forseti landsins. Næst undir
honum komi menntamálaráðu-
neyti og síðan skörinni lægra önn-
ur ráðuneyti. Þetta er líklega skýr-
asta dæmi um að láta menntun
hafa forgang. Fyrir vikið eru
framfarir líklega hvergi í heimin-
um jafnmiklar og á Tævan og
þjóðin hefur fengið þennan skiln-
ing sinn á gildi menntunar marg-
faldan til baka. Tævan er orðin
ein ríkasta þjóð veraldar. Er ekki
tími til kominn að tengja?
Höfundur er alþingismaður.
Óskar Fjóla Jón Þóra
Tómasson Bender Snorrason Biering
Jafnrétti til náms?
Opið bréf til menntamálaráðherra
JAFNRÉTTI til náms hefur ver-
ið eitt af aðalsmerkjum íslensks
þjóðfélags. Réttur fatlaðra til náms
á framhaldsskólastigi hefur verið
tryggður í lögum um framhalds-
skóla frá því lög þar að lútandi
voru fyrst sett á Alþingi árið 1987.
Sá réttur var svo staðfestur með
lögum um framhaldsskóla árið
1992.
Því miður er það svo að jafn-
rétti til náms er aðeins í orði en
ekki á borði: nokkurs konar jafn-
rétti - fyrir suma.
Í vor var tekin sú ákvörðun, að
þroskaheftum og Ijölfjötluðum
nemendum skuli aðeins standa til
boða tveggja ára nám á framhalds-
skólastigi. Nái þau áform fram að
ganga munu þessir nemendur ljúka
allri skólagöngu 18 ára, á sama
tíma og jafnaldrar þeirra eiga kost
á fjölbreyttu námi, sem getur verið
allt að tíu árum lengra.
Furðuleg
ákvörðun
Þessi ákvörðun vekur furðu ekki
síst í ljósi þeirrar umræðu undan-
farna mánuði að auka beri og
styrkja menntun á íslandi. Þá má
ekki gleyma því, að nemendur sem
glíma við fötlun af einhveiju tagi
þurfa meiri stuðning, kennslu og
tíma en aðrir. Þannig búa þeir sig
best undir lífið sjálft og þátttöku
í atvinnulífinu. Það er áhyggju-
efni, að menntun fatlaðra skuli
ekki lúta sömu metnaðarfullu hug-
myndum og þeim sem nú er rætt
um að innleiða í íslenskt mennta-
kerfi.
Ef ekki verður orðið við kröfunni
um aukna, fjölbreyttari og betri
menntun fyrir fatlaða, sérstaklega
fýrir þá sem eru þroskaheftir og
fjölfatlaðir, munu þeir ekki njóta
sín. Þeir eins og önnur ungmenni
eiga rétt á framhaldsnámi við sitt
hæfi og á sínu áhugasviði.
I vor útskrifuðust tíu sextán ára
Við förum fram á, segja
Þóra Biering, Jón
Snorrason, Fjóla
Bender og Oskar
Tómasson, að dreng-
irnir tveir fái það sem
þeim ber til loka lög-
verndaðs skólanáms.
þroskaheftir unglingar úr Öskju-
hlíðarskóla. Hópurinn átti vel sam-
an, hafði myndað traust vináttu-
og félagatengsl, enda stundað nám
saman nokkra undanfarna vetur.
Nú beið unglinganna tveggja ára
framhaldsnám í Borgarholtsskóla.
Þeir voru að vonum dálítið kvíðnir
að fara í annan skóla, í annað
umhverfi, því þessir einstaklingar
þurfa vegna fötlunar sinnar langa
aðlögun að öllum breytingum.
f júní kom hins vegar í ljós, að
aðeins átta af nemendunum tíu
fengu inni í Borgarholtsskóla. Son-
um okkar var vísað frá. í engu var
getið hvar frekari skólagöngu fyrir
drengina var að fá, eins og lög
gera þó ráð fyrir. ítrekaðar fyrir-
spurnir og bréf til þín persónulega
og í ráðuneytið hafa engu skilað.
f gegnum aðra höfum við hins
vegar spurnir af því, að drengirnir
tveir, sem hér um ræðir, geti feng-
ið inni í fullorðinsfræðslu fatlaðra.
Vinirnir átta byijuðu í skólanum í
septemberbyijun, en fullorðins-
fræðslan mun síðar. Hvemig eig-
um við að útskýra það fyrir drengj-
unum, að þeir fái ekki lengur að
fylgja vinunum? Hvers vegna var
þeim úthýst? Hvers vegna þurfti
að tvístra hópnum? Skólameistari
Borgarholtsskóla bar við pláss-
Ieysi á fundi 18. júní síðastliðinn,
en við erum bara að tala um 2
drengi, ekki 20 eða 200, aðeins
tvo.
Hvers vegna?
Við óskum eftir skýringum. Það
nægir okkur ekki að bera því við,
að það sé í höndum skólastjórn-
enda að ákveða hvaða nám er í
boði í skólunum fyrir nemendur
sem víkja frá eðlilegum þroska og
fyrir hversu marga. Það er ekki
eingöngu í höndum skólameistar-
anna. Hvað með skyldur mennta-
málaráðuneytisins samkvæmt lög-
um um framhaldsskóla? Við vitum
ekki betur en þær skyldur séu
ítrekaðar í drögum að reglugerð
við lögin. Þar kemur fram svart á
hvítu, að ráðuneytið á að sam-
þykkja áform um nám eða nám-
skrá fyrir fatlaða nemendur, sem
einstakir skólar eða skólastjóm-
endur gera. Eiga fatlaðir nemend-
ur kannski ekki sama rétt á að
stunda nám við hæfi á framhalds-
skólastigi og jafnaldrar þeirra?
Þurfa þeir styttra nám? Hver ber
hina endanlegu ábyrgð á því, að
allir nemendur fái menntun við
hæfi á öllum skólastigum óski þeir
þess?
Við förum fram á, að drengirnir
tveir fái það sem þeim ber í hópi
félaganna til loka lögverndaðs
skólanáms.
Höfundar eru foreldrar fatlaðra
drengja.