Morgunblaðið - 25.09.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 29
Opið bréf til forsætisráðherra
vegna annarlegra vinnubragða
í heilbrigðisráðuneytinu
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi opið bréf til for-
sætisráðherra frá sex læknum á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Land-
spítala:
„Reykjavík, 17. september 1997.
Hr. Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra, Stjórnarráðinu við Lækjar-
torg. Reykjavík.
yirðulegi forsætisráðherra:
Á undanförnum mánuðum hafa
tvær skýrslur verið birtar á vegum
heilbrigðisráðuneytisins þar sem
fjallað er m.a. um fyrirkomulag
blóðrannsókna og greiningu blóð-
sjúkdóma. í báðum þessum skýrsl-
um er komist að þeirri niðurstöðu
að rannsóknastofur í blóðmeina-
fræði (hematologiu) skuli innlimað-
ar í meinefnafræðirannsóknastofur
og að rannsóknastofur skuli samein-
aðar, sem liður í „hagræðingu" í
sjúkrahúsrekstri. Fyrri skýrslan var
unnin af Nýsi hf. og hin síðari af
VSÓ hf., en báðar skýrslurnar eru
sagðar byggjast á „viðtölum við
yfirmenn deilda“ á sjúkrahúsunum
í Reykjavík. Þar sem báðar skýrsl-
urnar eru byggðar á nafnlausum
heimildarmönnum og vega hart að
faglegum hagsmunum lækna, sem
greina og meðhöndla blóðsjúkdóma
eins og t.d. hvítblæði, og vega ekki
síður að heilsufarslegum hagsmun-
um sjúklinga með blóðsjúkdóma,
viljum við vekja athygli yðar á eftir-
farandi:
1. Við gerð ofangreindra til-
lagna var ekki haft samráð við einn
einasta starfandi blóðmeinafræð-
ing á íslandi; engan, ólíkt því sem
gefið er í skyn af ráðgjafarskrif-
stofum launuðum af almannafé.
Niðurstaða skýrslnanna kemur því
gjörsamlega aftan að öllum íslensk-
um blóðmeinafræðingum.
2. Allar sérgreinar læknisfræð-
innar búa yfir sérstakri greiningar-
tækni. Þannig eru sérstakar rann-
sóknastofur á vegum hjartalækna,
meltingarlækna og blóðmeinafræð-
inga svo eitthvað sé nefnt. Hinir
síðastnefndu eru sérfræðingar m.a.
í greiningu og meðferð á sjúkdóm-
um í blóðkornum (þ.e. í blóð-, merg-
og eitilfrumum) annars vegar og í
blæðingar- og storkusjúkdómum
hins vegar. Blóðmeinafræðingar
hafa í ljósi þekkingar sinnar á grein-
ingartækni og hæfni til ráðgjafar,
áratugum saman verið ábyrgir á
íslandi fyrir greiningu hvítblæðis
og annarra illkynjaðra blóðsjúk-
dóma, blóðleysis, blæðara, alvar-
legra blæðingavandamála í tengsl-
um við skurðaðgerðir og gjörgæslu
og fjölda annarra sjaldgæfra kvilla
sem tengjast blóði.
3. Til þess að geta sinnt sjúkl-
ingum sínum og ráðgjöf við aðra
lækna hafa blóðmeinafræðingar
verið ábyrgir fyrir sérstökum rann-
sóknastofum sem varða ofan-
greinda þætti eins og tíðkast víða
erlendis. Sem dæmi skal nefnt, að
rannsóknastofa í blóðmeinafræði á
Landspítala er rekin af blóðmeina-
fræðingum í góðu samstarfi við
aðrar rannsóknastofur t.d. í mein-
efnafræði, ónæmisfræði, blóð-
bankafræði og vefjameinafræði.
Við Rannsóknastofu Landspítalans
í blóðmeinafræði er beitt fullkom-
inni tækni og smásjárskoðunum,
en niðurstöður allra vandamála-
sýna og endanleg skoðun og grein-
ing alvarlegra blóðmeina byggist á
skoðun og sérþekkingu blóðmeina-
fræðinga. Meinefnafræðingar búa
ekki yfir sambærilegri þekkingu á
þessu sviði eins og gefur að skilja,
en styrkleiki þeirra er í efnamæl-
ingum blóðs, t.d. kólesteróls, horm-
óna og lyfja. Það hefur verið sér-
stakur styrkur blóðmeinafræðinga
að starf þeirra skuli byggjast á
milliliðalausri tengingu milli sjúkl-
ings, rannsóknastofu og réttra við-
bragða. Engar kvartanir hafa bor-
ist undirrituðum um ófullnægjandi
greiningarhæfni rannsóknastofa á
okkar vegum, en vegna skýrslu-
gerða ráðuneytisins og sameining-
arhugmynda hefur framkvæmda-
stjórn Landspítalans verið gert
ómögulegt að ráða nýjan forstöðu-
lækni við blóðmeinadeild þegar
núverandi yfirmaður hættir störf-
um í lok árs vegna aldurs.
4. Það er mikilvægt að gera sér
grein fyrir því, að öll kennsla og
þekking íslenskra læknanema,
hjúkrunarnema og meinatækna-
nema í blóðmeinafræði er byggð á
kennslu blóðmeinafræðinga undan-
farna áratugi. Meinatæknar starfa
á rannsóknastofum um allt land
og hæfni þeirra til fyrstu skoðunar
margra sýna byggist á þessari
kennslu, og áframhaldandi nánu
og góðu samstarfi við blóðmeina-
fræðinga.
5. Engu er líkara en að Nýsir
hf., VSO hf. og heilbrigðisráðu-
neytið séu að þjóna öðrum hags-
munum en bestu hagsmunum
sjúklinga við ofangreinda tillögu-
gerð. Væri það umhugsunarefni
fyrir ráðherra og þingmenn að
skoða stjórnsýsluaðferðir embætt-
ismanna í heilbrigðisráðuneyti
fremur en að stofna til annarlegs
stríðs við lækna og annað heilbrigð-
isstarfsfólk í þjónustu einhverra
dulinna hagsmuna, sem hvergi
mega konia fram.
Vinnubrögð þau sem að ofan er
lýst eru algerlega óviðunandi í
stjórnsýslunni og er það krafa und-
irritaðra, allra blóðmeinafræðinga
á íslandi, að ofangreindar skýrslur
verði gerðar ómerkar svo forkast-
anleg sem vinnubrögðin eru sem
skýrslurnar eru byggðar á. Við vilj-
um fá vinnufrið til þess að geta
sinnt verkefnum okkar á þann hátt
sem sjúklingar eiga skilið. Við full-
yrðum að engir aðrir læknar búi
yfir þeirri þekkingu sem blóðmeina-
fræðingar hafa tileinkað sér á blóð-
sjúkdómum, hvorki til greiningar
né meðferðar. Óskum við eftir því
að þeir læknar gefi sig fram sem
hafa bak við tjöldin ráðiagt ráðu-
neyti heilbrigðismála breytt fyrir-
komulag á rannsóknum í blóð-
meinafræði. Þá er það e.t.v. um-
hugsunarefni fyrir forsætisráð-
herra og Alþingi íslendinga hvort
ekki skuli tekið til sérstakrar skoð-
unar ráðuneyti sem beitir síendur-
tekið vinnubrögðum, sem valda
ófriði og skerða bestu hagsmuni
sjúklinga. Það kann að vera að
ráðuneytið og stjórnsýslan þar sé
meira vandamál en læknarnir, en
sem betur fer byggist heilbrigðis-
kerfið á þekkingu læknanna en
ekki á skriffmnum ráðuneytisins.
Undir þetta bréf rita allir blóð-
meinafræðingar á íslandi. Eins og
aðrir hópar lækna, sem að er veg-
ið, munum við grípa sameiginlega
til viðeigandi viðbragða verði
starfsaðstaða okkar, kjör og fagleg
forysta skert með valdboði.
Guðmundur I. Eyjólfsson,
læknir, Sjúkrahúsi
Reykjavíkur,
Jóhanna Björnsdóttir,
læknir, Landspítala,
Sigmundur Magnússon,
forstöðulæknir, Landspítala,
Guðmundur M. Jóhannesson,
Landspítala,
Páll Torfi Önundarson,
læknir, Landspitala,
Vilhelmína Haraldsdóttir,
læknir, Sjúkrahúsi
Reykjavíkur."
(VIUNIÐ SÉRPANTANIR
ÁHÚSGÖGNUM
TÍMALEGA FYRIR
JÓLIN
Mörkinni 3, sími 588 0640
E-mail: casa@islandia.is
Primordiale
N U I T
NÆTURVÖRÐUR HÚÐARINNAR
Primordiale Nuit er nýtt næturkrem frá LANCÖME með
A vítamíni. Strax frá fyrstu notkun verður húðin hvíldari,
mýkri og endurnærð. Komdu og fáðu sýnishorn.
Haustlitirnir frá LANCOME eru komnir.
Ferskir og nýstárlegir litir. Til að fullkomna förðunina bjóðast
strípulitir fyrir hár og glitrandi púður.
Sérfræðingur frá LANCÖME verður í versluninni í dag
og á morgun. Kaupaukar sem munar um.
Gullbrá snyrtivöruverslun
Nóatúni 17, sími 562 4217
ESTEE LAUDER
Haustið,
þar sem allt
verður á hvolfi
upside
Dröwn
Nýir, tvílitir varalitir, sem
vekja gríðarlega athygli:
Chestnutty, Wildberry,
Bonfire, Cider og
UpsideBrown.
Einnig haustlitir fyrir augu
og neglur.
Snyrtivöruverslunin
Brá
Laugavegi 66
Sími 551 2170
Ráðginfi frá Estée Lauder verður
versluninni í dag og á morgun.
SNYRTISTOFAN
GUERLAIN
I Óðingata 1 • 101 • Reykjavik I
| Sími 562 3220 • Fax 552 2320|
Pol og kraftun í Kópavogi
Opnuð verður ný og glæsileg Nautilus heilsuræktarstöð
í Sundlaug Kópavogs sunnudaginn 28. september 1997
Aðeins verða seld árskort í heilsuræktina
og er aðgangur að sundlauginni innifalinn.
Sénstakt DPNUNARTILBOÐ 2B. sept.
Ánskont á kn. 9.990, staðgneitt
Fram til ánamóta verður árskont selt á kn. 14.990 staögneitt.
Stöðin er búin æfingatækjum frá NAUTILUS, sem talin eru ein þau bestu á markaðnum, auk hlaupabanda, stfgvéla
og hjóla.Komið og kynnið ykkur frábæra NAUTILUS aðstöðu til líkamsræktar. íþróttakennarar sjá um kennsluna.
Fyrstu 300 sem skrá sig fá Nautilus T-bol.
Visa og Euro greiðslur í boði.
NautHuS á íslandi NautHuS á íslandi