Morgunblaðið - 25.09.1997, Page 35

Morgunblaðið - 25.09.1997, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 35 ,, AÐSENDAR GREINAR Brostnar vonir SVO SEM við mátti búast gerðu margir stuðningsmenn R-list- ans í Reykjavík sér vonir um að starfs- mannahald hjá borg- inni yrði á heldur mýkri nótum hjá R- listanum en hjá sjálf- stæðismönnum. Var þó ekki hægt að segja að þeir beittu starfsfólki harðýðgi nema ef gefa mætti breytingu SVR úr borgarstofnun í hlutafélag slíka nafn- gift. Svo óvinsæl reyndist sú gerð sjálfstæðis- manna að ein af stefnumörkuðum yfirlýsingum R-listans fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar var sú að SVR yrði snarlega breytt úr hluta- félagi í venjulega borgarstofnun og barist yrði gegn hlutafélags- og einkavæðingu borgarstofnana. Pípugerð Reykjavíkur sem þá var orðin hiutaféiag var samt seld. Gijótnám og malbikunarstöð var breytt í hlutafélag af R-listanum og nýlega er búið að stofna hlutafé- lag til reksturs leiguíbúða borgar- innar. R-listinn hefur svikið kjósendur og vonir um mannúðlega stjórn í borginni eru sannarlega brostnar. R-listinn hefur staðið að breytingum í starfsmannahaldi sem t.d. hjá SVR hafa verið kallaðar ógnarstjóm. Undir stjórn formanns fræðslu- ráðs Sigrúnar Magnúsdóttur og Gerðar G. Óskarsdóttur fræðslu- stjóra var starfsfólki skóla í borg- inni sagt upp einhliða og án sam- ráðs við félög þess. Tilgangurinn var sá að koma á breytingum sem fækkuðu starfsfólki og ykju jafn- framt afköst þeirra sem eftir yrðu. Vinnu þeirra sem hættu, væri þá komið á hina. Þetta var og verður gert með því að nú skal enginn starfsmaður í skólum bera sérhæft starfsheiti heldur skal það nú heita starfsmaður skóla I, II eða III. Nú eða eins og það skal kallað í Lang- holts-, Selja- og Engjaskóla „skóla- liði“. Þessari byltingu í starfsum- hverfi fólksins var komið á án sam- ráðs við félög þess og starfsfólkið átti ekkert val, annað- hvort féllst það á hina nýju tilhögun eða það varð að hlíta uppsögn. Breytingin felur í sér að enginn er lengur ráðinn í tiltekið af- markað starf innan skólans aðrir en kenn- arar. Starfsmaður get- ur því ekki, þegar hið nýja skipulag hefur tekið gildi að fullu, gengið að starfi í dag sem hann hafði í gær. Það versta við þessa ógnarstjórn er að starfsmaður sem réð sig í tiltekið starf, sem hann réð vel við, getur átt von á því að vera sett fyrir allt annað starf, sem hann ræður ekki við, hinn næsta dag. R-listafólkið lætur smella í svipunni, nú skulu borg- arbúar skilja hveijir eru húsbændur og hveijir hjú. Þann dag sem borgar- stjórínn og aðstoðar- kona hans sjást við malbikunarstörf, segir Kristinn Snæland, er þróunin fullkomnuð. Óttinn við atvinnumissi kemur vel fram í grein Erlu Sigurðardóttur „skólaliða" sem hún ritar um ógnar- stjórnina í Mbl. 30. ágúst sl. Erla hefur starfað í rúm 30 ár í Langholtsskóla, fyrst í ræstingum og síðan sem gangavörður. Nú má ætla að Erla hafi farið úr ræsting- um í gangavörslu til að komast í léttara starf. Nú þarf hún hins veg- ar að sæta því að lenda aftur í ræstingunum nú eða snjómokstri eða gangbrautarvörslu uppi við Langholtsveg. Nýju reglurnar mið- ast jú við að gernýta starfskrafta Erlu. Hún getur þannig lent i eftir- farandi starfsdegi: Dagurinn hefst með því að moka snjó af inngöngu- leiðum skólans, þá sinnir Erla gangavörslu og þegar börnin eru komin inn, ræstir hún salerni skól- ans og þegar þau koma fram sér hún um að afhenda þeim mjólk og brauð. Þá ber hún pappír og póst um skólann, þvær skrifstofu skóla- stjórans, þurrkar ryk af bókum í bókasafni, plastar yfir nokkrar bækur, tæmir ruslakörfur í kennslustofum og fer loks yfir skól- ann til að tryggja að gluggar séu lokaðir og ljós slökkt. Nú er aðeins eftir að óska þess að Erlu Sigurðardóttur endist starfsþrek til þess að ljúka starfs- ævi sinni með reisn undir þessari ógnarstjóm R-listans. Þessa vinnuþrælkun kallar Gerð- ur G. Óskarsdóttir fræðslustjóri „þróun í atvinnulífinu" eða að „ein- faldari störf séu að hverfa fyrir fjöl- breyttari og fjölþættari störfum“. Með þessari fullyrðingu opinberar Gerður svo ótrúlega vanþekkingu á íslensku atvinnulífi að óskiljanlegt verður hvers vegna henni var treyst fyrir stjórnunarstarfi. Nútíminn er einmitt aukin sérhæfing á öllum sviðum. Þeirri staðreynd kynnast allir þegar í námi. í skólum landsins kynnast nemendur því að sérhæfing er það sem gildir þegar út í atvinnu- lífið kemur. Það er ótrúlegt að Gerð- ur viti þetta ekki. Hvers vegna Gerður og Sigrún Magnúsdóttir hafa ekki lagt til atlögu gegn kenn- urum með sama hætti og hitt skóla- starfsfólkið er undarlegt. Ef fjöl- breytnin í starfí „skólaliða" er svona eftirsóknarverð, því em kennarar látnir verða af þessari dásamlegu reynslu? Því ekki að láta kennarann ræsta skólastofuna á meðan krakk- arnir eru úti í frímínútum? Síðan breiðir sig út þessi yndislega þróun í atvinnulífinu og nær loks inn á borgarstjórnarskrifstofurnar. Þann dag sem borgarstjórinn og aðstoð- arkona hans eiga rólegan og sjást þá við malbikunarstörf, þá er þróun- in fullkomnuð og allir una glaðir við sitt. Eftir næstu borgarstjórnarkosn- ingar munu þær ekki verða í mal- bikinu, því þá verður R-listinn áreið- anlega ekki við völd. Höfundur er leigvbílstjóri. Kristinn Snæland HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ ^ Viltu auka afköst í starfi með margföldun á lestrarhraða? ?) Viltu bjarga næstu prófum með glæsibrag? ^ Viltu njóta þess að lesa mikið af góðum bókum? Ef svar þitt er jákvætt skaltu skrá þig strax á næsta hrað- lestramámskeið sem hefst þriðjudaginn 30. september. Skráning er í síma 564-2100. IfRAJDI J^ITtARSKÓIJINN Helgarferð til Parísar 9. október frá kr. 24.990 Við höfum nú fengið viðbótar- gistingu í París 9. október á afbragðsgóðu tveggja stjörnu hóteli og getum nú boðið helgarrispu á ótrúlegum kjörum. Hótel Campanile, öll herbergi með baði, sjónvarpi, síma, nýtt hótel og smekklegt. Að auki bjóðum við úrval gististaða, spennandi kynnisfcrðir og islenskir farastjórar Heimsferða tryggja þér ánægjulega dvöl í heimsborg- inni allan tímann. Bókaðu strax - aðeins 10 herbergi mm Verð kr. 24.990 Verð kr. 19.990 Flugsæti til Parísar með flugvallarsköttum, flug á mánudegi til fimmtudags. M.v 2 í herbergi Hotel Campanile, 4 nætur, 9. október. Austurstræti 17, 2. hæö • sími 562 4600 n (!) WtaíSrs Kork- o -Plast EF PÚ BÝRÐ ÚTI Á LANDI ÞÁ SENDUM VIÐ ÞÉR ÓKEYPIS SÝNISHORN OG BÆKLING. _Kork-0'PIast er með slitsterka vinylhúð' og notað á gólf sem mikið mæðir á, svo sem flugstöðvum og sjúkrahúsum. JKprk-O'Plast er auðvelt að þrífa og þægilegt er að ganga á því.. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29, 108 Reykjavík, sími 553 8640 Bólstraður með heilsteyptum svampi Laxy-’B Amerísk þægindi í sinni bestu Gegnheil harðviðargrind Góður stuðningur við bak í öllum stillingum 35.980,- v Bil myndast ekki milli baks og setu pegar stólnum er hallað B**., HÚSGAGNAHÖLUN E J V7S4 Bíldshöföi 20-112 Rvík-S:510 8000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.