Morgunblaðið - 25.09.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.09.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 35 ,, AÐSENDAR GREINAR Brostnar vonir SVO SEM við mátti búast gerðu margir stuðningsmenn R-list- ans í Reykjavík sér vonir um að starfs- mannahald hjá borg- inni yrði á heldur mýkri nótum hjá R- listanum en hjá sjálf- stæðismönnum. Var þó ekki hægt að segja að þeir beittu starfsfólki harðýðgi nema ef gefa mætti breytingu SVR úr borgarstofnun í hlutafélag slíka nafn- gift. Svo óvinsæl reyndist sú gerð sjálfstæðis- manna að ein af stefnumörkuðum yfirlýsingum R-listans fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar var sú að SVR yrði snarlega breytt úr hluta- félagi í venjulega borgarstofnun og barist yrði gegn hlutafélags- og einkavæðingu borgarstofnana. Pípugerð Reykjavíkur sem þá var orðin hiutaféiag var samt seld. Gijótnám og malbikunarstöð var breytt í hlutafélag af R-listanum og nýlega er búið að stofna hlutafé- lag til reksturs leiguíbúða borgar- innar. R-listinn hefur svikið kjósendur og vonir um mannúðlega stjórn í borginni eru sannarlega brostnar. R-listinn hefur staðið að breytingum í starfsmannahaldi sem t.d. hjá SVR hafa verið kallaðar ógnarstjóm. Undir stjórn formanns fræðslu- ráðs Sigrúnar Magnúsdóttur og Gerðar G. Óskarsdóttur fræðslu- stjóra var starfsfólki skóla í borg- inni sagt upp einhliða og án sam- ráðs við félög þess. Tilgangurinn var sá að koma á breytingum sem fækkuðu starfsfólki og ykju jafn- framt afköst þeirra sem eftir yrðu. Vinnu þeirra sem hættu, væri þá komið á hina. Þetta var og verður gert með því að nú skal enginn starfsmaður í skólum bera sérhæft starfsheiti heldur skal það nú heita starfsmaður skóla I, II eða III. Nú eða eins og það skal kallað í Lang- holts-, Selja- og Engjaskóla „skóla- liði“. Þessari byltingu í starfsum- hverfi fólksins var komið á án sam- ráðs við félög þess og starfsfólkið átti ekkert val, annað- hvort féllst það á hina nýju tilhögun eða það varð að hlíta uppsögn. Breytingin felur í sér að enginn er lengur ráðinn í tiltekið af- markað starf innan skólans aðrir en kenn- arar. Starfsmaður get- ur því ekki, þegar hið nýja skipulag hefur tekið gildi að fullu, gengið að starfi í dag sem hann hafði í gær. Það versta við þessa ógnarstjórn er að starfsmaður sem réð sig í tiltekið starf, sem hann réð vel við, getur átt von á því að vera sett fyrir allt annað starf, sem hann ræður ekki við, hinn næsta dag. R-listafólkið lætur smella í svipunni, nú skulu borg- arbúar skilja hveijir eru húsbændur og hveijir hjú. Þann dag sem borgar- stjórínn og aðstoðar- kona hans sjást við malbikunarstörf, segir Kristinn Snæland, er þróunin fullkomnuð. Óttinn við atvinnumissi kemur vel fram í grein Erlu Sigurðardóttur „skólaliða" sem hún ritar um ógnar- stjórnina í Mbl. 30. ágúst sl. Erla hefur starfað í rúm 30 ár í Langholtsskóla, fyrst í ræstingum og síðan sem gangavörður. Nú má ætla að Erla hafi farið úr ræsting- um í gangavörslu til að komast í léttara starf. Nú þarf hún hins veg- ar að sæta því að lenda aftur í ræstingunum nú eða snjómokstri eða gangbrautarvörslu uppi við Langholtsveg. Nýju reglurnar mið- ast jú við að gernýta starfskrafta Erlu. Hún getur þannig lent i eftir- farandi starfsdegi: Dagurinn hefst með því að moka snjó af inngöngu- leiðum skólans, þá sinnir Erla gangavörslu og þegar börnin eru komin inn, ræstir hún salerni skól- ans og þegar þau koma fram sér hún um að afhenda þeim mjólk og brauð. Þá ber hún pappír og póst um skólann, þvær skrifstofu skóla- stjórans, þurrkar ryk af bókum í bókasafni, plastar yfir nokkrar bækur, tæmir ruslakörfur í kennslustofum og fer loks yfir skól- ann til að tryggja að gluggar séu lokaðir og ljós slökkt. Nú er aðeins eftir að óska þess að Erlu Sigurðardóttur endist starfsþrek til þess að ljúka starfs- ævi sinni með reisn undir þessari ógnarstjóm R-listans. Þessa vinnuþrælkun kallar Gerð- ur G. Óskarsdóttir fræðslustjóri „þróun í atvinnulífinu" eða að „ein- faldari störf séu að hverfa fyrir fjöl- breyttari og fjölþættari störfum“. Með þessari fullyrðingu opinberar Gerður svo ótrúlega vanþekkingu á íslensku atvinnulífi að óskiljanlegt verður hvers vegna henni var treyst fyrir stjórnunarstarfi. Nútíminn er einmitt aukin sérhæfing á öllum sviðum. Þeirri staðreynd kynnast allir þegar í námi. í skólum landsins kynnast nemendur því að sérhæfing er það sem gildir þegar út í atvinnu- lífið kemur. Það er ótrúlegt að Gerð- ur viti þetta ekki. Hvers vegna Gerður og Sigrún Magnúsdóttir hafa ekki lagt til atlögu gegn kenn- urum með sama hætti og hitt skóla- starfsfólkið er undarlegt. Ef fjöl- breytnin í starfí „skólaliða" er svona eftirsóknarverð, því em kennarar látnir verða af þessari dásamlegu reynslu? Því ekki að láta kennarann ræsta skólastofuna á meðan krakk- arnir eru úti í frímínútum? Síðan breiðir sig út þessi yndislega þróun í atvinnulífinu og nær loks inn á borgarstjórnarskrifstofurnar. Þann dag sem borgarstjórinn og aðstoð- arkona hans eiga rólegan og sjást þá við malbikunarstörf, þá er þróun- in fullkomnuð og allir una glaðir við sitt. Eftir næstu borgarstjórnarkosn- ingar munu þær ekki verða í mal- bikinu, því þá verður R-listinn áreið- anlega ekki við völd. Höfundur er leigvbílstjóri. Kristinn Snæland HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ ^ Viltu auka afköst í starfi með margföldun á lestrarhraða? ?) Viltu bjarga næstu prófum með glæsibrag? ^ Viltu njóta þess að lesa mikið af góðum bókum? Ef svar þitt er jákvætt skaltu skrá þig strax á næsta hrað- lestramámskeið sem hefst þriðjudaginn 30. september. Skráning er í síma 564-2100. IfRAJDI J^ITtARSKÓIJINN Helgarferð til Parísar 9. október frá kr. 24.990 Við höfum nú fengið viðbótar- gistingu í París 9. október á afbragðsgóðu tveggja stjörnu hóteli og getum nú boðið helgarrispu á ótrúlegum kjörum. Hótel Campanile, öll herbergi með baði, sjónvarpi, síma, nýtt hótel og smekklegt. Að auki bjóðum við úrval gististaða, spennandi kynnisfcrðir og islenskir farastjórar Heimsferða tryggja þér ánægjulega dvöl í heimsborg- inni allan tímann. Bókaðu strax - aðeins 10 herbergi mm Verð kr. 24.990 Verð kr. 19.990 Flugsæti til Parísar með flugvallarsköttum, flug á mánudegi til fimmtudags. M.v 2 í herbergi Hotel Campanile, 4 nætur, 9. október. Austurstræti 17, 2. hæö • sími 562 4600 n (!) WtaíSrs Kork- o -Plast EF PÚ BÝRÐ ÚTI Á LANDI ÞÁ SENDUM VIÐ ÞÉR ÓKEYPIS SÝNISHORN OG BÆKLING. _Kork-0'PIast er með slitsterka vinylhúð' og notað á gólf sem mikið mæðir á, svo sem flugstöðvum og sjúkrahúsum. JKprk-O'Plast er auðvelt að þrífa og þægilegt er að ganga á því.. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29, 108 Reykjavík, sími 553 8640 Bólstraður með heilsteyptum svampi Laxy-’B Amerísk þægindi í sinni bestu Gegnheil harðviðargrind Góður stuðningur við bak í öllum stillingum 35.980,- v Bil myndast ekki milli baks og setu pegar stólnum er hallað B**., HÚSGAGNAHÖLUN E J V7S4 Bíldshöföi 20-112 Rvík-S:510 8000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.