Morgunblaðið - 25.09.1997, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Nýfrjálshyggja
með mannúð-
legt andlit
FYRIR nokkru barst
mér í hendur áhugavert
umræðurit eftir Þór
Sigfússon, Örríki á
umbrotatímum. Bókin
■£&r lifandi lesning og
ætti að vera umræðu-
hvetjandi. Það er orðið
fremur sjaldgæft að
skrifaðar séu bækur
um hvert stefnir, ef frá
eru taiin ötul skrif Þor-
kels Sigurlaugssonar
og þegar sýnt var að
bókin færi á hillumar
án umræðu fór ég að
leggja drög að pistli um
bókina.
I Morgunblaðinu 18.
september birtist síðan ritdómur
sem gerir fyrirætlun höfundar að
engu. Róbert H. Haraldsson ritrýnir
bókina og fínnur reyndar í skrifum
^Pórs nokkra áhugaverða punkta, en
sannast sagna flautar hana útaf ef
svo mætti að orði komast. Aðferð
Róberts er einföld og sú sem ritrýn-
um er tömust þegar þeir telja sig
vera að vinna fyrir kaupinu sínu,
að rýna í smátriði og ónákvæmni í
framsetningu.
Einhverntíma í skóla var mér
kennt að lesa ætti umræðurit með
öðrum hætti en vísindarit. í um-
ræðuritum er það meginhugsunin
sem telur og lesandinn á að taka
- íifstöðu til hennar, en hvað vísinda-
rit varðar á að gefa gaum að veik-
ustu hlekkjunum. Það truflaði mig
ekki við lestur bókarinnar að Þór
misstigi sig í landfræðilegri legu
Boston, en Róbert gerir það að aðal-
atriði. Einnig gaf ég mér að höfund-
ur væri talsmaður viðskiptafrelsis
en ritrýnirinn gagnrýnir Þór fyrir
að leggja ofuráherslu á það viðhorf.
Mig langar til að minnast á þijú
atriði sem fram koma í riti Þórs sem
ættu að vera umræðuhvetjandi
vegna þess að þau skipta aldamóta-
kynslóðina sem Þór fjallar um veru-
legu máli. Jafnvel þó bókin sé að-
eins 120 síður þá eru
mun fleiri atriði sem
verð eru umhugsunar.
Bókin er rík af hug-
myndum þó hún sé ekki
gallalaus.
Fyrsta atriðið kemur
fram í titlinum Örríki á
umbrotatímum. Póli-
tísk umræða á íslandi
hefur allt frá aldamót-
um einkennst af því að
ísland sé miðpunktur
heimsins. Slíkt er eðli-
legt þegar þjóðríki er
að berjast fýrir tilveru-
rétti sínum eða að
koma sér á landakortið.
Sú heimsýn er þó orðin
úrelt fyrir löngu og hefur verið
nefnd þúfnapatríótismi og fengið á
sig ýktari mynd í því sem Jón Bald-
vin hefur kallað, að ég held, þjóð-
Bók Þórs Sigfússonar
Örríki á umbrotatímum,
er lifandi lesning segir
Örn D. Jónsson, og
ætti að vera umræðu-
hvetjandi.
garðasósíalisma. Auðvitað er ísland
miðpunktur heimsins séð frá heima-
högunum, en það sama hlýtur að
gilda fyrir öll önnur svæði heimsins.
Þór færir aftur á móti sannfærandi
rök fyrir því að aukið frelsi í við-
skiptum og aðgengilegri leikreglur
á heimsmarkaði opni áður óþekkt
tækifæri, að því gefnu að íslending-
ar taki þátt í leiknum. Hafísment-
alítetið, einhverskonar nútíma sjálf-
þurftarbúskapur sem gengur út á
að við verðum að vera fær um að
gera allt sjálf vegna þess að við
vitum ekki hvenær hafísinn umlykur
landið og lokar siglingarleiðum er
Örn D.
Jónsson
■-----------■
SLIM-LINE
dömubuxur
frá gardeur*
Uéuntu
tískuverslun
_ V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 mt
Nærfatnaður af bestu gerð
Laugavcgi 4, sími 551 4473
Blómarækt
á Islandi
hróplega úrelt. Aukin tengsl þýða
aukið sjálfstæði. Framtíð okkar
byggist á því að þjóðinni takist að
vera virk á alþjóðavísu.
Annað atriðið snýr að því hvernig
aukið viðskiptafrelsi kallar á aukið
samstarf eða samvinnu. Aldamóta-
kynslóð Þórs er hedónísk. Lífsgæðin
varða veginn, en hann er ekki tals-
maður óhefts markaðsbúskapar.
Hong Kong og Singapúr eru ekki
fyrirmyndarríki vegna þess eins að
hagvöxtur þar hefur verið óvenju
mikill. Þór er sannfærður um að
aukið viðskiptafrelsi og bylting í
samskiptatækni opni áður óþekkta
möguleika til velsældar fyrir þá sem
eru í aðstöðu til að nýta tækifærin.
íslendingar, sem þjóð, standa við
dyr slíkra tækifæra. Auðssöfnunin
er ekki markmið í sjálfu sér, heldur
mannauður sem verður til í gegnum
þátttöku í nýrri heimsskipan. Þann-
ig ber að skilja emmin þijú sem Þór
er tíðrætt um; menntun, markað og
mannúð. Verkefnið er að byggja
tengsl, byggð á trausti, við þá sem
við eigum samleið með í því skyni
að auka lífsgæðin í víðasta skilningi.
Þriðja atriðið sem mig langar til
að minnast á er veruiegt áhyggju-
efni. Ekki vegna þess að Þór sam-
sinni þeirri þróun, heldur er hún að
eiga sér stað fyrir augum okkar.
Flutningur fólks af landsbyggðinni
virðist verða óstöðvandi: „Miðað við
þróunina má ætla að allt að 85-90%
búi á svæðinu frá Stykkishólmi að
Hvolsvelli árið 2020. Nú búa á þessu
svæði um 78% landsmanna.“ (s. 78)
Það er því umhugsunarvert þegar
höfundur bendir á þekkingarsamfé-
lag sem byggir á fyrirtækjanetum
og tekur Mið-Norðurland sem dæmi.
Þar bendir hann á möguleika í sam-
bandi við hestamennsku, sútun fisk-
roða og hálandaferðir. Allt láglauna
framsleiðslu- og þjónustustörf ætlað
að laða að utanaðkomandi. Hér eins
og víða annars staðar í bókinni vek-
ur Þór til umhugsunar og tekst vel
upp, jafnvel þó lausnir séu ekki
framreiddar á síðum bókarinnar.
Því hefur oft verið haldið fram
að einkenni á fyrirmyndaríkjum eða
útópíum sé að þar skíni alltaf sól.
Framtíðarsýn Þórs er land tækifær-
anna, en tækifæra þeirra sem ná
að nýta þau. Ritrýninum tekst að
horfa framhjá slíkum hugvekjum
með því að skírskota til yfirburða-
þekkingar sinnar í landafræði og
er það miður.
Höfundur er
atvinnuskipulagsfræðingur.
FRAMLEIÐENDUR blóma hér-
lendis eru rúmlega 50 og framleiða
í um 81.000 fm gróðurhúsa en
alls er ræktað í um 187.000 fm.
Tæplega helmingur blómanna er
framleiddur í Hveragerði en rækt-
un er líka í Reykholti
og Laugarási í Bisk-
upstungum, á Flúðum,
í Mosfellsdal og
Skagafirði.
Ræktun blóma,
bæði pottaplantna og
afskorinna blóma, hef-
ur tekið miklum
stakkaskiptum með
tilkomu gróðurlýsing-
ar. Nú eru flestar teg-
undir afskorinna
blóma framleiddar
árið um kring og
nokkrar tegundir full-
nægja innlendri eftir-
spurn. Einnig kemur
til notkun kolsýru
(CÖ2) sem notuð er til að auka
vöxt og ná gæðameiri uppskeru.
Kolsýra er unnin úr jarðgufu að
Hæðarenda í Grímsnesi, þannig að
hráefnið getur vart verið náttúru-
legra. Það blóm sem framleitt er
í mestu magni er rós, en rósir eru
ræktaðar til afskurðar í um 32.000
fm.
Alls má reikna með að fram-
leiddar séu um 4,5 milljónir rósa
eða um 17 rósir á hvert manns-
barn. Ræktun rósa hefur aukist
mikið síðustu 10 ár á kostnað ann-
arra tegunda og hefur því fjöl-
breytnin minnkað nokkuð. Astæð-
urnar eru vafalaust margar en lík-
legasta ástæðan er að rósir eru
ofarlega í huga flestra og gengur
svo langt að margir kalla öll blóm
rósir, jafnvel jólastjarnan er kölluð
jólarós. Einnig er rós auðveld í
skreytingarvinnu þannig að fljót-
legt er að búa til vönd eða aðra
skreytingu með rósum. Afbrigði
rósa í ræktun eru yfir 60 og eru
rauð afbrigði með meira en helm-
ing framleiðslunnar. Það afbrigði
sem nú er stærst í framleiðslu er
First Red. Aðrar tegundir afskor-
inna blóma eru t.d. krysi, sóllilja,
fresía, gerbera, liljur og statika.
Laukblóm sem áður voru uppistað-
an í vetrarræktuninni hafa nú látið
undan síga þannig að nú eru fram-
leiddir innan við 200.000 túlípanar
en voru áður um
800.000.
Pottaplöntur eru
ræktaðar í um 12.000
fm en voru ræktaðar
í um 19.000 fm árið
1991. Samdrátturinn
stafar af auknum inn-
flutningi. í pottaplönt-
um er jólastjarnan sú
tegund sem mest er
framleitt af, en reikna
má með að þær séu
um 70.000 í ár. Jóla-
stjörnuafbrigðin sem
ræktuð eru í dag eru
ólík þeim sem voru í
ræktun fyrir 10 árum.
Þá voru ræktuð af-
brigði sem hætti til að verða nokk-
uð í hærra lagi og þurfti því að
nota úðun með vaxtartregðuefnum
til að hemja lengdarvöxt þeirra.
Framtíð blómaræktun-
ar, segir Magnús Ag-
ústsson, er háð þróun
raforkumarkaðar á
næstu árum.
Þau afbrigði sem ræktað er mest
af í dag, Lilo og Sonora, eru mun
lágvaxnari. Litur þeirra er einnig
mun dekkri en gömlu afbrigðanna.
Um 90% af jólastjörnunum eru
rauðar en aðrir litir eru hvítur,
bleikur og bleik/hvít skræpótt.
Aðrar stórar tegundir pottaplantna
sem framleiddar eru hér eru sverð-
burknar, páskaliljur, begóníur, pál-
ur, hawaii-rósir, krysi og pottarós-
ir auk sumarpottablóma eins og
hengilóbelíu, dalíu og tóbakshorns.
Einnig má nefna ýmsar hengi-
plöntur s.s. hengitóbakshorn sem
er að sækja á um þessar mundir.
Segja má að allar stórar plöntur
(hærri en metri) séu innfluttar.
Framleiðsla til útflutnings er hafin
á pottaplöntum og er vonandi að-
eins vísir að meiru. Þar má segja
að horfið hafi verið inn á þá braut
að nýta okkar séríslensku aðstæð-
ur í stað þess að reyna að fram-
leiða eitthvað sem aðrir gátu gert
betur og ódýrar við betri aðstæður.
Framtíð blómaræktunar á ís-
landi er háð því hvernig raforku-
markaður þróast á næstu árum.
Garðyrkjubændur hafa samning
um umframorkukaup frá Lands-
virkjun en sá samningur rennur
út um næstu áramót.
Höfundur er ylræktarráðunautur
hjá Bændasamtökum ísiands.
SNYRTISTOFAN
GUERLAIN
REYKJAVÍK
Óðinsgata 1 • 101 Reykjavík
Sími 562 3220 • Fax 552 2320
/
A á netinu...
Hefur þú kynnt þér kosti ISDN?
ISDN mótald og grunntenging hjá
Pósti og Síma frá kr. 13.373
'Kr^'iSI ISDN mótöld
Meiri hraði á Internetinu
Tvær símalínur - Aldrei á talii
Hagkvæmt
Gott verð
Kíktu á þessa
MORE Pentium 166
ASUS P55-SP4AV móðurborð
166 MHz MMX Intel örgjörvi
512K flýtiminni
32MB vinnsluminni
2100MB harður diskur
15" ViewSonic 100 riða skjár
Soundblaster hljóðkort
Windows 95 lyklaborð
Microsoft samhæfð mús
Windows 95 á geisladisk
MPEG2 spilari og fleira og fleira...
kr. 109.900 stgr.
Móðurborð
Eins/tvsggja örgjðrva
BOÐEIND
TÖLVUVERSLUN - ÞJÓNUSTA
Mórkln A - 108 Rrykjavik - timl 588 20A1 - f«* 588 20A2
wwvv.bod«4n<l.it
Magnús
Agústsson