Morgunblaðið - 25.09.1997, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 39
Við biðjum Guð að styrkja Ingu
systur okkar og börnin þeirra í sorg-
inni.
Við munum ætíð minnast Valtýs
þá er við heyrum góðs manns getið.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Guð blessi minningu Valtýs Há-
konarsonar.
Tengdasystkinin.
Valtýr Hákonarson vann hjá
Eimskipaféjagi íslands alla sína
starfsævi. í viðtali við hann í bók-
inni Milli sterkra stafna frá árinu
1993 segir hann:
„Þegar maður starfar í fjörutíu
og fimm ár hjá sama fyrirtækinu,
lengst af í stjórnunarstörfum, er
hugur manns bundinn við viðfangs-
efni þess og vandamál seint og
snemma, hvar sem maður er stadd-
ur. Þegar ég hugsa um áfanga á
ævi minni sem standa upp úr eða
erfiðleika sem barist var við og
sigra sem unnust, þá tengist flest
það sem hugurinn staldrar við starfi
mínu hjá Eimskipafélagi íslands."
Þessi orð Valtýs endurspegla við-
horf hans til starfs síns og Eim-
skipafélagsins, sem hann vann alla
tíð af mikilli trúmennsku og elju.
Hann kom til starfa hjá félaginu
lýðveldissumarið 1944, þá 21 árs
gamall, og lét að eigin ósk af störf-
um 66 ára árið 1989. Hann byijaði
í bókhaldinu, eins og gjarnan tíðk-
aðist þá, en vann sig upp til æðstu
metorða hjá fyrirtækinu. Hann tók
þátt í breytingum í rekstri fyrirtæk-
isins að heimstyijöldinni lokinni,
veitti farþegadeild forstöðu við
komu nýs Gullfoss, var forstöðu-
maður skrifstofunnar í Kaup-
mannahöfn, sem þá var eina skrif-
stofa félagins erlendis, og varð
skrifstofustjóri hér heima í fram-
haldi af því. Skrifstofustjórastarfið
var þá einstök virðingarstaða og
var önnur af tveimur stöðum í fyrir-
tækinu, sem stjórn félagsins réð til
samkvæmt upphaflegum sam-
þykktum þess. Hann vann fyrir
þijá af forstjórum félagsins og var
staðgengill og hægri hönd tveggja
þeirra síðari. Síðustu tíu árin gegndi
hann stöðu framkvæmdastjóra og
tók virkan þátt í margvíslegum
breytingum á fyrirtækinu á þeim
tíma.
Valtýr var hægur í allri fram-
göngu, en fylginn sér og fastur
fyrir. Hann átti mikil og margvísleg
samskipti við viðskiptamenn og
samstarfsaðila heima og erlendis.
Allir, sem áttu samskipti við hann,
bera honum gott orð. Hann tók
þátt í og stýrði mörgum þýðingar-
miklum samningaviðræðum. Það
var einkenni hans að koma ávallt
vel undirbúinn til slíkra viðræðna
sem annarra verka. Hann lét sér
ekki bregða þótt viðhorf hans
fengju ekki undirtektir, en tók sér
góðan tíma til að leiða fram lausn-
ir. Erlendir aðilar minnast enn
samningaviðræðna við hann með
mikilli virðingu.
Hann sat um ellefu ára skeið í
framkvæmdastjórn Vinnuveitenda-
sambands íslands á tímabili mikilla
átaka og tók þar þátt í mörgum
erfiðum snerrum. Hann var virkur
mótandi og þátttakandi í nýjum
samningum um hafnarvinnu í
Reykjavík, sem gerbreyttu stöðu og
hlut starfsmannanna en voru einnig
farsælir fyrir Eimskipafélagið.
Árangri sínum náði Valtýr Há-
konarson þrátt fyrir takmarkaða
formlega skólagöngu. Hún var
nokkrir mánuðir í farskóla í heima-
sveitinni og þriggja ára nám í fram-
haldsskólum. Endurspeglast í
starfsferli hans góð greind, metnað-
ur og þolgæði.
Með nýjum stjórnendum geta oft
skapast vandamál. Þegar ég kom
til starfa hjá félaginu tók Valtýr
Hákonarson mér afar vel. Hann
varð lærifaðir minn og nýrrar kyn-
slóðar stjórnenda. Ég gat alltaf reitt
mig á heilindi hans og góð ráð. Ég
vissi, að ég gat vísað vandasömum
verkefnum til hans, og treyst því
að þau væru í góðum höndum.
Fyrir allt okkar samstarf þakka ég
nú.
Fyrir hönd stjórnar Eimskipafé-
lags íslands færi ég Valtý Hákonar-
syni þakkir fyrir mikils metið starf
á langri starfsævi. Eiginkonu hans,
Ingunni Eyjólfsdóttur, og fjölskyldu
hans allri flyt ég einlægar samúðar-
kveðjur.
Hörður Sigurgestsson.
Heiðursmaður og góður dreng-
ur er í dag kvaddur hinstu kveðju
með fáeinum orðum.
Valtýr Hákonarson ólst upp á
íslensku bændaheimili undir hand-
leiðslu góðra foreldra. Það uppeldi
átti eftir að reynast honum hald-
gott á lífsleiðinni. Að lokinni undir-
búningsmenntun, fýrst í Flensborg-
arskólanum og síðan í Samvinnu-
skólanum, starfaði hann hjá Kaup-
félagi Austfjarða á Seyðisfírði í eitt
ár, en hóf síðan störf hjá Eimskipa-
félaginu í ágúst árið 1944.
Fyrst vann hann í bókhaldi við
endurskoðun uppgjöra frá erlendum
umboðsmönnum. Fylgdu starfinu
talsverðar erlendar bréfaskriftir og
vakti það yfirmönnum fyrirtækisins
sérstaka athygli hve greinargott
mál og stíl hann skrifaði. Þessi
hæfileiki, auk annarra góðra, leiddi
til þess að honum var falin stjórnun
farþegadeildar félagsins þegar
Gullfoss hóf siglingar árið 1950.
Að lokinni síðari heimsstyrjöld-
inni voru efnilegir starfsmenn á
skrifstofu félagsins í Reykjavík
sendir í læri hjá Jóni Guðbrands-
syni stjórnanda skrifstofu Eimskips
í Kaupmannahöfn. Reynslan af
þessu varð mjög góð og margir
þeirra sem nutu gegndu síðar æðstu
trúnaðarstörfum hjá félaginu. Einn
þeirra var Valtýr Hákonarson.
Við starfslok Jóns Guðbrands-
sonar árið 1954 tók Valtýr við
stjórn skrifstofu félagsins í Kaup-
mannahöfn. Því veigamikla starfi
fylgdi margs konar erindrekstur
fyrir félagið víða erlendis.
Þegar ég var ráðinn í starf for-
stjóra Eimskipafélagsins árið 1962
var mér falið að tilnefna mann í
stöðu skrifstofustjóra sem stjóm
félagsins réði í og stóð næst for-
stjórastöðunni. Kaiis ég að velja
Valtý í þá stöðu. Ég fór til Kaup-
mannahafnar til að ræða málið við
hann. Hann var þá farinn að festa
þar rætur, hafði eignast lítið og
notalegt hús til búsetu ásamt Ing-
unni konu sinni og ungum dætmm.
Þau hjónin höfðu eignast góða vini
og dæturnar farnar að ganga í skóla
í Kaupmannahöfn. Valið var stór
og áhrifarík ákvörðun. Eftir
skamma umhugsun valdi hann þann
kostinn að verða við ósk félagsins
og taka við skrifstofustjórastarfinu.
Það reyndist félaginu farsælt að
Valtýr brást við með þessum hætti.
Mörg ábyrgðarmikil störf biðu hans
hér heima og mér var það afar
mikilvægt að vita að málum var vel
borgið í umsjá hans þegar ég starfs
míns vegna var fjarvistum erlendis.
Og þau voru fleiri störfin en hér
eru talin sem hann vann fyrir félag-
ið. Meðal þeirra voru samningagerð
við ýmsa stærstu viðskiptavini fé-
lagsins og seta í framkvæmdastjórn
Vinnuveitendasambands íslands,
svo fátt eitt sé nefnt.
Það má telja samnefnara fyrir
öll hans störf, að þau voru unnin
af einstakri trúmennsku og holl-
ustu. Það er ekki ofmælt að segja
að alla tíð hafi hann verið húsbónda-
hollur og borið hag Eimskipafélags-
ins fyrir bijósti.
Að leiðarlokum færi ég Valtý
Hákonarsyni bestu þakkir mínar
fyrir langt og ánægjulegt samstarf.
Blessuð sé minning hans.
Við hjónin vottum Ingunni konu
Valtýs, dætrum þeirra og öðrum
ástvinum innilega samúð okkar.
Óttarr Möller.
Óvænt andlátsfregn Valtýs Há-
konarsonar setti mig hljóðan og
vakti með mér minningar frá liðinni
tíð. í þeirri svipan bar fyrir mynd
langrar samfylgdar okkar í lífi og
starfí.
Fyrstu kynni okkar Valtýs eru
frá því að hann réðst aðstoðarbók-
ari á skrifstofu Eimskipafélagsins
árið 1944. Fljótlega varð með okkur
ánægjulegt samstarf og síðar sam-
fylgd út fýrir vettvang skrifstofu-
starfsins. Og þegar fram liðu stund-
ir bundust þau vináttubönd sem upp
frá því hafa verið að eflast með
hveiju ári sem liðið hefur. Ég mun
ætíð minnast hans sem hins trausta
félaga og góða vinar. Vinátta hans
er mér nú efst í huga. Henni vil
ég með einlægu þakklæti helga þau
orð sem hér eru rituð.
Starfsferill Valtýs hjá Eimskipa-
félaginu varð langur og farsæll.
Eftir fimm ára starf við bókhald
var honum boðin deildarstjórastaða
í farþegadeild félagsins þegar nýr
Gullfoss bættist í flotann. Síðar tók
hann við forstöðu á skrifstofu fé-
lagsins í Kaupmannahöfn og fluttist
hann þangað ásamt fjölskyldu sinni.
Þegar Óttarr Möller varð for-
stjóri Eimskipafélagsins árið 1962
tók Valtýr við skrifstofustjórastöðu
félagsins í Reykjavík, sem næst
stóð stöðu forstjórans. Eftir að end-
urskoðað var innra skipulag félags-
ins árið 1979 tók Valtýr við fram-
kvæmdastjórastöðu flutningasviðs
og árið 1986 við framkvæmda-
stjórastöðu rekstrarsviðs í fram-
haldi af nýjum skipulagsbreyting-
um. Hann var í öllum þessum stöð-
um staðgengill forstjóra félagsins.
Hann lét af störfum eftir fjörutíu
og fimm ára starf hjá félaginu hinn
30. nóvember 1989.
Á hinum langa og farsæla starfs-
ferli öðlaðist Valtýr víðtæka þekk-
ingu á skiparekstri og siglingamál-
um og mikla reynslu í öllu því er
þetta varðar. Á þeirri reynslu og á
framsýni grundvallaði hann vanda-
söm ábyrgðarstörf sín sem hann
vann fyrir Eimskipafélagið. Hann
hafði velferð félagsins alltaf að leið-
arljósi og var seint og snemma með
hugann við að vinna félaginu af
trúmennsku. En hann var einnig
sjálfum sér trúr og sýndi aldrei
annað en drenglyndi og skilning í
öllum samskiptum. Hjá honum fóru
bæði saman miklir mannkostir og
góð greind.
I hugum okkar starfsfélaga hans
fyrr og síðar á hann sitt öndvegi
virðingar.
Við leiðarlok Valtýs Hákonarson-
ar þakka ég fyrir ánægjulegt sam-
starf við hann á löngum og við-
burðaríkum starfsdegi. Einnig
þakka ég einlæga vináttu hans og
hans ágætu konu, Ingunnar. Henni
og dætrum þeirra og öðrum að-
standendum votta ég innilega sam-
úð mína.
Megi minningin um tryggan lífs-
förunaut og góðan föður vera þeim
huggun í harmi.
Sigurlaugur Þorkelsson.
í dag er kvaddur hinstu kveðju
Valtýr Hákonarson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri hjá Eimskip.
Með honum er genginn mikill heið-
ursmaður, góður félagi og sam-
starfsmaður. Hugur minn leitar til-
baka um rúman hálfan annan ára-
tug, er ég réð mig til starfa hjá
Eimskip og vann með honum sem
fulltrúi framkvæmdastjóra. Við átt-
um því frá fyrstu kynnum mikið
og náið samstarf, og fékk ég að
taka þátt með honum í að stýra og
þróa áfram umfangsmikinn rekstur
i flutningastarfsemi félagsins á tím-
um mikilla breytinga. Valtýr bjó
yfir mikilli yfírsýn og reynslu um
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfidrykkjur
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
^ Sími 562 0200 ^
[IIIIIIIIIIIJ
flutningastarfsemi, og hafði átt
langt og farsælt starf á þeim vett-
vangi bæði innanlands og utan. Á
þessum tíma komu til starfa hjá
Eimskip margir ungir menn sem
voru að heíja sinn starfsferil undir
stjóm Valtýs. Það var mikils virði
fyrir okkur yngri mennina að fá
tækifæri til að starfa með honum
á þessum árum, kynnast honum og
njóta félagsskapar hans. Hann
miðlaði ríkulega af þekkingu sinni
og reynslu, og veitti okkur góða
innsýn inn í starfsheim þar sem við
vorum að hasla okkur völl. Hann
hafði sérstakt lag á að hvetja okkur
til nýrra og góðra verka, en jafn-
framt halda þannig um taumana
að sérhver hélt einbeitni sinni og
skilaði verkum vel.
Valtýr var mikill mannkostamað-
ur, búinn heilsteyptum persónu-
leika. Yfir fasi hans var ró og festa.
Hann var mjög greindur og glöggur
að skynja aðalatriði í hveiju máli.
Ósjaldan lagði ég fyrir hann grein-
argerðir um viðfangsefni sem lögð
hafði verið vinna í að skoða til hlít-
ar. Eftir skjóta yfirferð þeirra sá
hann ætíð kjarna málsins og var
fljótur að taka afstöðu til aðgerða
sem ráðast þurfti í. Hann var vinnu-
samur, kappsmikill og vandvirkur
og vænti þess sama af okkur starfs-
mönnum sínum.
Við ferðuðumst stundum saman
erlendis og er mér sérstaklega
minnistæð ferð mín með honum til
Kaupmannahafnar. Kaupmanna-
höfn var honum einkar kær, þar
hafði hann búið og starfað í átta
ár og veitt skrifstofu Eimskips for-
stöðu. Hann sagði frá þeim tíma,
og dró upp Ijóslifandi og skemmti-
lega mynd af starfsemi sem hann
stýrði í Danmörku á þessum árum.
Ekki síðri voru sögur hans af dag-
legu lífi í Kaupmannahöfn sem
tengdist siglingum Gullfoss. En
tímarnir breyttust, og Valtýr tók
nokkrum sinnum þátt í að stýra
miklum breytingum í flutninga-
tækni og starfsháttum hjá Eimskip
og þróaði jafnframt sínar starfsað-
ferðir og stjórnunarhætti í takt við
þann stíl sem var á hvetjum tíma.
Þegar uppbygging hófst á ný á
starfsemi Eimskips erlendis árið
1983 var Valtýr á réttum stað,
þekkti verkefnið vel, og var ráða-
góður við hvern áfanga sem þar
var hrint var í framkvæmd.
Ég minnist Valtýs sem hins
trausta vinar og félaga. Hann var
réttsýnn, rökfastur og sanngjarn.
Að kynnast og starfa með manni
búnum slíkum mannkostum eru
verðmæti sem ekki glatast.
Að leiðarlokum þakka ég af ein-
lægni fyrir ánægjulega samfylgd.
Ég flyt Ingunni Eyjólfsdóttur eigin-
konu hans, dætrum þeirra og öðrum
ástvinum innilegar samúðarkveðj-
ur.
Guð blessi minningu Valtýs Há-
konarsonar.
Þórður Sverrisson.
Eftir andlát Valtýs Hákonarson-
ar sakna ég vinar í stað. Ég hef
búið í nágrenni við þau hjón Valtý
Hákonarson og Ingunni Eyjólfs-
dóttur um tíma. Ekkert vandalaust
fólk reyndist mér betur, þegar mér
lá á.
Valtýr var ekki fyrirferðarmikill
í daglegri umgengni, en hann átti
gull í sál og gimstein í hjarta og
verður þeim mun fyrirferðarmeiri í
minningunni.
Ég vil þakka þessum nágranna
mínum fyrir samfylgdina og óska
honum góðrar ferðar og heimkomu
yfír móðuna miklu og bið þann sem
öllu ræður að styrkja fjölskyldu
hans í sorginni.
Björn.
Það er ótrúlegt lán að verða þess
aðnjótandi að fá að þekkja menn
eins og Valtý Hákonarson og að
vera tengdur slíkum mönnum sterk-
um fjölskylduböndum. Hann var
sannkallaður heiðursmaður, hrein-
lyndur, hógvær og hlýr. Valtýr var
greindur og ákaflega fjölhæfur
maður, vinnusamur og ósérhlífinn.
Strax sem ungum manni voru hon-
um falin mikilvæg _ trúnaðarstörf
fyrir Eimskipafélag íslands og því
fyrirtæki helgaði hann starfskrafta
sína allt þar til hann hætti störfum,
þá framkvæmdastjóri, 45 árum
seinna.
Valtýr var kvæntur móðursystur
minni, Ingunni Eyjólfsdóttur. Varla
er hægt að hugsa sér glæsilegri og
samstilltari hjón en þau tvö. Þau
voru saman sannkallaðir heims-
borgarar og mótuð af langri dvöl á
erlendri grund, en þau fóru sem
ung hjón úr landi vegna starfa
Valtýs fyrir Eimskipafélag íslands
í Kaupmannahöfn. Þar var hann .
forstöðumaður skrifstofu félagsins
í nær áratug. Þau bjuggu sér fal-
legt heimili í Kaupmannahöfn og
ræktuðu garðinn sinn vel í orðsins
fyllstu merkingu. Þar ræktuðu þau
fagurt mannlíf með dætrum sínum,
sem allar bera foreldrum sínum
fagurt vitni og þangað fannst ætt-
ingjum og vinum gott að koma,
enda voru þau höfðingjar heim að
sækja.
Eftir að þau voru kölluð heim,
að lokinni margra ára farsælli bú-
setu, leitaði, að því að ég held hug-
ur þeirra, oft á fyrri slóðir. Valtýr
og Inga ræktuðu fjölskyldutengsl á
íslandi af sérstakri alúð, jafnframt
því sem þau héldu góðum tengslum
við vini sína í Danmörku og það líf
sem þau höfðu átt þar. Ég mun
ævinlega standa í þakkarskuld við
Valtý og Ingu fyrir það að hafa
gefið mér, þá ungri fermingarstúlku,
tækifæri til þess að dveljast sumar-
langt á heimili þeirra í Danmörku,
þar sem ég, með þeirra hjálp, kynnt-
ist nýrri menningu ogtungu, nokkuð
sem ég mun alla tíð búa að. Þó svo
að ég væri komin í þeim tilgangi
að gæta dætra þeirra þetta sumar,
er nokkuð ljóst að hagurinn af þess-
ari dvöl var allur minn.
Seinna sýndi Valtýr mér það
traust að ráða mig til starfa á skrif-
stofu Eimskipafélags íslands í
Reykjavík. Þar kynntist ég hinni
hliðinni á Valtý, athafnamanninum
og skynjaði hversu mikla trú-
mennsku hann sýndi fyrirtækinu
og hversu mikið traust starfsfólk
og viðskiptavinir báru til hans.
Systkinin frá Smyrilsvegi 28,
makar þeirra og börn eru fátækari
við fráfall Valtýs, hann reyndist
okkur öllum svo vel.
Missir Ingu frænku, Elísabetar,
Kristínar, Margrétar, Önnu Maríu
og fjölskyldna þeirra er mikill. Við
Ástráður og böm okkar vottum
þeim innilega samúð. Blessuð sé
minning Valtýs Hákonarsonar.
Asta B. Þorsteinsdóttir.
SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP., SIMI: 557-6677/FAX: 557-8410
í stórum og rúmgóðum sýningarsal okkar
eigum við ávallt íyrirliggjandi margar
gerðir legsteina og minnisvarða.
Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsla
Verið velkomin til okkar,
eða fáið myndalista.