Morgunblaðið - 25.09.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 43
I
:
l
ð
:
i
i
i
4
i
i
i
i
MINNINGAR
FRÉTTIR
GUÐNÝALDA
SNORRADÓTTIR
+ Guðný Alda Snorradóttir
fæddist í Reykjavík 8. júní
1970. Hún lést á Borgarspítal-
anum 13. september síðastlið-
inn. Utför hennar fer fram frá
Hvalsneskirkju föstudaginn 19.
september.
Ég vaknaði við símann snemma
á laugardagsmorgun og fékk
fregnir um að önnur af mínum
bestu vinkonum væri látin. Það var
sem reiðarslag að Guðný í blóma
lífsins væri tekin á brott. Minning-
arnar um æðislega vinkonu sem
alltaf var til staðar hrönnuðust upp
og þó sérstaklega hve Arnór sonur
minn sótti fast að fá að gista hjá
þér og Berta. Þegar ég sagði hon-
um að hann mætti sofa hjá ykkur
helgina á undan, hoppaði hann af
kæti alla leiðina út í bíl.
Afa þínum vartu svo kær. Þegar
við fórum í okkar síðustu ferð til
Reykjavíkur saman, byijaðir þú á
því að heimsækja hann, þú hugsað-
ir allaf fyrst og fremst um hvernig
honum liði. Ég mun alltaf geyma
minninguna um þig í hjarta mínu,
elsku besta Guðný mín.
Elsku Berti og fjölskyldur, megi
góði Guð styrkja ykkur í ykkar
miklu sorg.
Aníta Inga.
Fréttin sem ég fékk hinn 13.
september líður mér örugglega
aldrei úr minni. Guðný Alda vin-
kona og vinnufélagi var farin úr
þessu lífi. Ég átti erfitt með að
skilja að þessi hressa og káta
manneskja væri farin. Stundirnar
sem við Guðný áttum saman í
vinnunni jafnt sem utan hennar
gleymast aldrei. Guðný var alltaf
til í að hjálpa ef eitthvað bjátaði
á. Alltaf kom hún manni til að
hlæja aftur og gátum við oft séð
sjjaugilegar hliðar á málunum.
Ég gleymi aldrei ferð okkar
Guðnýjar út í Garð í vörutaln-
ingu, skemmtum við okkur vel
þar og gerðum líka óspart grín
að þeirri ferð.
Um miðjan júlimánuð hætti ég
svo í búðinni vegna barneignar,
Guðný, sem sannur barnavinur,
fylgdist með allri meðgöngunni,
loks kom svo lítil prinsessa í byijun
ágúst, og auðvitað var Guðný
mætt manna fyrst til okkar
mæðgna á sjúkrahúsið hress og
kát.
Það má með sanni segja að það
sé komið stórt skarð í okkar vinnu-
félagahóp og missirinn er mikill
fyrir alla í búðinni. Það verður
sannarlega erfitt að koma til vinnu
á ný og engin Guðný til staðar.
Elsku Berti, Palli, foreldrar,
systkini og aðrir aðstandendur, ég
votta ykkur mína dýpstu samúð
og vona að guð blessi ykkur öll í
þessari miklu sorg.
Anna Elín Björnsdóttir.
SIGURBERGUR E.
GUÐMUNDSSON
+ Sigurbergnr E. Guðmunds-
son, Mansi, var fæddur í
Reykjavík 29. nóvember 1923.
Hann lést á Sjúkrahúsi Suður-
nesja 2. september síðastliðinn
og fór útför hans fram frá
Njarðvíkurkirkju 9. september.
Hinsta kveðja frá Báru
systur
Með heitri þökk og trega nú lít ég liðnu árin
er leiðir okkar greinast við hinstu þátta skil.
Og minningamar björtu, þær brosa gegnum
. tárin
um bróður elskulegan, er flutti ljós og yl.
Á björtu lífsins vori, og ævidaga alla
ég átti þína sönnu og traustu bróður ást.
Slíkar kærleiks gjafir úr gildi aldrei falla
sem gafstu af hógværð þinni og tryggð er
ekki brást.
Konu þinni er studdi þig, í þjáningu og
þrautum
þakkir vil ég færa, og börnum hennar nú.
Megi gæfan blómgast, og brosa á þeirra
brautum
þess bið ég Ijóssins föður, i kærleik, von
og trú.
Þínar kæru dætur, sem komu um vegferð
langa
kærleiksn'kar vöktu við sjúkrabeðinn þinn.
Þegar drottinn vemdi og blessi, hvar liggur
lífsins ganga
hann leiði þær og styrki, við fóður arminn
sinn.
Lof sé góðum guði, er gaf þig bróðir kæri,
ég geymi minning þína, sem ljós i hjarta mér.
Fyrir öll þín gæði, ég ástarþakkir færi
það allt þér drottinn launi, mín hinsta kveðja
er.
(Í.S.)
Ríó og vinir
á Hótel Sögu
ÞAÐ er orðið nokkuð síðan Ríó-
tríóið hefur stigið á svið en þeir
skemmta gestum Hótel Sögu
laugardagana 27. september og
4. október, aðeins þessi tvö
kvöld.
Ríó tríóið sem oft er nefnt
stærsta tríó í heimi verður nú
skipað átta mönnum. Fyrir utan
þá félaga Agúst Atlason, Helga
Pétursson og Ólaf Þórðarson
verða í tríóinu þeir Gunnar
Þórðarson, Björn Thoroddsen,
Szymon Kuran, Magnús R. Ein-
arsson, Grettir Björnsson og
Gunnlaugur Briem.
Þeir félagar Bubbi Morthens
og KK (Kristján Krisljánsson)
koma líka fram. Þetta mun vera
í fyrsta skipti sem Ríó, KK og
Bubbi koma saman á sömu
skemmtuninni. KK og Bubbi
syngja hvor í sínu lagi og svo
með vinum sínum í Ríó og vinum
þeirra. Loks verða Tamlasveit-
in, Egill Ólafsson og Sigrún Eva
Ármannsdóttir einnig á sviðinu
á Sögu þessi kvöld. Skemmtunin
hefst kl. 22. Þriggja rétta kvöld-
verður er í boði og hægt er að
kaupa sig inn sérstaklega á
skemmtunina sem hefst stund-
víslega kl. 22.
AUÐUR Kristinsdóttir og
Hrönn Marinósdóttir frá
Pijónaskóla Tinnu.
Prjónadag-
urinn 1997
LEIÐRÉTT
Óaðgengileg tafla
í grein Finns Birgissonar, „Jaðar-
skattnefnd - in Memoriam", í blað-
inu í gær, birtist tafla þar sem born-
ar voru saman barnabætur í nokkr-
um löndum. Tölur í töflunni voru
réttar, en uppsetningunni var
ábótavant. Lesendum til glöggvun-
ar birtist hún því aftur.
Upphæðir í milljörðum:
Barnabætur ’96, heild
ísl. Danskar Þýs.’97
Einst. for. 1,66 1,67 1,33
Hjón 3,08 4,69 7,44
Samt. 4,74 6,36 8,77
Hlutf., % 100 134 185
HALDINN verður Pijónadagurinn
1997 hjá Pijónaskóla Tinnu laugar-
daginn 27. september nk. Það eru
þær Hanna Marinósdóttir og Auður
Kristinsdóttir sem standa að degin-
um en þær munu jafnframt veita
allar almennar leiðbeiningar varð-
andi pijón.
Jafnframt því verða þar til sýnis
nýjustu peysurnar úr Pijónablaðinu
Ýr ásamt verðlaunapeysunum úr
hönnunarsamkeppni Tinnu frá því
í vor. Skólinn er til húsa að Hjalla-
hrauni 4 í Hafnarfirði og eru allir
velkomnir. Heitt kaffi verður á
könnunni og eru foreldrar sérstak-
lega hvattir til að koma með börnin
og fá aðstoð við að kenna þeim að
pijóna, segir í fréttatilkynningu.
Rósadag-
aríRáð- .
húsinu
HALDIN verður viðamikil
rósasýning í Ráðhúsi Reykja-
víkur dagana 27. og 28. sept-
ember. Sýningin stendur frá
kl. 12-18 bæði laugardag og
sunnudag. Skreytingafólk
sýnir milli kl. 14 og 16 báða
dagana.
Þessa dagana standa yfir
íslenskir blómadagar en þeir
hófust fimmtudaginn 18. sept-
ember sl. með tilboði á risa-
vendi í öllum blómaverslunum.
Blómadagarnir eru samvinnu-
verkefni framleiðenda, heild-
sala og blómakaupmanna. Til-
gangurinn er að kynna ís-
lenska blómaframleiðslu og
það sem henni tengist.
Risavandatilboðið stendur
yfir til loka blómadaga, fram
á sunnudag 28. september eða
meðan birgðir endast. Vöndur-
inn er á 990 kr. stykkið. Einn-
ig er í þessari viku boðið upp
á pottaplöntur á tilboðsverði í
öllum blómaverslunum.
Málþing* um
óhefðbundn-
ar krabba-
meinsiækn-
ingar
MÁLÞING um nýjar leiðir við
lækningu og meðhöndlun
krabbameins verður haldið á
Hótel Loftleiðum laugardag- -
inn 27. september frá kl.
13-17.
„Einnig verður íjallað um
störf og rannsóknir nokkurra
brautryðjenda á þessu sviði
þar sem náðst hefur ótrúlega
góður árangur við meðferð á
flestum gerðum krabbameins.
Allar þessar aðferðir eiga það
sammerkt að byggja upp
ónæmiskerfi sjúklingsins,
bæta andlega og líkamlega líð-
an hans og skila honum heil-
brigðari einstaklingi út í lífið
að meðferð lokinni," segir í
fréttatilkynningu.
Frummælendur verða Þor-
steinn Barðason, Einar Þor-
steinn Ásgeirsson, Sigrún Ól-
sen, Jóhanna L. Viggósdóttir,
Ævar Jóhannesson, Guðrún
Óladóttir, Þorsteinn Njálsson,
Hallgrímur Þ. Magnússon og
Selma Júlíusdóttir. Gert er ráð
fyrir opnum umræðum í lokin.
Málþingið er öllum opið.
i
i
i
i
i
R A Ð A U GLÝSI IM G A
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Flugmenn
—flugáhugamenn
Fundur um flugöryggismál, verður haldin í
kvöld á Hótel Loftleiðum og hefst hann
kl. 20.00
Fundarefni:
• Atburdir sumarsins skoðaðir—
Skúli Jón Sigurðsson
• Að klæða sig á öruggan hátt—
EinarTorfi Finnsson
• Rekstur flugvéla að vetri til —
Sigurjón Valsson
• Kvikmyndasýning
Allir velkomnir
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík, Flugmálafé-
lag íslands, Flugmálstjórn,Öryggisnefnd FÍA.
Grænland — Kanada
í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30
flytur Níels Einarsson, mannfræðingur og lekt-
or við Fláskólann á Akureyri erindi um sjávar-
spendýraveiðar, sjálfbæra þróun og siðvæð-
ingu náttúrunnar. Veitingabúð opin í kaffihléi.
Allir velkomnir.
Grænlensk-íslenska félagið KALAK
og Vináttufélag íslands og Kanada.
Aðalfundur
Verkalýðsfélagsins Rangæings verður haldinn
í Verkalýðshúsinu á Hellu, fimmtudaginn 16.
október nk. kl. 21.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Lífeyrissjóðurinn Hlíf
heldur aðalfund laugardaginn 27. september
kl. 15.00 í sal-A á Hótel Sögu.
Fundarefni:
Reglugerðarbreytingar.
Ársreikningar sjóðsins.
Önnur mál.
Stjórnin.
- kjarni málsins!