Morgunblaðið - 25.09.1997, Page 48
48 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Tískuverslunin ödumj
Skerjabraut 1 • 172 Seltjarnarnesi • Símar: 561-1680
Heilsubaðolíur - Beint úr náttúrunni!
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Geysis-slysið
KONA hafði samband við
Velvakanda og sagðist hún
hafa horft á þáttinn Dags-
ljós í sjónvarpinu fyrir
stuttu. í þeim þætti var
fjallað um Geysis-slysið.
Þessi kona vildi koma því
á framfæri að Ingigerður
flugfreyja, sem var flug-
freyja í flugvélinni Geysi,
hefði átt við vanheilsu að
stríða frá slysinu og hefði
hún aldrei fengið neins
konar viðurkenningu fyrir
það sem hún afrekaði í
þessu slysi. Ingigerður er
nú orðin 70 ára gömul og
finnst þessari konu að nú
sé kominn tími til að henni
verði sýndur einhver sómi.
Fossvogs-
kirkjugarður
hættulegur?
ELDRI kona hafði sam-
band við Velvakanda og
vildi hún koma því á fram-
færi að hún teldi Fossvogs-
kirkjugarð ekki vera leng-
ur hættulausan stað. Hún
sagðist hafa verið þar um
miðjan dag í þessari viku
og varð hún þá vör við að
maður var að sniglast í
kringum hana. Þessi mað-
ur sýndi henni áreitni og
varð konan hrædd og tókst
henni að hlaupa hann af
sér og komast úr garðin-
um, þar sem hún gat feng-
ið aðstoð.
Þessi kona segir að sér
finnist það hræðilegt að
geta ekki lengur notið þess
að heimsækja látna ást-
vini, njóta kyrrðarinnar og
fegurðarinnar í garðinum
án þess að þurfa að óttast
um öryggi sitt. Vill hún
koma þeirri hugmynd á
framfæri hvort ekki sé
hægt að hafa vaktmann á
ferli í garðinum eða að fá
lánuð einhvers konar ör-
yggistæki hjá kirkjugarðs-
verði svo hægt sé að kalla
á aðstoð ef þörf krefur.
Jafnframt vill hún koma
á framfæri þakklæti til
kirkjugarðsvarðar fyrir
hversu vel garðurinn er
hirtur og fallegur.
Kirkjugarðsunnandi.
Dýrahald
Þrjár kisur týndar
í Mosfellsbæ
JONNI, Skotta og Gosi eru
týnd. Jonni er hvítur og
bröndóttur, geltur fress,
eyrnarmerktur Y-5026.
Skotta er bröndótt læða,
hún er eyrnamerkt Y-
5027, Gosi er grábröndótt-
ur, ógeltur fress, eyrna-
merktur G-7041. Þau
hurfu frá Grundartanga
28, Mosfellsbæ fimmtu-
daginn 18. september.
Þeir sem hafa orðið varir
við kisurnar hafi samband
í síma 566-8572.
Tapað/fundið
Svart leðurveski
týndist í Grafarvogi
SVART leðurveski allt
með límmiðum týndist í
Móunum á milli Mosarima
og Gullengis mánudaginn
22. sept. Þeir sem hafa
fundið veskið hafi sam-
band í síma 586-1813 eða
552-4879.
Armbandsúr
týndist í
Borgarfirði
ARMBANDSÚR, Pulsar
Quarts, tvílitt gyllt og silf-
urlitað, tapaðist í Borgar-
firði, líklega við Hyrnuna,
í ágúst sl. Þeir sem hafa
orðið varir við úrið hafi
samband í síma
487-8185.
Sólgleraugu með
styrkleika týndust
SÓLGLERAUGU með
gylltri umgjörð og með
styrkleika týndust. Þeir
sem hafa orðið varir við
gleraugun hafi samband í
síma 587-5604.
SKÁK
Hlutavelta
Baðolíur með verðmætu plöntuþykkni, s.s. Baldrian (róandi),
Eukaliptus (öndunarfæri), Furunálar (gigt), llmreyr (liðamót),
Kamilla/Baldursbrá (bólgur), Melissa (taugaspenna), Rósmarin
(blóðrás), Thymian/Blóðberg (kvef).
PINO fyrir íþróttafólk: Bólgueyðandi krem,
kælispray, hitakrem og -olía
PINO Kamillu húðvörur
PINO nuddolíur og nuddkrem
NÝTT! Heilsubætandi blöndur fyrir sauna
(mentól og furunálar)
Kynning í Laugarness Apóteki,
Kirkjuteigi 21,
í dag og á morgun kl. 13 -18.
20% kynningarafsláttur.
ÍSLENSKA INNFLUTNINGSFÉLAGIÐ EHF
SÍMI 588 5508
í'nhii'iní't ( f'VJr.rn«ÍJn
Tílboðsréttir:
Þessi er sælgæti:
HVÍTIAUKS-
PASTA
meö ristuðum humri
og hörpuskel
AÐEJNSKR. 1.290,-
Baibequegrilluð
GRÍSA-
LUND
meö kaldri grillsósu
og rauðlauksmarmelaði
AÐEINS KR. 1390,-
Grillaður
LAMBA-
VÖÐVI
með bakaöri kartöflu
og bemaisesósu
AÐEINSKR. L490,-
HLAÐBORÐ
SÆLKERANS
Frjálst val:
Súpa, salatbarogheitur
matur, margartegundir.
Kft790/
Glóðuð
KJÚKLINGA
BRINGA
með engifer
og hunangi
AÐEINS KR. 1390,-
Húnerengri líkþessi
LÚÐU-
PIPARSTEIK
með hvítlauks-
og Pemod-rjóma
AÐHNSKR. 1390,-
fínnijliliA í <()/imijreimhim rétlimi errjómalöyuA
mvj)j)«mj>«, JjölhretfUur xuluthurinn oy hinn
ómótsUeAil&fi ísbur á eflir.
\ Tilboð öll kvöld
| os um helsar.
POTTURINN
OG
LISTAKOKKAR
OS3 DÁSAMLEGUR MATUR !
Lanckfræsur
&dskaðura
llmsjón Margcir
Pétursson
STAÐAN kom upp á inu á sunnudaginn var, en
bandaríska meistaramótinu birtist þá með rangri stöðu-
sem fram fór
í bænum
Chandler í
Arizona ríki.
Alexander
Yermolinsky
(2.650) var
með hvítt og
átti leik, en
Alexander
Ivanov
(2.565) hafði
svart.
30. Bcl!
(Miklu sterk-
ara en 30.
Dxh7+?
Kf6 og svarti
kóngurinn
bjargar sér á
flótta) 30. -
Hg8 og svartur gafst upp
án þess að bíða eftir
31. Dh6+ - Kh8 32. Dxh7
mát.
Þessi skák var einnig til
umfjöllunar hér í skákhorn-
HVÍTUR leikur og vinnur.
mynd, sem átti við texta
laugardagsins.
Joel Benjamin varð
Bandaríkjameistari, hann
sigraði Larry Christiansen í
æsispennandi úrslitaeinvígi.
HLUTAVELTA. Fjórar stúlkur í Ólafsvík héldu ný-
lega hlutveltu. Söfnuðust 1.363 kr. í hlutaveltunni sem
þær gáfu til söfnunar fyrir aðstandendur þeirra sem
fórust með Margréti SH á Breiðafirði 16. júlí sl. Frá
vinstri: Svava Hrönn Þórarinsdóttir, Katla Vilmundar-
dóttir, Asthildur Þorsteinsdóttir og Asgerður Mar-
grét Þorsteinsdóttir.
Víkveiji skrifar...
EITT af því sem útlendingar
hafa gjarnan á orði þegar
þeir heimsækja landið okkar er
vatnið. Þeim fínnst alveg dásamlegt
að geta drukkið vatnið beint úr
krananum en það geta þeir undan-
tekningalítið ekki gert heima hjá
sér. í vatninu eigum við Islendingar
ómetanlega náttúruauðlind.
Okkur finnst sjálfsagt að geta
skrúfað frá krana og fengið nægi-
legt vatn. Forfeður okkar nutu ekki
þessara hlunninda. Þeir þurftu að
sækja vatn í brunna og vatnsból
og hreinlæti við þau mannvirki var
oft ekki upp á marga fiska.
Ekki eru nema rétt 90 ár síðan
farið var að huga að vatnsveitu
fyrir Reykjavík. Jóni Þorlákssyni
verkfræðingi og síðar forsætisráð-
herra var falið árið 1906 að gera
áætlanir um vatnsveitu. Árið 1909
var vatn leitt úr Elliðaánum til
Reykjavíkur og skömmu síðar var
leiðsla lögð frá Gvendarbrunnum í
Heiðmörk til Reykjavíkur. Um þess-
ar framkvæmdir má lesa í stórfróð-
legri endurminningabók Knud
Zimsen borgarstjóra, „Ur bæ í
borg“, sem Helgafell gaf út árið
1952. í bókinni kemur fram að
ekki voru allir meðmæltir þessari
framkvæmd og töldu hana óþarfa.
Annað hefur vissulega komið á
daginn.
xxx
AÐ er vel til fundið hjá Vatns-
veitu Reykjavíkur að kynna
umfangsmikla starfsemi sína á sér-
stökum degi vatnsins á sumri
hverju. Enda var áhugi borgarbúa
mikill, því um 12 þúsund manns
heimsóttu höfuðstöðvar fyrirtækis-
ins_ í Heiðmörk nú í sumar.
í bæklingi sem Vatnsveitan hefur
gefið út kemur fram að íbúar höfuð-
borgarsvæðisins nota 50 milljónir
lítra vatns á hvetjum sólarhring.
Hver maður notar að meðaltali 220
lítra og því notar íjögurra manna
fjölskylda 880 lítra á sólarhring.
Þar af fara 20 lítrar til matargerð-
ar, 15 lítrar til drykkjar, 45 lítrar
í uppþvottinn, 150 lítrar í þvottavél-
ina, 220 lítrar í böð og nær helming-
ur, eða um 400 lítrar í salernisnotk-
un. Hætt er við að mikil röskun
yrði á daglegu lífí fólks ef starfsemi
Vatnsveitunnar færi úr skorðum.
VÍKUR nú sögunni að allt öðrum
vökva, nefnilega bjór. Hátt
bjórverð á íslandi hefur verið til
umræðu að undanförnu, aðallega
vegna kvartana erlendra ferða-
manna yfir svimandi háu bjórverði
á veitingahúsum hér á landi. Al-
gengt verð er 500 krónur fyrir hálf-
an lítra og sum veitingahús krefja
gesti sína um 550 krónur. Er engin
furða að erlendum ferðamönnum
blöskri að borga jafnvirði 5 enskra
punda fyrir þennan vökva.
Einstaka veitingastaður hefur
brotizt út úr þessu okurkerfi og
boðið viðskiptavinum sínum bjór á
sanngjörnu verði. Fyrir skömmu
kom Víkveiji á veitingastaðinn
Grand Rokk Kaffi við Klapparstíg.
Þar kostar hálfs lítra kanna af
þýzkum bjór 300 krónur. Enda
hefur aðsókn að staðnum stórauk-
ist í kjölfarið, var Víkverja tjáð af
veitingamanninum. Annar veit-
ingastaður, Gullöldin í Grafarvogi,
selur stóran bjór á 350 krónur.
Ástæða er til að benda fólki á að
skipta við staði sem fylgja ekki
hinni viðteknu okurstefnu í verð-
lagningu á bjór.