Morgunblaðið - 25.09.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.09.1997, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Tískuverslunin ödumj Skerjabraut 1 • 172 Seltjarnarnesi • Símar: 561-1680 Heilsubaðolíur - Beint úr náttúrunni! I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Geysis-slysið KONA hafði samband við Velvakanda og sagðist hún hafa horft á þáttinn Dags- ljós í sjónvarpinu fyrir stuttu. í þeim þætti var fjallað um Geysis-slysið. Þessi kona vildi koma því á framfæri að Ingigerður flugfreyja, sem var flug- freyja í flugvélinni Geysi, hefði átt við vanheilsu að stríða frá slysinu og hefði hún aldrei fengið neins konar viðurkenningu fyrir það sem hún afrekaði í þessu slysi. Ingigerður er nú orðin 70 ára gömul og finnst þessari konu að nú sé kominn tími til að henni verði sýndur einhver sómi. Fossvogs- kirkjugarður hættulegur? ELDRI kona hafði sam- band við Velvakanda og vildi hún koma því á fram- færi að hún teldi Fossvogs- kirkjugarð ekki vera leng- ur hættulausan stað. Hún sagðist hafa verið þar um miðjan dag í þessari viku og varð hún þá vör við að maður var að sniglast í kringum hana. Þessi mað- ur sýndi henni áreitni og varð konan hrædd og tókst henni að hlaupa hann af sér og komast úr garðin- um, þar sem hún gat feng- ið aðstoð. Þessi kona segir að sér finnist það hræðilegt að geta ekki lengur notið þess að heimsækja látna ást- vini, njóta kyrrðarinnar og fegurðarinnar í garðinum án þess að þurfa að óttast um öryggi sitt. Vill hún koma þeirri hugmynd á framfæri hvort ekki sé hægt að hafa vaktmann á ferli í garðinum eða að fá lánuð einhvers konar ör- yggistæki hjá kirkjugarðs- verði svo hægt sé að kalla á aðstoð ef þörf krefur. Jafnframt vill hún koma á framfæri þakklæti til kirkjugarðsvarðar fyrir hversu vel garðurinn er hirtur og fallegur. Kirkjugarðsunnandi. Dýrahald Þrjár kisur týndar í Mosfellsbæ JONNI, Skotta og Gosi eru týnd. Jonni er hvítur og bröndóttur, geltur fress, eyrnarmerktur Y-5026. Skotta er bröndótt læða, hún er eyrnamerkt Y- 5027, Gosi er grábröndótt- ur, ógeltur fress, eyrna- merktur G-7041. Þau hurfu frá Grundartanga 28, Mosfellsbæ fimmtu- daginn 18. september. Þeir sem hafa orðið varir við kisurnar hafi samband í síma 566-8572. Tapað/fundið Svart leðurveski týndist í Grafarvogi SVART leðurveski allt með límmiðum týndist í Móunum á milli Mosarima og Gullengis mánudaginn 22. sept. Þeir sem hafa fundið veskið hafi sam- band í síma 586-1813 eða 552-4879. Armbandsúr týndist í Borgarfirði ARMBANDSÚR, Pulsar Quarts, tvílitt gyllt og silf- urlitað, tapaðist í Borgar- firði, líklega við Hyrnuna, í ágúst sl. Þeir sem hafa orðið varir við úrið hafi samband í síma 487-8185. Sólgleraugu með styrkleika týndust SÓLGLERAUGU með gylltri umgjörð og með styrkleika týndust. Þeir sem hafa orðið varir við gleraugun hafi samband í síma 587-5604. SKÁK Hlutavelta Baðolíur með verðmætu plöntuþykkni, s.s. Baldrian (róandi), Eukaliptus (öndunarfæri), Furunálar (gigt), llmreyr (liðamót), Kamilla/Baldursbrá (bólgur), Melissa (taugaspenna), Rósmarin (blóðrás), Thymian/Blóðberg (kvef). PINO fyrir íþróttafólk: Bólgueyðandi krem, kælispray, hitakrem og -olía PINO Kamillu húðvörur PINO nuddolíur og nuddkrem NÝTT! Heilsubætandi blöndur fyrir sauna (mentól og furunálar) Kynning í Laugarness Apóteki, Kirkjuteigi 21, í dag og á morgun kl. 13 -18. 20% kynningarafsláttur. ÍSLENSKA INNFLUTNINGSFÉLAGIÐ EHF SÍMI 588 5508 í'nhii'iní't ( f'VJr.rn«ÍJn Tílboðsréttir: Þessi er sælgæti: HVÍTIAUKS- PASTA meö ristuðum humri og hörpuskel AÐEJNSKR. 1.290,- Baibequegrilluð GRÍSA- LUND meö kaldri grillsósu og rauðlauksmarmelaði AÐEINS KR. 1390,- Grillaður LAMBA- VÖÐVI með bakaöri kartöflu og bemaisesósu AÐEINSKR. L490,- HLAÐBORÐ SÆLKERANS Frjálst val: Súpa, salatbarogheitur matur, margartegundir. Kft790/ Glóðuð KJÚKLINGA BRINGA með engifer og hunangi AÐEINS KR. 1390,- Húnerengri líkþessi LÚÐU- PIPARSTEIK með hvítlauks- og Pemod-rjóma AÐHNSKR. 1390,- fínnijliliA í <()/imijreimhim rétlimi errjómalöyuA mvj)j)«mj>«, JjölhretfUur xuluthurinn oy hinn ómótsUeAil&fi ísbur á eflir. \ Tilboð öll kvöld | os um helsar. POTTURINN OG LISTAKOKKAR OS3 DÁSAMLEGUR MATUR ! Lanckfræsur &dskaðura llmsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á inu á sunnudaginn var, en bandaríska meistaramótinu birtist þá með rangri stöðu- sem fram fór í bænum Chandler í Arizona ríki. Alexander Yermolinsky (2.650) var með hvítt og átti leik, en Alexander Ivanov (2.565) hafði svart. 30. Bcl! (Miklu sterk- ara en 30. Dxh7+? Kf6 og svarti kóngurinn bjargar sér á flótta) 30. - Hg8 og svartur gafst upp án þess að bíða eftir 31. Dh6+ - Kh8 32. Dxh7 mát. Þessi skák var einnig til umfjöllunar hér í skákhorn- HVÍTUR leikur og vinnur. mynd, sem átti við texta laugardagsins. Joel Benjamin varð Bandaríkjameistari, hann sigraði Larry Christiansen í æsispennandi úrslitaeinvígi. HLUTAVELTA. Fjórar stúlkur í Ólafsvík héldu ný- lega hlutveltu. Söfnuðust 1.363 kr. í hlutaveltunni sem þær gáfu til söfnunar fyrir aðstandendur þeirra sem fórust með Margréti SH á Breiðafirði 16. júlí sl. Frá vinstri: Svava Hrönn Þórarinsdóttir, Katla Vilmundar- dóttir, Asthildur Þorsteinsdóttir og Asgerður Mar- grét Þorsteinsdóttir. Víkveiji skrifar... EITT af því sem útlendingar hafa gjarnan á orði þegar þeir heimsækja landið okkar er vatnið. Þeim fínnst alveg dásamlegt að geta drukkið vatnið beint úr krananum en það geta þeir undan- tekningalítið ekki gert heima hjá sér. í vatninu eigum við Islendingar ómetanlega náttúruauðlind. Okkur finnst sjálfsagt að geta skrúfað frá krana og fengið nægi- legt vatn. Forfeður okkar nutu ekki þessara hlunninda. Þeir þurftu að sækja vatn í brunna og vatnsból og hreinlæti við þau mannvirki var oft ekki upp á marga fiska. Ekki eru nema rétt 90 ár síðan farið var að huga að vatnsveitu fyrir Reykjavík. Jóni Þorlákssyni verkfræðingi og síðar forsætisráð- herra var falið árið 1906 að gera áætlanir um vatnsveitu. Árið 1909 var vatn leitt úr Elliðaánum til Reykjavíkur og skömmu síðar var leiðsla lögð frá Gvendarbrunnum í Heiðmörk til Reykjavíkur. Um þess- ar framkvæmdir má lesa í stórfróð- legri endurminningabók Knud Zimsen borgarstjóra, „Ur bæ í borg“, sem Helgafell gaf út árið 1952. í bókinni kemur fram að ekki voru allir meðmæltir þessari framkvæmd og töldu hana óþarfa. Annað hefur vissulega komið á daginn. xxx AÐ er vel til fundið hjá Vatns- veitu Reykjavíkur að kynna umfangsmikla starfsemi sína á sér- stökum degi vatnsins á sumri hverju. Enda var áhugi borgarbúa mikill, því um 12 þúsund manns heimsóttu höfuðstöðvar fyrirtækis- ins_ í Heiðmörk nú í sumar. í bæklingi sem Vatnsveitan hefur gefið út kemur fram að íbúar höfuð- borgarsvæðisins nota 50 milljónir lítra vatns á hvetjum sólarhring. Hver maður notar að meðaltali 220 lítra og því notar íjögurra manna fjölskylda 880 lítra á sólarhring. Þar af fara 20 lítrar til matargerð- ar, 15 lítrar til drykkjar, 45 lítrar í uppþvottinn, 150 lítrar í þvottavél- ina, 220 lítrar í böð og nær helming- ur, eða um 400 lítrar í salernisnotk- un. Hætt er við að mikil röskun yrði á daglegu lífí fólks ef starfsemi Vatnsveitunnar færi úr skorðum. VÍKUR nú sögunni að allt öðrum vökva, nefnilega bjór. Hátt bjórverð á íslandi hefur verið til umræðu að undanförnu, aðallega vegna kvartana erlendra ferða- manna yfir svimandi háu bjórverði á veitingahúsum hér á landi. Al- gengt verð er 500 krónur fyrir hálf- an lítra og sum veitingahús krefja gesti sína um 550 krónur. Er engin furða að erlendum ferðamönnum blöskri að borga jafnvirði 5 enskra punda fyrir þennan vökva. Einstaka veitingastaður hefur brotizt út úr þessu okurkerfi og boðið viðskiptavinum sínum bjór á sanngjörnu verði. Fyrir skömmu kom Víkveiji á veitingastaðinn Grand Rokk Kaffi við Klapparstíg. Þar kostar hálfs lítra kanna af þýzkum bjór 300 krónur. Enda hefur aðsókn að staðnum stórauk- ist í kjölfarið, var Víkverja tjáð af veitingamanninum. Annar veit- ingastaður, Gullöldin í Grafarvogi, selur stóran bjór á 350 krónur. Ástæða er til að benda fólki á að skipta við staði sem fylgja ekki hinni viðteknu okurstefnu í verð- lagningu á bjór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.