Morgunblaðið - 25.09.1997, Síða 52
52 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
“1
1-
KVIKMYNDIR/Háskólabíó sýnir bresku myndina Career Girls sem gerð er af leikstjóranum
Mike Leigh, en síðasta mynd hans, Leyndarmál og lygar, hlaut fádæma góðar viðtökur á síðasta ári
Konurá
framabraut
Frumsýning
TÖKUM á Career Girls lauk
aðeins nokkrum dögum
áður en leikstjórinn Mike
Leigh hélt til Cannes í maí í fyrra
til að frumsýna þar mynd sína
Leyndarmál og lygar, en hún hlaut
svo gullpálmann á kvikmyndahá-
tíðinni og aðalleikkonan í mynd-
inni, Brenda Blethyn, var valin
besta ieikkonan í aðalhlutverki.
Síðan hefur Leyndarmál og lygar
verið sýnd við mikla aðsókn um
allan heim og hefur myndin skilað
rúmlega 50 milljónum dollara í
aðgangseyri. Myndin hlaut fjölda
annarra verðlauna og var hún til-
nefnd til fimm óskarsverðlauna.
í Career Girls er sjónum beint
að tveimur framakonum um þrí-
tugt sem hittast á ný eftir að hafa
verið aðskildar um langa hríð.
Rifja þær svo upp fyrra samband
þeirra þegar þær deildu saman
íbúð nokkrum árum áður. Á einni
helgi hitta konurnar fjölda fólks
sem þær kynntust á námsárum
sínum í London á miðjum níunda
áratugnum og með uppriljun á
háttalagi persónanna á þeim árum
gerir áhorfandinn sér grein fyrir
hvernig þær hafa breyst í tímans
rás. Með aðalhlutverk í myndinni
fara Katrin Cartlidge og Lynda
Steadman. Þetta er í annað skipti
sem Katrin Cartlidge vinnur með
Mike Leigh, en hún lék í mynd
hans Naked árið 1992. Þá hefur
hún vakið athygli í myndunum
Breaking the Waves og Before the
Rain. Hlutverkið í Career Girls er
hins vegar fyrsta kvikmyndahlut-
verk Lyndu Steadman, en hún er
þekkt úr bresku sjónvarpi og lék
m.a. á móti Christopher Eccleston
í sjónvarpsþáttaröðinni Hearts and
Minds.
Mike Leigh er fæddur 1943 í
Salford í Lancashire og hefur hann
gert rúmlega tuttugu kvikmyndir
en fyrstu myndina gerði hann árið
1971. Hún heitir Bleak Moments
og vann hún til verðlauna á kvik-
myndahátíðum í Chicago og Lue-
arno. Allar síðustu myndir hans
hafa hlotið mikið lof og ágæta
aðsókn, en þær eru High Hopes
(1988), Life is Sweet (1990),
Naked (1992) og Secrets and Lies
(1995)
Stutt
Varkyn-
lífsþræll
►DÓMARI í Los Angeles úr-
skurðaði á dögunum að bróðir
Súltansins af Brunei skyldi ekki
njóta friðhelgi sem verndaði hann
frá lögsókn fyrverandi ungfrú
Bandaríkjanna. Fegurðardrottn-
ingin heldur því fram að bróðir
ríkasta manns heims hafi haldið
henni nauðugri sem kynlífsþræl.
Úrskurðurinn kom viku eftir
að sami dómari hafði úrskurðað
að Súltaninn sjálfur skyldi njóta
friðhelgi sem þjóðarleiðtogi
gagnvart 5,5 milljarða króna
skaðabótakröfu fegurðardrottn-
ingarinnar, Shannon LaRhea
Marketic. Prinsinum var neitað
um friðhelgi á þeirri forsendu að
yfirvöld hefðu ekki óskað þess.
Marketic er 27 ára og var kos-
in ungfrú Kalifornía áður en hún
varð ungfrú Bandaríkin árið
1992. Að hennar sögn var henni
sagt að í Brunei biði hennar fyrir-
sætu- og kynningarverkefni en í
ljós hefði komið að tilgangur
prinsins hefði verið sá að nota
hana sem kynlífsleikfang.
Sonur Danielle
Steele látinn
►NÍTJÁN ára sonur rithöfundar-
ins Danielle Steele lést eftir
neyslu á of stórum skammti eitur-
lyfja, að því er talsmaður Steele
greindi frá um helgina. Sonur
hennar hét John Steel Traina og
hafði átt í „langri baráttu við
ævilangan sjúkdóm".
Skemmtanir
■ CAFÉ AMSTERDAM Á fimmtudags-
kvöld verður haldið Hooch-kvöld_. Þrír á 990
kr. Hljómsveitin Greip leikur. Á föstudags
og laugardagskvöld leikur hljómsveitin
Hunang.
■ MAUS heldur upp á 100. tónleika sína
í Norðurlqallara MH. Hljómsveitin heldur
upp á sína þriðju Jbreiðskífu en hún kemur
út í lok október. Ásamt Maus leikur á tón-
leikunum hljómsveitin Andhéri en væntan-
leg er frá henni geisladiskurinn Fallegir
ósigrar í lok september. Einnig leika 2oo.o-
oo Naglbitar og Emmett en þær verða
báðar á safnplötunni Spíra sem Sproti gef-
^ ur út í lok október. Tónleikarnir hefjast kl.
— 21.30. Húsið opnar kl. 21 og er aðgangseyr-
ir 400 kr.
■ RÓSENBERGKJALLARINN Hljóm-
sveitimar Stuna og Stjörnukisi halda tón-
leika I kvöld og hefjast þeir stundvíslega
kl. 22. Miðaverð er 450 kr.
■ HALLI MELLÓ leikur á Kaffi Akur-
eyri fimmtudagskvöld, Pizza 67 Dalvík
föstudagskvöld og á Kaffi Krók laugar-
dagskvöld. Væntanlegur er geisladiskur frá
tónlistarmanninum 2. október.
■ BUBBI MORTHENS hefur hafið tón-
leikaferðalag sitt í kringum landið og mun
hann halda 48 tónleika í stórum og smáum
byggðarkjömum auk 16 tónleika í fram-
haldsskólum. Á fimmtudagskvöld leikur
Bubbi í Hvoii, Hvoisvelli, föstudagskvöld
í Hellubíói, sunnudagskvöld í Duggunni,
Þorlákshöfn og mánudagskvöld i Kvennó,
„ S Grindavík. Tónleikarnir hefjast allir kl. 21.
■ 8-VILLT leikur föstudagskvöld á ungl-
ingadansleik í Félagsmiðstöðinni í Borg-
arnesi og laugardagskvöld í Gjánni, Sei-
fossi.
■ NAUSTKJALLARINN er opinn föstu-
dags og laugardagskvöld til kl. 3. Lifandi
tónlist verður bæði kvöldin.
■ ÍRLAND Á fimmtudags-, föstudags- og
laugardagskvöld leika Jim McCann fyrrum
meðlimur The Dubliners og Dennis
Murray. Frá kl. 18 leikur Ken Hennigan
fyrir matargesti. Jim McCann söng með
Dubliner i nær 10 ár. Hann hefur stjórnað
mörgum sjónvarpsþáttum og er best þekkt-
ur fyrir lagið Grace sem var á írska listan-
um í 36 vikur.
■ HÖRÐUR TORFA hefur hafið tónleika-
ferð sína um landið og leikur hann fimmtu-
ðagskvöld á Hótel Öskju, Eskifirði, föstu-
dagskvöld í Valaskjálf, Egilsstöðum og
laugardagskvöld í Egilsbúð, Neskaupstað.
Tónleikarnir hefjast allir kl. 21 en á þeim
mun hann slá á létta strengi í bland við
tregaþrungnar ballöður.
■ GAUKUR Á STÖNG Á föstudags- og
laugardagskvöld leikur popp-rokk hljóm-
sveitin Buttercup og á sunnudags- og
mánudagskvöld leikur órafmagnaða hljóm-
sveitin Lekkert ásamt góðum gesti frá
Danaveldi rokktríóinu Biind, Deaf and
Dumb. Á þriðjudagskvöld leikur hljómsveiti
Riff Redd Hedd og á miðvikudagskvöld
og fimmtudaginn 2. október verða stórtón-
leikar með hljómsveitinni Unun. Þeim til
fulltingis verður hljómsveitin PPpönk.
■ KURAN SWING leikur fimmtudags-
kvöld á Kaffi Puccini, Vitastíg lOa. Hljóm-
sveitina skipa Szymon Kuran, Bjarni
Sveinbjömsson, Björn Thoroddsen og
Ólafur Þórðarson. Tónleikarnir hefjast kl.
21.30. Aðgangur er ókeypis.
■ HAFRÓT leikur föstudags- og laugar-
dagskvöld í Lundanum, Vestmannaeyj-
um.
■ BÍÓBARINN Dægurlaga pönkhljóm-
sveitin Húfa heldur tónleika fimmtudags-
kvöld kl. 23. Hljómsveitin leikur fyrst og
fremst þekkt barnalög, ýmist í hráum eða
háifsoðnum útsetningum. Aðgangur er
ókeypis.
■ KAFFI AKUREYRI Á fimmtudags-
kvöld leikur trúbadorinn Halii Melló og á
föstudags- og laugardagskvöld sjá þau
Sigga Beinteins og Grétar Örvars um
danstónlist við allra hæfi.
■ DANSHÚSIÐ GLÆSIBÆR Á föstu-
dags- og laugardagskvöld leikur Hljóm-
Maharishi Mahesh Yogi
INNHVERF ÍHUGUN
Kynningarfyrirlestur um Innhverfa íhugun
(TM-hugleiðslu) verður haldinn í kvöld,
fimmtudag, kl. 20:30 í fundarsal Hótels Lindar,
Rauðarárstíg 18 (í kjallara). Aðgangur ókeypis.
íslenska íhugunarfélagið s. 551 6662
BUBBIMorthenshefurhafiðsínaárleguyfirreiðumlandið. MAUS leikur á tónleikum í Norðurkjailara MH fimmtudags-
kvöld ásamt Andhéra, 200.000 Naglbítum og Emmet.
sveit Birgis Gunnlaugssonar. Hljómsveit-
ina skipa: Birgir Gunnlaugsson, söngur,
gítar, Finnbogi Kjartans, bassi, Baldur
Þórir Guðmundsson, hljómborð og Gunn-
ar Jónsson, trommur.
■ BÖLL FYRIR FATLAÐA Félagsmið-
stöðin Ársel heldur dansleiki fyrir fatlaða
laugardaginn 27. september, 25. október
og 29. nóvember en þá verður hljómsveit.
Húsið opnar kl. 20 og stendur ballið til kl.
23. Allir 13 ára og eldri velkomnir. Að-
gangseyrir er 400 kr. Húsið er hannað
þannig að hjólastólar eiga greiða leið um
það.
■ GRAND HÓTEL v/Sigtún Á fimmtu-
dags-, föstudags- og laugardagskvöld leikur
Gunnar Páll fyrir matargesti frá kl. 19-23.
■ KRINGLUKRÁIN Hljómsveitin í hvít-
um sokkum leikur fimmtudagskvöld, föstu:
dags-, laugardags- og sunnudagskvöld í
Leikstofunni verður trúbadorinn Rúnar
Þór.
■ FJÖRUGARÐURINN er opinn um
helgina. Veislur haldnar að hætti Víkinga.
Magnús Kjartansson leikur fyrir dansi.
Veitingahúsið Fjaran er opið öll kvöld og
í hádeginu fimmtudag til sunnudags. Jón
Möller leikur ljúfa píanótónlist föstudags-
og laugardagskvöld.
■ KÚREKINN, Hamraborg 1 -3, verður
með dansæfingu föstudagskvöld frá kl. 21.
Þess má geta að Kúrekinn er með sýningar-
hóp.
■ NÆTURGALINN, Smiðjuvegi 14,
Kóp. Á föstudags-, laugardags-__og sunnu-
dagskvöld leikur Hljómsveit Önnu Vil-
hjálms.
■ HÓTEL SAGA Fimmtudags- og sunnu-
dagskvöld er Mímisbar opinn frá kl. 19-1.
Föstudags- og laugardagskvöld opið frá kl.
19-3. Hilmar Sverrisson leikur fyrir gesti.
í Súlnasal laugardagskvöld skemmta Ríó
og vinir en þeir eru Bubbi, KK o.fl. Hljóm-
sveit Agga Slæ ásamt söngkonunni Sig-
rúnu Evu leikur svo fyrir dansi til kl. 3.
Miðaverð ásamt kvöldverði er 3.500 kr.
HÖRÐUR Torfason er nú að hefja tón-
leikaferð sína um landið og leikur m.a.
á Eskifirði, Egilsstöðum og Neskaupstað.
Aðgöngumiðar á sýningu og dansleik 1.800
kr., aðgangseyrir á dansleik að lokinin sýn-
ingu 850 kr.
■ CAFÉ ROMANCE Danski söngvarinn
og píanóleikarinn Joe Gorman er staddur
á íslandi og skemmtir út september mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og
laugardagskvöld frá kl. 22.
■ GULLÖLDIN Á föstudags- og laugar-
dagskvöld leika stuðhattarnir þeir Svensen
og Halifunkel.
■ FEITI DVERGURINN Á föstudags-
og laugardagskvöld skemmtir Rúnar Júl-
íusson.
■ HÓTEL ÍSLAND Á laugardagskvöld
verður gleðisöngleikurinn Prinsessan sýnd-
ur og að sýningu lokinni verður stórdans-
leikur með SSSóI til kl. 3.
■ ÓPERUKJALLARINN Á föstudags-
kvöld leikur hljómsveitin Skítamórall. Á
laugardagskvöld tekur svo Óperubandið
við ásamt Björgvini Halidórssyni. D.J.
Klara verður í búrinu bæði kvöldin.
■ THE DUBLINER Fimmtudagskvöld
verður lifandi tónlist með Blues Express
og byija þeir að spila um kl. 22.30. Föstu-
dagskvöld verður lifandi tónlist með Hálf
Klökkir og þeir byija að spila um kl. 22.
Laugardagskvöld munu bæði Blues Ex-
press og Hálf Klökkir spila. Blues Ex-
press byijar kl. 22.30 og Hálf Klökkir biija
kl. 24.
■ ASTRÓ Hljómsveitin Land og synir
leikur fimmtudagskvöld. Eins. og flestum
er kunnugt þá eiga þeir um þessar mundir
lag á vinsældalistanum, Vöðvastæltur.
Hljómsveitin mun leika nýtt lag sem kemur
út á næstunni.
■ KAFFI REYKJAVÍK Hljómsveitin
Karma leikur fimmtudags-, föstudags- og
laugardagskvöld. Sigrún Eva og hljóm-
sveit leika sunnudagskvöld og með Sigrúnu
á mánudagskvöldið leikur Stefán Jökuls.
■ HITT HÚSIÐ Hljómsveitin Soma leikur
á síðdegstónleikum föstudag kl. 17. Tónleik-
arnir eru haldnir á Geysi kakóbar sem er
nýopnað kaffihús 2. hæð.
■ CAFÉ MENNING DALVÍK Á föstu-
dagskvöld leikur hljómsveitin Annar með
gel og hinn með hárlos og á laugardags-
kvöld verður írskt kvöld með PKK. Frítt
inn til kl. 24.30.
■ SKÍTAMÓRALL leikur föstudagskvöld
í Óperukjaliaranum. Hljómsveitin skipa:
Gunnar Ólason, söngur og gítar, Arngrím-
ur Haraldsson, gítar, Herbert Viðarsson,
bassi, Jóhann Bachmann, trommur og
nýjasti meðlimurinn Einar Ágúst Víðisson,
slagverksleikari.
■ RÁIN KEFLAVÍK Hljómsveitin Vestan-
hafs leikur föstudags- og laugardagskvöld.
Hljómsveitina skipa Björgvin Gislason, Jón
Björgvinsson og Jón Kjartansson.
■ SIR OLIVER Hljómsveitin Vinir Dóra
leika föstudagskvöld. Opið til kl. 3 föstu-
dags- og laugardagskvöld. Aðra daga til
ki. 1.
■ BLÚSBARINN Hljómsveitin Blues-
Express leikur laugardagskvöld.