Morgunblaðið - 25.09.1997, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ
54 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997
FOLK I FRETTUM
Af Nýdanskri og
voðakvendum
STUTT mynd í léttum dúr
með alvarlegu ofbeldisívafi,"
stendur á máðu vinnuplaggi
sem hefur augljóslega lent í rign-
ingu. Söguþráðurinn fléttast utan
um „súrrealískt ferðalag grá-
klædds skrifstofumanns" og flíkur
- A á fáförnum vegi. Tveir árrisulir
menn dreypa á rótsterku kaffi.
Voru tveir dagar alveg nóg til
þess að afgreiða myndbandið?
j „Það gekk nú á ýmsu,“ svarar
Daníel Agúst Haraldsson. Hann
átti hugmyndina að söguþræði
, NÝSPARPERA
sem kveikir og slekkur
Söluaðilar um land allt
Nýdönsk gefur út tvö-
falda geislaplötu í lok
október og heldur stóra
tónleika í Háskólabíói.
Pétur Blöndal ræddi
við Daníel Agúst um
nokkuð allt annað:
fangbrögð við voða-
kvendi á fáförnum vegi
nýjasta myndbands Nýdanskrar
við lagið „Klæddu þig“.
„Við lentum í rigningu fyrri
daginn og glampandi sólskini
seinni daginn. Þar sem atriðin
voni ekki tekin í réttri röð var
erfitt að halda eðlilegri framvindu.
Við náðum hins vegar að láta líta
út fyrir að sólin hefði birst um leið
og voðakvendið skýtur upp kollin-
um.“
Hvar var þetta á landinu?
„Tökur fóru fram á Bláfjalla-
veginum sem er malbikaður og að-
allega ekinn af trukkum sem eru
að sækja mölina sína.“
A meðan samræðurnar fara
fram flettir Daníel Ágúst útkrot-
uðum blöðum sem augljóslega
hafa þjónað sínum tilgangi. Hann
réttir blaðamanni tökulista með
upptalningu á leikmunum. Þar eru
m.a. glæsibifreið, fimm grámanns-
föt (jakkaföt, skyrtur og bindi, há-
ir sokkar og blankskór), fimm
skjalatöskur (stressarar), skamm-
byssa og axlarbelti úr Veðmálinu,
par af háum kvenmannsleðurstíg-
vélum og loks einn banani. Við
bananann stendur skrifað
„Bjössi“.
Atti Björn Jörundur að útvega
bananann?
„Já,“ segir Daníel og brosir.
„Svo kom hann með handónýtan
banana. Við þurftum að fara í
10-11 og ræna nokkrum banön-
um.“
Chuck Norris
er reiður út í
Bill Cavenaugh
fyrir að herma
eftir sér.
NS°P
X'
Einnig tekur blaðamaður eftii-
því að það stendur „nærfatasett á
Svölu“. Hann rámar ekki í að það
sé nein Svala í hljómsveitinni.
Hver er Svala?
„Við náðum í hina fullkomnu
stúlku sem heitir Birta Björns-
dóttir og vinnur í tískuversluninni
Smash á Laugaveginum. Hún er
sem sköpuð bæði í hlutverk einka-
ritarans og voðakvendisins," segir
Daníel Ágúst. Eftir stundarum-
hugsun bætir hann við: „Kannski
eru einkaritarar bara voða-
kvendi.“
Á hlutverkalistanum er Björn
Jörundur skrifaður sem Hólm-
steinn Hannesson. Stefán Hjör-
NÝJA útgáfan með Nýdanskri er með gömlu efni í bland við tón-
leika útsetningar, lag úr Gauragangi og margt fleira.
ÞAÐ VANTAR aðeins gaddavírinn á upphand- DANÍEL Ágúst í miður þægilegri stellingu.
legg Birtu Björnsdóttur sem leikur voðakvendið.
Chuck Norris
er harður nagli
► CHUCK Norris er ekki eingöngu harður
nagli í kvikmyndum og sjónvarpsþáttunum
„Walker: Texas Ranger“. Hann fékk lög-
fræðinga sína til þess að koma böndum á
mann að nafni Bill Cavenaugh þegar honum
fannst Bill ganga of langt í því að herma eft-
ir sér. Cavenaugh er nefnilega mjög líkur
Chuck og leyfði Norris honum að apa eftir
sér svo lengi sem hann fengi ekki borgað fyr-
ir. Cavenaugh stóðst samt ekki freistinguna
og klæddi sig upp í búning „Walker“ og aug-
lýsti bfla fyrir bflasölu í Wisconsin. Að sögn
tók hann hlutverkið í auglýsingunni að sér til
þess að geta borgað að hluta fyrir læknis-
fræðinám dóttur sinnar.
Norris var ekki skemmt og taldi að aðdá-
endur sínir gætu haldið að hann sjálfur væri virkilega að aug-
lýsa fyrir bílaseluna. Hann fékk því lögbann á Cavenaugh. Sá
síðarnefndi er ekki ánægður með bannið og hefur sett upp risa-
stórt skilti í miðborg Dallas með mynd af sér í „Walker“-múnd-
eringunni undir yfirskriftinni: „Ég get þakkað Chuck Norris
fyrir að vera atvinnulaus auglýsingaleikari".
Norris er að vonum ekki ánægður með skiltið. Lögfræðingur
hans, Mike Forshey, lét hafa eftir sér að ef Cavenaugh vildi
vera leikari þá ætti hann að reyna að komast áfram á eigin
hæfileikum og hætta að koma sér áfram á nafni Norris.
leifsson leikur hins vegar sjálfan
sig. „Hann er orðinn svona skrif-
stofukarl," segir Daníel Ágúst og
hlær. „Hann er framkvæmdastjóri
hljóðsetningarfyrirtækis."
Stefán virðist þó ekki alveg
mosagróinn við
skrifstofuna. í
einu atriði mynd-
bandsins mæta
nefnilega allir
Nýdanskir í
sparifötum,
fara svo úr hverri spjör og hlaupa
berrassaðir út í hraun.
Var það ekki óþægilegt í kuld-
anum?
„Bara hressandi," segir Daníel
Ágúst og brosii- að íhaldssemi
blaðamanns. Hann hristir svo
höfuðið og segir: „Satt best að
segja er þetta mjög kjánaleg
saga og hún er sögð með sem
minnstum tilkostnaði. Við
nenntum ekki að standa enn
einu sinni úti í
hrauni á úlp-
unum og
þykjast syngja. Myndmiðillinn
hefur upp á allt of margt að bjóða
til þess.“
Stephan Stephensen tók mynd-
bandið á stafræna myndavél og
Stefán Árni sá um að klippa það
með Daníel Ágústi. Allir eru þeir
félagar í gusgus.
Hefurðu tíma fyrir bæði
Nýdanskaog gusgus?
„Nánast allur minn tími fer í
gusgus," segir Daníel Ágúst.
„Núna ætti ég að vera í morgun-
mat, en í staðinn fór ég í þetta við-
tal. Ég borða þá bara minna.“
'4*
ítals/qjr undirfatnaður með atþjóðfega
fiógœða viður/fnningu
\}qjolet
20% tynningararfsCáttiir íLyfju
föstud. 26. septi, Cauyard. 27. sept.
frá ff. 13-18. Sérfrceðityur á staðnum.
IDömu-, fierra- og
bamafatnaður.
96% 6ómuCC4% Cyfra
FÆST Í APÓTEKUM OG BETRI
VERSLUNUM UM LAND ALLT.
‘Pvagíefa- ogfjrenningar6u?(ur
AXÍOM'
LYFJA
Lágmúta 5.
___J LÍJV AeiCdversCun
sitni588 6111 '/0^554123S.
Hjami, íslensfcf súpermódel