Morgunblaðið - 08.10.1997, Side 1

Morgunblaðið - 08.10.1997, Side 1
64 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 228. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Italska stjórnin völt vegna krafna vinstriflokks Prodi á fund Scalfaros Friðarviðræður fara vel af stað Atkvæðagreiðsla um fjárlagafrum- varpið á morgun ROMANO Prodi, forsætisráðherra Italíu, reyndi áfram í gær að afstýra stjórnarkreppu með samningum við þingmenn „kommúnískrar endur- reisnar," sem fram að þessu hafa stutt ríkisstjórn Prodis. Þessi fá- menni vinstriflokkur neitar að styðja fjárlagafrumfarp stjórnar- innar fyrir næsta ár verði ekki gengið að kröfum hans. um vissar breytingar á því sem myndu auka ríkisútgjöld og stefna í hættu áformum stjórnarinnar um að upp- íylla skilyrðin fyrir stofnaðild að Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu, EMU, sem forsætisráðherrann leggur mikla áherzlu á. Prodi greindi frá því í gærkvöldi, þegar löngum þingfundi lauk, að hann myndi í dag ganga á fund Oscars Luigis Scalfaros til þess að ræða hina erfiðu stöðu sem upp er komin í stjórnmálum landsins. Með því frestast afgreiðsla fjárlagafrum- varpsins um einn dag og Prodi gefst ráðrúm til að leita nýrra lausna fyr- ir lokaáfanga umræðna á þinginu um frumvarpið áður en atkvæða- greiðsla fer fram. Prodi flutti neðri deild þingsins stutta yfirlýsingu eftir að þar hafði farið fram hörð umræða um framtíð stjórnarinnar, þar sem þingmenn „kommúnískrar endurreisnar" ítr- ekuðu að þeir myndu ekki greiða at- kvæði með fjárlagafrumvarpinu og hvöttu forsætisráðherrann til að koma til móts við kröfur þeirra. Arja Alho Finnskur ráðherra segir af sér Helsinki. Morgunblaðið. ARJA Alho, skattamálaráðherra Finnlands, baðst lausnar frá emb- ætti í gær vegna hneykslismáls er tengist skaðabótakröfu ríkisins á hendur Ulf Sundqvist, fyrrverandi bankastjóra og formanns Jafnað- armannaflokksins. Sagðist Alho, sem er úr Jafnaðarmannaflokkn- um, vera sannfærð um að hafa ekki brotið lög en álit aimennings og annarra stjórnmálamanna hefði knúið sig til að fara frá. Alho tilkynnti um ákvörðun sína eftir að hún kom af fundi þingnefndar sem rannsakar samn- ing ríkisins og Sundqvist. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem finnsk- ur ráðherra biðst lausnar af póli- tískum ástæðum. Meðal þeirra sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir eftirmenn Alho er Erkki Tuomioja, þing- flokksformaður jafnaðarmanna. * Þing Ihaldsflokksins Belfast, Madríd. Reuter. SVARNIR andstæðingar settust að sanmingaborði í Belfast í gær, er viðræður um framtíð Norður-ír- lands hófust, en vonir standa til þess að þær verði fyrsta skrefið til að binda enda á 28 ára vopnuð átök mótmælenda og kaþólikka þar. Er þetta í fyrsta sinn frá því að Irlandi var skipt árið 1921, sem fulltrúar sambandssinna, sem eru mótmælendatrúar, og þjóðernis- sinnaðir kaþólikkar sitja við sama borð. Breski ráðherrann Paul Murphy sagði í lok fyrstu lotu viðræðnanna að árangur hefði náðst. Andrúms- loftið á fundinum hefði verið „fag- niannlegt" og að menn hefðu ekki verið með neinn skæting eða óvin- samlegar athugasemdir hver f annars garð. A fundinum sögðust fulltrúar Sinn Fein, stjórnmálaarms írska lýðveldishersins, vilja „sameinað Irland" en kváðust engu að síður reiðubúnir að hlýða á röksemdir andstæðinga sinna. Fulltrúar mót- mælenda minntu á að „þijátiu ára ofbeldisalda lýðveldissinna" hefði ekki orðið til þess að Norður-ír- land sameinaðist Irlandi enda væri meirihluti ibúanna því andvígur. Adams vongóður Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, sagði í viðtali við spænska blaðið El Pais í gær að hann teldi meiri möguleika á friði nú en verið hefðu um langt skeið. Ástæðuna sagði hann „nýjar aðferðir" stjórn- ar breska Verkamannaflokksins en sagði nauðsynlegt að hún breytti stefnu sinni í málefnum Norður-Irlands. „Blair verður að komast yfír þær hindranir sem John Major [fyrrverandi forsætis- ráðherra] setti upp.“ Segir Adams að nú sé „sögulegt tækifæri" til að byggja upp frið, sé pólitískur viiji fyrir hendi. Tæp 80% styðja umbætur Blackpool. Reuter, The Daily Telegraph. TÆP 80% félaga í breska íhalds- flokknum studdu áform Williams Hague, leiðtoga flokksins, um mestu umbætur á starfsemi flokks- ins í 120 ár í atkvæðagreiðslu meðal íhaldsmanna fyrir flokksþing þeirra sem hófst í Blackpool í gær. Hague hyggst auka áhrif al- mennra félaga í flokknum og veita þeim atkvæðisrétt í leiðtogakosn- ingum og atkvæðagreiðslum um stefnuskrá og val á frambjóðendum í næstu kosningum. Klofningur gagnrýndur Óvægin sjálfsgagnrýni setti mark sitt á umræðuna á flokksþinginu í gær enda leituðu ræðumennirnir skýringa á mesta ósigri flokksins frá 1906 í kosningunum í maí. „Þingflokkur okkar leit út íyrir að vera klofinn, hrokafullur, sín- gjarn og fláráður," sagði William Hague og hvatti íhaldsmenn til að taka höndum saman og láta af ára- löngum deilum sínum um Evrópu- málin. ■ Óvægin sjálfsgagnrýni/15 Reuter FAUSTO Bertinotti, leiðtogi „kommúnískrar endurreisnar“ á ítalska þinginu hylur andlit sitt á meðan forsætisráðherrann Romano Prodi hvetur flokksinenn lians til að bregðast stjórninni ekki. „Eg mun ganga á fund forseta lýðveldisins á morgun [miðvikudag] til þess að ræða niðurstöðu um- ræðna i báðum deildum þingsins," sagði Prodi. Jafngildir ekki vantrausti á stjórnina Forseti neðri deildar þingsins, Luciano Violante, sagði að neðri deildin myndi hefja umræður á ný á hádegi á fimmtudag og atkvæði yrðu greidd að henni lokinni. At- kvæðagreiðslan jafnast ekki á við atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýs- ingu við stjómina, sem þýðir að þótt niðurstaðan verði stjórninni ekki í hag hefur það ekki sjálfkrafa í fór með sér afsögn hennar. Reuter GERRY Adams, formaður Sinn Fein, kemur til viðræðnanna í Stormont-kastala við Belfast í gær. í fylgd með houum eru Lucilita Bhreatnach (t.v.) og Mairead Keane, sem báðar eru í samninganefnd flokksins. Fundar Arafats og Netanyahus vænst Yrði fyrsti fund- ur í átta mánuði Jerúsalem. Reuter. Lenín seldur fyrir lýsingu Riga. Reuter. BÆJARSTJÓRNIN í lett- neska bænum Preili hefur brugðið á það ráð að selja Lenín-styttuna, sem áður fyrr stóð hnarreist fyrir framan héraðshöfuðstöðvar kommún- istaflokksins í bænum, til þess að standa straum af kostnaði við götulýsingu. „Með þessu höfum við efni á að halda götuljósunum log- andi,“ sagði Valdis Upenieks, bæjarverkstjóri Preili. Preili er um 200 km austur af Riga, í því héraði Lettlands þar sem atvinnuleysi er mest, og hefur bæjarfélaginu gengið erfiðlega að halda bæjar- sjóðnum á floti. Hin 4,8 tonna þunga málmstytta var seld fyrir 4.000 lats, um 140.000 kr. BANDARÍKJAMENN reyndu í gærkvöldi að koma á fundi milli Benjamins Netanyahus, forsætis- ráðherra Israels, og Yassers Arafats, forseta heimastjórnar Pal- estínumanna. Var þess vænst að fundurinn yrði haldinn í dag. Palest- ínskur embættismaður greindi frá þessu í gær. Netanyahu og Arafat hafa ekki átt fund í átta mánuði. Verði af fundi þeirra er þaðglöggt merki um batnandi samskipti Israela og Palestínumanna, en hvorki hefur gengið né rekið í friðarumleitunum þeirra fyi-ir botni Miðjarðarhafs undanfarna mánuði vegna bygging- arframkvæmda Israela í Austur-Jer- úsalem, og sprengjutilræða ísl- amskra öfgamanna í Israel. A mánudag hófust viðræður emb- ættismanna ísraela og Palestínu- manna að undirlagi Dennis Ross, sendifulltrúa Bandaríkjamanna. Viðræðurnar féllu nokkuð í skugg- ann af hörðum deilum í ísrael um misheppnaða morðtilraun ísraelsku leyniþjónustunnar, Mossad, við stjórnmálaleiðtoga Hamas í Jórdan- íu og eftirmála tilraunarinnar. Hef- ur Netanyahu sætt harkalegri gagn- rýni og segja andmælendur hans að rannsókn á tilrauninni, sem hann hefur fyrirskipað, verði ekkert ann- að en yfirklór.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.