Morgunblaðið - 08.10.1997, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.10.1997, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Nær aldargömlu húsi í miðbæ Akureyrar lyft um 170 sentímetra Morgunblaðið/Kristján HÚSINU að Strandgötu 13 verður lyft um 170 cm á morgun og í kjölfarið steypt ný hæð undir það. Stefnt er að því að opna nýjan veitingastað á jarðhæðinni í kringum næstu áramót. HÖSKULDUR Hildibrandsson, sem hefur umsjón með verkinu, var að rafsjóða í kringum Ijakkinn undir miðju húsinu. Hann segir að húsið sé hvergi fest niður á grunninn og sitji því aðeins á þunga sínum. Sextíu tonna húsi lyft með 15 vökvatjökkum ÞEIR eru til sem telja mig hálf- skrýtinn að láta mér detta þetta í hug en ég held að menn eigi eftir að verða vitni að mjög óvenjulegum atburði," sagði Tryggvi Pálsson, fasteignasali á Akureyri, í samtali við Morgun- blaðið. A morgun, fimmtudag, er stefnt að því að lyfta húsinu að Strandgötu 13 um eina 170 sentímetra og steypa nýja hæð undir það. Tryggvi taldi að að- eins tæki um 1-2 klukkustundir að lyfta húsinu. Strandgata 13 er tveggja hæða timburhús með steyptum kjall- ara, byggt árið 1906 og er grunn- flöturinn um 150 fermetrar. Eft- ir breytingarnar verður opnað veitingahús á jarðhæðinni. Húsið er um 60 tonn að þyngd og verður því lyft með 15 vökva- tjökkum en lyftigeta þeirra er um 150 tonn. Síðustu tvær vikur hefur verið unnið að því að koma tjökkunum og öflugum H-bitum fyrir undir húsinu. Alls eru 12 tjakkar hringinn í kringum húsið og þrír undir þvi miðju. Búnaður- inn, sem notaður er til verksins, er frá Garðasmiðjunni í Garðabæ en Höskuldur Hildibrandsson hefur umsjón með verkinu. Hugmyndin er snjöll Höskuldur sagðist ekki vita til að svo stóru húsi hefði verið lyft á þennan hátt en búnaðurinn hefur til þessa verið notaður til að lyfta olíu- og vatnstönkum. „Hugmyndin er snjöll og það er gaman að Tryggva skyldi hafa dottið þetta í hug. Það getur því verið snjailt fyrir menn sem eiga hús með lágum kjallara að fara þessa leið. Kostnaðurinn er sjálf- sagt svipaður og að reisa hæð í sambærilegu húsi,“ sagði Hös- kuldur. Að Strandgötu 13 er Fast- eignasalan Holt til húsa, Studíó- íbúðir og Auglýsingastofan ele- ment. Sem fyrr sagði verður þar einnig rekinn veitingastaður í framtíðinni. Tryggvi sagðist hverfa af skrifstofu sinni á með- an húsinu verður lyft en ætla inn aftur um leið og búið verður að framlengja tröppurnar. Tryggvi sagði að það tæki um vikutima að steypa undir húsið og hann gerir ráð fyrir að því verði slak- að niður um miðja næstu viku. Einnig verður byggð um 30 fer- metra viðbygging við jarðhæð hússins. Nýr veitingastaður á jarðhæð Arnar Birgisson, sölumaður á Fasteignasölunni Holti, og Jón Páll, sonur Tryggva, ætla að setja upp veitingahús á jarðhæð- inni. Staðurinn mun taka 50-60 manns í sæti og verður boðið upp á bæði mat og kaffiveitingar. Arnar og Jón Páll eru einnig að taka yfir rekstur Studíó-íbúða og segir Arnar fyrirhugað að gera ýmsar endurbætur á gisti- aðstöðunni. „Við verðum þarna með hótel og veitingastað í sama húsinu og ætlum að tengja þá JÓN Páll Tryggvason, Björgvin Pálsson og Snorri Magnússon voru að leggja vökvalagnir að Ijökkunum kringum húsið í gær. starfsemi saman. Og við vonumst til að geta opnað veitingastaðinn upp úr næstu áramótum." Arnar mun starfa áfram á Holti en Jón Páll mun sjá um rekstur veitinga- staðarins. Einkennilega skakkt í laginu Ole Lied skósmiður reisti hús að Strandgötu 13 árið 1885 en það brann árið 1906. Það sama ár var núverandi hús reist af þeim Jónasi Gunnlaugssyni, ’ireppsljóra frá Þrastarhóli í Eyjafjarðarsýslu, og Davíð Ket- ilssyni verslunarmanni, áður bónda í Miklagarði í Eyjafirði. I bók Steindórs Steindórssonar um Akureyri segir að húsið sé ein- kennilega skakkt í laginu því þess var krafist að það stæði samhliða báðum götunum sem það stendur við. Body-Shop í Amaróhúsinu BODY-Shop verslun hefur verið opn- uð Akureyri og er hún í Amaróhús- inu. Þetta er þriðja verslunin á ís- landi og 1.531. í heiminum en versl- animar er að fínna í 47 löndum. Body-Shop hefur í rúma tvo ára- tugi framleitt og selt húð- og hár- snyrtivörur fyrir fólk af báðum kynj- um og er þeim ætlað að svara ólíkum þörfum. Mikið úrval gefur fólki tæki- færi til að nota ímyndunaraflið og velja úr þær vörur sem best henta smekk hvers og eins. Eigendur Body-Shop á íslandi eru Oddur Pétursson og Ragnhildur Pétursdóttir. Verslunarstjóri á Ak- ureyri er Herdís Margrét ívarsdótt- ir sem nytur dyggrar aðstoðar Sunnu Bjarkar Hreiðarsdóttur. Herdís er frá hægri á myndinni og Sunna til Morgunblaðið/Kristján Stuðningur við uppbygg- ingu FSA BÆJARRÁÐ Dalvíkur hefur lýst yfir stuðningi við stjórn Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, en hún hefur óskað eftir stuðningi við áframhaldandi uppbyggingu og þróun sjúkrahússins. Hefur því verið beint til fjárveitingavaldsins að sjúkrahúsinu verði tryggðir þeir fjármunir sem til þarf svo því verði gert kleift að sinna skil- greindu hlutverki sínu, þ.e. að vera héraðssjúkrahús, sérgreina- sjúkrahús fyrir Norður- og Aust- urland og aðalvarasjúkrahús fyrir landið allt. Fram hefur komið að verkefni hafa stóraukist en fjárveitingar ekki að sama skapi. Alþýðusamband Norðurlands Lög um at- vinnuleys- istrygging- ar gölluð ÍTARLEGA var rætt um tvenn lög sem sett voru á Alþingi á vordögum 1997 um atvinnu- leysistryggingar og vinnu- markaðsmál á 25. þingi Al- þýðusambands Norðurlands um liðna helgi. í ályktun þingsins kemur fram að það telji lögin um vinnumarkaðsmál vera spor í rétta átt, en hvetur alla þá sem að skipulagningu og fram- kvæmd laganna koma að gæta þess að hagsmunir þeirra at- vinnulausu séu ávallt hafðir í fyrirrúmi og stéttarfélögum sé best treystandi til að gæta þeirra hagsmuna. Á hinn bóginn telur þingið lög um atvinnuleysistrygging- ar á margan hátt gölluð og er skorað á félagsmálaráð- herra að endurskoða þau nú á haustþingi. Bent er á nokkur atriði sem betur mega fara, s.s að afnuminn verði frádrátt- ur lífeyrisgreiðslna frá at- vinnuleysisbótum, sett verði ný almenn ákvæði um geymslu bótaréttar í 24 mánuði, af- numin verði refsiákvæði vegna þeirra sem hætta á miðri nám- sönn og að eytt verði öllum vafa um að greiðsla hlutabóta verði með sama hætti og áður. Styrkur til sumarhá- skóla ATVINNUMÁLANEFND Ak- ureyrar hefur samþykkt að standa í eitt ár til viðbótar að verkefni við sumarháskóla á Akureyri. Jafnframt var sam- þykkt á fundi nefndarinnar nýverið að veita allt að 500 þúsund krónum fram að ára- mótum til þessa verkefnis og að gera ráð fyrir því við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1998. Gert er ráð fyrir að kostnað- ur við rekstur sumarháskóla á Akureyri í eitt ár sé um 2,1 milljón króna. Áætlað er að framlag Háskólans á Akureyri verði 728 þúsund krónur og hefur verið óskað eftir að at- vinnumálanefnd leggi fram nær 1,4 milljónir króna til verkefnisins. Sumarháskólinn hóf starf- semi í smáum stíl í sumar og voru haldin nokkur námskeið, fundir og ráðstefnur. Sótt um lán til að byggja 33 íbúðir HÚSNÆÐISNEFND Akur- eyrar hefur samþykkt að sækja um lán til byggingar eða kaupa á 33 íbúðum á næsta ári. Sótt er um byggingu 20 félagslegra eignaríbúða, 10 félagslegra kaupleiguíbúða og þriggja leiguíbúða fyrir Akur- eyrarbæ. Sigurður J. Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks, bókaði á fundi bæjar- ráðs í liðinni viku, þar sem þetta mál var til umfjöllunar, að vegna samþykktar um greiðslu húsaleigubóta frá næstu áramótum sjái hann ekki ástæðu til að fjölga leigu- íbúðum bæjarins að sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.