Morgunblaðið - 08.10.1997, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 08.10.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997 13 LANDIÐ Bylting í sorp- málum á Akranesi , ^ Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson NYJA sorpmóttökustöðin á Akranesi. Akranesi-Á næstu vikum verður mikil breyting gerð á sorphirðu á Akranesi og er ástæðan sú að aukn- ar kröfur eru nú gerðar til sorpeyð- ingar bæði af opinberum aðilum og einstaklingum, auk þess sem ríkj- andi fyrirkomulag í þessum málum er gengið sér til húðar. Þær breytingar sem fyrirhugað er að gera eru að í stað sorppoka, sem notaðir hafa verið um árabil, verða teknar upp sorptunnur, sem taka meira magn en pokarnir og eru ódýrari en blikkkassarnir sem halda pokanum. Nokkur sveitarfélög hafa nú þegar tekið upp þetta form og er almenn ánægja með það. Að sögn Gísla Gíslasonar bæjarstjóra verður tunnunum dreift um miðjan október, en nánari tímasetning verður til- kynnt síðar. Gísli segir að margir spyrji hvað gera eigi við gömlu sorpkassana og því sé til að svara að þeim, sem vilji nýta sér þá áfram t.d. undir blaðapappír, gosdósir eða á annan hátt sé það frjálst. Þeim sem hins- vegar vilja losna við þá geta á ákveðnum degi sett þá út á gang- stétt og þá verð þeir fjarlægðir, bæjarbúum að kostnaðarlausu. Ekki er gert ráð fyrir að gjald verði innheimt fyrir tunnurnar, þegar þeim verður dreift, heldur verður stofnkostnaður við kaup á þeim inn- ifalinn í sorpeyðingargjaldi, sem lagt er á samhliða fasteignagjöld- um. Sorphirða á 10 daga fresti Þegar hin nýja skipan á sorpmál- um hefst er ætlunin að hirða sorp á tíu daga fresti, í stað sjö daga áður. Ætlunin er að gefa út sorphirðuda- gatal þar sem fram kemur hvenær sorp verður hirt í einstökum hverfum bæjarins. Gísli Gíslason segir að ein- hveijir kunni í upphafi að verða fljót- ir að fylla nýju tunnurnar, en þá er mikilvægt að íbúar skoði hveiju hent er og hvernig. Reynsla annarra er sú að með grófri flokkun á rusli má minnka það magn sem fer í tunnurn- ar og með því að ganga vel frá því sem hent er má minnka rúmmál þess verulega. Gísli segist vilja hvetja bæjarbúa sérstaklega til að gefa þessu gaum, því flokkun á sorpi og minnkun á rúmmáli þess sé einn af hornsteinum í sorpstefnu bæjar- ins. Að undanförnu hefur verið unnið að því að koma upp nýtísku móttöku- stöð fyrir sorp á Akranesi. Staðsetn- ing hennar er í gamalli gijótnámu við Beijadalsá rétt utan byggðarinn- ar. Þarna hefur verið lagt í mikla fjárfestingu sem er nauðsynleg sé til lengri tíma Iitið. Þarna verður sorp flokkað að vissu marki og það sorp pressað sem flutt verður burt til urðunar. Þegar móttökustöðin verður opnuð verður gámasvæðinu við Ægisbraut lokað, en gámum fyrir pappír komið fyrir á aðgengi- legum stöðum í bænum. Á nýja staðnum verður einnig fyrir hendi aðstaða til að taka á móti spilliefn- um, sem síðan verða flutt til Sorpu til eyðingar. Einnig hefur verið und- irbúið endumýtingarsvæði þar sem urða á það, sem ástæðulaust er að flytja annað. Suzuki Vitara er ekta jeppi. Hann er með háu og lágu drifi, sterkbyggður á grind, upphækkanlegur, með feiki- og • VERÐ: JLX 3-D. 1.675.000 KR., JLX 5-D. 1.940.000 KR., DIESEL 5-D 2.180.000 KR.,V6 2.390.000 KR. • Snar í viðbragði, hljóðlátur, lipur í akstri - og ekki bensínhákur. • Gott pláss - mikill staðalbúnaður. Komdu og sestu inn! Sjáðu plássið og alúðina við smáatriði. Vitara er vinsœlasti jeppinn á íslandi. Og skyldi engan undra. AFL ÖG ÖRYGGI SUZUKI BÍLAR HF SUZUKI SÖLUUMBOÐ:Akranes:Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bila-og búvélasalan hf., Miðási 19, slmi 471 20 11. Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Hafnarfjörður: Guðvarður Ellasson, Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Keflavlk: BG bllakringlan, Grófinni 8, slmi 421 12 00. Selfoss: Bllasala Suðurlands, Hrlsmýri 5, slmi 482 37 00. Sími 568 51 00. Alvöru j eppi á verði j epplings iVITARA 1998

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.