Morgunblaðið - 08.10.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997 21
LISTIR
AÐSENDAR GREINAR
Markaðsvæðing
ljóðlistarinnar
MURRAY Lachlan Young nefn-
ist ungt, breskt skáld sem hefur
farið nýjar leiðir í útgáfu ljóða
sinna. Hann hefur gert samning
við hljómplötuútgáfuna EMI
upp á 1,1 milljón punda og ann-
an við Bantam-útgáfuna upp á
litlu minni upphæð. Hann hefur
slegið í gegn á sjónvarpsstöð-
inni MTV og blöð og tímarit
keppast við að birta fréttir af
honum. Menn eru á einu máli
um að ljóðskáld hafi aldrei fyrr
fengið slíka athygli og spurn-
ingin sem brennur á vörum allra
er: Skyldi þetta vera framtíð
ljóðlistarinnar?
Útlærður í fræðum um
frægðina
í viðtali við tímarit Ljóð-
skáldafélags Bretlands, Poetry
News, segist Young hafa verið
viðriðinn skemmtanabransann
síðan hann fæddist. Hann hóf
skriftir á unglingsárum innblás-
inn af ferð vítt og breitt um
Bandaríkin. Hann lærði fjöl-
miðlaframkomu við háskólann
í Salford, en það var fyrsti skól-
inn sem kenndi það fag. Loka-
ritgerð sína skrifaði hann um
frægðina, um það að verða
stjarna, og í beinu framhaldi
hélt hann til London að láta
reyna á þessar kenningar sínar.
Hann segist fyrst í stað hafa
átt nokkuð erfitt uppdráttar í
stórborginni. Kom fyrst fram á
knæpu sem bifhjólamenn sækja
og heitir Frog and Bucket.
Hann var algjörlega á hausnum,
átti hvorki til hnífs né skeiðar
en gafst ekki upp. Hann tók að
skrifa um reynslu sína af borg-
inni. Ljóð hans, „Það eru ein-
faldlega allir á kóki“ („Simply
Everyone’s Taking Cocaine"),
er frá þessum tíma.
„Ljóðið er skrifað frá sjónar-
hóli sakleysingja í stórborg.
Þegar ég kom fyrst til London
var ég mjög undrandi á því
hvað fólk var yfirleitt sjálfsör-
uggt. Þegar ég komst að því að
þetta fólk var allt að éta eða
sniffa eitthvert eitur leið mér
miklu betur.“
Young nýtti sér leiklistar-
menntunina, sem hann hlaut í
fjölmiðlanámi sínu, og tók að
flytja ljóð sín klæddur í sér-
stakan búning og við undirleik
sellós. Hann kom fram á börum
í Soho, í veislum hjá Channel
4, Literary Review og MTV.
Smám saman fór honum að
ganga allt í haginn en vendi-
punktur varð þegar hann svindl-
aði sér inn á tónleika hjá Rolling
Stones í London ásamt nokkrum
vinum sínum. Þeir höfðu mynd-
bandsupptökuvél meðferðis og
gerðu stutta mynd um leiðang-
urinn. MTV féll fyrir myndband-
inu sem þótti sneisafullt af orku.
Sjálfur vildi Young flokka mynd-
bandið undir ljóðlist þótt það
vekti nokkra undrun.
Ekki upptekinn
af hefðinni
Undrun einkenndi
líka viðbrögð gagn-
rýnenda við fyrsta
geisladiskinum
sem kom út með
" ljóðaflutningi
Youngs, Vice
and Verse. Menn
voru raunar ei-
lítið ráðvilltir
sem þarf ekki að
koma á óvart,
EMI-útgáfan
stóð sjálf ráðvillt
frammi fyrir því
hvernig hún
ætti að mark-
aðsselja Young.
Þrennt kom til
greina; ljóðskáld,
uppistandsgrínisti
eða skemmtikraft-
ur.
Svo virðist sem
gagnrýnendum hafi þótt
það heldur hvatvíslegt
af Young að titla sig ljóð-
skáld. Sjálfur segist hann
ekki vera upptekinn af
ljóðlistarhefðinni og lítið
hafa kynnt sér hana.
„Mér kemur það ekki
við hvort fólki þykir ljóð
mín vera tómt bull. Það
sem ég hef gert er að lýsa
því yfir að ljóðið sé lif-
andi. Ég hef rutt brautina
en það hefur auðvitað
kostað mig ýmislegt,
kannski mannorðið.“
Það er greinilegt að stjórn-
endur EMI-útgáfunnar telja sig
geta grætt á ljóðlistinni og
Young segist vona að hann
geti staðið undir væntingum
þeirra. „Þeir hafa sett allt sitt
besta fólk í þetta verkefni og
ég hef gaman af því að koma
fram þannig að þetta ætti að
geta gengið upp.“
Það er ekkert vandamál að
selja gömlu meistarana en það
er alþekkt að nútímaljóðlist
hefur ekki verið þaulsætin á
sölulistum bókabúða. Það er
augljóst að verið er að mark-
aðssetja Young eins og hvern
annan poppara en um leið og
hann er tilbúinn að taka þátt í
þeim leik hefur hann líka það
sem fólk almennt vill sjá í fari
Ijóðskálds; fólk býst enn við að
ljóðskáldið dragi seiminn svo-
lítið íhugult á svip, andlits-
drættir þess lýsi byronskum
lífsleiða og það sé tíður gestur
á börum í Soho.
Það lítur því út fyrir að Yo-
ung uppfylli öll skilyrði til að
geta komið ljóðinu inn á vin-
sældalistana, hvort sem það á
nú heima þar eða ekki.
MURRAY Lachlan Young er ungt,
enskt ljóðskáld sem hefur gert millj-
ónasamning við EMI-hljómplötuút-
gáfuna. Hann segist ekki vera upp-
tekinn af hefðinni en segist hins veg-
ar hafa lífgað ljóðlistina við.
Ekki aðeins atvinnu-
leysisskráning
I VIÐTALI dag-
blaðsins Dags við
formann stjórnar At-
vinnuleysistrygginga-
sjóðs á föstudaginn
var, lætur hann þung
orð falla í garð vinn-
umiðlana, þ.á m. Vinn-
umiðlunar Reykjavík-
urborgar, og segir að
„þar sé einungis verið
að skrá þá sem eru án
atvinnu og nánast ekk-
ert annað“. Ekki verð-
ur hjá þvi komist að
leiðrétta þennan mis-
skilning.
Á undanförnum
árum hefur verið unnið
markvisst að því að byggja upp,
efla og þróa starfsemi Vinnumiðl-
unar Reykjavíkurborgar með það
að leiðarljósi að útvega einstakling-
um störf við hæfi og draga eins og
unnt er úr skaðlegum áhrifum at-
vinnuleysisins. Sérstök áhersla hef-
ur verið lögð á að auka þjónustu
og ráðgjöf við atvinnulausa og hef-
ur Reykjavíkurborg kappkostað að
bjóða atvinnulausum þátttöku í úr-
ræðum sem skila árangri þegar til
lengri tíma er litið.
Hjá Vinnumiðlun Reykjavikur-
borgar eru nú 25 starfsmenn og
má skipta starfseminni í eftirfar-
andi þjónustuþætti:
Vinnumiðlun
Vinnumiðlun skiptist í almenna
vinnumiðlun, vinnumiðlun fyrir fatl-
aða, EES-vinnumiðlun og Vinnu-
miðlun skólafólks. Á annað þúsund
einstaklingar voru ráðnir til starfa
fyrir milligöngu almennrar vinnu-
miðlunar á árunum 1995 og 1996
og búist er við svipuðum fjölda
ráðninga í ár. Vinnumiðlun fatlaðra
sinnir um 400 fötluðum einstakling-
um á ári, en EES-vinnumiðlun er
hluti af sameiginlegri vinnumiðlun
ríkjanna á evrópska efnahagssvæð-
inu. Vinnumiðlun skólafólks er
starfrækt í fjóra mánuði á ári og
hafði sl. sumar milligöngu um sum-
arráðningar 1.300 reykvískra
skólanema, 17 ára og eldri.
Starfs- og námsráðgjöf
Frá árinu 1994 hefur verið boðið
upp á starfs- og námsráðgjöf hjá
stofnuninni. Sérmenntaðir náms-
ráðgjafar sjá um einstaklingsráð-
gjöf, bjóða upp á áhugasviðspróf
og annast ýmsar innkallanir, út-
tektir og kannanir á stöðu atvinnu-
lausra, auk þess að taka þátt í verk-
efnum tengdum starfsmenntaáætl-
un ESB.
Upplýsingagjöf og
námskeiðahald
Kynningarfundir eru haldnir, allt
að þrisvar sinnum á dag, fyrir alla
þá sem eru að koma á atvinnuleysis-
skrá í fyrsta sinn eða eftir lengra
hlé. Á fundunum er farið yfir rétt-
indi og skyldur atvinnulausra, þjón-
ustu vinnumiðlunarinnar og úrræði
í boði fyrir atvinnulausa. Vinnu-
miðlunin býður upp á stutt nám-
skeið sem tengjast starfsleit og
starfsleitaraðferðum. Kynningar-
og leiðbeiningarefni er gefið út
ásamt því að boðið er upp á sér:
staka upplýsingaþjónustu í síma. í
afgreiðslusal er upplýsingahorn
sem hefur að geyma mikið af starfs-
tengdu efni þ.m.t. auglýsingar um
laus störf, bæði hér á landi og er-
lendis, tilkynningar um sérstök úr-
ræði, afslætti, styrki og annað sem
atvinnulausum stendur til boða.
Atvinnuleysisskráning
Árlega eru á milli 9.000 og
10.000 einstaklingar skráðir at-
vinnulausir í Reykjavíkurborg í
lengri eða skemmri tíma. Nákvæm-
ar skrár eru haldnar yfir atvinnu-
lausa, fjölda hveiju sinni og sam-
setningu hópsins. Auk
daglegra yfirlita eru á
þriggja mánaða fresti
gefnar út tölulegar
skýrslur um skráð at-
vinnuleysi í borginni
sem eru, auk annarra
sérstakra úttekta
Vinnumiðlunarinnar,
undirstaða ákvarðana
borgaryfirvalda um að-
gerðir gegn atvinn-
leysi.
Úrræði fyrir
atvinnulausa
Rey kj avíkurborg
hefur á undanförnum
árum staðið fyrir og
tekið þátt í margs konar úrræð-
um/átaksverkefnum fyrir atvinnu-
Sérstök áhersla hefur
verið lögð á að auka
þjónustu og ráðgjöf við
atvinnulausa, segir
Oddrún Kristjáns-
dóttir, og hefur Reykja-
víkurborg kappkostað
að bjóða atvinnulausum
þátttöku í úrræðum,
sem skila árangri.
lausa sem miða að því að bæta stöðu
þeirra á vinnumarkaði. Vinnumiðl-
un Reykjavíkurborgar hefur komið
að þessum verkefnum á ýmsan
hátt, t.d. með skilgreiningu mark-
hópa, tillögum um verkefni og val
á þátttakendum. Nokkur dæmi um
verkefni á þessu ári eru eftirfarandi:
Vinnuklúbburinn, sem er sam-
starfsverkefni Reykj avíkurborgar
og félagsmálaráðuneytis sem býður
atvinnulausum að taka þátt í sjö
vikna verkefni þar sem tekin eru
fyrir flest atriði sem varða atvinnu-
leit.
Starfsnám Hins hússins er sex
mánaða verkefni fyrir atvinnulaus
ungmenni 18 til 25 ára þar sem
þátttakendur byrja á námi í fjórar
vikur en starfa síðan hjá ýmsum
stofnunum í fimm mánuði.
Skiptiverkefni fyrir borgarstarfs-
menn og atvinnulausa þar sem fast-
ráðnir borgarstarfsmenn fara í 10
vikna endurmenntun og atvinnu-
lausir einstaklingar leysa þá tíma-
bundið af.
„Gangskör“ er nýtt úrræði sem
ætlað er langtímaatvinnulausum
konum á aldrinum 40 til 59 ára.
Um er að ræða sex mánaða verk-
efni, sambland af námi og starfi.
Námskeið fyrir 67 ára og eldri
um málefni sem tengjast ævikvöldi
og starfslokum, haldin á vegum
Vinnumiðlunar Reykjavíkurborgar
fyrir elsta hóp atvinnulausra á skrá
„Aukin ökuréttindi" eru styrkir
Reykjavíkurborgar fyrir atvinnu-
lausa til að bæta við sig ökuréttind-
um s.s. meiraprófi og vinnuvélarétt-
indum.
„Nám og starf“ er verkefni á
vegum Námsflokka Reykjavíkur
þar sem atvinnulausir stunda nám
í uppeldisfræðum hálfan daginn og
starfa í grunnskólum borgarinnar
hálfan daginn.
Líkleg þróun á vinnumarkaði
Tölur um þróun atvinnuleysis í
Reykjavík sýna að ungu fólki án
starfsmenntunar og starfsreynslu
og eldra fólki án fagmenntunar er
sérstaklega hætt við atvinnuleysi á
sama tíma og eftirspurn vinnu-
markaðarins eftir sérmenntuðum
starfsmönnum eykst. Spáð er að
eftir 10 ár verði um 80% þeirrar
tækni sem við notum í dag orðin
úrelt og að gjá sé að myndast á
milli menntunar/þjálfunar vinnu-
aflsins og þarfa vinnumarkaðarins.
Miðað við mannfjöldaspár í Reykja-
vík er einnig fyrirsjáanlegt að á
næstu 15 árum muni fjölga mið-
aldra vinnuafli á sama tíma og fjöldi
ungs fólks sem kemur á vinnumark-
aðinn verður nær óbreyttur. Þörf
fyrir endur- og símenntun vinnu-
aflsins mun því verða brýnni en
nokkru sinni fyrr.
Atvinnuleysisvandinn, sem jafn-
framt er vandi vinnumarkaðarins í
heild, verður því ekki leystur með
sleggjudómum og upphrópunum.
Nauðsynlegt er að þeir aðilar sem
að menntunar- og vinnumarkaðs-
málum koma snúi' bökum saman
og starfi markvisst að lausn þessa
vanda.
Höfundur er framkvæmdasljóri
Vinnumiðlunar
Reykja víkurborgar.
Síðasti bekkurinn byrjar
í kvöld...
í kvöld kl. 19.30 byrjar síðasti bekkur
ársins í skemmtilegasta skólanum í btenum,
Sálarrannsóknarskólanum
Langi þér að lyfta þér upp, eitt kvöld í viku eða eitt
laugardagssíðdegi í viku þá er hér örugglega ein af betri og
ódýrari og skemmtilegari leiðunum til þess. Og langi þig að vita
flest allt sem vitað er um líf eftir dauðann, hvernig miðlar starfa,
um hættur í andlegum málum, og hvar og hvernig þessir
væntanlegu handanheimar okkar líklegast eru, í þægilegum
fyrirlestrarskóla fyrir hófleg skólagjöld, þá áttu mjög líklega
samleið með okkur. Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar
um mest spennandi skólann í bænum sem í boði er í dag.
Örfá sæti eru enn laus ( kvöld og í laugardagsbekknum. Svarað
er í síma skólans alla daga vikunnar kl. 14-19.
Sálarrannsóknarskólinn
— „mest spennandi skólinn í bænum" —
Vegmúla 2, s. 561 9015 og 588 6050.
Oddrún
Kristjánsdóttir