Morgunblaðið - 08.10.1997, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Alþjóðleg samskíptí
Seðlabanka Islands
AF OG til hafa
skapast líflegar um-
ræður um utanferðir
og ferðakostnað
stofnana eins og
Seðlabanka íslands.
Um það er ekkert
nema gott að segja
enda séu þær umræð-
ur byggðar á haldgóð-
um upplýsingum um
eðli þess alþjóðlega
samstarfs sem Seðla-
bankinn er hluti af.
Að sjálfsögðu hljóta
álitamál að skjóta upp
kollinum einstöku
sinnum því alþjóðlegar
skyldur bankans eru
miklar eins og leitast verður við að
gera grein fyrir hér á eftir.
Samskipti og ábyrgð Seðlabanka
íslands og skuldbindingar hans á
alþjóðlegum fjármálavettvangi eru
margháttaðar. í þeim efnum er
hann ekki frábrugðinn seðlabönkum
annarra landa. Raunar má halda
því fram að seðlabankar séu nokk-
urs konar utanríkisráðuneyti gagn-
vart hinum alþjóðlega fjármála-
heimi.
Seðlabankar víða um heim hafa
með sér náið samráð og forystu-
menn þeirra hittast reglulega og
fjalla um margt það sem lýtur að
framvindu efnahags- og peninga-
mála, þróun á alþjóðlegum fjár-
magnsmörkuðum, aðstæðum í pen-
inga- og gengismálum, nýjungum á
markaði og í starfsemi fjármála-
stofnana, öryggi í starfsemi fjár-
málastofnana og tengslum þessara
þátta við starfsemi og samstarf
seðlabanka. Þeir og aðrir yfirmenn
seðlabanka hittast m.a. á vettvangi
Alþjóðlega greiðslubankans, Bank
for International Settlements (BIS),
í Basel. Hann er í eigu seðlabanka
iðnríkjanna og nokkurra nýiðn-
væddra ríkja. Seðlabanki íslands á
hlut í bankanum og hefur af honum
arð. BIS er mikilvægur vettvangur
rannsókna á ýmsu því er lýtur að
starfsemi seðlabanka.
ísland er aðili að samningnum
um Evrópska efnahagssvæðið og
aðildin leggur sérstaka.
ábyrgð á herðar Seðla-
banka íslands, ekki síst
í tengslum við eftirlits-
hlutverk bankans. Á
íslandi gildir löggjöf
Evrópusambandsins
um fjármagnsmarkað
og ekki er hjá því kom-
ist að fulltrúar bankans
eigi náin samskipti við
hlutaðeigandi stofnanir
á Evrópska efnahags-
svæðinu um ýmsa þætti
er varða starfsemi fjár-
málastofnana og eftirlit
með henni. Bankinn á
einnig samstarf við
systurstofnanir sem
hafa með höndum eftirlit með starf-
semi fjármálastofnana, ekki síst á
Norðurlöndunum, og tekur þátt í
víðtæku alþjóðlegu samstarfi eftir-
litsstofnana, sem m.a. beinist að
því að tryggja sem öruggasta starf-
semi fjármálakerfis heimsins. í því
samstarfi ber að minnast þess að
oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.
Samkvæmt samningi við fjár-
málaráðherra annast Seðlabanki
íslands erlend lánamál ríkissjóðs. í
því felst m.a. undirbúningur allra
erlendra lántaka ríkissjóðs, stýring
útistandandi skulda, eftirlit með
lántökum aðila sem njóta ábyrgðar
ríkisins á skuldbindingum sinum,
samskipti við erlendar fjármála-
stofnanir og síðast en ekki síst
tengsl við þau fyrirtæki sem meta
lánshæfi íslands. Lánskjör sem rík-
issjóður íslands nýtur á erlendum
mörkuðum skipta ekki aðeins máli
fyrir afkomu ríkissjóðs heldur eru
þau jafnframt viðmiðun fyrir lán-
tökur allra annarra innlendra aðila
sem taka lán á erlendum lánamörk-
uðum og því mjög þýðingarmikið
að vel sé að þeim málum staðið. í
lok ársins 1996 námu erlendar
skuldir ríkissjóðs 132 ma.kr. Hvert
0,01% í vöxtum á ári svarar til
13,2 m.kr. í vaxtakostnaði.
Seðlabanki íslands annast vörslu
gjaldeyrisforða þjóðarinnar og í
tengslum við hana er honum nauð-
synlegt að rækta samband við fjöl-
Alþjóðleg samskipti eru
ekki skemmtiferðir fá-
einna útvalinna em-
bættismanna, segir
Þröstur Ólafsson,
heldur nauðsynlegur
þáttur í að tryggja
hagsmuni íslands og
sækja reynslu og þekk-
ingu til annarra þjóða.
margar alþjóðlegar fjármála-
stofnanir í því skyni að tryggja í
senn örugga og góða ávöxtun forð-
ans og um leið aðgang bankans að
lánsfé til skamms tíma þegar nauð-
syn krefur. í lok ársins 1996 nam
gjaldeyrisforðinn tæpum 31 ma.kr.
Hvert 0,01% í vöxtum á ári svarar
til 3,1 m.kr. tekna á ári.
Í tengslum við erlendu lánamálin
og vörsiu jgaldeyrisforðans hefur
Seðlabanki Islands gert fjölda samn-
inga við erlendar fjármálastofnanir
sem fela m.a. í sér skuld- bindingar
um fyrirvaralausan aðgang að er-
lendu lánsfé þegar á þarf að halda
og vörslu og ávöxtun gjaldeyrisforð-
ans. Slíkir samningar eru ekki gerð-
ir nema að undangengnum ítarleg-
um viðræðum við fjölmarga aðila og
samningagerðin sjálf er oft á tíðum
viðamikil og flókin. Samningar sem
hér um ræðir gegna m.a. þýðingar-
miklu hlutverki í lánsfjáröflun ríkis-
sjóðs og í að tryggja að ætíð verði
tiltækur nægilegur gjaldeyrir til þess
að jafnan sé unnt að standa að fullu
við erlendar skuldbindingar þjóðar-
innar. Samningar af því tagi eru
m.a. mikilvægir í augum fyrirtækja
sem meta Iánshæfi íslands á erlend-
um lánamörkuðum.
Seðlabankar Norðurlandanna
eiga með sér víðtækt samstarf á
mörgum sviðum og hefur það reynst
Þröstur Ólafsson
þeim, ekki síst Seðlabanka íslands,
sérstaklega gagnlegt, m.a. í tengsl-
um við þróun fjármagnsmarkaða á
undanförnum árum, nýjungar á
markaði og þróun stjórntækja seðla-
bankanna.
Samkvæmt lögum annast Seðla-
banki íslands tengsl íslands við Al-
þjóðagj aldeyrissj óðinn. Norðurlönd-
in og Eystrasaltsríkin eiga sameigin-
legan fulltrúa í framkvæmdastjórn
sjóðsins. Samstarfið um málefni Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins og samskipti
við hann eru víðtæk og á vettvangi
Norðurlandanna hefur einkum verið
fjallað um það samstarf í nefnd sem
kallast Norræna fjárhagsnefndin.
Að áeggjan hinna Norðurlandanna
tók Seðlabanki íslands í fyrsta sinn
við forystu í þeirri nefnd snemma
árs 1996 og gegnir henni enn. í
september 1997 var stofnuð nefnd
um samstarf Norðurlandanna og
Eystrasaltsríkjanna á vettvangi Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins og var Seðla-
banka íslands einnig falin forysta í
henni.
Að undanförnu hefur samstarf
Evrópusambandsríkja orðið nánara
og unnið er af kappi að stofnun
Efnahags- og myntbandalags Evr-
ópu. Seðlabanki Islands hefur talið
nauðsynlegt að fylgjast grannt með
framvindu undirbúningsins að stofn-
un myntbandalagsins enda mun hún
hafa umtalsverð áhrif á alþjóðavett-
vangi og þar með á ísland. Af því
tilefni hefur verið stofnað til reglu-
legra funda með fulltrúum Peninga-
stofnunar Evrópu sem er undanfari
hins evrópska seðlabanka og fyrir-
huguð eru funda- höld með forystu-
mönnum Peningamálanefndar Evr-
ópusambandsins (the Monetary
Committee of the European Union).
ísland á aðild að Efnahags- og
framfarastofnuninni í París, OECD,
og að fríverslunarsamtökunum
EFTA og felur hún í sér margháttað-
ar skyldur og skuidbindingar. Seðla-
bankinn er þátttakandi í hluta af
því samráði sem fram fer á vett-
vangi OECD og EFTA auk þess að
sinna hluta þeirra skuldbindinga sem
felast í því að miðla upplýsingum
um framvindu efnahags- og pen-
ingamála á íslandi til stofnananna.
Hið sama gildir raunar um aðildina
að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem
felur í sér skuldbindingar um miðlun
tölulegra upplýsinga af margháttuðu
tagi til stofnunarinnar auk þess sem
EES samningurinn leggur bankan-
um vissar skyldur á herðar í þessum
efnum. Enn má nefna að Seðíabank-
inn kaupir íslenska seðla og mynt
frá seðlaprentsmiðju og myntsláttu
í Bretlandi, að Seðlabankinn er þátt-
takandi í samstarfi Seðlabanka
ýmissa smærri iðnríkja um ýmislegt
sem lýtur að uppbyggingu á upplýs-
ingatækni í seðlabönkum o.fl.
Þess hefur gætt í vaxandi mæli
að undanförnu að óskað væri eftir
þátttöku og framlagi frá Seðlabanka
Islands á viðurkenndum fundum og
ráðstefnum á erlendum vettvangi
um efnahags- og peningamál. í
þessu felst í senn viðurkenning á
árangri íslendinga við stjórn efna-
hags- og peningamála hin seinni
árin og á faglegum vinnubrögðum
og þekkingu starfsmanna Seðla-
bankans. Bankinn hefur talið það
skyldu sína að þekkjast slík boð eft-
ir því sem mögulegt er enda gefa
þau tækifæri til þess að miðla af
reynslu íslendinga inn í alþjóðlega
umræðu auk þess að læra af reynslu
annarra. Þá hefur verið sóst eftir
því að starfsmenn bankans taki þátt
í alþjóðlegri ráðgjöf við þróunarlönd
og lönd sem eru að hverfa frá mið-
stýringu til markaðsbúskapar. ís-
lendingar hafa þegið margháttaða
aðstoð í gegnum árin og eru nú
komnir í þá stöðu að geta liðsinnt
öðrum.
Fyrir stofnun eins og Seðlabanka
íslands er afar mikilvægt að sækja
þekkingu og reynslu um starfsemi
fjármagnsmarkaða og fjármála-
stofnana og starfshætti og hlut-
verk seðlabanka til annarra landa
og hefur það reynst sérstaklega
mikilvægt, ekki síst í tengslum við
þær öru breytingar sem orðið hafa
á innlendum fjármagnsmarkaði á
undanförnum árum.
Þrátt fyrir byltingu í fjarskipta-
tækni sem auðveldar samskipti til
mikilla muna verður samskiptum við
erlenda aðila ekki sinnt með full-
nægjandi hætti án ferðalaga til út-
landa. Sinnti Seðlabanki íslands ekki
þessum verkefnum af fullri ábyrgð
og - eins og hann gerir - væri
hann að bregðast skyldum sínum
sem seðlabanki með ófyrirsjáanleg-
um afleiðingum fyrir framvindu
efnahags- og peningamála á ís-
landi. Alþjóðleg samskipti eru ekki
skemmtiferðir fáeinna útvalinna
embættismanna heldur nauðsynleg-
ur þáttur í að tryggja hagsmuni Is-
lands, að sækja þekkingu og reynslu
til annarra þjóða og að stuðla að
eðlilegri framvindu efnahags- og
peningamála.
Höfundur erformaður bankaráðs
Seðlabanka Islands.
Meðal annarra orða
Fyrirlitning
Allir landsmenn hafa gengið í skóla og hafa þar af leiðandi
reynslu af kennslu sem nemendur. Njörður P. Njarðvík
telur að við vitum öll hversu starf kennarans er erfitt.
NÚ ER ekki lengur hægt að tala
neina tæpitungu. Á þessu ári
hafa ráðamenn íslensku þjóðar-
innar í landsmálum og sveitar-
stjórnarmálum sýnt í reynd að þeir fyrirlíta
kennara. Og ekki aðeins kennara heldur
um leið kennslu og þar með menntun. Og
með fyrirlitningu sinni á menntun eru þeir
í raun að fyrirlíta æsku þessa lands sem á
að afla sér menntunar með aðstoð kennara.
Það skiptir engu hvað þeir segja á tyllidög-
um. Það skiptir engu þótt þeir klifi á nauð-
syn menntunar fyrir framtíð þjóðarinnar
(sem allir hugsandi menn ættu að skilja).
Það eru verk þeirra sem tala. Með verkum
sínum sýna þeir að þeim finnist eðlilegt og
í raun sjálfsagt að kennarar búi við smánar-
laun. Með verkum sínum sýna þeir að þeir
ætlist til að kennarar stundi starf sitt af
slíkri fórnarlund, svo að ekki sé sagt sjálfs-
píningarhvöt, að þeir eigi að afsala sér eðli-
legum lifsgæðum. Slíkt verður aldrei til
lengdar. Og nú er svo komið að kennarar
almennt fínna til þvílíkra sárinda, gremju
og reyndar reiði, að upp úr mun sjóða inn-
an skamms, ef ekki verður gerbreyting á
viðhorfi ráðamanna til kennslu og menntun-
ar í reynd.
Allir landsmenn hafa gengið í skóla og
hafa þar af leiðandi reynslu af kennslustörf-
um, sem nemendur. Öll vitum við hversu
erfitt starf kennarans er. Hann stendur
jafnan frammi fyrir stórum hópi í starfi
sínu og verður að einbeita sér af alefli sér-
hveija kennslustund. Öll vitum við að kenn-
arar eru misgóðir í starfi, og öll vitum við
hversu mikils virði það er að njóta kennslu
góðs kennara. Þetta vitum við öll - nema
íslenskir ráðamenn. Nema þeir viti það en
láti sig það engu skipta.
Framhaldsskóla- og leikskólakennarar
hafa reyndar samið á þessu ári, en það eru
afleitir samningar, og mér er fullkunnugt
um að mikil gremja er meðal framhalds-
skólakennara, einkum hinna eldri, enda er
raunin sú að þeir fá í raun enga Iaunahækk-
un, og gott ef ekki lækkun með aukinni
vinnuskyldu. Margir þeirra samþykktu
samningana af langri þreytu og vegna þess
að þeim hugnast ekki að standa enn einu
sinni í átökum sem hingað til hafa skilað
litlu. Menn ættu að muna eftir því þegar
fjármálaráðherra nokkur undirritaði kjara-
samninga við kennara og kallaði „tímamót-
andi“ og sveik sína eigin samninga nokkru
síðar með bráðabirgðalögum. Það hefði átt
að kenna kennurum tvennt. Annars vegar
að fyrir kjör þeirra skiptir litlu hvaða flokk-
ar skipa stjórn hveiju sinni og hins vegar
hina augsýnilegu fyrirlitningu sem þeim er
sýnd. Og hefði reyndar einnig átt að vekja
þá spurningu hvernig unnt sé að semja við
þá sem virða ékki eigin samninga.
Hluti af þessum vanda er hreyfingu
launamanna að kenna. Svo er að sjá sem
Alþýðusamband íslands telji sig semja ekki
aðeins fyrir eigin félagsmenn, heldur þjóð-
ina í heild. Ef einhver semur um eða fær
hærri laun, er rekið upp ramakvein. Þótt
ég hafi alla tíð verið verkalýðssinni, þá get
ég ekki fallist á slíka kröfu frá ASI. Mér
þótti þeir alþýðusambandsmenn ekki ná
góðum samningum. Mér þótti krafa Alþýðu-
sambands Vestfjarða undir forystu Péturs
Sigurðssonar um 100 þúsund króna lág-
markslaun vera sanngjörn krafa. Aðrir
launamenn hefðu betur stutt þá kröfu kröft-
uglega í stað þess að kveina undan úr-
skurði kjaradóms og kjaranefndar um laun
handa embættismönnum. Þar var í raun
gefið til kynna, að laun annarra væru alltof
lág. Kannski hefði ASÍ fengið betri kjör
með úrskurði kjaradóms. Hver veit? En hitt
er vitað, að gera þarf miklar tilfærslur í
launum opinberra starfsmanna, og ekki er
hægt að una því að ASÍ komi í veg fyrir
slíkt. Við blasir að laun kennara, allra kenn-
ara, þarf að tvöfalda að minnsta kosti.
Lítið dæmi sýnir það glögglega. Þegar
ég fluttist heim frá Svíþjóð 1971 voru kjör
kennara að heita mátti þokkaleg. Þá þótti
ekki tiltakanlega skammarlegt að vera
framhaldsskólakennari eða háskólakennari.
Margir sóttu um hveija stöðu. Nú er þetta
breytt og kom skýrt fram þegar auglýst
var kennarastaða í tölvunarfræði við Há-
skóla íslands nýverið og engin umsókn
barst. Lögð hefur verið áhersla á nauðsyn
þess að mennta fólk í þessum fræðum, en
til þess fást ekki kennarar, af því að þeir
fá miklu hærri laun annars staðar. Oddur
Benediktsson prófessor sagði frá því hér í
blaðinu nýlega, að sér hefði verið boðin
staða í Dyflinni og tvenn eða þrenn laun
Islensks prófessors.
Menn verða að gera sér grein fyrir því,
að með sama áframhaldi verður slíkur at-
gervisflótti úr stét.t kennara, að allri mennt-
un þjóðarinnar er stefnt í voða. Þetta dæmi
verður vonandi umhugsunarefni fyrir kjara-
nefnd, sem nú vinnur að því að úrskurða
íslenskum prófessorum laun.
Eg kannast við mann sem hefur á
þessu ári kennt í 40 ár, þar af 31
við háskóla. Hann hefur aflað sér
æðstu menntunar og telur sig hafa
lagt alúð við starf sitt. Hann fær nú I mánað-
arlaun kr. 147.796. Og ef hann nýtir sér
að fara á eftirlaun samkvæmt 95 ára regl-
unni verða eftirlaun hans kr. 91.633. Finnst
íslenskum ráðamönnum það ef til vill sann-
gjarnt?
Ég held satt að segja, að fyrir kennara-
stéttina í heild sé ekki nema eitt að gera.
Að hver einasti kennari, leikskólakennarar,
grunnskólakennarar, framhaldsskólakenn-
arar og háskólakennarar, segi upp starfi
sínu. íslenskir ráðamenn hafa sýnt að þeir
meta menntun þeirra og störf til smánar-
launa. í raun eru þeir að segja að upp-
fræðsla íslenskrar æsku sé harla lítils virði.
Ef til vill er þá rétt að þeir fái að taka afleið-
ingunum af því viðhorfi.
Höfundur er prófessor I Islenskum
bókmenntum við Háskóla íslands.