Morgunblaðið - 08.10.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.10.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÁLFDÍS RAGNA G UNNARSDÓTTIR + ÁIfdís Ragna Gunnarsdóttir fæddist á Sauðár- króki 8. ágúst 1926. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 28. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Gunnar Ein- arsson kennari og Hildur Jóhannesdótt- ir ljósmóðir. Systkini Álfdísar Rögnu voru Einrós Fjóla og Jó- hann Þór, bæði látin. Ragna giftist Bjarna Óskarssyni 1946. Börn þeirra eru: 1) Hall- dór, sem lést 1973. Hann var kvæntur Guðlaugu Rögnvalds- dóttur og þeirra börn eru Jó- hanna, Hildur, Álfdís Ragna og Halldór. 2) Hildur, gift Bjarna Thors. Þeirra böm em Hörður, Brynhildur og Pétur. Álfdís Ragna og Bjami skildu. Árið 1955 giftist hún Pjetri Hall- dórssyni. Þeirra börn em: 1) Sigríður Brynja, sem lést 1994. Eiginmaður hennar var Krist- geir Hákonarson. Þau vom barnlaus. 2) Halldór Láms. Með Elísabetu Kristj- ánsdóttur á Hall- dór soninn Þor- berg Bergmann. Einnig á hann Bryiyu Bergmann og Pétur Berg- mann, móðir þeirra er Kristín Gísladóttir. Álfdís Ragna og Pjetur skildu. Árið 1974 giftist hún Páli Kr. Pét- urssyni, sem lést 1988. Dóttir hans er Ólöf Pálsdóttir. Álfdís Ragna vann ýmis störf í gegnum árin, m.a. veitti hún forstöðu gæsluvelli í Gnoðar- vogi í nokkur ár, vann í Hþ'óð- færahúsi Reykjavíkur, saumaði lampaskerma fyrir verslunina Lýsingu og ýmsa einstaklinga. Síðustu árin vann hún í mötu- neyti ÁTVR, þar sem hún varð að hætta vegna hjartasjúkdóms 1993. Útför Áifdisar Rögnu fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Farin er merkileg kona, Ragna, móðir vinar míns, Dolla. Hann var að hjálpa mér í flutningum er hann frétti um andlát móður sinnar. Hjálpsemi var einmitt einn af mörgum góðum eiginleikum Rögnu. Er ég var í gifsi á annarri hendi í fleiri vikur, kom Ragna iðulega keyrandi með nýeldaðan mat fyrir mig og litlu synina mína. Allir vinir Dolla og Siggu voru einnig vinir hennar. Við vorum ætíð velkomin á heimili þeirra. Vafalítið muna allir vinir Dolla og Rögnu eftir kjötsúpunni hennar, sem var hálfgerð skyldumáltíð ef fólk hafði verið úti að skemmta sér. Kenndi hún að maður skyldi aldrei erfa nokkuð við nokkum mann og allt sem maður gerir, skilar sér til baka. Sigga, dóttir Rögnu, lést um aldur fram og var það ákaflega þungbært fyrir hana. Ég er þess fullviss að Sigga hefur HERDÍS GUNNARSDÓTTIR + Herdis Gunn- arsdóttir fædd- ist á Vatnsenda í Ljósavatnsskarði, S-Þing., 28. mai 1928. Hún lést á Akureyri 19. sept- ember siðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Gunnar Siguijónsson, bóndi í Vatnsenda, og kona hans Sigurbjörg Sigur- jónsdóttir. Þau bjuggu á ýmsum bæjum í S-Þing. og voru síðustu ábúendur í gamla bænum á Grenjaðarstað. Systkini Herdísar voru Helga, Þóra, Líney, Birna, Ari, Sig- urður og Theodór. Herdís eignaðist dóttur með Valdimar Jónssyni frá Ysta- gerði, Ragnheiði, f. 3. mars 1955. Útför Herdísar fór fram frá Akureyrarkirlgu 1. október. Árið 1958 fór Dísa sem ráðskona að Hjalteyri til Áma Jónssonar í Hvammi og eru þau þar til ársins 1970, er þau flytjast inn á Akur- eyri í Hafnarstræti 107b, sem varð þeirra heimili alla tíð eftir það. Ámi lést 1993 og var hún þá ein eftir þar til dauðadags. En þar byijuðu líka sinn búskap Ragnheið- ur, dóttir Dísu, og maður hennar Sigurður Gíslason, ásamt dóttur sinni Eygló Ömu, fædd 6.8. 1977. Eygló var augasteinn ömmu sinnar. Samband Rögnu og Eyglóar við Dísu var einstakt, þar ríkti skilning- ur og virðing á báða bóga. Hjálpsemi þeirra við Dísu var einstök, sem henni fannst hún aldr- ei geta endurgoldið. Lítillát var Dísa og fyrir lítið var þakkað af alhug, til allra sem það gerðu, en alltaf var hún tilbú- in að rétta öðrum hjálparhönd. Þó heilsa hennar væri léleg til margra ára varð hún að láta af sinni dag- launavinnu árið 1987. í Hafnarstrætið var alltaf litið við til skrafs, og að fá sér kaffibolla er einhveijir vinir og kunningjar áttu leið í bæinn. Margt var spjallað um veraldleg og landsins málefni, og enginn fór svo frá Dísu að ekki væri hann léttari í lund á eftir. Um Áma hugsaði Dísa og ekki síður Ragna dóttir hennar mjög vel allt til hans dauðadags, og eiga þær þakkir skildar. Margar heimsóknir áttum vð fjöl- skyldan til Dísu allt frá því að við kynntumst fyrir 20 árum er Ragn- heiður dóttir hennar giftist Sigurði Gíslasyni, bróðursyni Stefáns, og alltaf var jafngott að hitta þau Dísu og Áma er komið var til Akur- eyrar. Vorum við aufúsugestir þar alla tíð, margt var spjallað í eldhús- inu og hlýhugur alltaf til staðar fyrir okkur hjón og böm okkar. Því viljum við að leiðarlokum þakka góðar samverustundir og óskum þess að algóður guð verði með ykkur, Ragna, Siggi og ekki síst þér, Eygló Arna, sem varst annað líf ömmu þinnar frá því að þú fæddist. Far þú í friði, friður pðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Hafdís, Stefán, Bragi, Hanna, Inga. MINIMIIMGAR tekið á móti kærri móður sinni. Kæra Ragna, þakka þér fyrir allt. Elsku Dolli vinur minn, Hildur,. Brynja, Pétur og Beggi, ég votta ykkur mína innilegustu samúð vegna fráfalls móður ykkar og ömmu. Hún var einstök kona. Ólína Björk (Ollý). Gaman væri að gleðja hana ömmu og gleðibros á vanga hennar sjá, því amma hún er mamma hennar mömmu, og mamma er það besta sem ég á. í dag er borin til hvíldar móðir min, Álfdís Ragna Gunnarsdóttir. Efst í huga mínum er ég kveð þig með þessum fáu línum er setningin, sem ég er alltaf að skilja betur enn þann dag í dag: „Að ekkert í þessu lífi er sjálfgefið". En mestu skiptir að ég naut þeirra forréttinda að eiga þig líka sem besta vin. Elsku mamma mín, ég þakka þér fylgdina og leiðsögnina í gegnum lífið. Bömin mín koma til með að sakna mikið ömmu ljós, hafðu þökk fyrir allt. Þú komst og fórst með ást til alls sem græt- ur, á öllu slíku kunnir mikil skil. Þú varst líf í ljósi einnar nætur, það Ijós sem þráði bara að vera til. (Vilhjálmur frá Skáholti.) Þinn sonur, Halldór Lárus Pjetursson (Dolli). Með þessum fáu línum langar mig að minnast ógleymanlegrar og tryggrar vinkonu, Rögnu Gunn- arsdóttur. Hún kvaddi án fyrirvara en kannski ekki með öllu óvænt því að hún hafði átt við hjartveiki að etja í allmörg ár. Engan ókunn- an hefði þó gmnað að neitt alvar- legt amaði að Rögnu. Hún var allt- af jafn hress á að hitta og létt í lund. Það em liðin nær fimmtíu ár síðan við hittumst fyrst, en þá var þessi fallega, unga kona nýflutt til borgarinnar. Þótt við höfum verið óaðskiljanlegar undanfarin ár vildi það brenna við á fyrri áram, eins og við er að búast, að alllang- ur tími gat liðið milli þess að við hittumst. En alltaf var tryggðin söm frá hennar hálfu og velvildin. Engri manneskju hef ég heldur kynnst sem var jafn fljót til að koma til hjálpar ef hún vissi að eitthvað hafði bjátað á. Sjálf fékk hún líka, því miður, of oft að reyna það á lífsleiðinni að lífíð er ekki alltaf auðvelt, því að lifið var Rögnu minni ekki alltaf milt. En aldrei kvartaði hún og alltaf var hún fljót til að uppörva og gleðja aðra og seint taldi hún eftir sér snúninga í annarra þágu. Við eigum mörg eftir að sakna þessarar yndislegu og glaðværa vinkonu sáran. Og skarð verður fyrir skildi í „spilaklúbbnum" þar sem Ragna var einstakur félagi og vinur. En sárastur er söknuður- inn auðvitað hjá nánustu ástvinum hennar, börnunum og bama- bömunum. Hjá þeim er hugur minn og bið ég góðan Guð að gefa að sá fjársjóður minninga sem Ragna eftirlætur verði þeim huggun og styrkur í sorginni. Guð blessi minningu Rögnu Gunnarsdóttur. Sigrún Þórarinsdóttir. Sérfræðingar i l)loninskrevtin<>uiii \ ifj öll tækitæri I blómaverkstæði I | ISlNNA I SkólaMtrftusIig 12. a liorni Bergstaðastriutis. sinii 551 ‘>09(1 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997 29 + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, STEINGRÍMS BENEDIKTSSONAR, Langholtsvegi 167, Reykjavík. Sérstakar þakkir eru til lækna og hjúkrunarfólks á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir góða umönnun. t i 5* \ i 1 I Unnur Steingrimsdóttir, Benedikt Steinar Steingrímsson, Júlía Ásmundsdóttir, Eggert Steingrímsson, Herdís Steingrfmsdóttir, David Gillard, Steinunn Steingrímsdóttir, Bergsveinn Þór Gylfason, Steinunn Margrét Steingrfmsdóttir, Einar Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARTAR GUÐBJARTSDÓTTUR frá Einlandi, Vestmannaeyjum, Lönguhlíð 3, Reykjavfk. i > Bjarni Herjólfsson, Unnur Ketilsdóttir, Guðbjartur Herjólfsson, Bima Bogadóttir, Guðjón Herjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og út- för elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og langafa, HRAFNS SVEINBJÖRNSSONAR bifvéiameistara, Rimasiðu 23B, Akureyri. Innilegar og sérstakar þakkir færum við hjúkrunarfólki og læknum krabbameinsdeildar 11E og K-deildar Landspítalans og deildar 2 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fyrir góða umönnun. Jafnframt þökkum við kórfélögum á Akureyri söng þeirra við útförina. Fyrir hönd aðstandenda, Bára Jakobsdóttir Ólsen. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTU JÓNSDÓTTUR, Uppsalavegi 4, Húsavfk. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Þingeyinga. Hermann Þór Aðalsteinsson, Auður Þórunn Hermannsdóttir, Hera Kristfn Hermannsdóttir, Jón Hermannsson, Kristján Hermannsson, Guðrún Helga Hermannsdóttir, Árni Kristjánsson, Sigurður V. Olgeirsson, Stefán Sveinbjörnsson, Helga Gunnarsdóttir, Sofffa Örlygsdóttir, Pálmi Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn. '4 + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓSKARSJÓNSSONAR, Hæðargarði 35, Reykjavfk. Guðrún Egilsdóttir, Guðrún J. Óskarsdóttir, Magnús S. Magnússon, Svanborg E. Óskarsdóttir, Guðjón Antonsson, Ragna S. Óskarsdóttir, Bergsveinn Jóhannsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.