Morgunblaðið - 08.10.1997, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997
FONTYS MÚTIO Land Slig 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vinn Röö:
1 L. Van Wely Holland 2.655 il 0 'A 'A v 0 3 'A 7.-10.
2 Tal Shaked Bandaríkj. 2.500 0 0 0 0 0 'A 0 0 'A 12.
3 A. Shirov Spánn 2.700 1 1 0 'A Vi 'A 0 0 3'A 7.-10.
4 P. Svidler Rússland 2.660 'A 1 1 'A 'A 1 'A 1 6 2.
5 M. Adams England 2 680 'A 1 1/a ’/a 1 'A 'A 5 4.
6 J. Lautier Frakkland 2.660 'A 1 Vi 'A 0 0 1 0 3'A 7.-10.
7 Júdit Polgar Ungverjal. 2670 ’/l 'A 'A 1 1/a 'A 'A 0 4 6.
8 V. Onisjúk Úkraína 2625 % 0 1 0 ’/i 'A Vi 'A 3/2 7.-10.
9 P. Leko Unqverjal. 2.635 'A 'A 1 'A 'A 1 'A 0 4 A 5.
10 J. Piket Holland 2630 'A 0 'A 0 'A 'A 0 0 2 11.
11 V. Kramnik Rússland 2.770 1 1 'A 'A 1 'A 'A 5 'A 3
12 G. Kasparov Rússland 2.820 1 1 1 0 1 'A 1 1 6'A 1.
Norræna VISA-
bikarmótið
hefst í dag
SKAK
Grand Hótcl
Rcykjavík
VISA NORDIC
GRAND PRIX
Mótíð verður sett S dag kl. 15.45
á Grand Hótel Reykjavík.
Teflt er daglega frá kl. 16. Að-
gangur ókeypis í boði VISA.
8.-22. október.
ÞAÐ MÁ búast við því að
mesta fjörið í skákunum verði
um og eftir kvöldmatarleytið.
Fyrstu tímamörkin eru kl. 20.
Auk þess sem mótið er úrslita-
mótið í norrænu bikarkeppninni
er teflt um Norðurlandameist-
aratitilinn. Þeir Curt Hansen,
núverandi meistari, og Jóhann
Hjartarson eru langstigahæstir
keppenda, en Hannes Hlífar
Stefánsson er líklegur til að
veita þeim harða keppni. Norð-
mennirnir á mótinu eru einnig
til alls líklegir, af einhverjum
ástæðum tefla þeir venjulega
yfir styrkleika hér á íslandi.
Dómarar á mótinu eru þeir
Þráinn Guðmundsson og Gunnar
Bjömsson. Aðstæður fyrir kepp-
endur og áhorfendur á Grand
Hótel Reykjavík eru góðar og
er ætlunin að hafa skákskýring-
ar.
Kasparov tapaði
Gary Kasparov teflir mjög líf-
legar skákir á Fontys mótinu í
Hollandi, sem lýkur
um helgina. Hann
er ennþá efstur,
þrátt fyrir tap í sjö-
undu umferð fyrir
Peter Svidler, sem
er aðeins 21 árs, en
hefur þó þrívegis
orðið Rússlands-
meistari, nú síðast í
ár. Svidler var í
Ólympíuliði Rússa
sem vann gullið í
Jerevan í fyrra.
Hann vakti athygli
í viðureign íslands
og Rússlands þar
fyrir leikræna til-
burði í skák sinni við
Jóhann Hjartarson.
Hann fómaði með miklum grett-
um og látum og hefði sjálfur
Kasparov mátt vera fullsæmdur
af þeim tilburðum. Að lokum var
hann þó stálheppinn að ná jafn-
tefli.
Sigur Svidlers á Kasparov var
mjög sannfærandi. Peðsfórnin í
byrjun tafls var sérlega snjöll:
Hvítt: Peter Svidler
Svart: Gary Kasparov
Sikileyjarvöm
1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. c3
- Rf6 4. Be2 - Rbd7 5. d3 -
b6 6. 0-0 - Bb7 7. Rbd2 - g6
Varlegra er 7. - e6. Nú
bryddar Svidler upp á snjallri
peðsfórn:
8. d4! - cxd4 9. cxd4 - Rxe4
10. Rxe4 - Bxe4 11. Rg5 - d5
Nú lendir biskupinn í vand-
ræðum á miðborðinu, en hug-
myndin með peðsfórninni sést
af 11. - Bb7 12. Bc4 - d5 13.
Df3! - Rf6 14. Bb5+ og vinnur.
12. Bb5 - Bg7 13. f3 - Bf5
14. g4 - h6
14. - Be6 15. Hel - 0-0 16.
Hxe6 - fxe6 17. Rxe6 - Dc8
18. Bg5! Er einnig gott á hvítt.
15. gxf5 - hxg5 16. fxg6 -
a6 17. gxf7+ - Kxf7 18. Ba4
- Hh5
Hvítur hefur unnið peðið til
baka og stendur talsvert betur.
Biskupaparið nýtur sín vel og
hann hefur traustari kóngs-
stöðu. Kasparov blæs nú til
gagnsóknar í stað þess að leggj-
ast í vöm.
19. Be3 - Rf6 20. Dd2 - Dd6
21. Hf2 - Hah8 22. Hg2 -
Hh3 23. Hfl - H8h4?! 24. Bc2
- Rh5
25. Bf5! - Rf4 26. Bxh3 -
Rxh3+ 27. Khl - Df6 28. Hg3
- Df5 29. Bxg5 - Rxg5 30.
Hxg5 - Dh3 31. Hg2 - Bf6
32. Dd3 - Hxd4 33. Dg6+ -
Ke6 34. De8 - Hc4 35. Dd8 -
Df5 36. Hel+ - Be5 37. Db8
og Kasparov gafst upp.
Sigurganga
Einars Hjalta
Einar Hjalti
Jensson, 17 ára
gamall Kópavogs-
búi, hefur unnið
fimm fyrstu skákir
sínar á Haustmóti
Taflfélags Reykja-
víkur, sem að þessu
sinni er haldið til
minningar um Am-
ór Björnsson, skák-
meistara, sem lést
í fyrra, aðeins þrít-
ugur að aldri.
Einar Hjalti er
langefstur á mót-
inu, en næstur kem-
ur Kristján Eðvarðsson með þrjá
og hálfan vinning. í fimmtu
umferð vann Kristján Arnar E.
Gunnarsson, sem stendur vel að
vígi með þrjá vinninga og fre-
staða skák.
í B flokki er Jóhann H. Ragn-
arsson efstur með 4 '12 v. en Jón
H. Bjömsson er næstur með 4
v. í C flokki era þrír efstir og
jafnir, þeir Kristján Örn Elías-
son, Dagur Amgrímsson og
Kjartan Thor Wikfeldt. Þeir hafa
allir hlotið 3 '/2 v. í D flokki, sem
er opinn, er Andri H. Kristinsson
efstur með 4 '12 v.
Skákstjóri á mótinu er Ólafur
S. Ásgrímsson. Sjötta umferðin
verður tefld í kvöld og hefst kl.
19.30. Þátttakendur eru 64 tals-
ins, auk unglingaflokks.
Margeir Pétursson,
Daði Örn Jónsson.
Peter
Svidler
MORGUNBLAÐIÐ
ÍDAG
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki afmælis-
bams þarf að fylgja af-
mælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgðar-
manns og símanúmer.
Fólk getur hringt í síma
569-1100, sent í bréfsíma
569-1329, sent á netfangið
ritstj@mbl.is Einnig er
hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgnnblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík.
VELVAKANDI
Svarar í sírna 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Erlendir ósiðir
í íþróttum
EITT af litlu sem ég lærði
á íþróttaferli mínum var
að taka sigri sem ósigri
með jafnaðargeði. Því
blöskrar mér oft þegar ég
sé hvemig knattspyrnu-
menn óskapast þegar þeim
tekst að skora mörk í leik.
Þegar svo heilu liðin
skvetta kóka-kóla drykkj-
um og mjólk á félaga sína
lýsir það óhugnanlega að
á ferðinni eru íþróttamenn
sem ekki kunna að taka
sigri - hvað þá ósigri.
Framkoma íþróttamanna
hefur mikið gildi fyrir
æskuna. Því finnst mér
að forystumenn og þjálf-
arar ættu að taka þetta
framferði til rækilegrar
meðferðar en láta erlenda
ósiði iönd og leið.
Guðmundur
Hermannsson.
Dato komið
aftur
KONA hafði samband við
Velvakanda og sagðist
hún hafa séð klausu í Vel-
vakanda þar sem spurt var
um þvottaefnið Dato. Hún
segist hafa séð þetta
þvottaefni í Nóatúnsbúð-
inni í Rofabæ 39 og virð-
ist það nýkomið aftur á
markaðinn.
Dýrahald
Lotta er týnd
LÍTIL, loðin, rauð kisa,
hvít á bringu með hvítar
hosur, hljóp út úr húsi við
Tómasarhaga sl. laugar-
dagsmorgun og hefur ekki
sést síðan. Lotta litla er
rúmlega 17 ára og því orð-
in heymarskert og ellileg.
Þeir sem kunna að hafa
séð hana eða vita um örlög
hennar eru vinsamlega
beðnir að hringja í síma
552-3625 eða í Kattholt.
Hundaeigendur
athugið
ÞEIR hundaeigendur sem
týnt hafa hundum sínum
eru vinsamlegast beðnir
um að hafa samband við
Dýraspítalann í Víðidal
strax í síma 567-4020.
Köttur í óskilum
á Laugarvatni
SVARTUR köttur með
hvítar loppur, mjög vina-
legur, er í óskilum á Laug-
arvatni. Uppl. í síma
486-1126.
Tapað/fundið
Svartur jakki
týndur
HÁLFSÍÐUR kvenmánns-
jakki, svártur, týndist á
Kaffi Reykjavík laugar-
daginn 27. sept. Þeir sem
hafa orðið varir við jakk-
ann hafi samband í síma
565-4102.
Morgunblaðið/Kristján
VINKONURNAR Unnur Sigurðardóttir og Lísbet
Hannesdóttir héldu á dögunum hlutaveltu við útíbú
KEA á Byggðavegi. Þær söfnuðu rúmum 4.200 krón-
um sem lagðar voru inn á reikning Sophiu Hansen.
FJÓRIR félagar, þau Oddur Páll Laxdal, Fanney
Ryes Laxdal, Sigfús Már Reynisson, Rakel Ósk
Reynisdóttir héldu á dögunum hlutaveltu við versl-
unarmiðstöðina Sunnuhlíð á Akureyri, en þau eru
á aldrinum 6-9 ára. Þau söfnuðu alls 960 krónum
sem þau gáfu Rauða krossinum.
HLUTAVELTA
SKAK
IJmsjön Margeir
Pétursson
H VÍ TUR leikur og vinnur.
STAÐAN
kom upp á
Fontys
mótinu
Tilburg
Hollandi,
sem
stendur
yfir. Stiga-
hæsti skák-
maður
heims,
Gary
Kasparov
(2.820), var
með hvítt
og átti leik,
en heima-
maðurinn
Jeroen
Piket (2.630) hafði svart.
26. Rxf7! - Hxf7 27.
Dxg7+ - Kf8 (Eða 27. -
Hg7 28. De8+ - Bf8 29.
Dxc6 og vinnur) 28.
Rxe6+ - Bxe6 29. Hxc6
- Bd7 30. Dxh6+ og Piket
gafst upp, því 30. - Ke8
31. e6! er vonlaust með
öllu.
Með þessum sigri í átt-
undu umferð komst
Kasparov aftur einn í efsta
sætið, en hann tapaði fyrir
Rússanum Svidler í sjö-
undu umferð og missti
hann upp að hlið sér.
Norðurlandamótið
hefst í dag kl. 16 á Grand
Hótel Reykjavík.
Víkverji skrifar...
FORYSTUMENN lífeyrissjóð-
anna kynntu fyrir skömmu
skoðanakönnun um viðhorf al-
mennings til lífeyrissjóðanna.
Skoðanakönnunin er, að því er
þeir segja, hugsuð sem innlegg inn
í þá umræðu sem á eftir að verða
í vetur um frumvarp um starfsemi
lífeyrissjóðanna. Víkveiji fær ekki
séð að þessi skoðanakönnun geti á
nokkurn hátt gagnast í þessari
umræðu. Meginástæðan er sú að
í skoðanakönnuninni er ekki spurt
um þá þætti frumvarpsins sem
mestum deilum olli á síðasta þingi
og mestur ágreiningur hefur verið
um í samfélaginu.
í skoðanakönnuninni er ekki
spurt hvort fólk vilji að launþegar
geti valið á milli sameignarsjóða
og séreignarsjóða. Ekki er spurt
um hvort fólki vilji að sett verði
þak á lífeyrisiðgjöld eins og fjár-
málaráðherra lagði til á síðasta
vetri. Ekki er heldur spurt um
hvort fólk vilji að verkalýðsfélögin
og samtök atvinnurekenda skipi
menn í stjórnir lífeyrissjóðanna eða
hvort stjórnirnar verði kosnar
beinni kosningu.
Starfsfólk lífeyrissjóðanna, sem
samdi spurningarnar, taldi mikil-
vægara að spyija hvort fólk teldi
mikilvægt að lífeyrissjóðirnir
greiddu maka- og örorkulífeyri eða
hvort greiða ætti konum jafnháan
lífeyri og körlum. Víkveiji kannast
ekki við að þessar spurningar hafi
verið ofarlega í umræðu um líf-
eyrismál og enginn ágreiningur var
um þessi atriði þegar lífeyrissjóða-
frumvarpið var samið. Ef forsvars-
menn lífeyrissjóðanna vilja koma
með eitthvað gagnlegt inn í þá
umræðu sem verður um lífeyrismál
í vetur verða þeir að koma með
eitthvað annað en þessa könnun.
Hún kemur engum að gagni nema
fyrirtækinu sem fékk borgað fyrir
að gera könnunina.
XXX
FYRIR nokkrum vikum lýstu
samtök aldraðra óánægju
með að í skoðanakönnunum
væri oftast nær látið undir höfuð
leggjast að spyija um afstöðu aldr-
aðra. Svarendahópurinn væri yfir-
leitt á aldrinum 18-70 ára. Hag-
vangur virðist ekki hafa tekið mið
af þessari gagnrýni því að í skoð-
anakönnun fyrirtækisins um lífeyr-
ismál er fólk á aldrinum 18-67 ára
spurt álits. Engu máli virðist skipta
hvaða skoðun ellilífeyrisþegar hafa
á lífeyrismálum. Þetta geta tæp-
lega talist góð vinnubrögð.
XXX
NOTKUN farsíma færist sífellt
í vöxt. Stundum valda sím-
arnir óþægindum þegar þeir taka
að hringja á miðjum fundum. Fyrir
nokkru kom fyrir skemmtilegt at-
vik á fundi þar sem launadeila
kennara og sveitarfélaganna var
til umræðu. Sveitarstjórinn á Rauf-
arhöfn fór í ræðustól og sagði að
laun kennara væru of lág og þess
vegna hefðu sveitarfélög í nokkr-
um tilfellum neyðst til að yfirborga
þá til að fá kennara til starfa.
Hann sagði að það væri á hreinu
að ef hann hefði boðið kennuram
taxtalaun hefði hann ekki fengið
eina einustu símhringingu við aug-
lýsingu um laust starf. Um leið og
sveitarstjórinn hafði sleppt orðinu
hringdi síminn í bijóstvasa hans.
Fundarmenn töldu víst að þar væri
kennari að sækja um starf!