Morgunblaðið - 11.10.1997, Page 48

Morgunblaðið - 11.10.1997, Page 48
48 E SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ 142 km/klst e.u. 17,3 kg/ho Mitsubishi Pajero 3,0 stuttur 2.890.000 kr. 175 km/klst 12,0 sek 9,61 kg/ha 12,51 175 km/klst 12 sek 10,92 kg/ha 13,51 2.350.000 kr. Mitsubishi L-200 GL NÝTT útlit kom á L-200 palibílinn frá Mitsubishi með ár- gerð 1997. Bíllinn er nú fáanlegur með stærri vél, 2.5 lítra dísel turbo með millikæli. Meiri búnaður er í bílnum nú, og má þar helst nefna rafdrifnar rúðuvindur. L-200 hefur í gengum árin verið vinsæll vinnubíll og ekki ættu þær vinsældir að dvína með öflugari vél. Nýjung í L-200 GL er sjálfskipting sem nú er fáanleg í hann. Með sjálf- skiptingu kostar bíllinn 2.490.000 kr. • Vél: 2,5 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. • Afl: 100 hö við 4.000 snúninga á mínútu. • Tog: 240 Nm við 2.000 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 493/170/161 sm. 1.735 kg. • Eldsneytiskerfi: Rafstýrð fjölinnsprautun. • Umboð: Hekla hf., Reykjavík. MITSUBISHI Pajero hefur fengið andlitslyftingu. Hann er í boði stuttur með 3.0 lítra vél sem gefur 181 hestöfl. Bíll- inn er m.a. með aldrifsbúnaði með fjölvali, skriðstilli og læsingu á afturdrifi. Sjálfskiptingin i Pajero er fjögurra hraðasviða með þrjú mismunandi skiptingarmynstur. Þrjár mismunandi stillingar eru á höggdeyfum í bilnum. • Vél: 3,0 lítrar, 6 strokkar, 24 ventlar. • Afl: 181 hö við 5.000 snúninga á mínútu. • Tog: 255 Nm við 4.500 snúninga á mfnútu. • Drifbúnaður: Aldrif. Mismunadrif tengt seigju tengsli. • Mál og þyngd: 414/178/181 sm. 1.740 kg. • Eyðsla: 12,5 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Fjölinnsprautun. • Umboð: Hekla hf., Reykjavík. LANGI Pajero jeppinn er 58 sm lengri en styttri gerðin og 5 sm breiðari. Bíllinn er með sama búnaði og styttri útfærslan, m.a. aldrifi með fjölvali, stillanlegum högg- deyfum, skriðstilli, fjöðrun og hita í framsætum og fl. Pajero kemur nú talsvert breyttur í útliti. Bílarnir eru allir með stigbrettum, viðarlíki í mælaborði og leðurklæddu stýrishjóli. • Vél: 3,0 lítrar, 6 strokkar, 24 ventlar. • Afl: 181 hö við 5.500 snúninga á mínútu. • Tog: 255 Nm við 4.500 snúninga á mínútu. • Drifbúnaður: Aldrif með fjölvali. • Mál og þyngd: 473/179/190 sm. 1.985 kg. • Eyðsla: 13,5 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Fjölinnsprautun. • Umboð: Hekla hf., Reykjavfk. 180 km/klst I3,l sek 10,05 kg/ha e.u. MITSUBISHI Pajero 3.5 er skrautfjöður Pajero fjölskyld- unar. Bifreiðin er búin öflugri 3.5 lítra vél sem gefur 194 hestöfl. Mjög tækniþróaður aldrifsbúnaður er í Pajero sem leyfir ökumanni t.d. að skipta úr afturdrifi í sídrif á allt að 100 km. hraða á klst. Einnig er hægt að læsa aft- urdrifi 100% þegar bifreiðin er í lága drifinu. Meðal stað- albúnaðar í Pajero 3.5 er ABS hemla- kerfi, sóllúga, raf- drifnar rúðuvindur, stillanleg fjöðrun, fjöðrun í framsæt- um, rafhitun í framsætum og fleira. • Vél: 3,5 lítrar, 6 strokkar, 24 ventlar. • Afl: 194 hö við 5.000 snúninga á mínútu. *• Tog: 313 Nm við 3.500 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 472/170/190 sm. 1.980 kg. • Eldsneytiskerfi: Rafstýrð fjölinnsprautun. • Umboð: Hekla hf., Reykjavík. Mitsubishi Pajero 2,5 3d. DT 2.360.000 kr. STUTTI Pajero jeppinn með 2,5 I dísilvélinni með for- þjöppu er með öllum sama búnaði og bensínbíllinn, þ.e.a.s. aldrifi með fjölvali, stillanlegum höggdeyfum, samlæsingum á hurðum, skriðstilli, barnalæsingum, raf- drifnum rúðuvindum, læsingu á afturdrifi, aukamiðstöð undir aftursæti, þokulugt að aftan, rafhituðum framsæt- um og álfelgum. • Vél: 2,5 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. • Afl: 99 hö við 4.200 snúninga á mínútu. • Tog: 240 Nm við 2.000 snúninga á mínútu. • Drifbúnaður: Aldrif með fjölvali. • Mál og þyngd: 407/169/180 sm. 1.706 kg. • Eyðsla: 10,9 I innanbæjar. • Eldsneytiskerfi: Bein innsprautun. • Umboð: Hekla hf., Reykjavík. Mitsubishi Pajero 2,8 DT 3.195.000 kr. MITSUBISHI Pajero með 2,8 I dísilvél og forþjöppu er með sama búnaði og styttri útfærslan, m.a. aldrifi með fjölvali, stillanlega höggdeyfa o.fl. Sjálfskiptur kostar hann 3.370.000 kr. Pajero kemur nú breyttur í útliti og eru allir bílarnir nú með stigbretti, viðarlíki í mælaborði og leðurklæddu stýri. • Vél: 2,8 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. • Afl: 125 hö við 4.000 snúninga á mínútu. • Tog: 292 Nm við 2.000 snúninga á mínútu. • Drifbúnaður: Aldrif með fjölvali. • Mál og þyngd: 470/169/185 sm. 2.120 kg. • Eyðsla: 12,3 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Bein innsprautun. • Umboð: Hekla hf., Reykjavík. Nissan Double Cab 2,4 2.110.000 kr. e.u. km/klst e.u. sek 12,4 kg/ho e.u. NISSAN Double Cab er með fimm manna húsi með heil- um bekk fyrir þrjá að aftan. Teppi eru á gólfi. Auðvelt er að breyta Double Cab í öflugan torfærubíl. Sjálfstæð snerilfjöðrun er að framan og heill öxull með blaðfjöðr- um að aftan. Tregðulæsing er staðalbúnaður. Hann fæst einnig með 2,5 lítra dísilvél, 80 hestafla, og kostar þá •2.310.000 kr. • Vél: 2,4 lítra bensín, 4 strokka, 8 ventla. • Afl: 125 hö við 5.200 snúninga á mínútu. • Tog: 198 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. • Drifbúnaður: Hátt og lágt fjórhjóladrif. • Mál og þyngd: 469/169/172 sm, 1.550 kg. • Umboð: Ingvar Helgason, hf., Reykjavík. e.u. km/klst e.u. sek 20 kg/hu e.u. NISSAN King Cab er bíll sem gæti hentað iðnaðarmönn- um og verktökum. Bíllinn sameinar kosti atvinnutækis og fólksbíls í einum bíl. Hann tekur þó aðeins tvo í sæti en aftan við sætin er pláss sem nýtist fyrir farangur eða fólk á styttri leiðum. Driflokur eruá framhjólum og er bíll- inn því liprari í akstri þegar ekki er þörf á fjórhjóladrifinu. King Cab fæst einnig með 2,4 lítra bensínvél, 124 hest- afla, og kostar þá 1.961.000 kr. • Vél: 2,5 lítra dísil, 4 strokka, 12 ventla. • Afl: 80 hö við 4.300 snúninga á mínútu. • Tog: 163 Nm við 2.200 snúninga á mínútu. • Drifbúnaður: Hátt og lágt fjórhjóladrif. • Mál og þyngd: 482/169/173 sm, 1.600 kg. • Umboð: Ingvar Helgason, hf., Reykjavík. Nissan Patrol 2,8 TD SLX 3.799.000 kr. 150 km/klst 22 sek 16,9 kg/ho I2,l NISSAN Patrol hefur á liðnum árum verið einn öflugasti jeppinn á markaðnum. Engar breytingar eru á bílnum núna en von er á nýjum og gjörbreyttum Patrol eftir ára- mót. Patrol er sjö manna og ríkulega búinn staðalbúnaði. Hann er eini jeppinn á markaðnum með tvöföldum dri- flokubúnaði að framan, sjálfvirkum og handvirkum. • Vél: 2,8 lítra dísil, 4 strokka, 8 ventla, með forþjöppu. • Afl: 115 hö við 4.400 snúninga á mínútu. • Tog: 235 Nm við 2.400 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 4,93/1,93/1,80 sm. 1.945 kg. • Eyðsla: 12,1 lítri innanbæjar. • Umboð: Ingvar Helgason, hf., Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.