Morgunblaðið - 22.10.1997, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Útlán Húsnæðisstofiiunar hafa aukist um 16 milljarða á einu ári
Lántakendum í vanskilum
hefur fækkað síðustu ár
Húsnæðisstofnun: Vanskil, allir sjóðir
Ljanúarhvertar 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997
Hlutfall vanskila af útlánum 0,8% 0,7% 0,7% 0,9% 1,2% 1,2% 0,9%
Fjöldi lána í vanskilum - - - - 12.381 9.695
Hlutfall lána í vanskilum
af heildarfjölda lána - - - - 9,2% 7,1%
Fjöldi lántakenda í vanskilum - 3.315 5.017 7.220 6.697 5.632
Hlutfall lántakenda í vanskilum
af heildarfjölda lántakenda - 6,3% 9,4% 13,0% 11,8% 9,6%
SKIL af útlánum sjóða Húsnæðis-
stofnunar ríkisins hafa batnað tölu-
vert að undanfömu og hafa ekki
verið betri frá 1. janúar 1993.
Fjöldi lántakenda sem eru í skilum
við sjóði stofnunarinnar var 53.742
hinn 1. júlí sl. og hefur þeim fjölgað
hlutfallslega frá síðustu áramótum
úr 90,4% í 90,9%. Þetta kemur
fram í nýrri skýrslu um útlán, skil
og vanskil lántakenda við sjóði
Húsnæðisstofhunar.
Vanskil námu 1.593 miUjónum
1. júlí síðastliðinn
Úttektin er miðuð við 1. júlí síð-
astliðinn en þá námu heildarútlán
allra sjóða stofnunarinnar 202,4
milljörðum kr. og höfðu aukist um
7,7 milljarða frá síðustu áramótum
og um 16 milljarða frá sama tíma á
síðasta ári. Er þar um 8,6% aukn-
ingu að ræða.
Vanskil, þriggja mánaða eða
eldri, við sjóði Húsnæðisstofnunar
námu 1.593 milljónum kr. hinn 1.
júlí sl., sem er um 0,8% af heildar-
útlánum. Til samanburðar voru
vanskil 2.100 millj. kr. 1. janúar
1996, en það voru hæstu vanskil
sem mælst hafa. Lántakendum í
vanskilum hefur fækkað stöðugt
að undanfórnu og hafa þeir ekki
verið færri síðan í janúar árið
1994, samkvæmt skýrslunni. Lán-
takendur í vanskilum voru 5.395
hinn 1. júlí sl. sem er 9,1% af heild-
arfjölda lántakenda hjá sjóðum
Húsnæðisstofnunar. Til saman-
burðar voru 5.632 í vanskilum um
seinustu áramót eða um 9,6% af
heildarfjölda lántakenda og hinn 1.
janúar 1996 var fjöldi þeirra 6.697
eða 11,8% og 1. janúar 1995 voru
7.220 í vanskilum eða 13% allra
lántakenda.
Lántakendum hefur fjölgað
um 1.509 á 12 mánuðum
Heildarfjöldi lána hjá sjóðum
stofnunarinnar er 138.112. Þar af
er fjöldi lána Byggingarsjóðs ríkis-
ins 94.564, Byggingarsjóðs verka-
manna 9.911 og húsbréfadeildar
33.637. Hefur fjöldi lána aukist hjá
Byggingarsjóði verkamanna og
húsbréfadeildinni, en dregist sam-
an hjá Byggingarsjóði ríkisins.
Lántakendum Húsnæðisstofnun-
ar hefur fjölgað um 671 frá síðustu
áramótum og voru þeir 59.137 tals-
ins 1. júlí sl. Hafði lántakendum þá
fjölgað um 1.509 á undanfömum 12
mánuðum eða um 2,6%.
13 íslensku-
lektorar við er-
lenda háskóla
Morgunblaðið/Kristján
NILS Gfslason við vindaflstöð sem hann hefur hannað en hún er á
gömlu bryggjunni við Dagverðareyri norðan Akureyrar.
Odýrari en venju-
legar vindaflstöðvar
SKIPULÖGÐ kennsla í íslensku nú-
tímamáli hefur á síðustu tíu árum
verið hafín við háskóla í Lyon,
London, Erlangen í Þýskalandi, Vín,
Berlín, Vilm'us, Tókíó og Moskvu.
Stofnun Sigurðar Nordal er aðeins
kunnugt um að kennslu hafi verið
hætt á einum stað, þ.e. Amsterdam,
vegna fjárhagsvandræða háskólans
þar. 13 íslenskulektorar eru nú
starfandi við erlenda háskóla. Þetta
kom fram í svari Bjöms Bjamason-
ar menntamálaráðherra á Alþingi
við íyrirspum Össurar Skarphéðins-
sonar alþingismanns.
Össur spurði m.a. við hvaða er-
lendar menntastofnanir á háskóla-
stigi kennd væri íslenska eða ís-
lensk fræði.
600 fræðimenn
í fslenskum fræðum
Menntamálaráðherra sagði að
Stofnun Sigurðar Nordal hefði
skrá yfír hátt í 600 fræðimenn í ís-
lenskum fræðum erlendis. Kennslu
í nútímaíslensku við háskóla er-
lendis mætti skipta í þrjá flokka.
í fyrsta lagi væru á nokkrum
stöðum prófessorar og lektorar
sem hefðu íslenskt mál og bók-
menntir sem aðalkennslugrein, í
flestum tilfellum væri þar um ís-
lendinga að ræða. í öðru lagi
lífeyrismál
LÍFEYRISNEFNDIN kom í gær
saman til að reyna að ná málamiðl-
un um lífeyrisfrumvarpið og sagði
Vilhjálmur Egilsson, formaður
nefndarinnar, að lokafímdur henn-
ar yrði haldinn á fostudag.
„Þetta var ágætis fundur í dag,“
sagði Vilhjálmur. „Málin voru
rædd fram og til baka og hug-
myndum velt upp. Ég held að það
komi í ljós á fóstudaginn hvort
menn verða sammála eða sammála
um að vera ósammála."
Vilhjálmur kvaðst vona að menn
næðu saman á beim fundi. Hann
kenndu nokkrir erlendir háskóla-
kennarar íslensku ásamt öðrum
greinum. í þriðja lagi kenndu ís-
lendingar, oft stúdentar sem bú-
settir væru erlendis, íslensku í
stundakennslu.
fslenska kennd við
45 háskóla 1983
Menntamálaráðherra sagði að í
könnun á kennslu í fomíslensku og
nútímamáli erlendis, sem gerð var
árið 1983, hefði komið í ljós að ís-
lenska væri kennd við 45 háskóla
víða um heim. Þótt könnunin væri
meira en tíu ára gömul væri ekkert
sem benti til þess að niðurstöður
hennar væru ekki enn að mestu
leyti í fullu giidi.
Menntamálaráðherra sagði að
þrettán íslendingar væru í starfi
sem íslenskulektorar við erlenda
háskóla, þrír í Frakklandi, tveir í
Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi og
einn í Finniandi, Danmörku, Aust-
urríki og Bretlandi. í fjárlögum
fyrir 1996 var varið til þessa liðar
3,6 milljónum kr., þar af 1,1 milljón
kr. til lektorsstöðu í Lundúnum
sem ríkið hefur skuldbundið sig til
að greiða að hálfu. í ár er varið til
þessara mála 4,2 milljónum kr., þar
af 1,6 milljónum kr. til lektorsstöð-
unnar í Lundúnum.
á föstudag
vildi þó ekki segja hvort þokast
hefði í samkomulagsátt á fundin-
um í gær, en kvað viðræður á hon-
um hafa verið mjög málefnalegar.
Fundurinn stóð í tæpar tvær
klukkustundir.
í nefndinni eru fulltrúar ríkis-
stjórnarinnar og vinnumarkaðar-
ins. Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambands íslands, vildi í gær
ekki segja hvort miðaði í störfum
nefndarinnar: „Niðurstaða okkar
var eiginlega sú að tjá okkur lit-
ið.“
NILS Gíslason, uppfinningamaður
á Akureyri, segir að alllangt sé
síðan hann fékk hugmyndina að
gerð nýrrar vindaflstöðvar, sem
breska ráðgjafafyrirtækið
Garrad-Hassan & Partners telur
að geti reynst mun ódýrari í fram-
leiðslu en hefðbundnar vindafl-
stöðvar.
„Það eru þijú ár frá því ég byij-
aði að smíða vindmylluna, en mun
lengra frá því ég fékk hugmynd-
ina, hún hafði verið að geijast
með mér í nokkur ár,“ segir Nils.
„Það sem gerði útslagið með að ég
byijaði á þessu var rafallinn,"
sagði Nils en skrúfan í vindaflstöð
hans er líkust reiðhjólsgjörð.
Spaðar sitja í hringlaga gjörð og
hægt er að stýra snúningshraða
stöðvarinnar með skurði spað-
anna. Sjálfur vindhverfíllinn virk-
ar sem snúður í raflinum, sem
framleiðir rafmagnið og hvorki
þarf gírbúnað né hefðbundinn
rafal. „Mér fannst þetta verulega
spennandi þegar ég sá að hægt
var að Iosna við gírinn," segir
Nils, en í hefðbundnum vindafl-
stöðvum er stór skrúfa með tveim-
ur eða þremur spöðum sem knýr
rafhverfíl með aðstoð gírbúnaðar
sem er þungur, fíókinn og hávaða-
samur.
Vindorka hf., fyrirtækið sem
stofnað var um þróun stöðvarinn-
ar, er komið í samband við banda-
ríska risafyrirtækið General
Electric. Utfæra þarf nokkra
þætti í hönnun vindaflstöðvarinn-
ar og mun Nils vinna að því á
næstunni. Þá munu ráðgjafar
Garrad-Hassan í Bretlandi gera
verk- og kostnaðaráætlanir og
enn fremur stendur yfir Ieit að
fjárfestum.
„Áætlanir ganga út á að smíða
50 kW tilraunastöð þar sem við
munum reyna ýmsar lausnir og í
kjölfarið munum við taka ákvörð-
un um á hvaða stærð við munum
stefna. Aðalacriðið er að stöðin
verði traust og einföld í smíðum.
Svona stöðvar eiga að geta gengið
tiltölulega eftirlitslausar árum
saman,“ sagði Nils, en hann segir
markað fyrir vindaflstöðvar vera
um heim allan.
Úrslitafundur um
Fluttur úr
hreppnum
með odd-
vitavaldi
HAGSTOFU íslands og
Fljótshh'ðarhreppi hefur verið
stefnt íyrir héraðsdóm til þess
að fá ógilta þá aðgerð oddvita
hreppsins að tilkynna til þjóð-
skrár að 36 ára gamall maður
væri fluttur úr hreppnum og til
Reykjavíkur. Maðurinn hafði
m.a. þegið framfærslustyrk af
sveitarfélaginu og telur sig búa
í Fljótshlíðinni.
Samkvæmt stefnu sem Ólaf-
ur Sigurgeirsson, lögmaður
mannsins, höfðaði málið með,
hafði maðurinn á leigu jörðina
Núp I í Fljótshlíð þar til sýslu-
maður Rangæinga bar hann út
eftir að maðurinn. hafði ekki
staðið við samninga um að
lýma jörðina. í stefnunni kem-
ur fram að þar hafí verið lög-
heimili mannsins, hann hafi
verið þar búsettur og ekki
rýmt jörðina vegna húsnæðis-
leysis.
Býr á svæði 101
í Reykjavík
Útburðurinn var fram-
kvæmdur 26. september 1996
en 7. júní 1996 hafði oddviti
hreppsins tilkynnt Hagstofu að
maðurinn væri fluttur úr
hreppnum og til Reykjavíkur. í
þjóðskrá er hann nú óstaðsett-
ur í hús en sagður búa á svæði
101 í Reykjavík.
Málið er höfðað samkvæmt
lögheimilislögum til þess að fá
ákvörðunina ógilta sem til-
hæfulausa. M.a. eru lögð fram
gögn um að maðurinn hafi ver-
ið búsettur í hreppnum, hann
hafi tekið atvinnutilboði frá
fyrirtæki á staðnum og hrepps-
nefnd Fljótshlíðar hafi sam-
þykkt að greiða honum fram-
færslustyrk í samræmi við úr-
skurði nefndar um félagsþjón-
ustu.
Hraðakstur í
Hafnarfirði
Einn farþeg-
anna enn á
gjörgæslu
STÚLKA sem var farþegi i bíl sem
ekið var á miklum hraða á tvo
ljósastaura á Reykjavíkurvegi í
Hafnarfirði aðfaranótt síðastliðins
sunnudags er enn á gjörgæsludeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur. Að sögn
læknis er stúlkan heldur á bata-
vegi.
Þrír farþegar voru í bílnum og
köstuðust þeir út úr honum við
áreksturinn. Þeir voru allir mikið
slasaðir en tveir þeirra voru fluttir
af gjörgæsludeild á almenna deild í
gær. Okumaður bílsins slasaðist
minna.
BLAÐINU í dag fylgir tólf síðna
auglýsingablað frá Kringlunni, „Kr-
inglukast".