Morgunblaðið - 22.10.1997, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Talsmaður kínverska
ÞAÐ verður tekið fyrir allt lakkrísát, herrar mínir . . .
Austur-Skafta-
fellssýsla
Kosið um
samein-
ingu sveit-
arfélaga
UNDIRBÚNINGSNEFND
sveitarstjórnanna í Austur-
Skaftafellssýslu (Hofshrepps,
Borgarhafnarhrepps, Homa-
fjarðarbæjar og Bæjarhrepps)
hafa ákveðið að standa fyrir
kosningum um sameiningu
sveitarfélaganna 29. nóvem-
ber 1997.
Kosningar um sama mál-
efni fóru fram í nóvember
1993, en voru þá felldar.
Kosningar fóru aftur fram í
febrúar 1994 og var þá sam-
eining Hafnar, Mýrahrepps
og Nesjahrepps samþykkt og
stofnað sveitarfélagið Homa-
fjörður.
Ráðinn
deildar-
stjóri
á Orku-
stofnun
• SVEINBJÖRN Björnsson, fyrr-
verandi rektor Háskóla íslands,
hefur verið ráðinn deildarstjóri auð-
lindamála á Orkustofnun.
Skipulagi Orkustofnunar var breytt
í grundvallaratriðum í byijun þessa
árs. Fólst breytingin í aðskilnaði á
framkvæmd rannsókna frá ráðgjaf-
ar- og stjórnsýsluhlutverki stofnun-
arinnar. Jafnframt fer sá hluti
stofnunarinnar sem sinnir ráðgjaf-
ar- og stjórnsýsluhlutverki, orku-
málasvið, með fjárveitingar Alþing-
is til stofnunarinnar og semur um
framkvæmd rannsókna fyrirþað fé.
í lok sl. árs var ráðið í nýjar stjórn-
unarstöður við stofnunina nema
-
Ómissandi hverjum málnotanda'
Orðastaður er fyrsta íslenska I
orðabókin sem samin er til að j
lýsa málnotkun og orðtengslum.
* lt.000 uppfiettiorð
* 45.000 orðasambönd
* 15.000 notkunardæmi
* 100,000 samsett orð
Orðastaður á heima við hlið
íslenskrar orðabókar.
Sveinbjörn
Björnsson
Laugavegi 18 • Síml 515 2500 • Siðumúla 7 • Síml 510 2500
hvað endanleg ráðning í starf deild-
arstjóra auðlindadeildar á orku-
málasviði frestaðist. Þessi deild er
þungamiðjan í
stjórnun orku-
rannsókna sem
stundaðar eru
fyrir opinbert fé.
Haukur Tóm-
asson,fyrrv. for-
stjóri vatnsorku-
deildar Orku-
stofnunar, hefur
gegnt starfi
deildarstjóra
auðlindadeildar
þetta árið.
Að undangenginni auglýsingu
hefur orkumálastjóri nú ráðið
Sveinbjörn Bjömsson, prófessor og
fyrrverandi rektor Háskóla íslands,
í starf deildarstjóra auðlindadeildar
og mun hann taka við starfinu um
nk. áramót.
Sveinbjörn Björnsson er fæddur
1936. Hann lauk Dipl.-prófi í eðlis-
fræði frá Tækniháskólanum í Aach-
en árið 1963.
Sveinbjörn var ráðinn sérfræð-
ingur á jarðhitadeild Orkustofnunar
árið 1964. Hann var deildarstjóri
háhitasvæða 1971-73, og settur
forstjóri jarðhitadeildar um hríð
árið 1973. Sveinbjörn sat í fýrstu
stjórn Orkustofnunar árin
1981-83.
Sveinbjörn hvarf til starfa við
Háskóla Islands í ársbyijun 1974,
fyrst sem jarðeðlisfræðingur við
jarðeðlisfræðideild jarðfræðistofu á
Raunvísindastofnun Háskólans.
Síðar varð hann deildarstjóri á sömu
deild og stjómarformaður Raunvís-
indastofnunar 1976-79.
Árið 1978 varð Sveinbjörn pró-
fessor í jarðeðlisfræði við verk-
fræði- og raunvísindadeild. Vara-
deildarforseti raunvísindadeildar
var hann 1983-85 og forseti
1985-87 og síðan rektor Háskóla
íslands 1991-97.
Sveinbjörn hefur gegnt fjölmörg-
um trúnaðarstörfum innanlands
sem utan og starfað sem ráðgjafi
á sínu sérsviði, m.a. á vegum al-
þjóðastofnana.
Aðrir umsækjendur um starfið
voru dr. Hákon Aðalsteinsson líf-
fræðingur og dr. Valgarður Stef-
ánsson eðlisfræðingur. Báðir starfa
þeiráOrkustofnun.
Spurningalisti um svefn ög heilsu
Margar konur
fá svefntruflan-
ir við tíðahvörf
Bryndís Benediktsdóttir
Um þúsund fimmtíu
ára konur á höfuð-
borgarsvæðinu
eru þessa dagana að fá í
hendur ítarlegan spurn-
ingalista um svefn og
heilsu.
Bryndís Benediktsdóttir
heimilisiæknir er einn
þriggja sérfræðinga sem
standa að þessari viða-
miklu rannsókn um svefn
og heilsu fimmtugra
kvenna en auk hennar eru
það þeir Þórarinn Gíslason
lungnalæknir og Kristinn
Tómasson geðlæknir.
Bryndís segir að
svefntruflanir aukist með
aldrinum hjá fólki og séu
mun algengari hjá konum
en körlum. „Svefnlyfja-
notkun kvenna er jafnvel
tvöföld á við hjá karímönn-
um.“
- Hvað kallast svefntruflanir?
„Þeim má skipta í þrennt. í
fyrsta lagi eru það erfiðleikar með
að sofna, fólk vaknar ítrekað upp
á nóttunni og í þriðja lagi vaknar
það of snemma á morgnana. Fái
fólk ekki nægan svefn verður það
syfjað að deginum og dagsyfja er
verulega óþægilegt einkenni.“
- Hvers vegna veljið þið sér-
staklega fimmtugar konur í þessa
rannsókn?
„í ljós hefur komið að svefn-
truflanir tengjast greinilega tíða-
hvörfum kvenna. Fyrir níu árum
var gerð íslensk rannsókn á
svefni kvenna á aldrinum 40-59
ára. Þar kom í ljós að konur sem
voru á breytingaaldri sváfu verr
en aðrar konur í rannsókninni.
Auk þess höfum við í starfí okkar
orðið vör við að svefntruflanir eru
eitt fyrsta umkvörtunarefni
kvenna sem eru á komast á breyt-
ingaskeiðið. Þær kvarta t.d. yfír
því að geta varla haldið sér vak-
andi á kvöldin, sofna fljótt en
hrökkva upp eftir nokkurra
klukkustunda svefn og eru þá
glaðvakandi.“ Bryndís segir að í
kjölfar þessarar rannsóknar muni
aðstandendur hennar bjóða þeim
konum sem hafa viss einkenni
um svefntruflanir að koma í frek-
ari rannsóknir.“
- Nú hefur verið talað um að
konur sofi ilia á breytingaaidri
vegna hitakófa?
„Það var lengi haldið að hita-
kófin væru ástæðan. I rannsókn-
um hefur það á hinn
bóginn verið tímasett
hvort hitakófin komi
fyrst eða svefntruflan-
irnar og niðurstaðan
sú að hitakófin koma
í kjölfar svefntruf-
lana.“ Bryndís segir að líf-
fræðilegar skýringar hafi fundist
á þessum einkennum. „I heilan-
um liggja þeir kjamar hvor upp
að öðrum sem hafa með stjórnun
svefns, hitastig líkamans og
framleiðslu kvenkynshormóna
eggjastokka að gera. Allir þessir
kjarnar eru undir áhrifum frá
kvenkynshormóninu östrogen í
blóðinu. Við tíðahvörf lækkar
þetta hormón í blóðinu og þá
raskast starfsemi allra þessara
kjarna, blæðingar hætta eða
truflast, svfefntruflanir aukast og
hitakóf byija. Oft lagast líka öll
þessi einkenni við hormónagjöf.
Við upphaf meðferðar verður
læknir að meta vandlega kosti
og galla meðferðarinnar fyrir
►Bryndís Benediktsdóttir lauk
prófi frá læknadeild Háskóla
Islands árið 1977. Hún lauk
sérfræðiprófi í heimilislækn-
ingum frá Uppsölum í Svíþjóð
árið 1984 og starfaði sem lækn-
ir þar í landi til ársins 1987.
Hún hefur verið heimilislæknir
í Garðabæ frá árinu 1987 en
verið í leyfi þaðan sl. ár og
starfað sem læknir svefnrann-
sóknadeildar geðdeildar Land-
spítalans. Bryndís er lektor við
læknadeild Háskóla íslands.
Eiginmaður hennar er Þór-
arinn Gíslason Iungnalæknir á
Vífilsstöðum og eiga þau fjögur
börn.
hvern einstakling en hormónagjöf
við tíðahvörf er auk þess talin
draga úr hjarta- og æðasjúkdóm-
um seinna á ævinni.“
- Liggja fieiri ástæður að baki
svefntruflunum hjá fimmtugum
konum?
„Vissulega. Hraustar konur
sofa til dæmis miklu betur en þær
sem eru með stöðuga verki. Það
er ein ástæðan fyrir því að kon-
urnar eru spurðar ítarlega út í
heilsufar í rannsókn okkar. Við
spyijum líka um lyfjanotkun því
mörg lyf geta truflað svefn. Al-
geng blóðþrýstingslyf, svokallað-
ir betablokkarar, geta valdið
svefntruflunum, eldri astmalyf
og viss geðdeyfðarlyf svo dæmi
séu nefnd.“
Bryndís segir að spurt sé út í
geðræn einkenni, félagslegar að-
stæður og reynt að
finna út hvernig lífs-
gæði séu hjá þátttak-
endum. „Allir þessir
þættir skipta máli.“
- / þessari rannsókn
er spurt hvort konurnar
hafí fengið meðgöngueitrun á
meðgöngu? Hver er tengingin við
svefntrufianir?
„í ljós hefur komið að konur
sem fengu háþrýsting á með-
göngu er hættara við hjarta- og
æðasjúkdómum seinna á ævinni.
Okkur leikur forvitni á að sjá
hvort konur sem hafa öndunar-
truflanir í svefni um fímmtugt
hafí oftar sögu um meðgöngu-
eitrun, en öndunartruflanir í
svefni auka líka líkur á hjarta-
og æðasjúkdómum."
- Hversu algengt er að konur
um fimmtugt kvarti undan svefn-
trufiunum?
„Hátt í helmingur kvenna á
breytingaskeiði kvartar um
svefntruflanir.“
Konur nota
svefnlyf allt
að tvöfalt á
við karla