Morgunblaðið - 22.10.1997, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 11
FRÉTTIR
SAMNINGURINN handsalaður. Jónas Þ. Þórisson, fram-
kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, (t.v.) og Þór Gunn-
arsson, formaður Sambands íslenskra sparisjóða. Með þeim eru
lengst til vinstri Páll Stefánsson, verkefnisstjóri hjá Hjálpar-
stofnun, og Ólafur Guðgeirsson, markaðsstjóri SÍSP.
Samstarf sparisjóðaima og Hiálparstofnunar
Innanlandsstarfið
styrkt í tvö ár
SAMBAND íslenskra sparisjóða og
Hjálparstofnun kirkjunnar hafa
gert með sér samstarfssamning
þess efnis að SÍSP styrki innan-
landsstarf Hjálparstofnunar um
eina milljón króna á ári næstu tvö
árin. Framlagið gerir stofnuninni
kleift að veita skjólstæðingum sín-
um betri stuðning en áður og renna
þannig styrkari stoðum undir inn-
anlandsstarf hennar.
Þór Gunnarsson, formaður SÍSP,
sagði við undirritun samningsins að
sambandið hefði sett sér það mark-
mið að taka þátt í samfélagslegum
verkefnum og ætla til þess ákveðið
fjármagn á hveiju ári. Eru tvö önn-
ur verkefni styrkt þessi árin. „Mér
var þetta verkefni strax mjög hug-
leikið,“ sagði Þór, „meðal annars
vegna þess að ég sá lengi um fjár-
mál Hafnaríjarðarkirkju og vil gera
mitt til að styðja það sem viðkemur
Þjóðkirkjunni." Þór segir ennfremur
að sparisjóðafjölskyldan, en þeir eru
alls 27 að tölu, vilji gjarnan leggja
lið í heimabyggðum sínum og að
þeim sé ljúft að taka þátt í starfi
með kirkjunni á þennan hátt.
Jónas Þórisson, framkvæmda-
stjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar,
kvaðst ánægður með að þetta sam-
starf hefði nú tekist, stofnunin hefði
lengi átt ánægjuleg viðskipti við
SPRON og önnur fyrirtæki í eigu
sparisjóðanna.
Sálgæsla og fagleg ráðgjöf
„Það er að mínu viti söguleg
stund að skrifa undir þennan styrkt-
arsamning og hann gerir Hjálpar-
stofnun kleift að sinna innanlands-
aðstoð betur en áður. Sálgæsla og
fagleg ráðgjöf verður nú stærri
þáttur aðstoðarinnar sem að öðru
leyti felst í matargjöfum og annarri
fyrirgreiðslu og okkur er nú kleift
að ráða félagsráðgjafa, Elínborgu
Lárusdóttur, til að hafa umsjón með
starfinu.“
Jónas segir að síðustu sjö árin
hafí fjöldi umsókna vegna slíkrar
hjálpar aukist úr 10 í 1.300 á ári,
minna hafi því verið til skiptanna
og stofnunin átt sífellt örðugra með
að veita skjólstæðingum þá ráðgjöf
sem oft þyrfti til að aðstoðin skilaði
sér. „Með þessum samningi er hægt
að standa mun betur að þessum
verkefnum."
7-vikna fitubrennslu-
námskeið:
• Þjálfun 3-5x i viku
• Fræðslu- og kynningarfundur
• Filumælingar og vigtun
• Matardagbók
• Uppskriftabókin “Léttir réttir,,
150 frábærar uppskriftir
• Nýr upplýsingabæklingur:
„f formi til framtíðar"
• Mjög mikið aðhald
• Vinningar dregnir út
í hverri viku
áótœdusc tií ad ue'ui tned:
- ná settu þyngdarmarkmiði
- verða hressari á sál og líkama
- æfa í skemmtilegum og
hvetjandi félagsskap!
Þeim fjölgar stöðugt konunum sem hafa
náð frábærum árangri á fitubrennslu-
námskeiðunum hjá okkur. Vertu með
þetta er auðveldara en þú hyggur!
SKEIFAN 7 10S REYKJAVÍK S. 533-3355
KA HEIMILINU 600 AKUREYRI S. 462 6211
Kvöldhópar
Daghópur
Morgunhópur
Framhaldshópur
Barnagæsla
Hefst 27. okt.
Vatnskælikerfi í húsnæði í staðinn fyrir loftræstikerfi
Mun minni fjárfestingar-
og rekstrarkostnaður
KÆLING húsnæðis með köldu
neysluvatni í stað lofts sparar veru-
legan fjárfestingarkostnað, eða er
einungis 60% af þeim kostnaði sem
þarf að leggja í vegna smíði kerfis
sem byggist á loftkælingu, auk
þess sem orkukostnaður vegna
reksturs kerfisins er helmingi
minni en reksturskotnaður vegna
loftkælingar.
Þetta eru niðurstöður athugana
Guðna Jóhannessonar, prófessors
í byggingatækni við bygginga- og
lagnadeild KTH, verkfræðiháskól-
ans í Stokkhólmi. Guðni hélt nám-
skeið nýlega um þetta hér á landi
fyrir verk- og tæknifræðinga á
vegum Endurmenntunarstofnunar
Háskóla íslands. Hann sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að til
skamms tíma hefði ekki verið
mögulegt að kæla húsnæði hér á
Reykjavíkursvæðinu með vatni
vegna þess að ekki hefði verið
vatn fyrir hendi til þess. Því hefði
loftkæling orðið ofan á. Nú hefðu
hins vegar skapast aðstæður til
þess með nýjum virkjunum Vatns-
veitu Reykjavíkur.
Stóran hluta ársins þarf
kælingu
Guðni sagði að fólki fyndist það
kannski skjóta skökku við að kæla
húsnæði á íslandi, en þannig væri
það nú samt þrátt fyrir að hita
þyrfti húsnæði á köldum skeiðum,
að mikil varmamyndun frá tölvum,
vélum og fólki ætti sér stað í mörg-
um tegundum húsnæðis, eins og
skrifstofuhúsnæði til dæmis. Stór-
an hluta ársins þyrfti að sjá fyrir
kælingu á álagstímum og þetta
hefði verið gert með því að auka
loftmagn umfram það sem þyrfti
til að vinna á móti þeirri hitamynd-
un sem yrði. Oft þyrfti að þrefalda
til fimmfalda loftmagn til að vinna
á móti þeirri hitamyndun sem yrði
og afleiðingin væri sú að loftræsti-
kerfin yrðu mjög stór og þar af
leiðandi dýr í viðhaldi og rekstri.
Því fylgdu líka oft tæknileg vanda-
mál að flytja mikið loftmagn inn
og út úr herbergjum.
Guðni sagði að vegna þessa
hefði kæling með vatni orðið ofan
á til dæmis í Skandinavíu. Það
væri framkvæmt þannig að komið
væri fyrir sérstökum vatnskældum
einingum, sem byggðar væru upp
með svipuðum hætti og vatnskassi
í bíl og hefðu hlotið nafnið kæli-
raftar í íslenskri þýðingu. Þeim
væri komið fyrir í loftum her-
bergja.
Loftið kólnaði við að leika um
þær og þar sem kalt loft væri eðlis-
þyngra en heitt félli það niður og
heita loftið streymdi upp í staðinn.
Þannig skapaðist hringrás og þetta
þýddi að ekki væri meiri hávaði
af þessari kælingu heldur en af
venjulegum ofni. Síðan væri stjórn-
loki á einingunni sem næmi hita-
stigið í herberginu og stýrði vatns-
rennslinu í samræmi við það hita-
stig sem óskað væri eftir.
„Þetta gefur möguleika á þægi-
legra loftslagi og minnkar að mun
það loftmagn sem þarf að blása
inn, þannig að vandamál sem
tengjast hávaða og trekk frá loft-
ræstikerfum verða mun minni en
ella,“ sagði Guðni.
Hann sagði aðalkosturinn við
vatnskælinguna væri hins vegar
kostnaðarhliðin. Fyrir stærra hús-
næði eins og til dæmis skóla,
fundarsali og skrifstofur mætti lík-
lega minnka fjárfestingu niður í
60% af því sem hefðbundið loft-
ræstikerfi myndi kosta, auk þess
Morgunblaðið/Árni Sæberg
GUÐNI Jóhannesson, prófessor í Stokkhóimi, sýnir teikningu
af kælirafti, sem er vatnskæld eining til kælingar húsnæðis.
sem orkukostnaður sem fylgdi
rekstri kerfisins væri ekki nema
um það bil helmingur af því sem
annars væri.
Fimm sinnum ódýrara en í
Stokkhólmi
Guðni sagði að ástæðan fyrir
því að kalda vatnið hefði ekki ver-
ið nýtt fyrr til þessara hluta væri
að til skamms tíma hefði verið
skortur á köldu vatni í Reykjavík.
Það hefði breyst með nýjum virkj-
unum og nú væri nægt framboð á
köldu vatni hér.
Þá væri einnig vert að nefna að
kalda vatnið væri fimm sinnum
ódýrara heldur en til dæmis í
Stokkhólmi, þannig að aðstæður
til að setja upp og reka svona
vatnskælikerfí hér á Islandi væru
betri en annars staðar.
María Pétursdóttir
hefurmisst 12 kg.
Bryndis Berg
heturmisst 13 kg